Dagur - 21.06.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 21.06.1967, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT Góð gjöf VesturJslendinga BLAÐIÐ Lögberg-Heimskringla í Vesturheimi segir nýlega frá því, að í Manitoba-fylki sitji fimm þingmenn af íslenzkum ættum á fylkisþinginu. En Vest ur-íslendingar hafa jafnan látið sig stjórnmál miklu skipta, allt frá upphafi dvalar sinnar þar í landi. Nú hefur fólk af íslenzkum settum í Kanada vakið á sér athygli með gjöf sinni til kana- dísku þjóðarinnar í tilefni af 100 ára afmæli Fylkjasambands Kanada. Þegar um það var rætt, á hvern hátt íslendingar vildu minnast aldarafmælisins þótti flestum tilhlýðilegt að minnzt yrði þess manns, sem fyrstur hvítra manna sté fæti á það land, —¦ Leifs Eiríkssonar og þeirra, er með honum voru og komu til landsins fyrir um það bil 1000 árurh. Próféssor Haraldur Bessason kom fram með þá hugmynd að kafli úr Grænléndingasögu, er skýrir frá siglingum íslendinga til Kanada um aldamótin 1000 skyldi grafinn á málmtöflur og'. þeim komið fyrir á þeim stöð- um er hæfa þætti. En aðaltafl- an er úr eyr og var hún afhent Pearson forsætisráðherra og verður henni komið fyrir á Góðaksf urskeppni á Húsavík Húsavík 20. júní. Bindindisfélag ökumanna og Slysavarnadeild kvenna á Húsavík efndu til fræðslu um umferðarmál á Húsavík dagana 13.—18. júní. Sigurður Ágústsson formaður samtakanna Varúð á vegum stjórnaði fræðslustarfinu. Sýnd ar voru kvikmyndir og skugga- myndir um umferðarmál og flutt erindi um þau. Efnt var til hjólreiðakeppni fyrir drengi og var sú keppni felld inn í hátiða- höldin 17. júní. Síðasti dagur fræðslunnar var sunnudagurinn 13. júní og þá fór fram keppni í góðakstri. Þátttakendur voru 14,- þeirra á meðal ein kona. Sigurvegari var Hilmar Þor- valdsson, annar Grímur Leifs- son og þriðji Óli Kristinsson. Forstöðumenn umferðarfræðsl- unnar efndu til kaffisamsætis á Hótel Húsavík að kvöldi sunnu dagsins, fyrir starfsmenn og keppendur í góðakstri og fleiri | ÞRJÚ ÞÚSUND GÖNGUSEIÐI FÉLAG landeigenda við Hörgá sleþpti í gær þrjú þúsund laxa- seiðum af göngustærð í ána. En seiðin munu halda til sjávar eftir viku til hálfan mánuð og væntanlega koma þau þangað aftur í fyllingu tímans, sem eftirsóttir nytjafiskar. Nokkru af laxaseiðum hefur áður verið sleþpt í Hörgá og er þess beðið rneð nokkurri óþreyju að árang urinn komi í ljós. Skilyrði Höi-gár til laxagöngu og lax- veiða eru lítt rannsökuð, en sjó silungur gengur í ána ár hvert. ge'sti. Þar v'örú' vérðlaun afhent tíg flutt ávörp. Formaður Slysa varhadeildár kvenna á Húsavík, Sigrún Pálsdóttii-j afhenti Sig- urði Ágústsyrji; borðfána deild- arinnar í þakklætisskyni fyrir komuna til Húsavíkur og starf hans þar. Þorvaldur Árnason formaður Bindindisfélags öku- manna á Húsavík stjórnaði sam sætinu og afhenti sigurvegur- um í góðaksturskeppninni verð lauriin, sem voru fagrir bikarar. Þ. J. tilvöldum stað í Ottawa. Þetta var samþykkt. Eyrtaflan var gerð undir stjórn listamannsins Jacks Ken- dalls. — Fjársöfnun meðal fs- lendinga gekk mjög vel. Á töflunni er kaflinn úr Grænlendingasögu um landa- fund íslendinga greyptur í miðju en ensku og frönsku þýðingarnar til beggja handa. Sjálf er taflan 7 fet á breidd, 4,5.fet á hæð og 754 pund að þyngd. Forsætisráðherrann, Pearson, flutti ræðu er hann tók form- lega við gjöf Vestur-íslend- inga. Minntist