Dagur - 12.07.1967, Síða 4

Dagur - 12.07.1967, Síða 4
4 I Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Atvinnumálanefnd Á ÖÐRUM STAÐ er birt tillaga sú- um atvinnumálanefnd Akureyrar, sem bæjarráð, í umboði bæjarstjóm- ar, samþykkti. Hér fara á eftir meg- inkaflar úr greinargerð, sem tillög- unni fylgdi: „Algengt er í öðmm löndum, að bæjarfélög geri ýmsar ráðstafanir til eflingar atvinnulífi sínu, m. a. með því að fá fyrirtæki til að flytjast til bæjanna. Eru til þess stofnaðar ým- iskonar ráð og nefndir, og oft komið á samstarfi bæjarstjóma, lánastofn- ana, atvinnurekenda og verkalýðsfé- laga um slíka starfsemi. Víða kemur til stuðnings ríkisvaldsins þegar um er að ræða eflingu atvinnulífs í landshlutum, sem að einhverju leyti eru eftirbátar annarra landshluta, þannig að stuðlað sé að því, sem tal- ið er hagstæð byggðaþróun. Hér á landi hafa a. m. k. þrír bæir komið vísi að slíkri starfsemi á fót. Er þar átt við iðnaðar- og atvinnumála- nefndir í Sauðárkróki, Siglufirði og Húsavík. Elzt mun vera iðnaðar- málanefndin í Sauðárkróki. Allir munu sammála um, að þörf sé á eflingu atvinnulífsins á Akur- eyri. Akureyri getur boðið atvinnu- fyrirtækjum upp á mjög fjölbreytt úrval þjónustu, sem að verulegu leyti er sambærilegt við þjónustuúr- val Reykjavíkur. Auk þess hefur Ak- ureyri að líkindum upp á ýmsa sér- kosti að bjóða, jafnvel umfram höf- uðborgina. Eitt af verkefnum þess- arar nefndar ætti einmitt að vera að kanna hverjir kostir Akureyrar séu og vekja athygli á þeim á réttum stöðum. Nefnd þessi getur orðið bæjar- stjórn að verulegu liði við afgreiðslu mála viðkomandi atvinnulífi bæjar- ins. í því sambandi væri rétt að nefndin safnaði saman ýmsum upp- lýsingum um atvinnulíf og atvinnu- fyrirtæki. Þá getur slík nefnd kann- að ýmis vandamál, sem rísa kunna á vettvangi bæjarráðs og bæjarstjóm- ar og varða atvinnumál og gert al- mennar tillögur um ráðstafanir bæj- arins til eflingar atvinnulífi. Mundi nefndin þannig mynda tengilið á milli bæjarstjórnar og atvinnulífs bæjarins. Þegar sérstakir erfiðleikar steðja að atvinnulífi bæjarins, eða ein- hverjum hluta' þess, getur nefnd þessi orðið bæjarstjóm að verulegu liði, með því að kanna ástandið og gera bæjarstjóm grein fyrir orsök- og afleiðingum aðsteðjandi erfið- leika. Einnig getur slík nefnd veitt fyrirtækjum, sem í erfiðleikum eiga, ýmislega aðstoð í skiptum þeirra við opinbera aðila.“ □ Skurfiagerð í Staðarbyggðamýrum Sérstæð myndasýning í Landsbankasalnum Hinn 1. júlí í sumar var aldar- fjórðungur liðinn síðan véla- vinna hófst við skurðaðgerðir í Staðarbyggðamýrum í Önguls- staðahreppi í Eyjafirði. En stærð „engjalanda" þar var talin 777,86 ha. samkv. umsögn Pálma Ein- arssonar, sem mældi fyrir skurð- um þessum. En undir áveitu var talið að fara myndu um 600 ha. lands. Framkvæmd þessi var við það miðuð, að hlutaðeigandi bændur hefðu það á valdi sínu að veita Eyjafjarðará yfir engja- löndin og var því um áveitufram- kvæmd að ræða, en einnig að þurrka landið þegar við ætti, svo að unnt yrði á auðveldari hátt en áður að stunda þar lieyskapinn. Staðarbyggðarmýrar ná að heita má milli Munkaþverár og Þverár, og eru mjög hallalitlar. Hallinn nær ekki tveim metrum á aðal- skurðinum austur við brekkuræt- urnar, en hann er 8,28 km langur og rými hans 50 þús rúmmetrar. Annar minni