Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 4
4 Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. „UNDIRSTAÐA OG YFIRLÖGMÁL" í RÆÐU, sem Bjami Jónsson frá Vogi flutti frá Lögbergi 1907, sagði hann: „Oss er öllum skylt að berjast fyrir því, að frægð og blómi lands vors verði sem mestur á ókomnum tíonum og sjálfstæði þess fullt og óskert. sEn þeir, sem berjast með erlendu valdi gegn rétti þessarar þjóðar, og þeir sem eigi vilja berj- ast með þjóðinni, — þeir menn skiulu verða gerðir þjóðernislausir vargar í véum. Þessi framtíðarlög las ég í hug- um yðar og eru þau undir öðrum lögum og yfir þeim, — undirstaða og yfirlögmál“. Þessi orð ættjarðarvinarins, Bjarna, eru eins og þau væru töluð af Lög- bergi á þessu vori. Þau eiga sérstak- Iega vel við nú sem kosningarávarp þjóðrækinna manna. Hvers vegna? Vegna þess að sú ríkisstjóm, sem nú berst fyrir að halda völdum áfram, hefur sýnt að hún hefur ekki fyrir „undirstöðu og yfirlögmál“ að efla sjálfstæði þjóðarinnar. En þá kröfu verða íslendingar fyrst og fremst og ætíð að gera til stjórnar sinnar. Ríkisstjómin á að falla, af því að hún hefur ekki staðið við fyrirheit sín í fjármálum. Það er rétt. Hún hefur farið afarilla með einstæð tekjuöflunarár, sem þjóðinni hafa gefizt. Verðbólga læsir sig eins og eitur um æðar efnahagslífsins. Aðalat- vinnuvegimir em settir hjá henni á bónbjargir. En þótt þetta, sem snertir efna- hagsmálin sé meira en nóg stjórninni til fordæmingar, er þó annað sem út yfir tekur, henni til óhelgi. Það er þrekleysi hennar og óvarkárni gagn- vart erlendu valdi. Hún gaf eftir af gerðri útfærslu landhelginnar og skuldbatt þjóðina um aldur og ævi til að leita leyfis Breta um frekari stækkun landhelg- innar, — afsalaði einhliða útfærslu- rétti fyrir hönd þjóðarinnar. Hún þóttist ætla að vinna að því, að viðurkenndur yrði réttur íslend- inga einna til alls landgrunnsins, en hreyfir hvorki hönd né fót til þess og hefur á Alþingi eytt með meirhluta- valdi öllum tillögum, er þar hafa fram komið, í þá átt. Hún heimilaði Ameríkumönnum að fara inn í íslenzka menningarhelgi með því að gefa þeim leyfi til að stækka sjónvarpsstöðina á Keflavík- urflugvelli og útvarpa óbeizluðu stundastyttingarsjónvarpi herstöðv- arinnar yfir meira en helming ís- lenzku þjóðarinnar. (Framhald á blaðsíðu 7). BÚSTÆRÐIIV SÉ MIÐUÐ VIÐ VINNIJ- GETU FJÖLSKYLDUNNAR Rætt við HORÐ og ROSFRIÐI á Rifkelsstöðum í Eyjafirði — Ég á konunni og dætrun- um það fyrst og fremst að þakka, hversu vel búskapurinn hefur gengið. Við vinnum öll í þessu, og það er ekki vegna þess að ég sé svo duglegur, að þetta hefur gengið svona vel, sagði Hörður Garðarsson á Rifkels- stöðum, þegar blaðamaður frá Degi spurði hann nokkurra spurninga um búskapinn og dag lega lífið í sveitinni. Kona Harð ar, Rósfríður Vilhjálmsdóttir, sagði okkur um leið frá því, hvernig er að vera húsmóðir í sveit, en þau hjón eru mjög samhent um allt sem við kem- ur búskapnum og sýnir hið myndarlega heimili þeirra, að þar býr óvenjulegt atorkufólk. Hörður er sonur Garðars heitins Halldórssonar alþm. og konu hans, Huldu Davíðsdótt- ur. Garðar og bróðir hans, Jón- as, bjuggu tvíbýli að Rifkels- stöðum, en við fráfall Garðars tók Hörður við búinu eftir