hann þess, að það væri sögulega og fornfræði- lega sannað, að íslendingar hefðu fundið þetta land löngu á undan Cólumbusi. En hann bætti því svo við til skemmtun- ar, að ekki mætti gleyma því, að írskir munkar hefðu fundið ísland og því ættu írar nokkra viðurkenningu skilið. Hann dáð ist að töflunni og sagði að hún leiddi í ljós, að 'hægt væri að segja mikið í stuttu máli á ís- lenzku, og kvaðst því óska, að íslenzka væri þriðja tungumál- ið sem notað væri í þinginu og myndi það stytta ræðuhöldin. Minni töflur, sem áður er getið, verða geymdar á ýmsum stöðum í Kanada og víðar. Ein taflan var afhent Pétri Thor- ÍFramhald á blaðsíðu 2.) VE6AÞJÓNUSTA F. í. B. HÁFIN VEGAÞJONUSTA Félags ís- lenzkra bifreiðaeigenda, sem vinsælda hefur notið undanfar- in ár, er hafin. Á vegum félags- ins verða nú 3 kranabifreiðir, ásamt öðrum bílum og verða hjálparbifreiðar FÍB samtals 9 á öllum fjölfömustu leiðum landsins einkum á suðvestur- landi en einnig í öðrum lands- hlutum og nær yegaþjónustan hámarki sínu um Vérzlunar- mannahelgina. Félagar í FÍB fá klukkustund ar viðgerðarvinnu ókeypis og einnig flutning á bifreiðum allt að 30 km. vegalengd. En fyrir aðstoð kranabifreiða verða aílir að greiða en félagsmenn fá af- slátt. FÍB vekur athygli á því enn einu sinní, að ökumenn þurfa ávallt að hafa með sér helztu varahluti, svo sem viftureim, kveikjulok, platínur, kveikju- hamar og þétti. Bezta leiðin til að ná sam- bandi við vegaþjónustu FÍB á vegum úti er að stöðva ein- hverja af hinum mörgu talstbðv arbifreiðum, sem fara um þjóð- vegina eða hafa samband við Gufunesradió í síma 22384. í samvinnu við Rauðakross ís- lands verður starfrækt slysa- hjálp úti á þjóðvegum um um- ferðarmestu helgarnar, þar sem -umferðin er'mést. ? ÞEKKING SKAPAR ÁST OG VIRÐINGU Hér á Akureyri hefur fugla- lífið verið óvenjumikið . í vor. Einkum eru það Leirurnar, sem hafa aðdráttarafl á meðan gróð- ur var enginn eða af skornum skammti. Þar hefðu náttúru- fræðingar þurft að kenna ung- mennum um fuglana. Þar eiga foreldrar að kenna börnum sin- um að þekkja fugla, en þekk- ing á þeim og lifnaðarháttum þeirra skapar ást og yirðingu á hinum fögru sumargestum. „FJÖRUFUGLAR" Hérna um daginn var faðir einn að kenna börnum sínum fugla- fræði. Bíll þeirra stóð á Strand- götunni en hópar fugla voru í fjörunni rétt hjá. „Hvað heitir þessi, sem hleypur yfir rörið, pabbi?" spurði einn snáðinn. „O, þetta eru allt saman fjörufugl- ar, ofurlítið mismunandi á lit- inn." — Jafnvel svo fátækleg fræðsla var þó virðingarverð. Uti í náttúrunni opnast hverju barni nýr og fagur heimur, ef það gengúr undir hönd þess, sem eitthvert skynbragð ber á náttúrufræði, — þekkir helztu blóm, skordýr, skeljar og svo náttúrulega fuglana. FRÆNDUR A SAMA SKERI Einn daginn voru um 100 „fjöru fuglar" á einu skeri og kom vel saman. Nánar tilgreint voru þetta sendlingar, tildrur og rauðbrystingar. Þeir voru gæf- ir og undu sér hið bezta, senni- lega- álíka margir af hverri teg- und og með þeim var einn lóu- þræll. Þegar þessir fuglar flugu upp, voru þeir svo samstilltir á fluginu, að líkast var sýningar- flugi, og fataðist hvergi. Þeir voru sem ein heild, sem hvergi haggaðist á hinu margbreytta sveifluflugi sínu. FASTAGESTIR Þeir fuglar eru kallaðir far- gestir, sem koma hér við haust og vor á hinum löngu leiðum sínum. Til þeirra teljast ein- mitt