skurður, en framar eða vestar á jmssum engjum, er nokkru styttri og 14 eða 15 þver- skurðir á milli jjeirra. Staðar byggðarmýrar ná vestur undir Eyjaljarðará. Bakkar árinnar eru jmrrir og töluvert grasgefnir víða, enda gott heyskaparland allt til jiessa. En hið mikla mýrlendi, kennt við Staðarbyggð, var hins- vegar mjög votlent og á sumum stöðum nær botnlausir forarflóar og tjarnir. í tjörnum og flóum óx gulstör og náði miklum þroska, ennfremur fergin, sem jjótti mjög hollt fóður handa nautgripum. En vinna við heyskapinn var hins- vegar mjög erfið og vandasöm. — Mest af lieyinu var þurrkað á blautu landi eða hállblautu, sem fór undir vatn ef skapleg liey- skaparveðrátta brást. Síðan var lieyið flutt á hestum í garð. Kom sér jjá vel, að í jressum mýrum er grasrótin víðast mjög seig og torf- kennd. — Þrátt fyrir heyskapar- erfiðleikana þóttu j>að töluverð hlunnindi að eiga Jiarna land eða liafa þar ofnotarétt til fóðuröfl- unar. Aveitufélag Staðarbyggðar hef- ur lengi starfað. Ahugi bænda fyrir framkvæmdum í Staðar- byggðarmýrum hefur jafnan verið mikill. Formaður þess félags um fjölda ára, og á meðan hin mikla skurðaðgerð fór fram, var Halldór Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöð- um, lá'tinn fyrir skömmu, en síðar Baldur Kristjánsson bóndi á Ytri- Tjörnum. Þótt skurðirnir í Staðarbyggð- armýrum þættu stórvirki fyrir aldarfjórðungi, og væru það vissu- lega, segir sagan frá því, að á ár- unum 1878—1879 hafi einnig ver- ið gerðar athyglisverðar fram- kvæmdir á þessum slóðum. — Þá voru handgrafnir miklir skurðir í sama skyni og kostuðu um 9 J)ús. krónur, og var mikið fé á þeim tíma. Fyrir því verki stóð Sveinn Sveinsson búfræðingur. í skýrslu, sem liann sjálfur ritar í Norðanfara fyrir 88 árum segir frá því m. a., að hann hafi starf- að við þær framkvæmdir fyrir til- skipaii amtsráðs Norður- og Aust- Uramtsins, og látið 10—40 menn vinna við skurðaðgerð frá júní- byrjun til 3. júlí, samt. 500.dags- verk og aítur um haustið. Byrjað hafi verið á því að byggja brú frá Syðra-Laugalandi j)vert vestur yfir mýrarnar, 8 feta breiða með skurði á hvora hlið, 300 faðma langa, til að auðvelda umferðina. Þar næst var byrjað á aðalskurðinum, er tekið gæti á móti öllu vatni mýr- anna. Var skurðurinn 6 álna breið ur og 2—3 feta djúpur og J)á orð- inn 1000 faðma langur. „Seinna hefur maður í hyggju," segir Sveinn, „að ná bæði Munkaþverá og Eyjafjarðará inn á mýrarnar til að geta ha4 áveituna í hendi sinni". Um aldamótin skrifar Sigurður Sigurðsson, eftir l'erð um Norður- land og athugun á framkvæmdum í Staðarbyggðarmýrum: „Eins og nú horfir, tel ég ])að barnaskap næst að legga fram fé til að end- urbæta þær (j).c. jressar jarðabæt- ur) með því fyrirkomulági, sem á þeim er". Og hann segir eimiig: „Sá timi mun koma fyrr eða síð- ar, að ráðist verður í að endur- bæta Staðarbyggðarmýrar að nýu. Ég efast ekki um, að jrað verði gjört uokkuð á annan hátt eu áður. — Staðarbyggðarmýrarnar heyra 12 jörðúm til á Staðarbyggð- inni, sem allar eru j)jóðareign, auk J)ess á jörðin Kroppur land í mýrunum, en hún er bændaeign". Það mun hafa J)ótt mikil fram- kvæmd fyrir 80—90 árum að hand- grafa skurðina og hlaða upp flóð- garðana á Staðarbyggðarmýrum. En alls urðu skurðirnir 7500 m langir og flóðgarðar 2550 metrar. (Grein Sig. Sig. 1937 í Aldarminn- ing