Dagur - 05.07.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 05.07.1967, Blaðsíða 5
4 I Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Landbúnaðurinn UM það leyti sem dagur var lengst- ur í sumar voru frostnætur hér á Norðurlandi og komst frostið í 4 til 5 gráður í mörgum uppsveitum. En ekki eru það þessi frost, sem hér verða hugleidd sérstaklega, heldur annar vandi landbúnaðarins um þessar mundir. Og vonandi verður það ekki talið til barlóms, þó _að staðreyndir séu dregnar fram í dags- ljósið. Harður vetur og langur, kalt vor og gróðurleysi, hrjáði bændur mjög og hafa þeir nú safnað skuld- um og búast má við rýrari áfúrðúm á þessu ári en undanfarin ár. Flest- ir bændur munu einnig sammalá um, að stjórnarfar landsins sé þeim ekki nógu vinveitt og má færa að því mörg rök. Má þar nefná launa- skattinn, breytingar á framleiðslú-' ráðslögum, afnám ákvæðisvinnu og aflahlutar hjá viðmiðunarstéttum, sem tekjur bænda eru miðaðar við o. fl. Tvennt er hér ótalið, sem ,ógnar bændastéttinni sérstaklega um þess- ar mundir. Hið fyrra er kal ræktaðs lands, sem nú virðist meira á Norð- austurlandi en nokkru sinni áður. Þótt tíð verði mjög hagstæð má hú- ast við því að töðufengur vegna kals- ins minnki í mörgum sveitum til mikilla muna og veldur það fækkun, búpenings í haust í þessum lands- hluta. En með fyrirsjáanlegum sam- drætti í landbúnaðinum af völdum náttúruafla og stjómarvalda mun dæmið snúast við og e. t. v. verða þörf á innflutningi búvara í stað margumtalaðrar offramleiðslu í landbúnaðinum. Hið síðara er nýr búfjársjúkdóm- ur, sem vikizt var í upphafi undan að taka þeim tökum er þurfti og hefur blaðið á öðmm stað rætt það mál. Má því segja, að margt þjaki bændur um þessar mundir, og það jafnvel svo, að kalla megi hetju- sögu ef ekki verður vemleg eyðing ýmsra byggða við slíkar aðstæður. Þess er þó að vænta að ský dragi frá sólu og að betur rætist úr en nú horfir um landbúnaðinn. Og víst er það að víða er haldið uppi hinum myndarlegasta búskap og menning- arlífi lifað, jafnvel í harðbýlum sveitum. Og enn ala sveitir landsins upp þróttmesta fólkið og enn eru sveitir þessa lands þjóðinni sá blóð- gjafi, sem engin menningarþjóð get- ur án verið. □ BYGGINGAAÆTLUN FYR IR AKUREYRARBÆ NÚ er svo komið á Akureyri, að liúsnæðisskortur er vaxandi þrátt fyrir all miklar íbúða- byggingar undanfarin ár. Hef- ur þessi skortur, ásamt hrað- vaxandi byggingarkostnaði leitt af sér stórhækkaða húsaleigu, sem er meiri en gjaldgeta fjöld ans Ieyfir. Gildir það fyrst og fremst um húsaleigu í ný- byggðum húsum. Dregur þetta jafnframt úr nauðsynlegum vexti bæjarins. Hér er því brýn þörf til úr- bóta. Við eigum vel menntaða iðnaðarmannastétt og brask- aralýður hefur aldrei náð hér fótfestu á íbúðarhúsamarkað- inum. Það hefur oft komið í ljós, að byggingarkostnaður og söluverð íbúða hefur fylgzt að á eðlilegan hátt og er hvort tveggja hagstæðara hér en á Reykjavíkursvæðinu og er það vel. Samt er svo komið, að óðaverðbólga og skortur á láns fé hefur nær algerlega eyði- lagt möguleika launafólks á því . að eignast eigið íbúðarhúsnæði. í margumtöluðu júní-sam- komulagi voru ákvæði um sér- staka fyrirgreiðslu í húsnæðis- málum meðlima verkalýðsfé- laga í Reykjavík, svo sem fram kemur í sambandi við bygg- jngaráætlunina þar. Er þar um að ræða 80% lán og þar miðað