Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 06.06.1967, Blaðsíða 8
6 SMÁTT OG STÓRT Séð út vfir Glerárhverfi. (Ljósm.: E. D.) BÆJARFÓGETAEMBÆTTIÐ Bæjarfógetaembættið á Akur- eyri og sýslumannsembættið í Eyjafjarðarsýslu er nú laust vegna þess að Friðjón Skarphéð insson liefur fengið yfirborgar- fógetaembættið í Reykjavík. Hefur embættið verið auglýst laust til umsóknar, og er um- sóknarfresturinn ekki langur, aðeins til 16. júní. Sýnist rnörg- um þessi stutti frestur bera vott um að ekki eigi að bíða eftir hugsanlegum stjórnarskiptum með embættisveitingu þessa. DÝRIR SKEMMTIKRAFTAR Fyrir viku síðan reyndi blaðið íslendingur að gera sér mat úr því að ungir Framsóknarmenn væru látnir „efna til skemmt- ana með dýrasta skemmtikrafti á fslandi“ eins og blaðið orðaði það. Þetta fannst blaðinu sem sagt mikil ósvinna í garð kjós- Þjóðarnauðsyn að byggj norðlenzka borg segír BJARNI EINARSSON bæjar- stjóri í stuttu viðtali við blaðið BJARNI EINARSSON bæjar- stjóri á Akureyri tók við bæjar- stjórastörfum 18. apríl í vor. — Hefur hann síðan verið önnum kafinn við hin margvíslegu störf fyrir bæjarfélagið. Bjarni er ung- ur maður og vel menntaður í viðskipta- og hagfræðum innan lands og utan. Hann vann mjög mikið að Norðurlandsáætluninni áður en hann tók við störfum hér nyrðra og hafði kynnt sér marga þætti atvinnulífs og menningar- mála í þessum landshluta á msð- an hann enn vann syðra. Bæjarstjórinn fór héðan um miðja vikuna áleiðis til útlanda í erindum bæjarins og hafði blað- ið stutt viðtal við hann áður en hann fór. Fer það hér á eftir: — Hvernig líkar þér á Akur- eyri? — Akureyringar tóku mér vel og ég kann vel við mig í þessum vinalega bæ, en þó verður enn breyting til batnaðar, þegar fjöl- skylda mín kemur norður og við fáum okkar eigið h^imili. t— Hver hafa verið aðalstörf þín til þessa hér á Akureyri? — Bæjarfélag sem þetta er margþætt stofnun. Ég hef verið ÁNÆGJULEGIR FUNDIR FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ 1. júní efndu frambjóðendur Fram sóknarflokksins til almenns kjósendafundar á Hótel KEA. Góð fundarsókn var og fundur- inn hinn glæsilegasti. . Fimm efstu menn lista Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjöidæmi eystra, þeir Jónas Jónsson, Björn Teitsson, Stefán Valgeirsson, Ingvar Gíslason og Gísli Guðmundsson fluttu stutt SJÁLFBOÐA- SKRIFSTOFA Framsóknar- flokksins á Akureyri óskar eftir sjálfboðaliðum og bíl- X um til starfa á kjördag. Þeir, f sem vildu gefa sig fram til þeirra starfa hafí snmband við skrifstofuna nú þegar í síma 2-11-80. ar ræður, og töluðu i þeirri röð sem þeir eru hér nefndir. Einnig flutti Svavar Ottesen, varafor- maður Félags ungra Framsókn- armanna á Akureyri, ávarp. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari söng nokkur lög við undirleik Olafs Vignis Alberts- sonar. Séra Sveinn Víkingur las upp kafla úr endurminningum sínum. Fundarstjóri á þessum fundi var Sigurður Jóhannesson, for- maður Framsóknarfélags Akur eyrar. Fundurinn var vel sótt- ur, salurinn nær fullskipaður, og undirtektir fundarmanna hin ar beztu. Þá héldu Framsóknarmenn fund í Freyvangi 25. mai. Þar fluttu ræður Gísli Guðmunds- son, Ingvar Gíslason, Stefán Val geirsson, Jónas Jónsson og Ingi Tryggvason. Fundarstjóri var Jónas Halldórsson bóndi á Rif- •kelsstöðum. Fundurinn var all- sæmilega sóttur miðað við það að sauðburður stóð þá enn yfir og tíðin hafði ekki batnað. (Framhald á blaðsíðu 7) að setja mig inn í hið flókna samfélag smám saman, ásamt því að vinna að hinum daglegu, að- kallandi störfum. — Hvernig er fjárhagur bæj- arins? — Þegar litið er yfir lengra tímabil er fjárhagur bæjarfélags- ins traustur. Þó eru hér árstíða- bundnir fjárhagsörðugleikar. — Tekjur bæjarsjóðs eru minnstar, þegar framkvæmdirnar eru mest- ar og fjárþörfin brýnust. Veltur því á miklu, að fjármálum bæj- arins sé vel stjórnað, þannig að komizt verði hjá