föð- ur sinn. Rifkelsstaðir eru eitt mesta stórbýli Eyjafjarðar, þar er mikil vélvæðing og einskis látið ófreistað um, að fylgjast með öllum nýjungum í búnað- armálum. — íbúðarhús þeirra Harðar og Rósfríðar er nýtt að kalla, byggt á árunum 1960 til 1961 og mjög glæsilegt í alla staði. — Hvað eruð þið mörg í hehn ili? spyr ég Hörð. — Það erum við hjónin, og svo eigum við fjórar dætur, sú elzta er 15 ára, þá 13 ára og 8 ára og sú yngsta er nú ekki nema til þess að tefja fyrir enn- þá, hún er á öðru ári. Ég hef auk þess venjulega haft strák á fermingaraldri yfir sumarið til þess að létta undir með okkur, og þá er upptalið. Okkur hefur tekizt að anna öllum verkun- um, en það er því að þakka, hvað dæturnar og konan eru duglegar við verkin, og hjálpa mér mikið. — Hvað eru kýmar margar hjá þér? — Mjólkurkýrnar eru í augna blikinu 26, en höfuð í fjósi eru allt í allt um 40. — Og kindumar? — Við erum með rúmlega 100 kindur. Það er mikið að snúast í kring um þær, sérstak- lega um burðinn, en annars er það ekki svo mjög mikið. — Reyndar er ekki hægt að bera sauðburðinn í vor saman við það, sem gerist undir venjuleg- run kringumstæðum. Nú hefur féð orðið að bera allt í húsi, og husakosturinn varla nægilegur til slíks. Útihúsin eru orðin það gömul, að þau fullnægja ekki kröfunum, sem við gerum í dag og því er ekki eins þægilegt að vinna i þeim eins og gæti verið. — Hvemig er með upprekstr arland og beitiland? — Það er mjög af skornum skammti. Við beitum mjög mik ið á tún, bæði haust og vor. Beit um 'lengi fram eftir vori á tún- in, og tökum féð svo gjaman aftur nokkru fyrir slátrun til þess að fita lömbin, og jafnvel í hálfan mánuð, þrjár vikur og allt upp í mánuð. Þetta er ekki sauðfjárræktarsveit, nema þá hreinlega að miðað sé við að beita á ræktað land að mjög miklu leyti, og ég er ekki frá því, að það væri þess virði að hugsa um það. — Hvað hafið þið fleira til þess að drýgja bútekjurnar? — Við erum með hænsni. í svipinn eru þau um 300, því við erum með unga í uppeldi. Full- orðnu hænurnar eru ekki nema eitthvað á annað hundrað, en hænsnaræktin er samt nokkur liður í búskapnum. — Var ekki einu sinni korn- rækt hér á Rifkelsstöðuni? — Jú, en það var nú fyrir einum 20 árum. Pabbi hafði hér komrækt, fyrst til gamans, en ég segi samt ekki, að þetta hafi ekki líka verið til gagns, en þó varð kornræktin aldrei veiga- mikill liður í búskapnum. Ég held mér sé óhætt að segja, að uppskeran hafi verið sæmileg, t. d. miðað við það, sem Klem- enz á Sámsstöðum gaf upp, en hann er nú eiginlega sá eini hér á landi, sem hefur staðið eitt- hvað í komrækt að kalla, en þetta var aldrei í stórum stíl hér. — Ræktið þið dálítið af kart- öflum? — Það er nú ekki mikið en við höfum alltaf eitthvað til sölu, en héma í Eyjafirði eru margir miklu stærri kartöflu- bændur en við. — Hvað um vinnudaginn, er hann ekkilangur? — Vinnudagurinn í sveitun- um fer mikið eftir því, hvers konar búskapur er stundaður. Þar sem er kúabúskapur, eins og hérna hjá okkur, verður allt að miðast við að koma mjólk- inni í mjólkurbílinn á morgn- anna, og við t. d. verðum að vera tilbúin með mjólkina fyrir kl. 8, svo okkur veitir ekkert af að fara á fætur upp úr 6 til þess að mjólka og geta verið