Dagur - 10.06.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 10.06.1967, Blaðsíða 7
7 I- ? © $ -t- © I © I I * -{- © Dr. Richard Beck sjötugur I * í 1 1» k'i»lin»H Kcnlr c<Atiuiiii> I á I 'í' 0 •í' i 0 I SVO STORVIRKUR hefur dr. Richard Beck verið við há- skólakennslu og bókmennta- störf vestan hafs, að menn hafa naumast veitt því at- hygli, að hann er einnig hið bezta ljóðskáld og yrkir ekki einungis á íslenzka tungu, heldur einnig á klassiskri ensku. Hafa þau ljóð hans birzt í mörgum stórblöðum og merkum bókmenntaritum vestra og jafnvel komizt í ým- is söfn úrvalsljóða bæði í New York og London. Þessi maður hefur naumast verið einhamur til andlegra starfa. Auk þess sem hann hefur árlega flutt erindi og fyrirlestra svo hundruðum skiptir, skrifað bækur og rit- að ógrynnin öll í blöð og tíma- rit, hefur hann gegnt fjölda- mörgum ábyrgðarstörfum fyr- ir háskóla sinn og ýmrs nor- ræn félög í Bandaríkjunum. Hann hefur um áratugi, með sínu andlega fjöri og brenn- andi áhuga blásið lífi og þrótti í þjóðræknistarf Islendinga í Vesturheimi, ekki aðeins þau ár sem hann var forseti Þjóð- ræknisfélagsins heldur og með ritgerðum sínum í íslenzku blöðunum þar, allt frá því að hann steig fyrst fæti á land- námsstorð Leifs heppna. Nýlega barst mér í hendur ný og stækkuð útgáfa af hinni ensku ljóðabók hans: A Sheaf of Verses, sem fyrst kom út í Winnipeg 1945, síðan í há- skólaprentsmiðjunni í Grand Forks 1952 og er þetta því þriðja útgáfan. Ljóð þessi eru eins og hin íslenzku ljóð dr. Becks, falleg og fáguð, og hafa eins og áður er að vikið, vak- ið verulega athygli og hlotið viðurkenningu bókmennta- manna. Hér verður því ekki komið við að skrifa að neinu gagni um dr. Richard Beck. Til þess þyrfti að skrifa heila bók. En því minnist ég á þetta, að dr. Beck verður sjötugur þessa dagana. Hann er fæddur í Reyðarfirði austur 9. júní 1897. Höfðu hinir fjöldamörgu vinir hans vonazt til að geta tekið í hönd hans heima á ættjörðunni á þessum tíma- mótum. En með því að hann býst nú við að láta af há- skólakennslu og flytjast vest- Í f i I é <■ I f J © Síðasta úrræði flMens ur á Kyrrahafsströnd á þessu ári, gat hann engan veginn komið þvi við að heimsækja ættjörðina þessu sinni. En þó að svo heiti, að dr. Richard Beck ætli nú að fara að setjast í helgan stein, dett- ur eingum það í hug, sem þekkir hann, að hann eigi ekki enn eftir, ef honum endist líf og heilsa, að vinna islenzkri þjóð vestan hafs og austan margvíslegt gagn og sóma með sínum ótrúlega dugnaði og fjölþættum gáfum og hæfi- leikum. - Dr. Richard Beck er líka miklu meira en óbugandi vinnuvíkingur. Hann er göfug- ur maður, drenglyndur og góð- viljaður. Hinir fjölda mörgu vinir hans senda honum og hinni ágætu konu hans hug- heilar heillaóskir og óska þeim langra lífdaga, gæfu og gengis, jafnframt því sem þakkað er fyrir það ómetan- lega starf, sem hann hefur unnið sem útvörður íslenzkr- ar menningar í Vesturheimi. Þau hjónin búast nú við að setjast að í hinni undurfögru borg Victoria á Vancouver- eyju, þar sem frú Margrét er fædd. Hvergi í heiminum er fegurra en þarna vestur við Kyrrahafið. Megi þeim hjónum vegna sem bezt í þessari Paradís mikilla sanda og sæva, þar sem sólin hnígur aldrauð í hafið eins og á Islandi. Benjamín Kristjánsson. <■ © 4 9 * <■ ? f t ? t ? t f + ? t © * ? t t ? SIGURJÓN í AMen segir nú síðast af venjulegri snilld: „Ekk ert ergelsi í lok kosningabarátt unnar“(!) Við hliðina á þess- ari speki er beitt hinu dólgsleg- asta orðbragði og stóryrðin hvergi ■ spöruð, en þar skrifar Örn Jóhannsson