Dagur - 27.05.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 27.05.1967, Blaðsíða 8
 Eldur laus í Gránufélagsgötu 33 í FYRRAKVÖLD varð eldur laus í íbúðarhúsinu Gránufé- lagsgötu 33 á Akureyri, sem er steinhús en klætt innan með timbri. Slökkviliðið var kallað út kl. 21.45 og slökkti það fljótt m eldinn, sem hafði farið um mik- inn hluta hússins. Nær engu var bjargað út af innanstokks- munum, en fólkið slapp óskadd að. Húsi'ð er talið ónýtt að mestu. Þar bjó Henry Hinriksson og Árdís kona hans með börnum sínum, auk þess Hjördís Hinrik sen, alls 7 manns. Árdís var fyi'st eldsins vör. Hér var um tilfinnanlegt tjón að i'æða. □ LANDBÚ NAÐARSÝN! NG Á SELFOSSI Séxtíu ára afmælis Bunaðarsambands Suður- lands verður minnzt með ýmsu móti næsta vor áfornx sitt, eii ekkert hefur ver ið tatað um þá sýningu, og var ekkerit á hana minnzt á síðasta búnaðarþingi, svo nú er allt út- lit fj’rir, áð ekki komi til þess að hún verði haldin að sinni. — Við höfum fullan huga á að efna til sýningar á Selfossi, sagðx Stefán Jasonarson í Vorsa bæ, einn úr frumkvæmdanefnd inni, sem mun undii'búa sýn- inguna fyrir hönd Búnaðai'sam band Suðurlands. Tveir menn BÚNAÐARSAMBAND Suður- lands hefur í hyggju að efna til landbúnaðarsýningar á næsta vori í tilefni af 60 ára afmæli Sambandsins. Nokkuð mun vera síðan stjórnin ákvað að halda upp á þetta merkisafmæli á ein hvern eftirminnilegan hátt, og var þá helzt talað um að efna til landbúnaðarsýningar. í milli tíð hafði komið til tals að Bún- aðarfélag íslands efndi til siíkr- ar sýningar í Reykjavík og hafði Búnaðarsamband Suður- lands þá ætlað sér að hætta við MUNIÐ KÖSNINGA- SJÓÐ B-LISTANS EINS og allir vita, fylgir öll- um kosningum mikill undir- húningur og vinna. Fram- sóknarflokkurinn hér í kjör- dæminu hyggur á stóran sig ur og munu stuðningsmenn hans leggjast á eitt að gera hann sem eftirminnilegastan, enda bendir allt til þess, að straumurinn liggi nú til Framsóknarflokksins. En þrátt fyrir óeigingjörn stÖrf flokksmanna í sjálfboða- vinnu, verður ekki fram hjá því gengið að jafn viðamikl- um undirbúningi fylgja ætíð mikil fjárútlát. Þess vegna er heitið á allá velunnara Fram sóknarflokksins að leggja eitthvað af mörkum í kosn- ingasjóðinn. Munið að margt smátt gerir eitt stórt. Fjár- framlögum er veitt móttaka á skrifstofu Fratnsóknar- flokksins og afgreiðslu Dags. ins í dag, þar var t. d. gömul smiðja, taðkvörn og ýmislegt fleira. Aðsóknin var langt fram yfir það sem búizt var við, og skiptu gestirnir tugum þús- unda. Aðallega voru þeir að sjálfsögðu af Suðurlandsundir- lendinu, en þó komu mai'gir úr öðrum landshlutum, sagði Stef- án að lokum. □ SMÁTT 0( FÁTT, SEM AUGAÐ GLEÐUR Sigurjón hjá Alþýðumanninum segist vera liðfár, og að á hans vinnustað sé fátt, sem augað gleðji. Honum er velkomið að líta inn á skrifstofur Dags til að hressa upp á skapsmunina, og mun honum af ölluxn verða 'þar vel tpkið. Það er auðvitað ' ekki „upplífgandi“ að hann skuli nú hafa uppgötvað, að Bragi þurfi að minnsta kosti 1500 atkvæði til að ná kosningu, því að hann fékk ekki nema rúmlega 1000 atkvæði síðast, og Sjálfstæðismenn munu ganga eftir sínu. „En hver veit nema Eyjólfur hressist“ þegar dregið verður í uppbótarhappdrættinu um Jónsmessuleytið? NÁMSSTJÓRINN OG „LEIGUPENNINN“ Námsstjórinn á Á-listanum seg ist ekki hafa vitað, að niðrandi merking væri í orðinu leigu- penni. Sjálfsagt er að sýna þess um trúnaðarmanni fræðslumál- anna þá kurteisi að taka orð hans trúanleg um þetta efni. En á íslenzku máli heitir sá maður „leigupenni“, sem heldur fram í blaði eða bók skoðun án sannfæringar eða gegn sannfær ingu sihni af því hann fær borg uri fyrir í peningum eða á ann- an hátt. Önnur merking er ekki til í þessu orði og hefur ekki verið. Um þetta getur náms- stjórinu sannfært sjálfan sig með því t. d, að spyrja undir- menn sína í kennarastétt Norð- urlands eða nemendur í ungl- ingaprófi. Áhugi námsstjórans á því að „viðhafa aðgát í orðum“ skal ekki-í efa dreginn, en til eru í rxefndinni auk Stefáns, þeir Einar Þoi-steinsson ráðu- ngutur, Sólheimahjáleigu og Hjalti Gestsson