Dagur - 28.06.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 28.06.1967, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. ÖR ÞRÓUN Á SÍÐUSTU ÁRUM liefur orðið ör þróun í flugmálum íslendinga og hefur flugið nú tekið að sér bróður- partinn af öllum farþegaflutningum innanlands og minntist þess 17. júní að 20 ár voru þá liðin frá því utan- landsflugið hófst. En það voru .Loft- leiðir sem hófu utanlandsflug m.eð „Heklu“. rSfarr Nú eru í íslenzka flugflotánúm 79 flugvélar og geta þær samtímis flutt 1880 manns, auk áhafna stóru vél- anna. Einnig er á skrá 13 svifflugur. Flugskólar eru bæði í Reykjavík og-á Akureyri og í landinu er stór hópur af hæfum tlugmönnum. í eigu Loft- leiða eru 9 flugvélar en 8 í eigu Flug félags íslands. En auk hinna tveggja stóru flugfélaga eru: Norðurflug h.f. á Akureyri, Vestanflug á ísafirði, Flugsýn, Flugþjónustan, Flugstöðin og Þytur í Reykjavík. Minni flugfé- lögin annast hverskonar leiguflug og einnig áætlunarferðir milli ýmsra staða á landinu og hafa auk þess á hendi kennsluflug. Þá má geta þess, að í landinu eru tvær þyrlur, önnur í eigu Landhelgisgæzlunnar og Slysa varnafélags íslands. Loftleiðir hyggjast nú auka flug- flota sinn með 250 sæta farþegaþotu, þótt þau kaup hafi ekki enn farið fram. Flugfélag íslands hefur aukið sinn flota með hinni nýju 108 far- þega þotu sinni, sem komin er til Iandsins og Norðurflug h.f. á Akur- eyri hefur gert samning um kaup á franskri farþegaflugvél, sem væntan- lega kemur til landsins á næsta ári. Allt ber þetta vott um mikla grósku í þessum þætti samgöngumálanna. Flugvellir landsins eru flestir mal- arvellir og liinir ófullkomnustu og standa því á svipuðu stigi og vega- málin og þarfnast mikilla og dýrra endurnýjunnar. Þá vantar víða bygg ingar og tæki sem nauðsynleg eru á hverjum flugvelli. En ekki skyldi vanmeta það, sem gert hefur verið og framtak Islendinga í þessum mál um liefur verið mikið og lofsvert. Það þurfti bæði áræði, mikla bjart- sýni og trú á fluginu til þess að hrinda flugstarfseminni af stað og gera hana að þeim þætti í almennu lífi borgaranna, sem nú ber raun vitni. Segja má að flugið sé eitt af þýðingarmiklu sjálfstæðismálum þjóðarinnar og vissulega markar það tímamót í sögunni, ekki síður en koma Gullfoss markaði tímamót í siglingunum. □ Karl Stefánsson MINNING HANN var fæddur 11. maí 1887 að Hellulandi (sem á þeim tíma var smákot í túnfæti stórbýlis og nefndist þá Fótaskinn) í Aðal dal í Suður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru hjónin þar: Stefán Guðmundsson (f. að Vallakoti í Reykjadal 13. ágúst 1853) og Guðrún Jónasdóttir (f. að Kraunastöðum í Aðaldal 13. apríl 1858). Þessi hjón eignuðust 17 böm . á, 25 árum. Fjögur dóu í bernsku, 13 komust til fullorð- insára, — þrjár dætur og tiu synir. Oll ólust þau upp heima. Fátæk voru þessi hjón en ' alltaf sjálfbjarga og þótti vel áf sér vikið. Guðrún Jónasdóttir var ljós- móðir í sveit sinni, en var „ólærð“ og hafði því ekki „rétt- indi“, þar til veturinn 1900— 1901, að hún tók sig upp, fór til Reykjavíkur til náms og gekk undir próf um vorið. Var hún þá rúmlega fertug orðin og ól