Dagur - 21.06.1967, Side 1

Dagur - 21.06.1967, Side 1
HOTEL Herbergis- pantanir. F«r8a- skriistoían Túngötu 1. Akuroyrl. Sími 11475 L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 21. júní 1987 — 50. tölub. Ferðaskrifsfofan lETSm Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar tíl annarra landa. ÁITi FJÓRA KÁLFA Á EINU ÁRI Stórutungu 12. júní. Vatnavext ir eru miklir og er Skjálfanda- fljót með því mesta sem það hefur orðið. Lækur flæðir yfir veginn sunnan við Skjálfanda- fljótsbrú að vestan, en hefur ekki skemmt neitt ennþá. Sauðgróður er að verða sæmi legur. Ottast er um kalskemmd ir í túnum. Það bar til tíðinda í Víðikeri að kýr átti tvo kálfa núna í vor og átti tvo kálfa í fyrra og var ekki ár milli burða. Vegir hafa verið vondir fram- antil í dalnum en nú er von um að þetta lagist og er unnið að viðgerðum síðustu daga. Þ. J. Verkfal! enn bannað með lögum Á FÖSTUDAGINN voru enn gefin út bráðabirgðarlög sem banna verkfall. Að þessu sinni beindist þau að verkfalli yfir- manna á kaupskipaflotanum er hófu vinnustöðvun 25. maí. Bráðabirgðarlögin kveða á NÝR BÆJARFÓGETI EMBÆTTI bæjarfógeta á Akur eyri og sýslumanns í Eyjafjarð- arsýslu var auglýst til umsókn- ar og um það sóttu Sigurður M. Helgason bæjarfógetafulltrúi á Akureyri og Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti í Neskaupstað. Um sóknarfrestur rann út 16. þ. m. Óstaðfestar fregnir herma, að Ófeigur muni hljóta embættið. um það, að deilan fari í gerðar- dóm er hæstiréttur tilnefnir menn í. Núverandi samningar skulu gilda þar til gerðardóm- ur fellur eða samningar hafa tekizt og vinna hefjist tafar- laust. Þeir sem í verkfallinu voru, voru stýrimenn, vélstjór- ar og loftskeytamenn. Mikill hluti kaupskipaflotans hafði stöðvast, en lét strax úr höfn. Með þessum bráðabirgðarlög- um hefur enn verið vegið í sama knérunn og vinnudeildur bann aðar með valdboði ríkisstjórnar innar. Ber að harma, að lausn slíkar deilna hefur ekki náðzt eftir venjulegum leiðum og virð ist ríkisstjórninni mjög mislagð ar hendur í þessum efnum sem fleiri. □ e> .r. 1 I I | | 1 r,c -<• d> I í | s I ± © Til stuðningsmanna B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra ALÚÐARÞAKKIR viljum við, frambjóðendur B-listans í Norðurlandskjördæmi eystra, tjá öllum þeim, sein í alþingis- kosningunum 11. þ. m. og í undirbúningi þeirra lögðu Fram- sóknarflokknuni lið liér í kjördæmi. Við þökkum áhuga þeirra, sem sóttu framboðsfundi — víða við erfiðar aðstæður — svo og öllum þeim, sem með gestrisni á heimiluni sínum og á annan hátt greiddu götu okkar á ferðalögum vegna kosninganna. Sér í lagi minnumst við með þakklæti hinna mörgu sjálf- boðaliða á kosningaskrifstofum, einstökum byggðarlögum eða kjördeiidum, sem inntu af hendi ómetanlegt starf í þágu sameiginlegs málstaðar. Frambjóðendur Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. NÝSTÚDEMAK FRÁ M.A. 104 Hafin bygging raunvísindadeildar í sumar HINN 17. júní útskrifuðust frá Menntaskólanum á Akureyri 104 stúdentar, 44 úr stærðfræði deild, sá 45. á ólokið prófi vegna veikinda, og 59 úr máladeild. Skólaslitin fóru fram í Akur- eyrarkirkju að viðstöddu miklu fjölmenni og þar flutti settur skólameistari, Steindór . Stein- dórsson, skólaslitaræðuna og afhenti nýstúdentum skírteini sín og verðlaun, þeim sem verð laun hlutu. Fulltrúi 25 ára stúdenta, séra Bjarni Sigurðs- son prestur á Mosfelli, tók til máls, einnig fuHtrúi 10 ára stúdenta, séra Heimir Steins- son, Seyðisfirði. Þeir færðu skólanum gjafir og fluttu hon- um árnaðaróskir. Skólameistari gat þess að 40 ár væru liðin síð- an fyrstu stúdentarnir, sem numið hefðu til stúdensprófs hér hefðu lokið prófi, en þeir tóku prófið fyrir sunnan. Þeirra á meðal var Þórarinn BjÖrns- son skólameistari, Brynjólfur Sveinsson yfirkennari, Jóhann Skaptason sýslumaður, Jón Guð mundsson forstjóri og Eyjólfur heitinn Eyjólfsson kaupfélags- stjóri. Aðeins þessi eini árgang ur þurfti að taka prófin fyrir sunnan, síðan hafa þau verið tekin hér á Akureyri. Hæstu einkunn á stúdents- prófi hlaut Guðmundur Péturs son, Akureyri, stærðfræðideild, og Margrét Skúladóttir var hlut skörpust í máladeild. Hæstu einkunn í miUibekkjarprófi hlaut Alda Möller, Siglufirði. í sumar hefst bygging nýs húss við skólann. Búið er að bjóða út bygginguna, og á hún að standa vestan við íþróttahús Menntaskólans. Þessi bygging á að vera fyrir kennslu í stærð- fræði, eðlisfræði og háttúru- fræði og í kjallara hússins verð ur rúmgóður samkomusalur, enda er mál til komið að létta samkomuhaldi af gamla „Sal“, (Framhald á blaðsíðu 2) ÍKSkSxSx$KSkS>SkS>Sk$xSk$K$K»^^ IÍBA-AKRANES á Akureyri 27. júní ÞRIÐJUDAGINN 27. júní, kl. 19.30 (7.30), leika Akur- eyringar sinn 5. leik í íslands mótinu og mæta Akurnesing um ó íþróttavellinum á Akur eyri, en Akumesingar em nú neðstir í I. deild, hafa ekkert stig hlotið að loknum 4 leikjum. Ef að vanda lætur fjölmenna knattspyrnuunn- endur á völlinn, og hvetja vonandi lið sitt betur, en í leiknum við Fram. Q <®K$>3xSX$x$k$^k£<$kS>^@>^$*^X$x3xSxSX$^ Stúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri 1967 voru 104 talsins. Myndina tók Eðvarð Sigurgeirs son í Lystigarði Akureyrar.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.