Búnaðarfélagsins). Hvert nota- gildi skurðanna og flóð- og áveitu- garðanna var, skal ósagt látið. — Verkinu mun sennilega aldrci hafa verið lokið til íulls og sumir telja, að það hafi komið að litlum notum. Margir koma við sögu áveituframkvæmdanna á jressum slóðum fyrr og síðar, en hér verð- ur ekki nánar út í j)á sálma farið. En enn sér fyrir hinum gömlu skurðum og görðum og hafa Jreir e.t.v. j)ótt broslegir og einnig tæki j)au, sem fyrrum voru eingöngu notuð, jregar farið var af stað með fyrstu vélgröfuna hér norðanlands 1. júlí árið 1942. í fyrstu mátti notkun slíkrar vélgröíu, Priestman Cub, sýnast óframkvæmanleg við j)ær aðstæð- ur, er fyrir hendi voru. En bjart- sýni og verklagni fóru saman og sigruðu erfiðleikana. Arni G. Ey- lands, liinn kunni hvatamaður að innflutningi margra góðra hluta, og allir þekkja, átti sinn þátt í innflutningi skurðgrafa. Erik sonur hans vann að uppsetningu hinnar nýju vélar hér fyrir norð- an, ásamt Theódóri Kristjánssyni frá Ytri-Tjörnum, sem síðan vann manna lengst við skurðgröftinn, — og kenndi síðar mörgum meðferð slíkra tækja. Og svo hófst vinn- an. Lengst af var grafið í vatni, en landið er forblautast uppi við brekkurnar, þar sem aðalskurður- inn liggur. Grafan varð áð standa á flekum og varð að hlekkja })á saman, annars flutu þeir burtu, nema þeir, sem graían stóð á, hverju sinni. Má geta nærri hve tafsamt og vandasamt verkið hef- ur verið við þau skilyrði, þegar ekkert sást fyrir vatni og gizka varð á, hvar skóflunni skyldi kasta. Þá var yfirborðið víðast „ólseig- ur fjandi", eins og einn skurð gröfustarfsmaður orðaði réttilega, en á öðrum stöðum rótlausir fúa- pyttir. En áfram var baldið og verkið unnið á nokkrum árum. — Mýraruar tóku miklum breyting- um i ýmsan veg. En eitt vandamál var aldrei leyst að íullu, ]).e. að ná Eyjafjarðará upp á mýrarnar og liafa þannig vald á áveitunni. Um árangurinn verður ekki dæmt, Theodór Kristjánsson. fremur en um hina fyrri tilraun á Staðarbyggðarmýrum, enda gripu hér önnur öíl inn í. Ræktunarað- staða með stórauknum vélakosti bændanna batnaði, og ræktun })urrlendis jókst ört. A tiltölulega skömmum tíma voru tún bænd- anna orðin svo stór og gjöful, að ekki þurfti að leggja kapp á dýr- an og erfiðan heyskap niðri i mýr- unum, eins og áður hafði verið gert, frá j)ví menn mundu og vissu. A skömmum tíma lagðist heyskapur í Staðarbyggðamýrum niður að mestu og skurðirnir síga saman. Að vísu var aðalskurður- inn einu sinni lireinsaður upp. Arlega vinna skurðgröfur að full- þurrkun annars lands á j)eim bæj- um, sem eiga land í margncfndum mýrum, en sauðfé og nautpening- ur nýtir kjarnafóður hinna flötu mýra, jafnskjótt og hann vex, — enda voru þær aldrei ætlaðar til túnræktar og verða aldrei til þess hæfar, fyrr en ný tækni kemur til, heldur áveituland, frjófgað með vatni Eyjafjarðarár. í þessu efni má segja, að sagan hal'i endurekið sig að nokkru leyti, og að Staðar- byggðarmýrar þrjóskist enn við nýjungum og láti gras sitt gróa yfir mannanna verk. Með jressu cr })ó engan veginn lítið gert úr ])ví framtaki, sem á })essu sumri á aldarfjórðungsafmæli, og var stór- merkilegt, en féll ekki saman við aðra þróun landbúnaðarmála, nema að litlu leyti. Hér að framan var drepið á hið seiga ylirborð umræddra mýra. Fyrrum var góð torfrista talin mikilsverð og ekki vantaði hana