Dagur - 07.06.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 07.06.1967, Blaðsíða 2
Hverf er v Þessari sporamgu svaíar STEFÁN EGGEKTS- SON í Laxárdal í Þistilfirði verzlunarvertíð ársins var búin, var hver einasta hilla troðfull af vörum. Enda lýsti stórkaupmað- ur því yfir í áramótaspjalli Ríkis — Núverandi stjórnarstefna er meingölluð og raunar stór- hættuleg fyrir framtíð íslenzka ríkisins. Þessu til sönnunar vil ég nefna nokkur atriði. 1. Hið góða markmið „jafn- vægi í byggð landsins“ hefur aldrei verið fjarlægara en nú, og það mun fjarlægjast meira cg meira ef svo heldur sem horfir. Fjármagni þjóðarbúsins er nú í litlum mæli veitt út á landsbyggð ina. I það minnsta hafa bændurn ir i Norður-Þingeyjarsýslu ekki orðið mikið varir við „stórbatn- andi hag þjóðarinnar“, sem stjórn arsinnar tala um í áróðursræðum sínum. Lítið dæmi um þetta er, að í mínum hreppi, sem telur um 30 fjölskyldur, hefur ekki verið byggt íbúðarhús s.l. sex ár. Hvað skyldi íbúðum í Stór-Reykjavík hafa fjölgað mikið á sama tíma? 2. Mismunur á tekjum hinna ýmsu stétta fer sívaxandi. Yfir- leitt er það þannig, að þeir, sem skapa verðmæti fyrir þjóðina, bændur, verkamenn og iðnaðar- menn, berjast í bökkum, en þeir, sem stunda miður nauðsynlega Halldór setti Aknreyr- armet i hástökki FRJÁLSÍÞRÓTTAMÖT 24. maí Hástökk: Halldór Matthías- son KA 1.77 m. (Ak.met). Karl Érlendsson KA 1.66 m. Sigurð- ur V. Sigmundsson UMSE 1.60 m. 100 m. hlaup: Jóh^nn, Frjð-r geirsson UMSE 11.8 sek. Spjótkast: Halldór Matthías- son KA 41.33 m. Þrístökk: Pétur Pétursson ÍMA 12.92 m. Sigurður V. Sig- mundsson UMSE 12.67 m. Kúluvarp: Þóroddur Jóbanns son UMSE 12.65 m. VORMÓT, sem frestað var í maí vegna óhagstæðs veðurs verður n.k. fimmtudag kl. 8. Keppt verður í 100, 400 og 1500 m. hl., hástökki, langstökki og stangarstökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og 4x100 m. hl. Öllum er heiniil þátttaka. atvinnú. fjárplógsmenn og aðarar afætur, fá sinn bita óþarflega feitan. 3. Bankarnir lána lítið fjár- magn í sveitirnar samanborið við það sem innílutningsfyrirtæki og prangarar i Reykjavik fá af spari fé landsmanna. Fólk talar um að bændur kaupi dýrar vélar, sem þeir noti ekki nema eina viku á hver ju ári og bindi þar með mikla peninga fyrir lítinn arð. En hver vill benda á arðinn af þeim verð mætum, sem troðfylla allar verzl anir í Reykjavík? Þeim, ssm hef- ur gengið um miðbæinn í Reykja vík síðasta Þorláksmessukvöld, hlýtur að hafa ógnað að sjá inn í leikfanga-, fatnaðar- og sport- vöruverzlanirnar. Einmitt þegar - útvarpsins, að nú væri orðið mjög ánægjulegt að eiga við verzlun. 4. Það atriði, sem mér finnst hvað mest athugavert við í nú- verandi stjórnarstefnu, er hve innflutningsfrelsið er skefjalaust og hversu góðærið, sem um hefur verið talað að hafi ríkt undanfar- ið, hefur verið illa notað til að byggja upp iðnað og aðrar fram- leiðslugreinar. Sem sagt, ráðherrarnir eru lík- lega lélegir búmenn. Inn er keypt vara, sem hægt væri að fram- leiða hér heima, svo sem húsgögn og matvara, aðeins ef hægt er að selja hana, burtséð frá því, hvort sé í raun og veru skynsamlegra. Dæmi um þetta er, þegar erlent ríki fékk olíuflutningana, af því að það bauð lægra flutningsverð en Hamrafellið. Því segi ég það, að ég tel svona stjórn vera búna að vera nógu lengi við völd. Skólaskvldan verður að kouia ti! r r segir JONINA HALLGRIMSDOTTIR, keeiislukoea á Laugum siðgæði en þekkingu í hinum ýmsu námsgreinum. Heimavistarbarnaskólar verða sífellt fleiri og fleiri og þar byrja börnin að dvelja fjarri heimilum sínum, síðan taka við D A G U R hefur spurt Jónínu Hallgrímsdóttur kennara við hús- mæðraskólann á Laugum, hvað hún áííti að. gera þurti til að bæta menr.tunaraðstöðu unglinganna í dreiíbýlinu. Svar Jónínu fer hér á eftir. — Eflaust mætti segja margt um þ'að • ,sem felst í þessari spurnir.gu, og stutt svar nær skammt. Fyrst vil ég ta.ka fram, að bæta þarf starfsaðstöðu í þeim skól- um, sem fyrir eru, og síðan reisa fleiri skóla. Með starfsaðstöðu á ég við, að margir hinna eldri skóla hafa ekki hlotið þær end- urbætur, sem nauðsynlegar eru til að þeir geti fylgzt með þeim stórfelldu