við kaupgetu lánlaunaðs fólks. SKÁTAMÓT verður haldið í Vaglaskógi um næstu helgi og verður opið fyrir gesti á sunnu- daginn, eftir hádegi. Gefst þá gestum kostur á að ganga um tjaldbúðasvæðin og skoða þau. Eiinnig verða þar ýmsar „gestaþrautir“ sem þeir geta spreytt sig á. Á meðan gestaheimsóknin stendur yfir, mun fara fram Furðulegt er að þessi fyrir- greiðsla hins opinbera skyldi ekki strax gilda fyrir allt land- ið. Heimild er þó fyrir því. Nú hefur bæjarstjórn Akur- eyrar, fyrir forgöngu Fram- sóknarmanna þar, gert um þetta efni tillögu og verkalýðs- félögin í bænum munu að sjálf- sögðu knýja fast á að árangur náist. Með framgangi tillög- unnar mundi fjölda manns gert kleift að eignast eigið húsnæði, sem ekki á þess kost nú. — En tillagan er svohljóðandi: „Tillaga um byggingaráætlun fyrir Akureyri. — Bæjarstjóm Akureyrar samþykkir að fara þess á leit við Félagsmálaráðu- neytið, að það heimili að gerð verði byggingaráætlun fyrir Akureyri, hliðstæð þeirri, sem gerði var fyrir Reykjavík, samkvæmt lögum n r. 97, 1965, um breytingu á lögum nr. 19, 1965, um Húsnæðismálastofnun ríkisins. í framhaldi af því skipi ráð- herra framkvæmdanefnd bygg- ingaráætlunar fyrir Akureyri. Akureyrarbær býður svæði, sem þegar hefur verið skipu- lagt undir fjölbýlishús, 8—10 hús með um 18 íbúðum í hverju húsi. Æskilegt er að byggt verði á árunum 1968—1970. Hlutur Akureyrarbæjar gæti orðið tíu af hundraði.“ □ nýstárleg og spennandi flokka- keppni, sem kallást „Gegnum aldirnar“ og gefst gestum kost- ur á að fylgjast með henni. — Keppni þessi er um leið firma- keppni og taka um 40 firmu á Akureyri þátt í henni. Á skátamótinu verður minja- gripaverzlun, sem mun hafa ýmsa muni á boðstólum. □ „ÓSKÖP ER VEGURINN SLÆMUR!“ OFT heyrist þessi setning — gjarnan krydduð sterkum blóts yrðum — þegar ekið er um götur og nágrenni Akureyrar, og auðvitað víðar um okkar tor færa land. En oft eru vegirnir í nánd við Ak. og í bænum flest um hreppavegum hraklegri og verri. Á þessu verður skjótt að ráða bót, enda stórvirk tæki fyrir hendi, þótt nú sinni öðru. Víst er gott að fá hér enn ágæt ari flugvöll, en til hvers er það, ef vegurinn úr bæ á völl er ófær, en segja má, alloft, að svo sé, Gangandi mætti þó komast þangað! En það er engin furða þótt hér sé annríki mikið á bif- reiðaverkstæðum! íslendingar, sem ætla að aka í bíl um höfuðleiðir hinna Norð urlandanna, undrast víst fátt meira — þótt um margt sé að ræða — en mismun veganna þar og hér. Hundruð og þúsund ir kílómetra má þar aka um steypta, malbikaða eða olíu- malar-vegi af beztu gerð, án nokkurra hindrana. Á stöku stað sjást 4—6 menn með mal- bikunartæki að lagfæra, en sýnilega er viðhald mjög auð- velt og kostnaðarlítið. Vitan- lega er aðstaða þar víða betri en hér til vegagerðar og með góðri lagningu er hætta á skemmdum, t. d. af frosti, þar miklu minni — skurður á báð- ar hliðar, vegur kúptur og vatnið fer aldrei í undirlag hans. Ekki er furða, þótt bílar líti betur út og endist betur þar er hér. Hérlendis mun stefnt í sömu átt í vegamálum, þótt hægar miði. Keflavíkurvegur- inn er auðvitað ágætur — og má með sanngimi ætla þeim, sem um þvílíka vegi aka, að greiða nokkurt vegargjald. End ing bílsins endurgreiðir það. En hluta af slíku gjaldi ætti hiklaust að vei-ja til að halda áfram sams konar vegagerð — og ætti að vera