sitt fimmtánda barn þann vetur. Dr. Guðmundur Finnbogason sagði eitt sinn í ræðu, sem hann flutti á Suðurlandi fyrir minni kvenna, frá þessu þrekvirki Guðrúnar og taldi eftir ástæð- um námsafrek hennar frásagn- arverðara, en þótt ungir menn við góðar aðstæður Ijúki há- skólaprófi. (Sjá bókina „Mann- fagnaður" eftir G. Finnboga- son). Um Stefán Guðmundsson er sagt, að hann hafi verið dug- mikill maður og vinsæll. Kon- ráð Vilhjálmsson frá Hafralæk — sveitungi hans —, ávarpaði hann þannig að leiðarlokum í ljóði: Góði maður, glöð vér þökkum guði fyrir þig. Trúi maður, mætar dyggðir minna bezt á sig. Iðjumaður, dáðadæmi dýrstan metur arf. Auðnumaður, farðu í friði. Fagurt var þitt starf. Þannig einkunnir hlutu for- eldrar Hellulandssyskina hjá samtíð sinni. Og eplin féllu ekki langt frá eikinni. Böm Guð- rúnar og Stefáns hafa getið sér góðan orðstír. Synirnir tíu urðu snemma vaskir menn og vel íþróttum búnir, eftirsóttir Verk- menn og þóttu drengir góðir, hvar sem þeir fóru. Nú eru að- eins þrír þeirra eftir á lífi: Ingi- mar verkamaður og Bjarni af- greiðslumaður, báðir á Húsa- vík, og Hólmgeir bóndi í Hellu- landi. Karl Stefánsson var næst yngstur bræðra sinna þeirra, er Björn Sigurðsson húsgagnasmiður F. 24. júlí 1926 D. 6. apríl 1967 Á þeirri stund er fjötur vetrar féll af foldu svo hún verður græn og hlý til æðri heima leiðin þín var lögð og Ijúft við sjónum brosir fegurð ný. Á eftir langri, þungri þrauta nótt, sér þrýstir sólin mild í gegnum ský. Á vori lifna blóm og Ijóma bros — það lýsir engin tunga undri því. Og lindir minninganna liða fram þær laugar endurskin hins horfna dags. í lífsvef þinn var gullnum þráðum þrætt og það fær gleði veitt til sólardags. Við stillum harm, en kveðjan verður klökk, þá kropið er í bæn við legstað þinn, og dýpstu hjartans strengi strýkur þökk — við störum hljóð í opinn himininn. Til lokadags þinn skjöldum reyndist skir og skulu ei slíkum opnast Fögrudyr þá upp er birt og úti vetTar þraut og yfir djúpið siglt við ljúfan byr? J. Ó. upp komust. Byi-jaði hann sautján ára að fara að heiman í vistir, því verkefni voru að sjálfsögðu ekki næg á heimil- inu fyrir hinn stóra hóp. Ég kynntist Karli fyrst, þegar hann var í vist hjá eldri bræðr- um sínum, Skarphéðni, Ingimar og Benedikt, sem bjuggu nokk- ur ár á Héðinshöfða og Héðins- vík á Tjörnesi. Á Tjörnesi var 'þá allþrótt- mikil ungmennafélagsstarfsemi og íþróttalíf. Tók ég talsverðan þátt í þeim félagsmálum og fagnaði komu þessara félags- lyndu og vösku bræðra í hóp- inn. Eftirlætisíþrótt Karls var knattspyrna. Hann var mjög skemmtilegur fótboltamaður. Var jafnan framherji og lék af fimi og kappi. Alla ævi hafði Karl mikinn áhuga á knattspyrnu og til hins síðasta lék hann sig ekki vanta, ef hann gat, sem áhorfandi, þeg ar í byggð hans var háður fót- boltakappleikur. Karl var góður verkmaður að hverju sem hann gekk, þegar heilsan leyfði. En sérstaklega var hann mikill sláttumaður, eins og bræður hans, sem allir voru frægir sláttu- og heyskap- armenn. Var- gaman að sjá, hve létt honum veittist að hafa mikla yfirferð á sláttuteig, hvoi-t sem var á engjum eða túni. Nú