Dagur - 27.05.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 27.05.1967, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. HVERJIR VILJA BERA ÁBYRGÐINA? KOSNINGABARÁTTAN snýst um það, hvort áfram verði gengið á hlut landsbyggðarinnar og dregið verði enn úr áhrifum þeirra, sem skarðast- an hlut hafa borið frá borði í þjóð- félaginu, eins og verið hefur hin síð- ari ár, eða horfið að nýrri stjórnar- stefnu, og að sú stefna sé við það miðuð, að skipuleggja framkvæmda- afl þjóðarinnar, vinnuaflið, vélaork- una, tæknina og fjármagnið. Sú skipulagning verður að fara fram með samstarfi ríkisvaldsins annars vegar og félaga, stétta og einstaklinga hins vegar og stefnt að því fyrst og fremst, að láta þjóðarnauðsyn ráða röð framkvæmda í þágu atvinnu- og menningarmála, vinna að því af fremsta megni að endurheimta við- skiptasiðgæði í efnahagslífinu og skipta þjóðartekjunum á réttlátari hátt en verið hefur um sinn. En á þann hátt vill Framsóknarflokkur- inn vinna eftir kosningar, fái hann aðstöðu tiL Kjósendur hljóta að velja milli þessarar stefnu og þeirrar, sem fylgt hefur verið undanfarin ár og kennd við „viðreisn“, því að sú stefna er boðuð óbreytt, ef stjómar- flokkarnir halda völdum. Þeir kjósendur, sem kjósa stjórnar- flokkana taka um leið á sig þá ábyrgð, að togurunum verði hleypt inn í landhelgina eftir kosningar og erlendum auðhringum inn í atvinnu- lífið. Kjósendur stjómarflokkanna í þessum kosningum taka líka á sig þá ábyrgð, að viðurkenna í verki þá stjómarstefnu, sem komið hefur öll- um aðalatvinnuvegum landsmanna á gjaldþrotsbarm eftir 7 ára samfellt afla- og sölugóðæristímabil. Það þarf nokkum kjark til að styðja slíka stjómarstefnu. Og það þarf alveg vissa tegund af tryggð til þess að geta verðlaunað þá stjórnmálaflokka, sem lofuðu að afnema uppbætur og nið- urgreiðslur og koma atvinnuvegun- um á traustan rekstúrsgmndvöll, en tókst það ekki betur en svo, að upp- bætur og niðurgreiðslur á þessu ári nema nær tvöfaldri upphæð allra fjárlaganna 1958 og skilja jafnframt við atvinnuvegina á þann hátt sem nú blasir við. Og vilja merjn verð- launa með atkvæði sínu þá stjómar- flokka, sem á sjö ára góðæristímabili hafa hagað efnahagsmálum á þann veg, að kaupmáttur dagvinnulauna hefur ekki vaxið, þrátt fyrir stór- auknar þjóðartekjur í heild? Aðeins boðið upp á þriðjungi lengri vinnu- dag en tíðkast í nágrannalöndunum? Eða vilja menn una þeirri verðbólgu þróun lengur, sem hækkað hefur byggingarkostnað meðalíbúðar um 600 þúsund krónur, svo eitt dæmi sé tekið? MARGIR YONA AÐ KOSNINGARNAR LEIÐI AF SÉR BREYTINGU, SEM VERÐ- IIR TIL BATNADAR segir STEFÁN VALGEIRSSON bondi í Auð- brekku í viðtali við Dag STEFAN VALGEIRSSON bóndi í Auðbrekku í Hörgár- dal er sem kunnugt er í þriðja sæti á framboðslista Framsókn- arflokksins að þessu sinni, og mun verða einn hinna nýju þingmanna að loknum kosning- um. Fæddur í Auðbrekku 20. nóv. 1918 og stundaði búfræði- nám í Hólaskóla 1941—42 og lauk prófi þaðan. Hann er kvæntur Fjólu Guðmundsdótt- ur frá Böðmóðsstöðum í Laugar dal í Árnessýslu, og eiga þau sex böm, þrjár dætur og þrjá sonu. Stefán stundaði lengi ýmis störf í Reykjavík og p Suðurnesjum, átti þar heima í mörg ár og kynntist þar mörgu en tók jafnframt þátt í félags- búskap heima í Auðbrekku og