breytingum, sem orð- ið hafa á atvinnu- og lífsháttum þjóðarinnar. Einnig er mjög aðkallandi að reisa fleiri skóla, því að starfandi skólar geta ekki véitt viðtöku öll- um þeim fjölda ungmenna, sem þangað sækja. En byggist ekki einmitt almenn velmegun þjóð- arinnar á því, að allir geti mennt- að sig á einhverju sviði? Þess vegna er óviðunandi að ung- menni dreifbýlisins skuli víða ekki einu sinni geta lokið sinu skyldunámi í heimahéraði sínu. Skól’ir dreifbýlisins,-éru flestir heimavistarskólar og verða því heimiti nemenda meðan á náms- tíma stendur. Því hlýtur að vera ábyrgðarmeira starf þeirra kenn- ara, sem starfa við slíka skóla. Fyrir utan það, að kenna ákveðnar námsgreinar, þarf í þessum skólum að skapa aðlað- andi heimilisvenjur með vissum reglum og nokkru félagsstarfi. Rætt hefur verið um nauðsyn þess, að endurskoða skólalöggjöf þjóðarinnar, og er vafalaust þörf á því. Ætti þá að gæta þess, að leggja ekki minni áherzlu á upp- eldi nemendanna og heilbrigt Jónína Hallgrímsdóítir. unglingaskólar, húsmæðraskólar o. fl. Augljóst er því, hvílík nauð- syn er, að skólarnir séu þannig búnir, að þeir geti verið bæði vistleg heimili, rúmgóðir til náms og félagsstarfa, og hafi yfir að ráða þeim kennslutækjum, sem geri námið auðugra og kennsl- una lífrænni. Að lokum vil ég segja, að von min er, að skólar dreifbýlisins megni að gegna því hlutverki, að skila af höndum sér háttprúðu og menntuðu æskufólki, sem verði nýtir þegnar þjóðfélagsins og standi vörð um heilbrigða þróun atvinnulífs og framfara- mála. □ Halldór Matthíasson, KA, setti Akureyrarmet í hástökki. (Ljósm.: H. T.) í DAG, miðvikudag, kl. 8.30 e.h. leika KA og Þór í meistara- flokki karla á íþróttavellinum á Akureyri I Vormóti. Þetta er fyrsti leikur þessara aðila á sumrinu. Vormót í knattspymu stendur nú yfir í yngri flokkun- um. □ ur flökk framfara og saMvinuíi (Framhald af blaðsíðu 1) koma fyrir að heil byggðariög fari í eyði. Það hefur láttð í ljós áhuga sinn fyrir síauknu félagslífi, sem er hinuitii dreifðu byggðum mikil nauð- syn. Það hefur rætt um skóla- niálin, nauðsyn á endurbóí- um á skólakerfinu öllu og efl- ingu og uppbyggingu skóla hér um slóðir, svo að unnt verði a. m. k. að láta lögboðna skólaskyldu koma til fullra framkvæmda. Það hefur rætt vm samgöngumálin og nauð- synlegar endurbætur á því sviði. Fulltrúar ungra bænda, sjómanna og iðnaðarmatma hafa Iagt áherzlu á uppbygg- ingu atvinnuveganna nieð auk inni fyrirgreiðslu. Rétt er að taka fram, að þetta fólk er engan veginn að biðja sér ölmusu, því að unga fólkið er ötult og dugmikið, heldur viil það fá réttlátan hluta þjóðar- teknanna á móts við aðra. Þá hefur þetta fólk talað um hús- næðismálin og svo auðvitað sérmál hinna einstöku staða innan kjördæmisins, eins og við er að búast, og vissulega dregið það fram einnig, setn. vel hefur verið gert. Þetta fólk telur, að íslenzku þjóðinni sé á mörgum sviðum mikill vandi á höndum efíir sjö ára „viðreisn“. En það er samt bjartsýnt, eins og ungl fólk á að vera, og telur vanda málin engan veginn óleysan- leg, ef vel verður á málum haldið. Þessu unga fólki er Iíka ljóst, að þeir menn, sem allí telja í bezta lagi í þjóðfélag- inu nú og engin teljandi van.d- ræði aðsteðjandi, eru ekki til þess fallnir að standa fyrir framförunum, sem þurfa að verða næstu árin. Listi Framsóknarmamnia í Norðurlandskjördænti ‘eystra er nú að mjög veruíegu leyti skipaður ungu fólki. Þrátt fyr ir það að Framsóknarflokkur- inn hafi lengi haft hér nnesí fylgi allra flokka, áttar floklf- urinn sig mætavel á því, að nauðsynlegt er að fylgjast með tímanum og gefa yngri kyn- slóðinni næg tækifæri. Þess vegna skipar fleira ungt fólk lista Framsóknarflokksins hér en lista annarra flokka. Þannig er augljóst, að Frarn sóknarflokkurinn er nú flokk ur unga fólksins, og það veit, að það vex af þeirri tiltxú, sem sá flokkur vill veita því. Stefnumarkið er, að korha hinum glæsilega fulltrúa ungu kynslóðarinnar, Jónasi Jóns- syni frá Yztafelli, á þing og fella þar með „viðreisnar“- stjórnina. Það takmarkt er ekki langt undan, og næst á sunnudaginn kemur ef vel verður unnið. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.