búin að öllu, þegar bíllinn kem- ur. — Er þetta nokkuð svipað allan ársins hring? — Sannleikurinn er sá, að veturinn er ekkert léttari en sumarið nú orðið. Á vetuma notar maður oft frístundimar til þess að Iagfæra það, sem aflaga hefur farið á sumrin, vélar og annað, sem ekki hefur gefizt tími til að sinna yfir há- sláttinn. En heyskapurinn hef- ur breytzt svo mjög með miklu meiri véltækni, að hann er ekk ert erfiðari heldur en skepnu- hirðingin á vetuma. Við hana er ekki hægt að koma eins mikilli vélavinnu eða hagræð- ingu, a. m. k. ekki nema með nýjum byggingum. Hreinskiln- ingslega sagt tel ég, að veturinn sé orðinn miklu erfiðari en sum arið, og mér finnst, að það, sem takmarkar bústærðina fyrst og fremst hjá mér, sé, hvað ég get hugsað um margar skepnur yfir veturinn. í öllu venjulegu árferði get ég heyjað handa miklu fleiri skepnum heldur en ég hef. Fleiri skepnur kalla á stærri útihús, hvort sem það yrðu þá fjárhús eða fjós, og það er dýrt að leggja út í slíkt. — Telur þú að búið, eins og hjá þér í dag, sé af hagkvæmri stærð? — Ég held það sé afar hæpið að hafa svo stór bú, að bóndinn og skyldulið hans geti ekki að mestu leyti annazt það. Það er hæpinn gróði að vera með margt vandalaust fólk. í fyrsta lagi er erfitt að fá það, og svo er það nú alltaf svo, að fólk er misjafnt, og það verður aldrei eins natið við skepnuhirðing- una eins og heimafólkið sjálft. — Það er nú t. d. að mjólka með mjaltavélum, skýtur Rós- fríður húsfreyja inn í. — Fólk segir, að það sé enginn vandi, láta mig langa fremur í kaup- stað er nú, þegar börnin eru byrjuð í framhaldsskólunum. Már finnst nijög mikill galli, að geta ekki haft þau hjá sér, eða þá komið þeim í heimavistar- skóla, þar sem eftirlit er haft með þeim á meðan þau eru í skólunum. Það er allt annað, að hafa börn svona í skóla ein á Akureyri heldur en hafa þau í heimavist. — Hvað segið þið mér annars um skólamálin í heild? Hjónin á Rifkelsstöðum mcð yngstu dótturina. (Ljósni.: FB.) en það er nú öðru nær. Ég mundi segja, að það væri meiri vandi en að mjólka á venjuleg- an hátt, til þess að vel sé farið með kýrnar. — Hvernig er að vera liús- móðir í sveit? spyr ég Rósfríði. — Það er ekki hægt að segja annað, en það sé mikið öðru vísi heldur en að vera í kaup- stað. Ég er sjálf fædd og upp- alin á Akureyri, dóttir Vil- hjálms Guðjónssonar og Katrín ar Hallgrímsdóttur. Sveitakon- an vinnur mikið úti, og óhætt að segja, að oft vinnur maður fullkomna vinnu úti, og svo þarf að vinna öll verk innan- húss að auki. Við það bætist, að á sumrin er oft margt fólk hjá manni, bæði gestir, og svo tek- . ur maður oft krakka til dvalar. Það er alltaf verið að biðja mann fyrir blessuð bömin, og það er líka gaman að geta tekið þau. Mér finnst börn hafa ákaf- lega gott af því að vera í sveit. Sveitakonan byi-jar daginn með því að fara í fjósið, svo þarf hún að vinna við heyskapinn á sumrin, sinna verkunum, og síð an er ekki til setunnar boðið, því hún verður að fara í fjósið aftur að kvöldinu, og ofan á allt þetta bætist, að bömin þurfa. umönnunar með líka. Vissulega hafa orðið gífurlegar breyting- ar í sveitunum. Nú er svo að segja alls staðar komið mikið af rafmagnsheimilistækjum og þetta er allt svo miklu