er sláttumannsíþróttin nið ur lögð og að gleymast. En fyrr um var hún talin til mikilla verð leika þeim, er kunni og orkaði, enda þýðingarmikil. Karl Stefánsson kvæntist árið 1929 mætri konu: Sigfríði Jóns- dóttur (f. 10. júlí 1904) frá Höskuldsstöðum í Reykjadal. Settust þau að á Húsavík og bjuggu þar á ýmsum stöðum, þangað til 1947, að þau reistu sér íbúðarhúsið nr. 9 við Héðins braut. Þar hafa þau átt heima síðan. Börn þeirra eru: Margrét (f. 1930). Hún er gift Friðþóri Guðlaugssyni vél- virkja. Þau eru búsett í Vest- mannaeyjum. Aðalsteinn (f. 1933). Kona hans er Halldóra Theódórsdótt- ir frá Bjarmalandi í Öxarfirði. Aðalsteinn er starfsmaður hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsa- vík. Guðný Stefanía (f. 1945). Hún er gift Inga Steini Ólafssyni sjó manni. Þau eru búsett í Vest- mannaeyjum. Eitt barn, Stefán (f. 1945) misstu þau sex ára. Karl Stefánsson var ekki heilsuhraustur, þegar á ævina leið. Um þriggja ára skeið —- nálægt miðjum aldri — mátti hann heita óvinnufær vegna taugagigtar. En náði sér þó furðuvel eftir það áfall. Sein- ustu fjögur æviárin var hann meira og minna þjáður alla daga, og lá þá tímum saman á sjúkrahúsum, en var þess á milli heima og naut þar ágætrar aðbúnaðar sinnar nærgætnu og góðu konu. Á sjötíuára afmælisdaginn hans, 11. maí sl., þegar vanda- menn hans höfðu undirbúið af- mælisfögnuð honum til heiðurs, veiktist hann hastarlega og var fluttur á Sjúkrahús Húsavíkur og þaðan seinna á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Þar andaðist hann 4. júní og var jarðsunginn á Húsavík 10. júní. Margt manna var við útförina. Karl Stefánsson er einn þeirra manna, sem ég hefi ástæðu til að þakka fyrir góða samfylgd á langri leið. Hann var félagslyndur maður, mjög áhugasamur um það hverjir veldust til forystu, og óbrigðull við málefni þau, er hann taldi stuðningsverð og áttu hug hans. Karl Kristjánsson. I Samstarf foreldra 02 skáta í ÁR er lögð óherzla á það í skátastarfinu að ná meira og virkara samstarfi við foreldra skátanna. Þess vegna hafa skátafélögin á AJcureyri ákveðið, í sambandi við skátamót það sem halda á í Vaglaskógi 7.—9. júlí n.k. og tileinikað er 50 ára afmæli skátá stárfs á Akureyri, að hafa á mótinu sérstakt svæði fyrir foreldra skátanna og fjölskyld- ur, svo og St Georgs skáta og aðra eldri skáta og velunnara skátastarfs á Akureyri. Er það von þeirra, sem að mótinu standa, að þessari ný- breytni verði vel tekið og for- eldrar og eldri skátar fjölmenni í FJÖL SKYLDUB ÚÐIRNAR í STÓRA-RJÓÐRI I VAGLA- SKÓGI 7.-9. JÚLÍ. Rétt til þátttöku í fjölskyldu- búðunum hafa allir foreldrar starfanda skáta og börn þeirra, sem ekki eru komin á skáta- aldur. Einnig allir St. Georgs- skátar og aðrir eldri skátar, svo og allir sem beint og óbeint hafa stutt skátastarf á Akur- eyri á undanförnum árum. Þátttökugjald verður kr. 200.00 fyrir fjölskylduna og kr. 150.00 fyrir einstaklinga. ATH.: Þar sem svæði það sem við höfum fyrir þessar búð ir er mjög takmarkað, þá munu þeir sem senda okkur þetta um sóknareyðublað fyrir 1. júlí sitja fyrir um tjaldsvæði. HRINGIÐ ÞVÍ STRAX TIL SKRIFSTOFU L & L, KAUP- Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f, VANGSSTR. 