vann þar oft á sumrin en hefur átt þar heima og gefið sig ein- göngu að búskapnum síðustu 5 árin. Stefán hefur átt mjög ann ríkt undanfarnar vikur, verið á sífelldum ferðalögum vegna kosninganna, en komið við á búi sínu öðm hverju til að sinna heimastörfum. Það er ekki auðvelt fyrir fjármargan bónda að sinna kosningamál- um um sauðburðinn á köldu vori, og starfandi bændur em líka helzt til fáir á Alþingi nú orðið. Núna í vikunni náði Dag ur tali af Stefáni milli kosninga funda hér við Eyjafjörð og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um áhugamál hans og störf fyrr og síðar. — Hvenasr iórst þú að vinna í Reykjavík? — Ég fór til Reykjavíkur seint á stríðsárunum og vann þar fram til 1948. Við hjónin giftum okk- ur það ár og þá fór ég að búa hér í Auðbrekku í félagi við Þóri bróður minn. Ég hef alltaf síðan tekið þátt í búskap hér á ein- hvem hátt. Svo fékk ég Akur- eyrarveikina og (var eftir það svo heilsuveill, að ég þoldi illa erfiðisvinnu. Við fluttum okkur til Keflavíkur, árið 1953. Þar fór ég að stunda ökukennslu og bif- reiðaakstur. — Hvað hatðir þú fyrir stafni í Reykjavík? — Til að byrja með vann ég hjá föðurbróður mínum, Hilmari Arnasyni byggingarmeistara við trésmíði. Svo vann ég í tvo mán- uði við Reykjavíkurhöfn. Það var töluverð reynsla, sem vel mætti segja frá, en verður að bíða betri tíma. Eftir þetta lenti ég í vinnu hjá Reykjavíkurbæ, ög var verkstjóri hjá bænum þangað til ég fór heim hingað 1948. — Er þér ekki eitthvað minn- isstætt frá þeim tíma, þegar 'þú varst verkstjóri hjá Reykjavíkur- bæ? — Jú, mjög margt, sem ekki er hægt að segja frá í þessu við- tali. Það er samt bezt að ég segi frá einu, sem kom fyrir í kosn- ingum. — Hvað var það? — Það var fyrir bæjarstjóm- arkosningarnar 1946 að ég fékk boð um það frá borgarstjóranum að lána þrjá menn til að bera út dreifibréf, sem Sjálfstæðisflokk- urinn gaf út handa borgarbúum vegna kosninganna. Ég spurði sendimanninn, hvernig ætti að borga þessum blaðberum. Sagði honum, að þeir ættu aðgang að mér með kaup, hvort sem þeir ynnu í bæjarvinnunni eða við annað, samkvæmt minni ráð- stöfun. Stefán Valgeirsson. — Hvaða svar fékkstu þá? — Mér var sagt, að auðvitað ætti ég að bókfæra þessa menn eins og þeir væru að vinna hjá bænum. Hvort á ég að færa þessa vinnu hjá íþróttavellinum, garðlöndunum eða jarðeignum borgarinnar, spurði ég. Skiptir engu, sagði sendimaðurinn. En þegar ég sagðist vilja fá skrifleg fyrirmæli um þetta frá borgar- stjóra, horfði maðurinn undrandi á mig og sagði svo hálf hikandi: Hinir verkstjóramir gera þetta allir, og ætlar þú þá að neita? Ég sagðist fara eftir þeim regl- um sem mér hefðu verið settar, nema skrifleg fyrirmæli kæmu um annað. Maðurinn gekk' þegj- andi burt, og síðan var aldrei á þetta mál minnzt, en eintak af dreifibréfinu beið mín heima kvöldið eftir. — Þú hefur fengizt mikið við félagsmál? — Eins og margir aðrir hef ég starfað í ýmsum félögum. T. d. var ég um skeið formaður í Fé- lagi ungra Framsóknarmanna hér í Eyjafirði og er nú formaður fulltrúaráðs Framsóknarfélag- anna hér. — En varstu ekki eitthvað rið7 inn við félagsmál syðra á sínum tíma? — Jú. I Keflavík starfaði ég töluvert að félagsmálum. Var for maður Starfsmannafélags Kefla- víkurflugvallar, Bifreiðastjórafé- lagsins „Fylkis“ á Suðurnesj- um og Byggingarsamvinnufélags Keflavíkur. — Þú hefur þá kynni aí verka- lýðsmálum ekki síður en búskap? — Ég hafði það á þessum ár- um. Það var lærdómsríkt, að kynnast kjarasamningum hinna ýmsu starfshópa og misræmihu, sem þar átti sér stað — óg að fylgjast með baráttuaðferðum vissra einstaklinga og félaga. Ég var um tíma erindreki Alþýðu- sambands Islands á flugvellin- um, og þá varð ég að afla mér þess fróðleiks um þessi mál, sem tiltækilegur var. Framkvæmda- stjóri Alþýðusambandsins var þá Jón Sigurðsson, þrautreyndur og velviljaður verkalýðsforingi. Var samstarf okkar mjög gott, þó að við værum ekki alltaf sammála um stjórnmál. Ég undrast, að frami hans skyldi ekki verða meiri, miðað við ýmsa aðra þar syðra. — Hvað vilt þú scgja um verkalýðs- og atvinnumálin nú? — Atvinnuhorfur eru nú versn- andi, ekki sízt á hinum fámenn- ari stöðum hér og þar á landinu. Sjávaraflinn er misjafn og viða of lítill miðað við aðstöðu. Þetta hefur í för með sér rekstursörð- ugleika fyrir fiskvinnslustöðvar, og samtímis búa þær við tilfinn- anlegan og vaxandi lánsfjárskort og vaxtaokur. Svo er bætt gráu ofan á svart með því að skatt- leggja tapið samkvæmt gildandi landslögum. Atvinnuöryggið er fyrir mestu hjá launastéttunum, og bændum er það heldur ekki óviðkomandL Hagsmunir þessara stétta fara í flestu saman. — Hvernig skýrir þú þessa sameiginlegu hagsmuni bænda og launamanna? — Eftir því sem afkoma launa- stéttanna er jafnari og betri eykst neyzla landbúnaðarvara. Sé hagur bænda góður, taka þeir meiri tækni í þjónustu sína, og þegar til lengdar lætur, er það eina leiðin til að tryggja neytendum ódýrari landbúnaðar- vörur. Tryggja þarf næga at- vinnu i landinu og veita bænd- um og láglaunastéttum aukna hlutdeild í þjóðartekjunum. Það verður ekki gert með því, að við- halda þessum háu vöxtum, eða stöðva framleiðslutækin með lánsfjárskorti og halda áfram að skattleggja tapið, sem þjónar ekki öðrum tilgangi, en að gera ‘ fyrirtæki, sem eiga í tímabundn- um erfiðleikum, gjaldþrota. Við- reisnarstefnan hefur leikið bænd- ur og launarhenn grátt, og þessar stéttir eiga að sameinast í eina fylkingu, til þess að rétta hlut sinn gagnvart fjárplógsmönnum höfuðborgarinnar. — Hagfræð- ingar segja, að aðeins þrjár þjóð- ir í veröldinni hafi meiri verð- mætaöflun á hvern íbúa en við. Hver trúir því þá, að hlutur lág- launafólks, hvað þá bænda, sé j nú réttlátur og eðlilegur, miðað J við aðrar stéttir? Hvað er eðli-J legt við það, í landi, sem hefur J slíka framleiðslu, að verkamanni sem vinnur dagvinnu samkvæmt gildandi kjarasamningum, sé ekki borgað meira árskaup en sem svarar fjármagnskostnaði við meðalstóra íbúð miðað við þann byggingarkostnað, sem nú er? Og þó er hlutur bændanna enn verri. Það votta hagskýrslur, bú- reikningastofa landbúnaðarins og fleiri vitni, sem hægt væri að leiða fram, ef á þyrfti að halda. — Hvað viltu segja um að- stöðu bænda nú? — Nú horfir mjög þunglega fyrir bændastéttinni. Ofan á skilningsleysi valdhafanna á mál- efnum bænda og yfirlýstan vilja Alþýðuflokksins til að svelta þá af jörðum sínum, bætist nú harð- ur vetur og kalt vor. Hey eru víða á þrotum, og þegar þrotin sums staðar, ef ekki hefði mikil kjarnfóðurgjöf komið til. Þegar Við Jónas Jónsson vorum aust- ur í