þægi- legra, en það var, og húsin eru ekki lík því sem áður var. — En þetta er allt annað líf heldur en að búa í kaupstað, þetta er svo fjölbreytt. Eina ástæðan, sem ég hef til þess að Og hjónin svara bæði í einu: — Þetta er í lagi með barna- skólann. Þau eru reyndar ekki tekin í hann fyrr en þau eru átta ára, svo þau þurfa helzt að vera orðin læs, þegar þau byi-ja, en það gerir ekki svo mikið. Þau eru sótt heim annan hvern dag og keyrð heim aftur. Aðal- vandræðin eru, þegar barna- prófi lýkur. Þá vitum við ekki, hvert við eigum að snúa okkur. Það þarf að sækja um skóla- vist á mörgum stöðum, því þrengslin eru alls staðar mikil eins og kunnugt er, og alveg undir hælinn lagt, hvar maður fær inni fyrir bömin. Okkar dætur hafa verið í Gagnfræða- skólanum á Akureyri, þ. e. a. s. önnur þeirra las utanskóla í vet ur, en hin sat í skólanum. Þar er engin heimavist, og við urð- um bara að leigja herbergi úti í bæ og kaupa fæði handa henni. — Það er víst bæði dýrt og eríitt? —: Já, og svo er ekki auð- hlaupið að því að fá fæði. Það er óhætt að segja, að það er töluvert erfitt fyrir börnin að verða að búa ein og stunda skólanámið. Það er öðruvísi, ef þau .eru heima. Þá er hægt að veita þeim þá leiðbeiningu, sem foreldrarnir eru færir um. 13 ára böm em eiginlega ekki orð in svo þroskuð, að þau geti ver ið svona ein, þar sem enginn hefur eftirlit með þeim. Við er- um eiginlega orðin langt aftur úr hér í hreppnum, hvað fram- haldsskólamálin snertir, og nú hlýtur hver að verða síðastur um að komast í Gagnfræðaskól ann á Akureyri, því að hann er að verða fullsetinn. Okkur skilst, að þessi fræðslulöggjöf, sem við búum við, sé nú orðin 20 ára gömul, og hún er ekki kornin í framkvæmd, og óhætt er að segja, að hér í Ongulstaða hreppi hefur engin tilraun ver- ið gerð til þes að koma henni í framkvæmd fram að þessu. Fólk hefur ekki gengið nægi- lega hart eftir rétti sínum. — Hvað um félagslíf kvenn- anna í hreppnum? — Jú, við höfum okkar kven félag, sem hefur starfað býsna mikið, og svo höfum við líka saumaklúbb, sem kemur saman hálfsmánaðarlega. Okkur hefur heldur fækkað í honum. Ég man eftir því, að þegar ég byrj- aði vorum við um 20, en nú er um við komnar niður í 10 eða 11. Klúbburinn kemur bara saman yfir veturinn, en það er sama, þetta er tilbreyting. Mér finnst mjög æskilegt að hafa einhvei-ja starfsemi svipaða þessu, það tengir fólkið saman. Kvenfélagið hefur staðið fyrir föndurnámskeiðum og sauma- námskeiðum, og styrkt ýmis vel gjörðarmál. — Og karlamir, hvað gerið þið ykkur til skemmtunar? — Við sækjum mikið bænda klúbbana á Akureyri. Það er mjög gott og yfirleitt eru fund- irnir mikið sóttir og vel heppn- aðir. Þessi starfsemi er nærri því eins og okkar búnaðarskóli, að fara að hlusta hvorir á aðra og svo eru líka alltaf fengnir menn til þess að fyltja fram- söguerindi. — Þú hefur verið á búnaðar- skóla? — Já, ég var á Hvanneyri. Það er alveg nauðsynlegt fyrir nú- tímabónda að fara á búnaðar- skóla. Ég bý að því alla mína ævi, búskapurinn er orðinn svo fjölbreyttur, og þar lærir mað- ur eiginlega að læra og getur svo frekar tileinkáð sér nýjung ar, þegar þær koma fram, ef maður hefur einhverja undir- stöðu. En þetta er líka það eina, sem ég hef