vel fært og eðlilegt, þar sem viðhaldskostn- aður þar hlýtur að vera aðeins brot af því, sem áður var. Með því móti, með hagkvæmum lánum, sem sennilega mætti að einhverju leyti fá innan við- komandi héraðs — með ein- hverjum ráðum verður að vinna ákveðið að stórbættri vegagerð á íslandi. Jafnframt ætti að létta af vegum fslands þungaflutningum í stórum stíl, a. m. k. á sUmum tímum árs með betur skipulögðum og hag kvæmari strandferðum — á ódýrari vegum. Það þarf engan reiknings- heila til að segja okkur, að það sé ómælanlegt tjón, sem okkar slæmu, ófæru vegir valda. Um hægri og vinstri umferð þýðir víst ekki lengur að ræða í því sambandi, en við væntanleg skipti eru þó sæmilegir og góð- ir vegir mikUsverðir til að draga úr slysahættu. 25. júní 1967 Jónas í Brekknakoti. Menningarlegar samkomur í Vaglaskógi UM næstu helgi verður skáta- mót í Vaglaskógi, svo sem sagt er frá á öðrum stað. Hinn 15. og 16. júlí verður mikil sam- koma í skóginum. Að henni standa Héraðssamband Þingey- inga, Ungmennafélagið Bjarmi í Fnjóskadal og Skógræktarfé- lag Suður-Þingeyinga. Um verzlunarmannahelgina verður enn haldið mikið mót í Vaglaskógi á vegum þeirra mörgu félagasamtaka, sem slík mót hafa haldið um þessEwhelgi í Vaglaskógi síðustu árin. Á öllum þessum mótum er áfengisneyzla bönnuð og er að því mikill menningarauki og lofsverður. □ ««««««««««!:«««««««««««««««««««««««««««««««««««i« Sameiginlegur óvinur islenzkra bænda BÚNAÐARSAMBAND Eyja- íjarðar er nú að undirbúa bændafund um búfjársýkina á Grund. En Búnaðarfélag Skriðuhrepps hafði óskað þess og að til hans yrði boð- aðir landbúnaðarráðherra, yf- irdýralæknir, framkvæmda- stjóri búfjárveikivama o. fl. Á fundinum verða efalaust ræddar þær staðreyndir sem við blasa í sambandi við áð- umefndan búfjársjúkdóm — hringorminn — sem fluttist til landsins í fyrra siunar með útlendum landbúnaðarverka- manni, og þau ráð til úrbóta og útrýmingar veikinni, sem verið -er að gera og til greina koma. Yfirdýralæknir verður efa- laust um það spurður, hvers vegna hann féllst á að farin yrði næst bezta leiðin í mál- inu en ekki sú bezta, þ. e. lækningaleiðin í stað niður- skurðar. Eða var það ráðu- neytið sem ekki fór að tillög- um hcins? Rætt verður um ófullkomnar girðingar, flutn- ing ósótthreinsaðra mjólkur- brúsa, þvert ofan í reglugerð- arákvæði o. fl. Um það verður einnig spurt og þeirri spumingu beint til héraðsdýralæknis, hvemig lækningar hafa tekizt. Og enn munu bændur vilja fá svör við því hver skaðvaldur sjúkdómurinn er og hvert tjón muni af honum hljótast, ef hann nær útbreiðslu í land inu. Dagur fagnar því að opin- berar umræður skuli hefjast um málið. Eftir viðtöl við 4 dýralækna á s.l. vetri hefur blaðið hvatt til róttakra ráð- stafana og er það í samræmi við það álit þessara lækna, að með þeim, þ. e. niðurskurði væru mestar líkur til fulls árangurs, samanber einnig grein í Frey, sem yfirdýra- læknir ritaði fyrr á þessu ári. En í tilefni af viðtölum við ýmsa bændur virðist þetta mál hafa tilhneygingu til þess að fara nokkur hliðar- spor og getur þá lent í blindgötu. í þeim samræðum hefur kjarni málsins stundum vikið fyrir áhuga á því hver muni græða og hver tapa, ef niðurskurði yrði beitt, enn- fremur, hverjir fylgi Pétri og hverjir Páli að máli. Hringoi-maveiki var út- rýmt á íslandi 1933 og þá með niðurskurði. Annar