Þistilfirði um daginn, sagði oddvitinn þar, Þórarinn í Holti, að ánni væru gefin 300 gr. á dag af kjarnfóðri, og þó var ekki kominn sauðburður. Hann sagði líka að kjarnfóðurkaupin væru orðin það mikil í vetur, þar í sveit, að hann sæi ekki hvernig hægt væri að greiða þann kostn- að allan. Fleiri dæmi væri hægt að nefna þessu lík, um núver- andi erfiðleika bændastéttarinn- ar. — Vilt þú benda á úrræði? — Það verður að finila leiðir til að lækka reksturskostnað landbúnaðarins, einkum áburð og tæknibúnað, til að jafna að- stöðuna milli bændanna og ann- arra stétta. Það verður m. a. að gefa því meiri gaum, en gert hef- ur verið, hvernig hægt sé að lag- færa gömlu gripahúsin til að auð- velda hirðingu í þeim, og á þann hátt lækka vinnuliðinn í bú- rekstrinum. En þetta verður varla gert svo að í lagi sé, nema eftir fyrirsögn tæknimenntaðra manna á þessu sviði, og væri þá ekki óeðlilegt, að þeir væru á einhvern hátt á vegum Búnaðar- félags Islands. En til alls þessa þarf fjármagn, og það liggur ekki á lausu núna, nema þá helzt fyr- ir hallarbyggjendur í höfuðborg- inni. —- Viltu segja fleira um kjör bændastéttarinnar? — Það er ekki nóg með það, að bændastéttin sé tekjulægsta stéttin í þjóðfélaginu í dag. Menntunaraðstaða unglinganna í sveitunum er algjörlega óviðun- andi. Slíkt er ekki hægt að þola lengur. Við hljótum að gera ófrá- víkjanlega kröfu til þess, að stór- átök verði hafin nú þegar á þessu sviði, svo að aðstöðumunur sá, sem ég nefndi, hverfi með öllu. Við ættum að geta sætt okkur við flest frekar en að börn okk- ar séu hornrekur þjóðfélagsins, að því er varðar menntunarað- stöðu. Undirstaða aukinnar vel- megunar í þjóðfélaginu er mennt un á einhverju sviði fyrir alla. í tækni- og verkkunnáttu, ekki síður en á sviðum æðri mennt- unar. Ég er mjög þakklátur Ingv- ari Gíslasyni fyrir baráttu hans í þessum málum, en hann hefur, eins og kunnugt er, flutt þings- ályktunartillögur um héraðsskóla byggingar á undanförnum þing- um, og látið fræðslumál mjög til sín taka í sínum þingferli. — Heldur þú, að sá áróður, er sumir valdamenn reka gegn land- búnaðinum, hafi áhrif? — Ég vona, að svo sé ekki. An landbúnaðar væri þjóðin illa sett. Ætli mörgum þætti ekki dauflegt að ferðast um Iandið, ef sveitimar vaéru komnar í eyði. Rétt eftir næstu aldamót verða Islendingar orðnir 400 þúsundir. (Framhald á blaðsíðu 2.) Málverk Freymóðs Jóhannssonar prýða veitingasalina í Varðborg. (Ljósm.: EL D.) Málverk Freymóðs í Varðborg NÚ ERU til sýnis í Hótel Varð- borg 9 málverk eftir Freymóð Jóhannsson listmálara, og eru þau öll til sölu. Freymóður Jóhannsson list- málari'er 71 árs, upprunninn á Árskógsströnd. Hann hefur haldið fjölmargar málverkasýn ingar bæði erlendis og hér á landi, sérsýningar og samsýn- ingar. Hann stundaði nám um nokkurt skeið í Kaupmanna- höfn, Berlín og ítalíu. Éinnig hefur hann mikið unnið að leik tjaldagerð. Freymóður bjó í 18 ár á Akureyri en hefur nú um langt skeið búið í Reykjavík, en hefur þo verið langdvölum erlendis. Dagur hafði tal af hstmálar- anum í fyrradag og bað hann að segja lesendum hans frá aðdrag anda þess, að hann gerðist list- málari og nokkrum hugmynd- um hans í því sambandi. Frey- móður sagði þá eitthvað á þessa leið: — Ég tel ekki hugarfóstur hins gáfaðastá manns komast sem