4 (opið 1—6 e. h., sími 12940) OG LÁTIÐ SKRÁ YKKUR, EÐA SENDIÐ ÞETTA EYÐUBLAÐ í PÓST- HÓLF 135. (Úr frétt frá skátum) — 100.000.00 Aðstöðugjöld voru lögð á 581 gjaldanda, samtals kr. 16.005.600.00. Einstaklingar eru 432 og bera samtals.............kr. 2.495.900.00 Félög eru 149 og bera samtals.................... — 13.509.700.00 Hæstu aðstöðugjöld bera eftirtaldir aðilar: Einstaklingar: Valtýr Þorsteinsson, útgerðarmaður ... kr. 186.800.00 Valgarður Stefánsson, heildsali . . . — 151.700.00 Pálmi Jónsson, kaupmaður (Hagkaup) ... — 132.400.00 Oddur C. Thorarensen, lyfsali ... — 110.000.00 Félög: Kaupfélag Eyfirðinga .. kr. 4.049.800.00 Samband íslenzkra samvinnufélaga . . — 1.671.900.00 Útgerðarfélag Akureyringa h.f .. — 666.700.00 Slippstöðin h.f .. — 358.600.00 Amaro h.f. .,: .. — 346.600.00 Byggingavöruverzlun Tómasar Bjömssonar h.f. .. — 329.900.00 Bílasalan h. f 288 200 00 Súkkulaðiverksmiðjan Linda h.f .. — 249.500.00 Kaffibrennsla Akureyrar h.f 239.200.00 - ÚTSVÖRIN Á AKUREYRI 65.8 MILLJ. KR. (Framhald af blaðsíðu 1) Smjörlíkisgerð Akureyrar h.f........................ — 124.900.00 Sigtryggur og Pétur, gullsmíðavinnustofa............ — 109.300.00 Bókabúðin Huld s.f.................................. — 105.200.00 Kaupfélag Eyfirðinga ............................... — 104.800.00 Véla- og plötusmiðjan Atli h.f...................... — 103.600.00 Dofri h.f. .. ..................................... — 100.400.00 EINS og áður hefir verið sagt frá í blaði eða blöðum hér á Akureyri, er færeyskt söngfólk væntanlegt hingað til íslands á næstunni. Mun það koma hing að til Akureyrar og halda söng samkomur í kirkjunni, sem nán ar verða auglýstar, þegar þar að kemur. Þetta er blandaður kór með einsöngvurum. Hinn vinsæli söngvari og listamaður Ingálvur af Reyni er með í hópnum. Geta má þess, að fyrsta söng samkoman verður þriðjudags- kvöldið 4. júli kl. 8.30, og síðan næstu kvöld. Aðgangur verður ókeypis. Allir boðnir hjartanlegá vel- komnir. Notið tækifærið, Ak- ureyringar og nærsveitamenn. ÓGLEYMANLEG SPÁNARFÖR segir KÁRI ÁRNASON, íþróttakennari EINS og áður liefur verið frá sagt, var Kári Árnason valinn í landslið íslendinga í knatt- spyrnu, sem lék við Spánverja í undankeppni Olympíuleikana. Síðari leikur þessara aðila fór fram sl. fimmtudag í Madrid á Spáni og töpuðu íslendingar 3:5, og eru þar með úr leik í keppni þessari. Þetta var 6. landsleikur Kára, og var liann eini Akureyringurinn í lands- liðinu að þessu sinni. Þetta er einliver Iengsta ferð, sem Akur eyringur liefur farið til að þreyta knattspyrnulandsleik. — Blaðið náði örstutta stund tali af Kára sl. mánudag og fórust honum m. a. svo orð: Við flugum til London og þaðan til Madrid og dvöldum þar á miðvikudag og fimmtu- dag. Þá flugum við aftur til London og dvöldum þar á fþstu dag og laugardag. í Madrid eyddum við tíman- um í að skóða borgina, meðal annars skoðuðum við æfinga- búðir hins fræga knattspymu- liðs Real Madrid og var það mjög gaman og fróðlegt. Um leikinn er það að segja, að hitinn var miklu meiri en við eigum að venjast