ráðunautur, Sel fossi. — Þetta tekur langan tíma, svo ekki er víst, að okkur tak- ist að koma sýningunni upp fyrir rxæsta ár, og okkur langar til þess að þessi afmælissýning verði ekki síðri en sú, sem hald in var árið 1958 á Selfossi. Sú sýning var í húsakynnum Slát- urfélags Suðurlands á Selfossi, en úti fyrir voru sýndar land- búnaðarvélar og ýmiss stærri tæki. Á sýningunni var sýnd þróun landbúnaðarins frá upp- • hafi hér á landi og fram til dags Jónas. Björn. Sigurður. KJÖRDÆMASAMBAND ungra Framsóknarmanna á Norðaustur landi gengsl fyrir skemmtisamkomu í Skúlagarði í Kelduhverfi í dag, laugardaginn 27. maí, og hefst hún kl. 21. Ávörp flytja Jónas Jónsson, Björn Teitsson og Sigurður Jóhann- esson. — Jóhann Konráðsson syngur við undirleik Áskels Jóns- sonar. Karl Einarsson skemmtir með efttrhermum. Á eftir leikur Póló með söngvaranum Bjarka fyrir dansi. a Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ héldu frambjóðendur B-Iistans kjósendafund í Samkomuhús- mu á Dalvík og var hann fjöl- mennur, eitthvað á annað hundrað manns, eftir því sem blaðinu er tjáð af fundarmönn- um. Fundarstjóri var Jón Jóns- son frá Böggvisstoðum, formað ur Framsóknarfólags Dalvík- inga. Af hálfu fundarboðenda tók fyi'stur til máls Stefán Valgeirs son, en síðan Jónas Jónsson, Ingvar Gíslason og Gísli Guð- mundsson. Að loknum ræðum þeirra hófust frjálsat' umræður og tóku þá.til máls Helgi Sjmon arson bóndi á Þverá, Sigfús Þot- leifsson útgerðarmaður á Dal- vík, Þór Vilhjálmsson bóndi á Bakka og Jón Stefánsson hreppsnefndaroddviti á Dalvík. Síðar tóku þeir Gísli Guðmunds son og Ingvar Gíslason aftur til máls og var fundi slitið nokkru eftir miðnætti. þess að það takist, er nauðsyn- legt að vita skil á blæbrigðum þeirrar tungu, sem skáldið sagði, að ætti orð um „allt sem er hugsað á jörðu“. ELDSVODI OG EIGNATJÓN islendingar eru fljótir til hjálp- ar þegar bágstaddir eiga í hlut og leitað er aðstoðar. Slíkt er algengt þegar hús brenna eða fólk slasast. Um það var rætt í útvarpi á dögunum, að sóknar- prestar seridu oft út hjálpar- beiðni eftir húsbruna, en ríkari ástæða væri til þess, að prest- arnir töluðu um tryggingamál í kirkjum sinum og bentu sókn- arbörnum sínum á hlutverk tryggingafélaga'og það öryggi, sent í tryggingu felst. En hreinn trassaskapur véldúr þvt oftast, að innbú og ýmsar eigur manna eru ótryggðar. Á meðan skyldu tryggingar eru ekki víðtækari en nú er, er þörf á að ntinna á hlutverk trygginganna. Gott er auðvitað að prestar geri það á stólum, en einnig aðrir, og því er á þetta minnzt hér. En að sjálfsögðu er náungakærleikur- inn í fullu gildi hvað sem trygg- ingum líður og ber að hafa hann í heiðri sem áður, og er gott að prestar minni á hann þegar þörfin kallar. ÓVINVEITT STJÓRN Það hefur einkennt viðhorf nú- verandi ríkisstjórnar til lauri- þegasaintakanná, áð í hvert sinn, sem þau hafa náð þeim samningum við atvinnurekend- ur, sem þau hafá talið viðhlít- andi, hefur ríkisvaldið eyðilagt árangurinn. Engin ríkisstjórri getur til lengdar stjórnað þessu landi, án þess að virða hin fjöl- mennu launþegasamtök. Heild- arsamtaka launþega bíða mikil verkefni þegar farið verður að móta þá samræmdu stefnu í at- vinnu- og efnahagsmálum, sem ný ríkisstjórn yerður að móta, hverjir sem hana skipa. LAUN OG ÞJÓÐARTEKJUR Launþegar eru" fjær því eri nokkru sinni áður, undir „við- reisn“ að geta framfleytt fjöl- skyldu sinni sómasamlega af þeim tekjum, sem átta stunda vinnudagur gefur. Um þetta vitna niðurstöður Kjararann- sóknarnefndar, sem skipuð var fulltrúum verkamanna og at- vinnurekenda. Þetta ér dapur- leg staðreynd á tímum stór- aukinna þjóðartekna. DÝRMÆT BÓK! Bókin „Viðreisn“, sem stjórnin lét prenta á ríkisins kostnað og sendi á hvert heimili, er orðin „dýrmæt bók“. Hún hefst svo: „I stefnuyfirlýsingu þeirri, sem (Framhald á blaðsíðu 5). Kosningaskrifstofa Framsóknarmanna á Húsavík er að Garðarsbraut 5 (gömlu bæjarskrifstofunum). — Sími 4-14«-35. Skrifstofan verður op- in alla daga kl. 20—22, nema laugardaga og sunnudaga kl. 17—19.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.