farið í burtu. Ég hef alltaf verið hér heima, en skóla vistin er ákaflega þroskandi á allan hátt. — Þú hefur mikið af vélum? — Eitthvað svipað og márgir aðrir held ég. Það er lífsspurs- mál fyrir bóndann, finnst mér, ef hann hefur meðalbú, að hafa nægilegt vélarafl. Vélarnar borga sig fljótt, a. m. k. ef vel er um þær hugsað. — Geturðu gert við vélarnar sjálfur? — Ég get séð um svona minni háttar viðgerðir, og gæti eflaust gert meira, en mig skortir hrein lega tíma til þess. Það er margt hægt að gera, ef maður hefur tíma til þess að dunda við þetta í ró og næði. — Hvernig finnst þér að búa svona nálægt Akureyri, Rós- fríður? Notfærir þú þér það t. d. í sambandi við matarkaup? — Að mörgu leyti er gott að búa nálægt Akureyri. Það er auðveldara að koma vörunum frá sér, og auðveldara að kaupa, ef mann vantar eitthvað, en ég kaupi ákaflega lítið í matinn. Ég bý yfirleitt að mínu, mjög mikið, sýð niður á haustin, bý til bjúgu og svoleiðis, en auð- vitað kaupir maður þó fisk í soðið. Svo kemur fyrir, að keypt er eitthvað annað, en þá mest til þess að smakka svona að gamni sínu, en ekki verulega til þess að hafa í mat. Mér finnst mjög fljótlegt að eiga niðursoð- inn mat, sem hægt er að grípa til, því ekki er hægt að hlaupa í búð, ef einhver kemur. Ég baka allt brauð heima, nema matarbrauð, og þó geri ég það nú reyndar stundum líka. — Þið eruð búin að vera gift í 16 ár, hafið þið nokkurn tíma tekið ykkur sumarfrí? Hjónin brosa bæði að þessari spurningu og svara síðan: — Nei, við höfum aldrei tekið sumarfrí, og það er nú einmitt það, sem okkur finnst vera erf- iðast við þennan blessaðan bú- skap, hvað hann er bindandi. Kannski er hægt að segja, að maður gæti skroppið í burtu, en mér finnst dálítil áhætta að skilja unglinga eftir með búið. Mér finnst það ekki forsvaran- legt, segir Rósfríður húsfreyja á Rifkelsstöðum að lokum, og maður hennar tekur í sama streng. íb. Afþakka leiðsögn Alþýðuflokksins FRIÐJÓN SKARPHÉÐINS- SON var síðasti ræðumaður Alþýðuflokksins í útvarps- umræðunum á dögunum. Hann lineykslaðist við það tækifæri á þeim ummælum Stefáns Valgeirssonar fyrr í umræðunum, að Alþýðu- flokkurinn reyndi að svelta bændur út af jörðum sínum. Ekki þarf annað en athuga nokkur söguleg rök til að finna máli Stefáns fullan stuðning. Friðjón Skarphéð- insson var sjálfur landbún- aðarráðlierra í minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins 1958 —1959. Sú stjórn gaf út hin alræmdu bráðabirgðalög, sem fólu í sér 3% kjaraskerð ingu fyrir bændur, eina allra stétta, en henni hrundu þeir raunar af sér með því að veita Stéttarsambandi bænda heimild til sölustöðvunar eins og frægt varð. Þegar héraðsnefndir bænda störfuðu á sl. sumri, fengu þær menn úr öllum stjórnmáiaflokkum til að svara opinberlega þeirri spurningu, hvort þeim fynd- ist réttlátt, að bændastéttin ein yrði Játin taka á sig í mynd kjaraskerðingar afleið ingar þess, að verð á land- búnaðarafurðum til útflutn- ings hafði lækkað og fram- leiðsluráð hafði ekki séð sér fært annað en lækka verð smjörs innanlands. Allir, sem spurðir voru, einnig Magnús Guðjónsson þáv. hæjarstjóri frá Alþýðuflokknum, töldu óréttlátt, að bændur yrðu einir látnir taka á sig þessar byrðar. Eina Akureyrarblað