í hinum víðlendu mýrum. Unnt var að rista mörg lög niður. Mýra- torf á hús og hey var alveg nauð- syn lram á okkar daga. Með notk- un nýrra byggingarefna fór sú j)i)rf þverrandi, en þá fékk torfið eða reiðingurinn, eins og J)að var nefnt, gildi scm einangrunarefni til húsagerðar. En þá var torfið rist á annan veg, eftir máli á alla vegu, flutt á hestabökum úr mýr- unum upp í juirrar brekkur ofan við, en síðan selt húsbýggjendum. Nú háfa önnur einangrunarefni rutt sér til rúms, og nú sjást ekki lengur hestalestir með torf, og ekki heldur torfbílar flytja j)á vöru á byggingarstaði. Og lyrir fáum áratugum var mjög til athugunar að nota þetta ágæta efni til að vinna úr ])ví ein- angrunarplötur, í verksmiðju. — Unnu erlendir menn að rannsókn- um á ])essu um skeið. Torfið var mjög létt j)egar ])að j)ornaði, — enda ein rótarflækja, loftmikið og því gott til einangrunar. Einhverntíma í fyrndinni hef- ur sjór legið yfir J)ví landi, sem nú cru Staðarbyggðarmýrar. — Fyrir nokkrum árum fundust hvalbein við malarnám nálægt Hrafnagili, vestan ár, gegnt Stað- arbyggðarmýrum. Margra metra malarlag var yfir beinum J)essum, og munu j)au hafa verið komin til ára sinna. En við gröft aðalskurðarins við brelýkurnar.^vustast í Staðarbyggð-• ariltýrtun koinu uþþ ntiklir lurkar skógviðar. Vera má, að J)ar hafi einhverntíma skógur vaxið, en aðrir gizka á, að j)eta liafi verið gamlir rekadrumbar. Síðan vinna hófst með skurð- gröfunni í Staðarbyggðarmýrum 1. júlí 1942, hafa lönd verið Jturrkuð í stórum stíl við Eyja- fjörð til túnræktar, og enn er verið að grafa skurði, allt upp í fjallshlíðar í Öngulsstaðahreppi. Vélgrafnir skurðir á })essu tíma- bili (j)etta sumar ekki meðtalið) eru orðnir 903.057 lengdarmetrar og 3835.363 rúmmetrar. Heildar- kostnaður 13.956.055 krónur. — Frámlag ríkisins 8.531.338 krónur. Hitt hafa bændur greitt sjálfir. En myndin er ófullkomin, ef Sval- barðsstrandarhreppur og Grýtu- bakkahreppur eru ekki meðtaldir. Þar voru grafnir 663.284 rúm- metrar á þessu tímabili, eða ná- iægt 147.000 lengdarmetrar. Kostn aður samtals 2.206.154 krónur. — Framlag ríkisins 1.306.826 kr. — A1 jtessum tölum er ljóst hvert verk hefur verið unnið við Eyja- fjörð á þessu sviði síðan 1942, eða á aldarfjórðungi. Ef stærra er Jitið á jressi mál, og landið allt er haft í huga, kem- ur í ljós, að einum mánuði fyrr en skurðgrafan íór að grafa í Staðarbyggðarmýrum, fór önnur grala af stað við Akranes. Það var einnig Priestman Cub. En á 25 árum, sem síðan eru liðin, hafa á öllu landinu verið grafnir um 15 millj. lengdarmetr- ar skurða, sem eru 62.5 millj. rúmm. Unt 60% skurðanna með gröfum Vélasjóðs. Kostnaður alls er 260 millj. kr. Þar af hefur ríkis- sjóður grcitt um 169 millj. kr. Vélasjóður á nú 22 starfhæfar skurðgröfur og tvo lokræsaplóga. Fyrsta skurðgrafan, sem til landsins kom, var grafa Skeiða- áveitunnar, keypt 1919. — Með lienni voru grafnir skurðir Skeiða og Flóaáveitunnar.. Hún var 30 tonn og stóð á brú yfir skurðinum, en brúarsporðarnir hvíldu á spor- brautum á bakkanum. Árið 1930 voru lög sett um skurðgröfur ríkisins. Þau voru síðar felld inn í jarðræktarlöin. Það var Hermann Jónasson, ráð- herra, sem lét ílytja inn fyrstu gröfurnar, en Árni G. Eylands sá um kaupin. Framræzlan með opn- um skurðum, gröfnum á síðasta aldarfjórðungi, svarar til