inn- fluttur búfjársjúkdómur — mæðuveikin — náði og út- breiðslu. — Sjúkdómar þessir eru óskyldir og ekki sam- bærilegir að öðru leyti en því að vera báðir innfluttir bú- fjársjúkdómar — með öllum þeim vandamálum sem slíku fylgir. Því miður vantaði í upp- hafi þá röggsemi að gera það sem gera þurfti strax og hringormaveikin kom upp í fyrrasumar. Niðurskurður nautgripa þá, ásamt ströngu eftirliti, var líklegur til að bera fullan árangur. En lækn ingar hafa farið fram og varn argirðingar verið settar upp. Sú brennandi spurning er nú á allra vörum, hvort þær að- ferðir séu líklegar til að hefta útbreiðslu og koma í veg fyrir leiðan og landlækan sjúkdóm. Að síðustu og af marggefnu tilefhi (bréf, símtöl og við- ræður hér .á skrifstofunni) er þeirri ósk komið á framfæri, að bændur, sem mest eiga á hagttu ':um heilbi-igði búpen- ings síns, taki á málum þess- um af þeirri stéttvísi og fé- lagshyggju sem ætla má að feli í sér farsælustu lausnina. I því efni verður hver og einn að hyggja langt út fyrir sinn vallargai'ð og hugsa til fram- tíðarinnar. En til þess er bændum betur treystandi en flest- um, öðrum. Með þetta í huga má vænta þess, að fundur Búnaðarsambandsins verði í senn fróðlegur, og að þá liggi Ijósar fyrir en áður, hvaða tökum beri að taka hinn sam- eiginlega óvin bændastéttar- innar. E. D. SKÁTAMÓT í VAGLASKÓGIUM HELGINA GERVIEFNIN - Ný bók í Alfræðasafni AB ÞESSA DAGANA kemur á markaðinn ný bók í Alfræða- safni AB, hin þrettánda í röð- inni, og nefnist hún Gerviefnin. Aðalhöfundur hennar er Her- man F. Mark, sem er löngu heimskunnur fyrir vísindalega forustu sína á því sviði, sem bók in tekur til, en Guðmundur G. Sigvaldason jarðefnafræðingur hefur þýtt hana á íslenzku og skrifar hann jafnframt formála fyrir henni. Það er alkunna, að á allra síð- ustu árum hafa vísindi og tækni stigið stærri og ævintýralegri risaskref en mannkynið hefur áður lifað á mörgum öldum. Þessi öra þróun, eða öllu heldur gerbylting, hefur flætt yfir heim inn og lagt hann undir sig með slíkum hraða, að mönnum hef- ur vart gefizt tóm til að átta sig á henni til nokkurra muna, fyrr en hún var stig af stigi orðin þeim sjálfsagður hlutur í dag- legum lífsháttum og aðbúnaði. Á þetta ekki sízt við um hin mörgu og furðulegu gerviefni, sem setja æ meiri svip á allt umhverfi nútímamannsins og hafa svo að segja í örskammri svipan orðið hugmyndaheimi 'hans samgróin. En þó að ávextir þessarar framvindu blasi hvai-vetna við augum, á hún sér í raun ótrú- lega skamma sögu. T. d. er nælon fyrst tekið í notkun upp úr 1920 og gervigúm ekki fyrr en í síðari heimsstyrjöld, þar sem tilkoma þess réð reyndar úrslitum, að því sem talið er. Síðan hafa stöðugt ný gerviefni verið framleidd og tekin til ólíkustu nota, og eru samt enn stórkostlegri tíðindi í vændum eins og berlega verður ljóst af þessari bók, Gerviefnunum. Þannig mun þess skammt að bíða, að algengustu hlutir, svo sem naglar, rær og boltar, þyki ærið frumstæðir, því að nú þeg ar nægir einn dropi af efninu Eastnian 10 til að halda uppi hlut, sem vegur hálft tonn. Þá hefur mikil reynsla fengizt í sambandi við framleiðslu hluta, sem koma í stað sýktra líffæra . í.