Dagur - 12.07.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 12.07.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herber9is panlanír. Ferða- skrifstofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 12. júlí 1967 — 53. tölublað Ferðaskrifstofan^m^ Skipuíeggjum ódýrustu ferðirnccr til annarra landa. STOFNUÐ VERÐUR ATVINNU- MÁLANEFND AKUREYRAR BÆJARSTJÓRN Akureyrar- kaupstaðar samþykkti 7. júlí tillögu þá frá bæjarstjóranum, Bjarna Einarssyni, sem fer hér á eftir. En í leiðara blaðsins í dag er meginefni þeirrar grein- argerðar, sem fylgdi tillögunni: „Atvinnumálanefnd Akur- eyrar skal skipuð 5 mönnurn og 5 til vara og skal kosin til fjögurra ára á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar. —- Bæjarstjóri skal sitja fundi nefndarinnar og vera henni til ráðuneytís, en hefur þar ekki atkvæðisrétt. Nefndin kýs sér formann, varaformann og ritara úr sínum hópi. Bæjarsjóður greiðir allan kostnað af starf- semi nefndarinnar. Tilgangur nefndarinnar er: 1. Að vera bæjarstjórn til ráSu neytis um atvinnumál og skapa tengiliðN á milli bæj- arstjórnar og atvinnulífs bæjarins. 2. Að veita fyrirtækjum í bæn- um ýmiskonar þjónustu, fyr- irgreiðslu og upplýsingar. 3. Að stuðla að eflingu atvinnu lífs bæjarins, bæði þess, sem fyrir er í bænum og með því, að laða ný fyrirtæki til bæj- arins." ? NOKKARA færeyskar konur úr hinum ágæta söngflokki, sem hér var nýlega. (Ljósm: E. D.) VERKSMTOJUREKSTIJR SAMBANDSINS Á AKUR- EYRIER í HÆTTU Jakob Frímamisson kaupfélagsstjóri og stjórn- arformaður SIS svarar nokkrum spurningum OPINBERAR fréttir af nýlega afstöðnum aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga bera með sér, að síðasta ár hefur verið óvenjulega erfitt viðskiptaár Sambandsins og kaupfélaganna í landinu. Ráðgert er að loka á næstunni þrem minni fyrirtækj- um Sambandsins, og jafnframt verður að taka til endurskoðunar rekstur stærri fyrirtækja, þar sem rekstursgrundvöllur þeirra er talinn brostinn. Er hér um að ræða Gefjun, Iðunn og Heklu á Akureyri. En við þessi fyrirtæki vinna mörg hundruð manns og eru því atvinnulegir burðarásar bæjarins. Blaðið lagði nokkrar spurn- ingar fyrir Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóra og stjórnarfor- mann SÍS um þessi mál, og varð hann góðfúslega við þeim ósk- um að svara þeim. BÆNDADAGUR EYFIRÐINGA BÆNDADAGUR Eyfirðinga verður í Freyvangi sunnu- daginn 23. .júlí n.k. Aðalræðu dagsins flytur Guðmundur Sveinsson skóla stjóri Samvinnuskólans. Auk þess verða margs konar skemmtiatriði. Keppt verður í knattspyrnu og handknattleik milli Aust- firðinga og Eyfirðinga. Um kvöldið verður dansað. Ungmennasamband Eyja- fjarðar og Búnaðarsamband Eyjafjarðar annast fram- kvæmdir bændadagsins eins og áður. ? , Er iðnaður KEA og SÍS á Akureyri í hættu? Ekki er vafi á því, að fái iðn- aður SÍS ekki neina aðstoð frá hinu opinbera, sem bætt geti að nokkru þá aðstöðu, sem skapast hefur vegna frjáls innflutnings og samkeppni við erlenda fram- Jakob Frímannsson. leiðslu, á sama tíma og vinnulaun og allur rekstrarkostnaður hefur hækkað geysilega, er mikil hætta á, að iðnaður SIS hér, eins og flestallur verksmiðjuiðnaður landsmanna, verði að dragast stór kostlega saman og jafnvel leggj- ast alveg niður í mörgum grein- um. Hverjir eru helztu erfiðleik- arnir? Miklir erfiðleikar með útveg- un rekstrarfjár, en stöðugt verð- ur örðugra að selja og fá greidda framleiðslu verksmiðjanna innan- lands vegna minnkandi kaup- getu almennings og rekstrarfjár- skorts hjá helztu viðskiptafyrir- tækjum verksmiðjanna. Hve mikill hluti af íbúafjölda Akureyrarkaupstaðar hefur sitt framfæri af iðnfyrirtækjum SÍS, sem hér eru rekin? Nú vinna hjá verksmiðjum SÍS á Gleráreyrum á Akureyri um 550 manns ,og útborguð vinnu- laun 4,5—5 millj. kr. á mánuði. Er það rétt, að nú þegar sé ákveðið að leggja einhver iðn- fyrirtæki Sambandsins niður? Já, það er Saumastofa Gefj- unar á Akureyri, Fífa á