fyrirmynd eða mótív í neinn samjöfnuð við það, sem við höfum daglega fyrir augum, eftir skaparann sjálfan. Þess vegna vel ég náttúruna sjálfa sem fyrirmynd í málverkum minum og reyni að hjálpa öðr- um til þess að sjá hana í þeim búningi, sem ég tel henni fara bezt. — Ekkert þeirra Evrópu- landa, sem ég hef ferðazt um, finnst mér taka íslandi fram í litaauðgi, fagurleika hins annál aða vísýnis né í fjölbreytni foi-ms og lína. Ég elska landið mitt, og það meiðir mig að sjá ýmsa aðra málara misþyrma því eða afskræma í málverkum sín um. Klæða það fölskum, skræp óttum og truflandi litum. Af þessum ástæðum er ég náttúru dýrkandi í verkum mínum, að minnsta kosti að vissu marki, natúralist eins og sagt er. Að vísu hagræði ég eða yrki á mína vísu, út frá þeim áhiifum, sem ég verð fyrir, þegar um efnis- val í málverki er að ræða. Ég tel það aðalsmerki góðs málara að skynja fyrirmyndina með augum sem alflestra manna, eða túlka hana að minnsta kosti á þann hátt, að öðrúm finnist það' vera einmitt svo, sem þeir hefðu séð hana áhrifamesta eða til- komumesta. Einmitt þannig hefðu þeir viljað, eða kosið, að mála hana, ef þeir hefðu verið málarar. — Fyrstu og minnisstæðustu hvatningu mína til listiðkunar fékk ég á Akureyri, er Páll Árdal skáld gaf mér vatnslita- kassa, þegar ég kom þangað 7— 8 ára í kaupstaðaferð og sendi mér síðan tvo pensla, sem hann hafði gleymt að láta fylgja með. Seinna tók dvölin í Akureyrar- skóla af allan vafa um það, hvað ég vildi verða. Stefán heitinn Bjömsson var þá teiknikenn- ari við skólann og Páli Árdal var þar einnig kennari. Einnig á ég Stefáni heitnum skóla- meistara mikið að þakka á þeim tíma, á þessu sviði eins og svo mörgum öðrum. Myndir Freymóðs eru fagrar og fólk ætti að skoða þær um ' Ifeið og nýbyggingu Templara. SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ríkisstjómin birti, þegar hún tók við völdum í nóvember síð- astliðnum, taldi hún það höfuð- verkefni sitt að koma atvinnu- lífi þjóðarinnar grundvöll.“ á traustan LOFORÐ OG EFNDIR Og stjórnin var ekki í vand- NOKKRIR íslenzkir flugmenn hafa að undanförnu verið í þjálfun í Boeing-skóla í Renton í Washingtonríki í Bandaríkjunum, en eins og kunnugt er, mun Flugfélag íslands fá Boeing-þotu í júlí næstkomandi. Myndin hér að ofan var tekin í skólanum fyrir skömmu, og á henni eru, f. v., Einar Sigurvinsson, flugvirki, Gunnar V. Frederiksen, flugmaður, Thomas O. Adams, starfs- maður Boeing-fyrirtækisins, Sigurður H. Guðmundsson, flugvirki, Halldór Hafliðason, flugmaður, Thorsteinn E. Jónsson, flug- maður, Gunnar B. Björnsson, flugmaður og kennari þeirra, J. M. Hammond frá Boeing-verksmiðjunum. Skipulagði leiki drengja á Akureyri Rætt við Viggo Öfjörd stofnanda skátafélagsins FIMM.TÍU ÁR eru liðin síðan skátastarf hófst hér á Akureyri. í tilefni af því ræddum við stutt lega við manninn, sem á heið- urinn af því, að hafa verið upp- hafsmaður skátástai’fsins hér, Viggo Öfjord klæðskera' frá Danmörku og konu hans Jóse- fínu, sem einnig tók virkán.