-inannklíkamanum. Gerviefnin eru fyrsta fræðslu ritið, sem út kemur um þessi efni á íslenzku, og er það ekki vonum fyrr, þar sem við íslend ingar eigum engu síður en aðr- ar þjóðir mikið af hagsæld okk- ar undir þeim vísindum, sem þar er fjallað um, og njótum „í ríkum og sívaxandi mæli góðs af árangri þeirra" eins og þýð- andinn kemst að orði í formála sínum. En einnig mun leitun á fræðsluriti, sem leiðir hug les- andans í jafn ríkum mæli að íramtíðinni og veitir um leið jafn heillandi sýn inn í upp- rennandi öld hirma þrotlausu möguleika. Gerviefnin eru prýdd mikl- um sæg mynda, þar á meðal röskum sextíu litmyndasíðum, sem margar hverjar eru engu síður forvitnilegar og spennandi en lesmálið sjálft. En öll er bók hi tvö hundruð blaðsíður. □ Píslarsaga síra Jóns Magnússonar NÝLEGA er komin á markað- inn Píslarsaga síra Jóns Magnús sonar, og hefur prófessor Sig- urður Nordal séð um útgáf- una. Er þetta fjórða ritið í Bókasafni AB, hinum nýja flokki íslenzkra merkisrita í fræðum og skáldskap, sem hófst fyrir síðustu áramót, en þrjár fyrstu bækurnar voru Kristrún í Hamravík, eftir Guðmund G. Hagalín, Líf og dauði eftir Sig- urð Nordal og Sögur úr Skarðs- bók í útgáfu Óskars Halldórs- sonar magisters. Er svo ráð fyr ir gert, að þessum flokki verði haldið sleitulaust áfram næstu árin, og takist svo til sem stefnt er að, verður hér um að ræða verulegt átak til að gera mönn- „Hneykslanleg veiði“ (Framhald af blaðsíðu 1). Hér hlýtur að sjálfsögðu að vera spurning um það tvennt, hvemig varðveita Skuli eina tegund nytjafisks og hversu nýta beri þann afla, sem óhætt þykir að veiða. Álit fiskifræðingsins í þessu efni hlýtur þar að verða þungt á metunum, og íslendingar þurfa að varast ofveiðina, sem að áliti hans er „hneýkslanleg" — þegar litið er til framtíðarinnar. □ um kleift að koma sér upp í fallegri útgáfu allvíðtæku safni þeirra bókmennta íslenzkra frá eldri og yngri tímum, sem eiga sér varanlegt gildi og lesendum má vera mestur fengur í að kynnast. í þeim flokki á Píslar- saga síra Jóns Magnússonar tví mælalaust heima. Síra Jón Magnússon var fædd ur um 1610 og lézt árið 1696. Hann nam í Skálholtsskóla, tók vígslu 23 ára gamall og gegndi prestsembætti fram á niræðis- aldur. Lengstan þann tíma, eða hálfan fimmta tug ára, sat hann að Eyri við Skutulsfjörð, þar sem nú er ísafjarðarkaupstaður, og þar varð hann fyrir þeim hatrömmu galdraofsóknum, sem hann lýsir af svo einstæðri orð- kynngi og sannfæringarhita í Píslarsögu sinni. En röskar tvær aldir liðu, unz þetta einstæða rit var „uppgötvað" í döhsku safni og þá af Þorvaldi Thoroddsen, sem rakti efni þess að nokkru í Landfræðisögu sinni. Loks var það gefið út af Fræðafélaginu á árunum 1912—14 og sá Sigfús Blöndal um þá útgáfu, en hún er nú löngu uppseld og ófáan- leg. „Píslarsagan er að mínum dómi eitt af stórvirkjunum í síðari alda bókmenntum íslend- inga“, segir Sigurður Nordal í inngangsritgerð sinni, og seinna bætir hann við: „Nú er það mála sannast, að Píslarsagan er í senn furðuleg menningarsögu- leg heimild — að minni hyggju stórkostlegasti minnisvarði, sem galdrafárið hefur látið eftir sig í bókmenntum nokkurrar þjóð- ar-, sjúkdómssaga og vellandi uppspretta auðugs og ósvikins alþýðumáls. En á henni eru enn fleiri fletir. Stílkynngi höfund- arins og þrotlaus hugkvæmni skipa honum á bekk með gáf- uðustu stílsnillingum vorum. „Það þarf annað og miklu meira en að vera hálfbeggjaður og kunna vel íslenzkt alþýðumál til þess að skrifa beztu kaflana í Píslarsögunni. Þeir sýna hæfi- leika á borð við menn eins og Strindberg og Fröding, þegar þessir snillingar eru að lýsa brjálsemi sinni.