ið, sem ekki taldi sig hafa rúm fyrir svörin, ekki held- ur svar Magnúsar bæjar- stjóra, var Alþýðumaðurinn, sem lét þess í stað svo lítið að lýsa yfir, að bændastéttin yrði að leysa sín mál sjálf án opinberrar aðstoðar. Af þessu og auðvitað mörgu öðru má glögglega marka hug Alþýðuflokksins í garð bændastéttarinnar þessi árin. Þrátt fyrir við- leitni bæði Braga Sigurjóns- sonar og Friðjóns Skarphéð- inssonar til að ginna bændur til að kjósa Alþýðuflokkinn með fögru tali í þeirra garð í kosningaræðum, hlýtur bændastéítinni nú að vera Ijóst, aö Alþýðuflokknum er sízt flokka trúandi fyrir mál efnum stéttarinnar. □ Þesr ætluSu ekki aS þola verSbólgu VIÐ myndun „viðreisnar“-stjórn- arinnar 20. nóvember 1959, sagði forsætisráðherra hennar: „Þsð er meginstefna ríkisstjótr,- arinnar að vinna að því að efna- hagslíf þjóðarinnar komist á traustan og heilbrigðan gtund- völl, þannig að skilyrði skapist fyrir sem örastri framleiðslu- aukningu, allir hafi ÁFRAM siöð uga atvinnu og lífskjör þjóðar- innar geti í framtiðinni ENN far- ið bainandi. í því sambandi legg- ur stjórnin áherzlu á, að kapp- hlaup hefjist ekki milli verðlags og kaupgjalds og ÞANNIG SÉ HALDIÐ Á EFNAHAGSMÁL- UM ÞJÓÐARINNAR, AÐ EKKI LEIÐI TIL VERÐ- BÓLGU.“ Stefán Valgeirsson svarar Islendingi i y f t % t f t f t f X f SJÁLFSTÆÐISFORKÓLF- AR hér í bænum kveinka sér mjög undan ummælum Stef- áns Valgeij'ssonar í útvarps- ræðu hans 30. f. m. um Sjálf stæðisflokkinn og samvinnu félögin. íslendingur sló um- mælum Stefáns upp á for- síðu, og einn af ræðumönn- um íhaldsins í útvarpsum- ræðunum 2. þ. m. réðst á Stefán á miður smekklegan hátt, vitandi sem var, að Stefán hafði ekki tækifæri til þess að svara fyrir sig í umræðunum þetta kvöld. Dagur hafði tal af Stefáni Valgeirssyni, sem staddur er á fimdaférðalagi í Norður- Þingeyjarsýslu, og spurði, hvort hann vildi nokkuð sér- stakt um þetta mál segja. Stefán kvaðst í rauninni engu hafa við hin fyrstu orð sín að bæta. — Ég tel sýnt og sannað með áratuga andróðri Morg- unblaðsins gegn samvinnu- fólögunum og margyfirlýstri andúð íhaldsforkólfanna í garð þeirra, að Sjálfstæðis- flokkurinn vinnur eftir mætti gegn samvinnufélög- unum. Þessir herrar kalla samvinnufélögin og kaupfé- lögin auðfélög og einokunar- hringa og öðrum álíka nöfn- um. Þeir brigzla þeim um yfirgang og atvinnukúgun. 'Ef skilningur Morgunblaðs- manna og annarra íhalds- forkólfa er slikur á uppbygg ingu og starfsháttum sam- vinnufélaga, þá eru þeir mjög fjarri því að vera sam- vinnumenn. Samvinnufélög- in eru samtök alþýðunnar til sjávar og sveita. Þau eru sóknar- og vamartæki alþýð unnar gegn gróðaöflunum, óþarfa milliliðum og auð- hyggjumönnum. Það er min skoðun, og henni fær ekkert breytt, sízt af öllu geip íhaldsblaða og ósvífni íhalds- frambjóðenda, að Sjálfstæð- isflokkurinn lúti yfirstjóm auðvaldsins í landinu. Sjálf- I | f t stæðisflokkurinn er gerður út af auðvaldinu. Hver sá, sem styður Sjálfstæðisflokk- inn í kosningum, er, viljandi eða óviljandi, að styrkja auðvaldið. Styrkur og efling auðvaldsins er að sama skapi óhagur samvinnufélögunum. — Ég veit, að ýmsir þeir, sem kjósa Sjálfstæðisflokk- inn, gera það i góðri trú um eðli hans og tilgang. Þeir gera sér þess