tildran og rauðbfystingur- inn, sem hér voru í varpskrúða og voru á leið til Norður- Grænlands eða á aðrar norð- lægar slóðir, kenndar við heim- skautið. Fyrrum var álitið, að þessir fuglar verptu hér á landi, en ekki hefur heyrzt staðfest- • ing á því. Hins. vegar verpir Vesíiir-ísleiidiiigar koma til Akureyrar Á FIMMTUDAGSKVOLDIÐ 22. júní kemur nokkur hópur Vestur-íslendinga til Akureyr- ar og gistir í Heimavist M. A. Á föstudaginn heimsækja þeir Mývatnssveit, en á laugardag og sunnudag munu þeir dvelja í bænum, en ferðast um Eyja- fjörð. Á sunnudaginn kl. 2 hlýða þeir messu í Grundarkirkju, en síðar um daginn kl. 3.30 verður boðið til kaffidrykkju í félags- heimilinu í Laugarborg. Þeir, sem vilja vita nánar um ferðir Vestur-íslendinganna, eða komast í samband við þá, geta snúið sér til einhvers eftir- talinna manna: Árna Bjarnasonar, Gísla Ólafs sonar, Jónasar Thordarsonar, Jóns Rögnvaldssonar eða Bjarna Jónssonar. ? sendlingurinn uppi á heiðum og er algengur fugl. Hin síðustu ár hefur óvenjulega mikið verið hér af tildrum, jafnvel í hóp- um, sem telja hundruð fugla. Jaðrakan verpir nú árlega í nágrenni Akureyrar. ABENÖING Allir bæjarbúar urðu vitni að því á skátahátíðinni við Glerá á dögunum hve vel þeim tekst að undirbúa slík mót án mikils kostnaðar, og hve skipulag þeirra er traust og samhent. Væri nú ekki rétt að fela skát- um 17. júní-hátíðahöld hér í bæ næsta sumar? Eða a.-m. k. á 25 ára afmæli lýðyeldisins? Hér með er hugmyndinni komið á framfæri fyrir þá, sem þeun málefnum ráða. SEKTAÐIR FYRIR ÞAÐ AD FLEYGJA BRÉFI í hugsunarleysi og af virðingar- leysi fyrir náttúrunni og öðru fólki, hendir það margan mann- inn að fleygja bréfum og öðru rusli úr bifreiðtim, einnig þar sem staðar er numið, bæði úti á víðavangi og við greiðasölu- staði. Og fræg eru tjaldstæðin að endemum vegna sóðaskapar. En hin vítaverða umgengni er þó undantekning, en ennþá of algeng. I siumnn löndum ligg}a við því fjársektir að kasta tóm- um sigaret t upakka ¦ eða öðru slíku út um bílgluggann á al- faraleiðum og þær sektir eru svo háar, að þær eru mjög alvar leg áminning. Umleið og það er með gleði viðurkennt, að um- gengni fer mjög batnandi, er hér enn einu sinni minnt á, að áðurnefndar undantekningar eru of margar og vitna um ómenningu. DRENGURINN OG NAUTH) Það bar til 17. júní, um það leyti sem Akureyringar voru að hefja dansinn á Ráðhústorgi, áð unglingspiltur ætlaði með naut milli bæja í Reykjadal. En hann hafði skammt farið er boli tók að gera sér dælt við hann og átti boli auðveldan leik þar sem hann var aðeins mýldur en ekki með hring í nefi og lét kenna aflsmunar. Stór grjót- hrúga var við veginn og komst pilturinn þangað en boli fýsti ekki að hafa . grjjóthnullunga undir. f ótum.. Eftir litla stund gat pilturinn -bundið náutið við hliðstólpa þar rétr við veginn, og fór síðan og sótti hjálp. Naut þetta var ungt og hafði ekki sýnt óþægð eða illsku áður, LAMBIÐ FÉLL f ANA Veiðimenn í Laxárdal tóku eftir því á laugardaginn hvar þrjú lömb voru að leik austan ár. En allt í einu skrikaði einu þeirra fótur og féll það niður fyrir bakkann og í ána. Virtist það fóta sig þar á steini og var ekki mjög djúpt á steininum. En upp komst það ekki og veiðimenn- irnir gátu ekkert að gert, þar sem óvæð áin var á milli og þeir (Framhald á blaðsíðu 4)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.