þátt í þessu brautryðjandastarfi manns síns. Viggo Öfjord, sem reyndar hét í upphafi Hansen, en tók sér nefnið Öfjord (Eyjafjörður), þegar hann fór héðan aftur til Danmerkur árið 1919 eftir 5 ára dvöl hér, er klæðskeri að starfi. Hann kom til íslands árið 1914, og hafði þá lokið hinni tilskyldu herskyldu í heimalandi sínu, en í herskyldunni hafði hann kynnzt vel útilífi, tjaldbúðalífi og öllu því sem því fylgir. Hann sá drengi hér á Akureyri ærsl- ast og leika sér, sá þá róa á bát- um á Pollinum og fara í útreið- artúra. Þetta tvennt vakti áhuga hans, því að í Danmörku höfðu drengir ekki aðstöðu til slíkra leikja. Honum fannst, að hér væri góður jarðvegur fyrir skipulagt útilíf, og datt í hug að hvetja til stofnunar skátafe- lags. Viggo Öfjoi-d hafði ekki ver- ið skáti sjálfur, en reynsla fians í hernum kom að góðum not- Um, og árið 1917 var stofnað skátafélag. Stofnendumir voru milli 15 og 20 á aldrinum 12 til 17 ára. En á þessum árum stóð styrj- öld í Evrópu, og ekki var auð- velt að fá þaðan nokkuð það, sem til ytri umbúða skátastarfs ins þurfti. Því varð það að ráði, ræðum að útfæra stefnuna. — M. a. sagði hún svo í fyrrnefnd- um bæklingi: „Bótakerfi það, sem útflutn- ingsframleiðslan hefur búið við síðan 1951, verði afnumið, ett skráningu krónunnar breytt þannig, að útflutningsfram- leiðslan verði rekin liallalaust án bóta eða styrkja.“ Margir eiga ennþá viðreisnar bókina frægu. Þeir ættu að lesa hana með athygli nú fyrir kosn ingamar, til að rifja upp stefnu ríkisstjórnarinnar — bera sam- an loforð og efndir. - SÍLDARSTOFNINN (Framhald af blaðsíðu 1) þess nýta þeir aflann allan til fnanneldis. Þeir eru þó að byrja að ná tökum á nótaveiðum og verða sennilega með 20—30 hringnótaskip í sumar. Hafþór fann fyrstu síldiha í siunar 8. maí út af Austfjörð- um. Með nýju síldarleitarskipi breytist aðstaða til sildaríeitar mjög til batnaðar og væntan- lega kemur það á miðin um mitt sumar. Q að Jósefína kona Viggos saum- aði búningana á fyrstu Akur- eyrar-skátana, bjó til hálsklút- ana og saumaði meira að segja húfurnar, því hattar voru ófá- anlegir, — en seinna fengum við snið af búningunum frá út- löndum, segir Jósefína, og þá gátu mæður drengjanna saum- að búningana sjálfar, þangað til farið var að fá þá tilbúna. Viggo Öfjord og kona hans Jósefína. — Ég hafð’i ekki sjálfur verið skáti, segir Viggo Öfjord, en þekkti til útilífsins úr hernum. Þar hafði ég lært flaggastafróf- ið og ýmislegt, sem hægt var að kenna drengjunum, en mér fannst útUífið í heild vera aðal- atriði, og það að skipuleggja leiki drengjanna. Við fórum í gönguferðir út fyrir bæinn, og einnig gengum við fylktu liði undir fánum hér um götur Akureyrar. Svo fórum við auð- vitað líka í fótbolta, og höfðu allir gaman af. — Um þessar mundir var skátahreyfingin í Reykjavík á vegum ÍSÍ og Axel V. Tuliníus sendi okkur hingað norður bók ina Heragabálkur skáta, sem gefin var út á vegum ÍSÍ og þar í var að finna skátareglurnar, sagði Viggo Öfjord. — Læknarnir hér á Akureyri voru okkur mjög vinsamlegir, eins og reyndar flestir aðrir, en þeir tóku „að sér að kenna drengjunum hjálp i viðlögum, sem er einn liður í skátafræðs- unni. — Félagsh'f skátanna var tölu vert. Til dæmis sýndum við skátaleikrit í Góðtemplarahús- inu. Við höfðum fengið send skátablöð frá Englandi, og kon- an mín þýddi þar úr leikrit, um líf og störf skátanna, sem við svo settum á svið, segir Viggo Öfjord. — Vakti leikritið mikla athygli, og fólki þótti gaman að. (Framhald á blaðsíðu 2)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.