m. a. ekki grein, að hann vinnur á all- an hátt á móti gengi sam- vinnuhreyfingarinnar. Þetta er mjög skaðleg fáfræði, og of algeng. E. t. v. má fyrir- gefa þeim með orðunum, að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra. — En hitt stendur óhaggað, sem ég hef haldið fram, að það getur enginn verið í senn þvottheldur Sjálfstæðismaður og sannur samvinnum aðu r. — Meira hef ég ekki um þetta mál að segja, — mælti Stefán Valgeirsson að lokum. Í t f t t f I ? f t t t t t t I ? f t ,f Hvernig hefur lánazt að standa við þessi loforð? Ekki sem bezt, svo að ekki sé meira sagt. Sigið befur meira og meira á ógæfu- hliðina í efnahagslífi þjóðarinn- ar, og er nú svo komið, að allir höfuðatvinnuvegirnir eiga í stór- kostlegum rekstrarerfiðleikum. Þrátt fyrir hið mesta góðæri á undanförnum árum (dæmi: fisk- afli landsmanna veginn upp úr sjó var 503 þús. smálestir 1958 en 1238 þús. smálestir 1966), hefur kaupmáttur tímakaups í almennri vinnu verið að meðal- tali árin 1960 til 1966, 89,2 á móti 100 árið 1959, og enn á þessu ári hefur kaupmátturinn ekki náð grunntölunni 100 frá 1959 (hér er byggt á útreikn- ingum Kjararannsóknarnefndar). Út yfir tekur þó, þegar minnzt ér á verðbólguna. Jafnvægi milli verðlags og kaupgjalds hefur aldrei verið fjarlægara stefnu- mark en einmitt á dögum „við- reisnar“-stjórnarinnar. Verðbólg- an hefur aukizt með ævintýraleg- um hraða, svo t d. verð 370 rúmmetra íbúðar hefur hækkað um 600 þús. kr. Einkum hefur þó byggingarkostnaðurinn vaxið allra síðustu árin og þó mun meira á frjálsum markaði en segir í hagskýrslum. □ Spurning, sem nú er á allra vörum: Hvaða at- kvæðaaukningu fær Framsóknarflokkurinn í þessum kosningum? Enginn minnist á tylgis- aukningu hinna. Rödd frá Rauf arhöfn ÞAÐ fór eins og spáð var, að sá mæti maður og Alþýðubanda- lagsleiðtogi til skamms tíma, Ásgeir Ágústsson oddviti á Raufarhöfn, myndi í þessum kosningum tilkynna fylgi sitt við þá, sem völdin hafa. Sú til- kynning birtist í Mbl. 2. júní, en þar skorar Ásgeir oddviti á „alla íbúa Raufarhafua.r., að styðja þá ágætu alþingismenn Jónas G. Rafnar og Magnús Jónsson“. Áskorun þessi mun sérstaklega ætluð Alþýðubanda lagsmönnum á Raufarhöfn, og vera má, að þeir geri það fyrir fyrrum ötulan samherja sinn að kjósa fjármálaráðherrann og bankastjórann. í tilkynningu sinni í Mbl. talar oddvitinn um hina „dauðu hönd, sem hvíldi eins og mara yfir þessum stað meðan Framsóknarmenn voru upp á sitt bezta“. — Ljótt er að heyra! Það hefði samt verið skemmtilegra fyrir Ásgeir að geta þess, að Framsóknarmenn gengust fyrir því, á sínum tima, að ríkið hóf síldarverksmiðju- rekstur á Raufarhöfn, og nú- verandi síldarverksmiðja og flestar söltunarstöðvarnar voru byggðar á þeim tíma, þegar Framsóknarmenn fóru með völd í landinu. — Þess mætti sá góði maður líka minnast, að fyrir atbeina stuðningsmanna vinstri stjóroarinnar eignaðist Raufarhafnarhreppur, ásamt Þórshafnarmönnum og Vopn- firðingum, tvö síldveiðiskip, sem nú eru talin með þeim beztu í ílotanum — og að út- gerð þeirra skipa var svelt burt af staðnum eftir að stjóm hinna „ágætu alþingismanna“ kom til valda. Margir kjósendur a. m. k. muna eftir þeim. IQ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.