“ U M D A Q V E GINN i iií2r UM BEIN EIRfKS RAUPA OG ONNUR BEIN Uppgötvast þjng, sem menn ætluðu týnd, ef það er. rétt, sem ég heyri, að íslenzkra bein séu erlendis sýnd, — Eiriks hins rauða og fleiri. Frændrækpi okkar er falslaus og hrein og fæst jafnt um lifandi og dauða, okkur finnst því að við eigum hvert bein í Eiríki, karlinum, rauða. Það fomminja okkar, sem ennþá er til, er erlendis margt og í hömlum, af örlæti Danir samt ætla okkur skil á einhVérju aí skinnbókum gömlum. Að heimtá nú beinin, ég held vera ráð, og hygg að það muni ekki saka, því fræridþjóðiri okkar er örlát og fjáð, enda af ilógu að taka. Þeir eiga' forrialdar hallir og hof og hetjusögri skráða á steininn, en arfleifðin vor, sem þó víða fékk Iof, er vart riema'— skinnið og beinin. • . . DVERGUR. GLÆFRALEG STJÓRVARSTEFNA STJ ÓRNARFLOKKARNIR hafa lýst því yfir sameigin- lega, að þeir muni halda áfram samstarfi og fara áfram með stjórn landsins. Kemur það engum á óvart eftir kosningaúrslitin 11. júní. En þá hlutu þeir 32 þingmenn af 60 og hafa þar með meiri- hluta í báðum þingdeildum, þótt sá meirihluti megi ekiki naumari vera og stjómin verði áfram veik stjórn. Þess- ir flokkar hafa tilkynnt, að þeir taka upp nýjan málefna- samning sem miðist við lausn ýmsra vandamála, sem nú kalla að. Stjómarflokkarnir eru enn að hugga sjálfa sig með full- yrðingum um sterkt fylgi og að þjóðin haíi í kosningunum vottað þeim þakkir og traust. Kosningatölurnar segja það sem segja þarf í þessu efni og þær tölur brenna marga íhaldsleiðtoga í bak og fyrir, því að fylgið hrundi af Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík, kjördæmi forsætisráðherra og í Reykjaneskjördæmi einnig. En þar voru höfuðvígi þess flokks um langt skeið. Má því með nokkrum rétti segja, að aðalstjómarflokkurinn hafi hlotið vantraust í sínum höf- uðstöðvum og verður ekki á móti mælt. Sjötti hver fyrri kjósandi hans sneri við hon- um baki í þessum kosning- um. Núverandi ríkisstjóm hefur setið við völd i mesta afla- góðæri sögunnar og sölugóð- æri erlendis. Peningaveltan hefur því verið mikil í land- inu. Þetta er skýringin á því að stjómin hélt velli. Aðvar- anir stjórnarandstöðunnar fengu ekki hljómgrunn. Eftir er svo að sannreyna hve lerigi verður unnt að halda sömu stefnu og hvort aðvarariir stjómarandstæðinganna voru á rökum reistar. Því miður eru horfumar ískyggilegar í atvinnu- og framleiðslumálum og óbreytt stefna rikisstjórnarinnax er glæfraleg eins og nú er ástatt. Líklegt er, að stjómin telji sig til þess neydda, áður en langt um líður, að grípa til þeirra ráða, sem hún hefur, með þrjá fingur á lofti, lofað að gera ekki. Menn hljóta að veita því at- hygli, að ríkisstjómin segist hafa fengið til þess umboð sinna fylgismanna, að fara áfram með stjórn landsins, án þess að fyrir liggi málefna- samningur um, hvað gert verður í efnahagsmálum þjóð arinnar. En samkvæmt marg- yfirlýstu, verður haldið áfram á sömu braut. Forsenda þess að slíkt sé hægt er: Enn eitt metár í aflabrögðum og hækk að verð erlendis á útflutn- ingsvörum. — Minna dugar ekki, því skammt hrekkur gjaldeyrisvarasjóðurinn — ef meiru er eytt en aflað er. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.