hér, eða yfir 30 stig er leikurinn fór fram, og ég segi það alveg satt að ég var eins og hálf máttvana í fyrri hálfleik, en náði mér svo lítið í þeim síðari. Spánverjarn ir virtust kunna þessum mikla hita vel og voru miklu betri nú, en í leiknum í Reykjavík (1:1). Þá lék nú með þeim þruniu- skyttan Sparicio, sem ekkitvar með í Reykjayík og., skoraði hann 3 síðustu mörk Spánverja, öll með skotum utan vítateigs. Við lékum nú varnarleik'. ‘Áhorf endur voru 3—4 þúsund, eáa mun færri en á landsleikninn í Reykjavík. Spánverjar halda nú áfram í képpninni-og. leika við ítali. — Þannig fórust Kára orð. ... - BYRIAÐ A VISTHEIMIU VANGEFINNA (Framhald af blaðsíðu 8). ir þessu málefni hjá almenningi. Bréf það sem sent var til allra bæjarstjórna og hreppsnefnda á Norðurlandi hefur ekki borið æskilegan árangur ennþá, en það hafa komið nokkuð mörg svör og eru þau öll jákvæð. En þau voru um það, að lagt yrði 10 króna gjald á hvern íbúa til að hjálpa við að koma rekstrin- um af stað. Tíu króna gjaldið hefur verið lagt á hér á Akur- eyri undanfarin fjögur ár. Það var Styrktarfélagi vangefinna til mikillar gleði að bæjarstjórn - HRINGORMURINN (Framhald af blaðsíðu 1) setu sína í fjósum þeirra — þ. e. þá bændur, sem óttast meira niðurskurð nautpen- ings síns en útbreiðslu hring ormsins. □ Mandarínur Niðursoðnar MANDARÍNUR (f v HAFNAR SKIPAGOIU SIMI 1094 AKUREYRI SÓLBUXUR allar stærðir SUMARBUXUR fallegir litir KIÆDAVERZLUN SIG. GUÐMUNDSSONAR in og bæjarstjóri mættu er verk ið hófst. Óskaðlegar veitingar voru fram bornar í vinnuskál- anum að athöfn lokinni og þar voru festar á vegg allar teikn- ingar af byggingunum. Allir voru sérstaklega hrifnir af staðnum og menn sjá fram á, að hann er vel valinn. □ Ferðahandbókin Esso-vegakort KRÓKEYRARSTÖÐ Sími 2^14-40 Esso-benzín Gasolía Smurningsolíur KRÓKEYRARSTÖÐ Sími 2-14-40 r Ymsar bifreiðavörur KRÓKEYRARSTÖÐ Sími 2-14-40 NÝJUNG! Þvottafötur með tilheyrandi. Hentugt til að þvo bílinn á ferðalögum. KRÓKEYRARSTto Sími 2-14-40 Að lokum sagði Kári, að þessi Spánarför hefði orðið sér alveg ógleymanleg. Um leikinn við Akumcsinga hér á íþróttavellinum í gær- kvöld (þriðjud.) vildi Kári ekkert segja fyrirfram, en von- aði hið bezta. Ég þakka Kára fyrir rabbið, og vænti þess, að hann og fleiri knattspyrnumenn á Akureyri eigi eftir að taka sæti í landsliði íslendinga á næstu árum, og eignast ógleymanlegar minn- ingar frá leikjum hér heima og erlendis. Sv. O. í B Ú Ð Kona með 2 börn á ferm- ingaraldri óskar eftir 2—3 herbergja íbúð, sem fyrst. Uppl. í síma 1-25-83. ÍBÚÐ ÓSKAST Tveggja til þriggja herb. íbúð óskast frá 1. október í haust. Tvennt fullorðið í heimili Uppl. í síma 1-15-92. EINBÝLISHÚS á Oddeyri til sölu. Uppl. í síma 1-18-23. TOGARASJÓMAÐUR óskar eftir herbergi strax. Uppl. í síma 1-24-24. VANTAR tveggja eða þriggja herb. ÍBÚÐ, sem fyrst. Einliver fyrirframgíelðsia kemur til greina. Uppl. í síma 1-21-38 á kvöldin. LÍTIL ÍBÚÐ óskast til leigu frá 1. ágúst Uppl. í síma 2-14-70. Fyrir sumarleyfið: VINDSÆNGUR verð kr. 495.00 PUMPUR verð kr. 75.00 TJÖLD Járn- og glervörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.