Húsavík og Vör í Borgarnesi. Hverjar Ieiðir eru, að þínu áliti, helztar til úrbóta á vanda- málum þessa iðnreksturs? Nokkur hluti af framleiðslu ullarverksmiðjunnar, prjónastofu og skinnaverksmiðju er fluttur á erlendan markað, eða vörur frá hinum vel þekktu verksmiðjum Gefjunni, Iðunni og Heklu. Svo að segja allar vörur þessara verk- smiðja eru unnar úr innlendu hrá efni. Vegna þess ástands, sem ríkir hjá framleiðsluatvinnuveg- unum hefur ríkisvaldið gripið til þess ráðs að greiða niður verð á innanlandssölu afurða og bæta upp verð á útfluttum búvörum. Þetta gildir ekki um fullunnar framleiðsluvörur. Er því ljóst, að' ekki er mögulegt að selja þessa framleiðslu á erlendum markaði, nema með tapi, eftir að vinnu- laun og allur annar kostnaður hefur hækkað jafn gífurlega og raun ber vitni, vegna óðaverð- bólgunnar hér á landi. Útflutn- ingsbætur á fullunnar vörur eru því óhjákvæmilegar á meðan þetta ástand helzt, ef rekstur verksmiðjanna á ekki að stöðv- ast. Og jafnvel gæti verið nauð- syn að greiða sömuleiðis niður verðið á innanlandssölunni. Þá er og lífsnauðsyn að reksturslán fáist út á þessar vörur, á meðan þær eru í framleiðslu, af því að verksmiðjurnar sjálfar hafa ekki það rekstursfé að nálægt því nægi til hrávörukaupa og greiðslu vinnulauna. Bæjarstjórn mun hafa rætt nýjar leiðir, sem verða mættu til gagns fyrir hin mörgu, illa stæðu fyrirtæki í bænum? Bæjarstjórn hefur ekki rætt þetta ástand iðnaðarins á Akur- eyri sérstaklega, en er nú nýbúin að samþykkja tillögu þess efnis, að kosin verði fimm manna (Framhald á blaðsíðu 5). iA-ÍBK leika n.k. sunnudag N.K. sunnudag, 16. júlí kl. 4 síðdegis, mæta Akureyringar Keflvíkingum á íþróttavellin- um á Akureyri í I. deildar- keppninni. Þetta er síðari leikur liðanna. Keflvíkingar sigruðu í fyrri leiknum 2:1. Ekki er að efa, aS knattspyrnuunnendur muni fjöl menna á völlinn. Keflvíkingum hefur gengiS illa að skora í leikjum sínum, hafa aðeins skorað 4 mörk, þaS sem af er, í leikjum I. deildar, en vörn þeirra er sterk. Vonandi verður um skemmti lega viðureign að ræða nú á sunnudaginn og þeir sem völl- inn sækja fari ánægðir heim. Akureyri — Akranes 5:1. S.l. sunnudag sigruðu Akur- eyringar Akurnesinga á Akra- nesi með 5:1 og hefur ÍBA-lið- ið nú sigrað í síðustu þremur leikýum sinum og er yonandi að sigurgangan haldi áfram. Tilboð í byggingu raunvísindadeildar í GÆR voru opnuð tilboð í ný- byggingu við Menntaskólann á Akureyri. Er þar um að ræða raunvísindadeild, 6500 rúm- metra hús, tvær hæðir og kjall- ari, og gert ráð fyrir að húsið sé steypt upp á þessu ári. Bjóðendur í verk þetta voru fjórir, hlutafélögin Hagi, með 24,970 millj. kr. tilboð, Dofri 23,600 millj. kr., Slippstöðin 23,500 millj. kr. og Smári og Aðalgeir og Viðar sameiginlega með 21, 654 millj. kr. tilboð. Voru tilboðin opnuð í Mennta skólanum að viðstöddum skóla- meistara, bygginganefnd og full trúum þeirra fyrirtækja, sem tilboðum höfðu skilað. Ekki lá það ljóst fyrir í gær, hvaða tilboði yrði tekið. ? AS loknum 6 leikjum eru Akureyringar í 3. til 5. sæti með 6 stig, ásamt KR og Kefla- vík. Efstir eru Valsmenn með 9 stig og Fram er í 2. sæti með stig. ________________? Sumarmót við Vest- mannsvatn DAGANA 22. og 23. júlí verð- ur sumarmót viS Vestmanns- vatn í ASaldalj og eru þátttak- endur ÆskulýSsfélagar frá NorSurlandi. Slík mót hafa verið haldin á hverju sumri við sumarbúðirnar síðan þær tóku til starfa.__________ ? Borun við Laugarborg UNNBD er að jarðborun við Laugarborg í Hrafngilshreppi, og er þar leitað eftir heitu vatni fyrir skóla þann, sem nokkrir hreppar hafa ákveðið að reisa. Borholan er nú orðin 270 m á dýpt og heitt vatn hefur ekki fundizt en hitmn er vaxandi, eSa um 50 gráður. Efstu 40 til 50 metrana þurfti að bora í gegnum laus og sprungin jarð- lög, en undir þeim er fast berg. Jarðborun ríkisins hefur vatns- leit þessa með höndum. ?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.