Dagur - 14.06.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 14.06.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H"b"t pantan.tr. F«ða- Bkrifstolan Túngötu 1. Akur»yri. Sími 11475 DAGUB L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 14. júní 1967 — 49. tölubl. Ferðaskrifsfofan *3$& SklpuUggJum ódýrustu ierðirnar til annarra landa. FYRSTASÍLDINTÍL ÞÓRSHAFNAR Þórshöfn 13. júní. Innistaða er búin að vera óvenjulega löng. í vetur óg vor hefur fóðurbætis- gjöf verið mjög mikil. All mikið virðist "bera á kali í túnum og er það ekki álitlegt. Jörð er nú loks að grænká. Afli Þórshafnarbáta hefur ver ið heldur rýr undanfarið. 10. júní kom hingað til Þórshafnar fyrsta síldin á þessu sumri. Var það Jón Garðar sem hingað kom með ca. 320 tonn og hafði siglt 300 mílur af miðunum á hafi úti, skipstjóri er Viðar Sveinsson. Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á frystihús- inu á Þórshöfn og afköst þess aukizt. Framkvæmdastjóri Fisk iðjusambandsins er Þorfinnur Isaksson og er hann jafnframt verkstjóri í frystihúsinu. Byrj- að er að vinna við hafnarfram- kvæmdir og mun skipabryggj- an verða lengd um 20 m. og verður þar þá 40 m. legukantur fyrir stór skip. Prestskosning fór fram í Sauðanesprestakalli samtímis Alþingiskosningunum og var settur sóknarprestur sr. Marinó Kristinsson einn í kjöri. Var mikil þátttaka í þessari prests- kosningu. Unnið er nú að því að gera við skemmdir á vegum en ný- byggingarfé er hér mjög lítið til ráðstöfunar samkvæmt vega- áætlun á þessu ári þó að þörfin sé brýn. Tveir ungir menn á Þórshöfn, Arnar Jóhannsson og (Framhald á blaðsíðu 7). Nokkrir fulltrúar ;i aðalfundi KEA. (Ljósm.: E. D.) Samþykkt KEA um áburðarf ramleiðslu KARLAKÓRINN NÚ í FINNLANDI FARARSTJÓRI Karlakórs Ak- ureyrar, Jónas Jónsson frá Brekknakoti, hringdi til blaðs- ins í gær frá Finnlandi. En þar er kórinn nú staddur í söngför sinni um Norðurlönd. ¦ Jónas sagði m. a.: Á föstudag vorum við í Stokkhóbni og fór- um við til Uppsala þaðan, sung- um þar og fórum aftur til Stókk hólms. Á laugardaginn skoðuð- um við Stokkhólmsborg, ráðhús og ýmsa merka staði og fórum svo með skipi áleiðis til Finn- lands um nóttina. Þetta er fög- ur skipaleið og gott var í sjóinn. Til Abæjar komum við kl. 8 á sunnudagsmorgun og til Hels- ingfors kl. 12. Fórum við þar ágæta hringferð um bæinn og var þar margt fallegt að sjá. Um I gær komum við til Lahti og karlakór staðarins sá um mót- tökur og var Karlakór Akur- eyrar í ágætu boði hjá þeim. í dag skoðuðum við bæinn undir ágætri leiðsögn heima- manna. Og ekki má gleyma ágætri matarveizlu hjá borgar- stjórninni og í kvöld verður söngskemmtun í aðal söngsal borgarinnar. Kærar kveðjur frá kórnum. TIL viðbótar því, sem áður seg- ir um aoalfund KEA á Akureyri, frá fyrra fundardegi, fer hér á eftir síðari hluti fréttatilkynn- ingar frá fundinum. Úr Menningarsjóði félagsins hafði á árinu 1966 verið úthlut- að 70 þús. kr. til 7 aðila, en tekj- ur sjóðsins vbru 250 þús. kr. framlag, samþykkt á 80 ára af- mælisfundi félagsins s.l. ár, auk vaxta. Aðalfundurinn ; samþykkti nú 250 þús. kr. framlag til Menning- arsjóðs. Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga, Akureyri, .1967, lýsir yfir megnri óánægju með fram- leiðslu Áburðarverksmiðjunnar h.f. í Gufunesi og með áburðar- verzlunina yfirleitt. Virðist svo, sem ástand kjárnaáburðarins sé jafnvel verra nú í vor en nokkru sinni fyrr, og úrbætur í átt til meira valfrelsis um áburðarkaup ekki sýnilegar. Fyrir því skorar fundurinn á stjórn Aburðarverksmiðjunnar að hefja sem fyrst endurbygg- ingu verksmiðjunnar með endur- bætur fyrir augum. Jafnframt telur fundurinn, að nú þegar beri yerksmiðjunni að gera endurbæt- ur á pökkun Kjarnans, til dæmis með notkun plastumbúða." I stjórn félagsins voru endur- kjörnir til þriggja ára, Jón Jóns- son, kennari, Dalvík, Sigurður O. Björnsson, forstjóri, Akureyri. —• Endurskoðandi til tveggja ára var endurkjörinn Sigurður Óli Brynjólfsson, kennári, Akureyri, og varaendurskoðandi til tveggja . ára var endurkjörinn Steingrím- ur Bemharðsson, bankaútibús- (Framhald á blaðsíðu 5) Tapaði fylgi, en hélt velli ÚRSLIT hinna tvísýnu kosn- inga, sem nú er lokið, sýna þær staðreyndir að þjóðin hefur enn vottað stjórnarflokkunum traust og með því óbeint falið þeim að fara með völd í landinu. Meiri- hluti þeirra er að vísu mjög naumur, en samanlegt hafa þeir 32 fulltrúa á Alþingi, sem næg ir þeim til meirihluta í báðum deildum Alþingis. Sá meirihluti er jafn naumur og áður var. Líklegt er því að breyting verði ekki á stjórn landsins að sinni. verulega fylgi í þessum kosn- ingnm einkum á Suðvestur- landi og hefur forsætisráðherra sjálfur kallað það mikið „áfall" íyiir flokkinn. Framsóknarflokk urinn hélt fylgi sínu að heitá mátti en Alþýðuflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn tapaði vann verulega á. Kjördæma- Engin eggjalaka var í Grímsey nú í vor Grímsey 13. júní. Töluvert hef- ur grænkað hér í Grímsey núna síðustu hlýju daga enda hefur veður verið ágætt. Sauburði er lokið og gekk hann vel. Þetta vor er hið fyrsta í sögu Grímseyjar, sem ekki var sigið í björg og var ástæSan sú, að ekki var hægt að fara með vélar út á bjargbrún nógu snemma. Það hefur hrunið töluvert úr björgunum síðan í fyrra. Fugl- inn verpti og mjög misjafnlega snemma. Sæmilegur afli hefur verið á færi. Búið var að kjósa fyrir hádegi og var það eini staðurinn á land inu þar sem kos'ningu lauk svo snemma og er það annað skipt- fFramhald á blaðsíðu 7) kosnir þingmenn eru 49 en upp bótarþingmenn eru 11. Ekki hef ur uppbótarþingsætunum verið úthlutað formlega, en liklegt er að fjöldi þingmanna í hverjum flokki verði sem hér segir: Alþýðuflokkurinn hefur nú 9 þingmenn í stað 8 áður, Fram- sóknarflokkurinn 18 þingmenn í stað 19, Sjálfstæðisflokkurinn 23 þingmenn í stað 24, Alþýðu- bandalagið (G+I) 10 þingmenn í stað 9 áðiir. Framsókn og fliald hafii því tapað sínum þingmann inum hvor flokkur, en Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag hafa nú einum þingmanni fleira hvor flokkur. Af þessu er ljóst að styrk- leikahlutföll milli stjórnar og stjórnarandstöðu hafa ekki rask azt. Hér á eftir verður nú sagt frá úrslitum kosninganna í hverju kjördæmi fyrir sig. Slysavarnadeildarkonur á Akureyri komu frá útlöndum í gær. (Ljósm.: N. H.) REYKJAVÍK: Alþingiskosningar Alþingiskosningar 1967 1963 Atkv. % þm. Atkv. % þm. Alþýðuflokkur 7.138 17.4 2 5.730 15.2 2 Framsóknarflokkur 6.829 16.5 2 6.178 16.4 2 Sjálfstæðisflokkur 17.510 42.9 6 19.122 50.7 6 Alþýðubandalag 5.432 13.3 1 6.678 17.7 2 Óháður lýðræðisflokkur 420 1.0 0 Utan flokka 3.520 8.6 1 (Framhald á 2. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.