áföllum vegna tímabundinna greiðsluerfiðleika. Verkefnin eru næstum ótæm- andi en hins vegar eru takmörk fyrir gjaldþoli borgaranna. Að sjálfsögðu vilja bæjarbúar sjá sem mestan árangur af þeim greiðslum sem þeir inna af hönd- um til bæjarsjóðs. Ég kom inn í hér til starfa á miðju fjárhagsári og hlýt að sjálfsögðu að starfa samkvæmt gerðri fjárhagsáætl- un. — Stefnan var þá áður mörk- uð? Bjarni Einarsson. — Mitt starf er því að fylgja áætluninni á eins raunhæfan og heppilegan hátt og unnt er. — Hver eru stærstu viðfangs- efnin? — Dráttarbrautin er efst á blaði. Hún er ein af lykilfram- kvæmdum bæjarins, ásamt skipasmíðastöðinni. Búist er við að nýja dráttarbrautin kosti 40 milljónir króna eða meira. Þar (Framhald á blaðsíðu 6). enda, og auðvitað skyldi fólk þá ætla, að svona lagað gerði Sjálfstæðisflokkurinn ekki. En skjótt skipas't veður í lofti. í nýjasta íslendingi er mikil frásögn á baksíðu og geysistór auglýsing inni í blaðinu um skemmtun, sem Sjálfstæðis- menn ætla að halda í Sjálfstæð- ishúsinu rétt fyrir kosningarn- ar með „dýrasta skemmtikraft landsins“ sem aðalnúmer og fjármálaráðherra og meðreiðar- sveina hans sem aukanúmer. KÆRÐUR ÚT AF KJÖRSKRÁ Guðmundur Hákonarson frá Húsavík, sem er nr. 2 á fram- boðslista Alþýðuflokksins, sagði í útvarpi á föstudagskvöldið, að bóndamaður einn, sem væri ný- fluttur frá Húsavík til Reykja- víkur, hefði ásamt skylduliði sínu verið af Framsóknarmönn- um kærður út af kjörskrá á ------ Húsavík. Þetta taldi hann rang- lætisverk, sem bæri vott um slæmt innræti Framsóknar- ® |g manna og dæmi um það, að þeir vildu ekki dreifbýlinu eins vel og þeir létust vilja. GERÐU EKKERT MEÐ ÁLIT BÆJARSTJÓRA Maður þessi fór frá Húsavík með fólk sitt snemma sumars 1966 og hóf búskap í Aðaldæla- hreppi. Hann hætti þar búskapn um, seldi búpening simi og flutt ist alfarinn til Reykjavíkur haustið 1966. Samkv. lögum og eðli málsins á hann því að vera á kjörskrá í Reykjavík við kosningarnar 11. júní. Alþýðuflokksforkólfar á Húsa vík vildu liafa liann þar áfram á kjörskrá og fólk hans. Töldu sig þar eiga 5 atkv. vís. Gátu þeir komið því til leiðar í bæjar- stjórn, að meirihluti hennar vís- aði frá tillögu ían að leiðrétta kjörskrána að þessu leyti. Varð (Framhald á blaðsíðu 7) Þeir, sem vilja ráð- herrum „viðreisnar- innar” vel, ættu að gefa þeim langt sumarfrí. Þar sem Eldliraun rann HIÐ sögufræga Eldhraun frá 1729 staðnæmdist við gömlu Reykjahlíðarkirkjuna en rann til hliðar við hana. Þar breidd- ist „eldáin“ út og rann fram í Mývatn. Þetta hraun á sér merkilega sögu, er ungt að ár- um, sérkennilegt og fagurt. Fyrir nokkru síðan var mælt fyrir kísilvegi þeim, sem á að liggja frá Bjarnarflagi til Húsa víkur. Vegur þessi átti, sam- kvæmt því, að liggja í gegn um byggðarkjarnann — sem Reykjahlíð og Reynihlíð mynda við þann hluta Mý- vatns — og síðan yfir Eld- hraunið við vatnið. Þetta hef- ur mætt mikilli andstöðu þeirra manna, sem ekki vilja spilla náttúrunni hið næsta Nývatni. Enda er vegastæði jafngott eða betra litlu fjær vatninu og minni landsspjöll að leggja veginn þar. Nátt- úruverndarráð hefur harðlega mótmælt því, að eyðileggja Eldhraun með vegagerð. Og furðulegt er, ef bændur og hóteleigendur í Reykjahlíð og Reýnihlið una þessu fyrir sína hönd og fyrir hönd gesta sinna, sem á hverju ári hverfa úr stórborgarglaumi til þessa staðar til að njóta kyrrðar. Vegagerð á þessum þétt- byggða og fagra stað og síðan stöðugur þungaflutningur — yrði ekki til þess að auka að- sókn að hinum vinsælu hót- elum, heldur öfugt. Vonandi verða ekki sjónar- mið misvitra mælingamanna að sunnan látin spilla að óþörfu einum fegursta og sér- kennilegasta og sögufrægasta stað í Mývatnssveit. — Slíkt slys verður að fyrirbyggja. Sííííf55ííí555íí555555í$í$5íí$í5ííí55$5í5íííí5íí5$$$í5ííí$$5íí55íí555ííSííííí55ííí55$5ííííí55555555íSí?í5í5l

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.