grein, sem nefn ist „Ómakleg árás á félaga sína“. Er þar átt við viðtal, sem ég átti við Baldvin Garðarsson, iðnnema á Húsavík og birtist í Degi 3. júní. Orðin úr viðtalinu, þau sem fyrirsögnin á 'við, hljóða svo: „Nýleg var stofnað hér á Húsa- r vík iðnnemafélag, og í því eru svo til allir iðnnemarnir hér. Við erum svo í iðnnemasam- bandi íslands. Annars hefur þetta félag ekki verið mjög at- hafnasamt ennþá, en þó m. a. gengizt fyrir samkomuhaldi." , Ekki vitnar Örn beint í þessi orð. í upphafi greinar sinnar segir hann: „Það er kannski að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur fyrir að ætlast til að fróðleikur eða sannleikskom finnist á síðum Dags“. Síðan segir Örn það um Baldvin, að hann hafi borið „athafnaleysi" upp á félaga sína og sagt að „þeir hafi sýnt málefnum iðn- nema tillitsleysi á undanfömu starfsári." Eins og sjá má af til- vitnun minni hér á undan í við- talið er þetta alrangt með farið. F.innst mér raunar, að orðin úr viðtálinu sýni jákvæðan skiln- ing á málefnum nýstofnaðs fé- lags, enda er tvennt nefnt af athöfnum þess, inngangan í Iðn nemasambandið og samkomu- 'haldið, og sagt að um fleiri atriði hafi verið að ræða í starf- seminni og gefið í skyn að eiga megi von á enn meiru. En Örn gengur lengra en skrökva ummælum upp á félaga sinn. Hann legur út af eigin til- búningi í býsna löngu máli og segir m. a. að Baldvin hafi ekki getað „staðizt þá freistingu að láta skáldgamminn geysa(!) af slíkri fúlmennsku". Síðan em talin upp störf Iðnnemafélags Húsavíkur og kemur sú upp- talning heim við það sem stend- ur í viðtalinu svo langt sem það nær. Er þá endurtekið að Bald- vin hafi talað um „athafnaleysi“ félagsins!! Síðan segir Örn að Baldvin hafi talað um „stöðvun byggingarframkvæmda á Húsa- vík“. Þetta . stendur auðvitað hvergi í viðtalinu, þó að þar sé að vísu minnzt á að framkvæmd irnar kunni að minnka. Að lok- um hreytir Örn svo frekari ill- yrðum í Baldvin. Ekkert skil ég nú í honum Sigurjóni að birta annan eins gegndarlausan þvætting og þessa grein Amar Jóhannsson- ar. Fyrr má nú vera „ergels- ið“ (!) í lok kosningabaráttunn ar. Eða er þetta kannski leyni- vopnið, síðasta úrræðíð til að koma Braga á þing? Bjöm Teitsson. Móðir mín, GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR, Vanabyggð 2 B, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 6. júní. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. júní kl. 1 e. h. — Þeir sem vildu minnast hennar, eru vinsamlegast beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Sólveig Kristjánsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hjálp við and- lát og jarðarför ANTONS SIGURÐAR MAGNÚSSONAR. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Handlæknisdeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri og Skákfélagi Akureyrar. Jóhanna Sigurjónsdóttir og aðrir vandamenn. „HVERNIG er hægt að fyrir- gefa syndir?“ er aðalefni biblíulestrar að Stekkjargerði 7 í kvöld kl. 8 (laugardag) Velkomin. Sæm. G. Jóhannes son. GETA senn orðið þáttaskil í sögu mannkynsins, fyrst ísrael hefir alla Jerúsaletn á valdi sínu? Hvað segja spá- dómar biblíunnar? Sæm. G. Jóhannesson ræðir um þetta að Sjónarhæð á morgun (sunnudag) kl. 5 e. h. Allir velkomnir. SUMARBÚÐIR UMSE: Ungmennasamband Eyjafjarðar efnir til sumarbúðanámskeiðs fyrir börn og unglinga á aldr- inum 10 til 16 ára, að Lauga- landi í Eyjafirði dagana 25. júní til 4. júlí n.k. — Enn er hægt að bæta nokkrum þátt- takendum við á námskeiðið. Nánari uplýsingar eru gefnar í síma 1-25-22, Akureyri. BRÚÐHJÓN. Hinn 8. júní voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Lára Jóna Einarsdóttir og Sigtrygg ur Jónsson verkamaður. — Heimili þeirra verður að Lækjargötu 2. TIL fjölskyldanna sem misstu svo mikið í eldsvoðum í Strandgötu og Gránufélags- götu, kr. 1000 frá Halldóri og Elísabetu. — Beztu þakkir. — Birgir Snæbjömsson. TEMPLARAR! Fjölmennið við jarðarför Guðbjargar Bjarna- dóttur í Akureyrarkirkju mánudaginn 12. júní kl. 1.30 e. h. — Framkvæmdanefnd fsafoldar. RAKARASTOFA Sigtryggs Júlíussonar og Rakarastofa Valda, Ingva og Halla verða lokaðar á laugardögum í sum ar. - NÝ FLUGVÉL |^gg|} HANDKNATTLEIKS- ÆFINGAR ÞÓRS í kvennaflokkum verða í sumar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 8.30 e. h. Æft verður á svæðinu við Nesti í Glerárhverfi. Hand- knattleiksdeild Þórs. V E G N A óhjákvæmilegra ástæðna er frestað BS-bikar- keppni í golfi, sem átti að fara fram í dag og á morgun. — Verður auglýst síðar. En í staðinn verður háð Micky's Cup-keppni í dag, laugar- dag, kl. 13.30. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við bama- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. HJÁLPRÆÐISHERINN. Major Anna Ona talar á samkomu n.k. sunnudag kl. 20,30. -Aliir velkonínir. DAVÍÐSHÚS verður opnað 15. júní og verður síðan opið daglega kl. 17—19. íslendingur fer ógæti- « lega með tölur (Framhald af blaðsíðu 8). hálfu Norðurflugs, Kristján Jóns- son stjórnarformaður og Tryggvi Helgason framkvæmdarstjóri og af hálfu framleiðenda tveir franskir umboðsmenn, sem hafa dvalizt á Akureyri undanfarið. A fundi Norðurflugs sem haldinn var á sunnudaginn, var ákveðið að auka hlutafé félagsins úr 7 millj. í 10 millj. kr. Norðurflug er almenningshlutafélag. Hluta- fjársöfnun stendur yfir á Norður- landi. Fyrirhugað er að félagið reisi nýtt verkstæðishús á Akureyrar- flugvelli á þessu ári og er undir- búningur þess hafinn. (Samkv. útvarpsfrétt.) (Framhald af blaðsíðu 8). f þessari upphæð *er innifalið: Innréttingar í Flóru, vínbar, Reykhúsi, Bögglageymslu og aðalskirstofum að upphæð sam- tals kr. 3.6 millj. og var þetta skýrt á fundinum. Einnig voru keyptar bókhaldsvélar með raf- reikni, eldtraustir skápar, laus- ar innréttingar, frystibúnaður o. fl. fyrir 2.2 millj. kr. En sam- tals er þetta 5.8 millj. kr. íslendingur ber það með sér, að starfsmenn hans hafa engan veginn fylgst með ræðu fram- kvæmdastjórans, Jakobs Frí- mannssonar, er hann skýrði rekstur félagsins. Aðalatriðið er, að reikningar KEA, eins og raunar ársskýrsl- ur svo að segja allra fyrirtækja landsins, sem rekin eru á heil- brigðum grundvelli, sýna mjög versnandi afkomu, sem stafar af óðaverðbólgu og stórhækkandi rekstrarkostnaði á öllum svið- um framleiðslu og viðskipta. Þetta vita allir íslendingar og engin von um að Morgunblaðs- menn geti talið þjóðinni trú um að allt sé í bezta lagi. □ - Efling landsbyggðar (Framhald af blaðsíðu 1) fremur en daglaunamennim ir, af auknum þjóðartekjum. Enginn stjómmálaflokkur hefur ráð yfir nokkru því töfralyfi, sem læknað geti í einni svipan sjúkt efnahags- líf, siðleysi viðskiptanna eða komið atvinnuvegunum á traustan grundvöll. í því efni þarf öll þjóðin að vinna saman. Og vandi atvinnu- málanna, sem allir sjá, líka þeir, sem ekki viðurkenna það, verður ekki leystur nema með víðtæku samstarfi ríkisvalds og fjölda aðila í þjóðfélaginu. Næstu mánuð- ir eða misseri skera úr því, hvort þjóðarfjölskyldan, sem öll er á einum báti, vill taka upp hið lífsnauðsynlega sam starf eða ekki. Um þetta m. a. er kosið á morgun. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.