j)ess, að um 120 j)ús. ha. lands hal'i verið ræstir. Skurðgröfurnar mörkuðu J)ví tímamót i ræktunarmálum og eiga drúgan J)átt í hinum stór- stígu ræktunarframkvæmdum síðari ára. E. D. og höfundurinn, Þórður Halldórsson, er kynlegur kvistur ÞESSA DAGANA eiga bæjarbú- ar þess kost að sjá sérkennileg málverk sérstæðs manns í Lands bankasalnum. — Það er Þórður Halldórsson frá Dagverðará á Snæfellsnesi, rúmlega sextugur maður, sem sýnir þar 40 myndir, og voru margar þeirra seldar þegar í gær, þegar blaðamaður hitti höfund þeirra að máli. — Myndirnar verða menn sjálfir að sjá og njóta þeirra, svo sem þeim er auðið. Þær eru forvitni- legar og málarinn ekki síður. — Hann hefur verið 20 vertíðir á togara, en sveitamaður á sumr- in, hefur stundað refaveiðar í 40 ár, kveðið niður drauga og látið margt flakka við lifandi menn og framliðna. Snæfellsnes er mikillar náttúru. Dagverðará stendur þar sem sjór er á aðra hönd en jökull á hina. Þar var skóli Þórðar í uppvextinum, en í annan skóla gekk hann í 8 vikur, sem barn, og fjóra daga var hann ástfanginn af sænskri listakonu, sem heimsótti Island. Hún var málari og það var líka skóli. Þú hefur áður haldið mál- verkasýningu, Þórður? Já, í Hafnarfirði og Olafsvík, og ekki má gleyma sýningunni í Bogasalnum, þar sem öll málverk in seldust, nema eitt. Hvemig hefur verkum þinum verið tekið? Myndirnar seljast en stofulærð ir menn ætluðu að kveða mig í kútinn og var það samdóma álit þeirra, að gamlar refaskyttur ættu ekki að fást við léreft og liti, eins og þeir, sem með slikt kynnu að fara. Ég svaraði þvx til, að ekki væri ósennilegt, að ýmsir þeir, sem hæst létu meðal listgagnrýnenda, myndu síðar endurfæðast sem refir. Eitthvað muntu hafa lært — meira en að kynnast fagurri stúlku með pensil? Já, ég hef alltaf verið fremur eftirtektarsamur, og í mörg ár var ég fylgdarsveinn málara og lærði ýmislegt af þeim. Flestir þeirra voru fúsir á að segja mér margt um málaralistina og þetta bjó með mér alla tíð síðan og hefur þroskast þar með árunum. En ég fór ekki að mála fyrr en þetta fór að ónáða mig á efri ár- um. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, hvað myndin sé í raun og veru? Hún er tjáning málarans á því, sem liggur honum á hjarta. Og myndin er eitt af mörgum tján- ingarformum. Stundum sækir eitthvað svo fast á hugann, að það er erfitt að standa á móti því, að það fái útrás. Það getur verið bæði sorg og gleði, hrifn- ing eða bara sjálfsmeðaumkvun. Á meðan menn höfðu svo fátt fagurt í kringum sig, leituðust menn við að bæta það upp með skrauti, bæði í útskurði og í meðferð lita. Nú eru margir orðn- ir snortnir af hinu hrjúfa, jafnvel því ljóta og sér þess víða merki. Svokölluð abstrakt-list er að sumu leyti sprottin af hræðslu mannsins við sjálfan sig, og hann vill þá ekki horfast í augu við - Verksmiðjureksfur SÍS í hættu (Framhald af blaðsíðu 8). nefnd til þess m.a., „að vera bæj- arstjórn til ráðuneytis um at- vinnumál og skapa tengilið milli bæjarstjórnar og atvinnulífs bæj- arins“. Hlutverk samvinnusamtak- anna í landinu mun vera hið sama og áður? Já, hlutverk samvinnumanna og samtaka þeirra er enn hið sama og verið hefur: Að stuðla að bættum kjörum almennings í landinu, með batnandi verzl- unarháttum og framleiðslxj] til hagsbóta bæði fyrir framleið- endur og neytendur. Heildarsamtök samvinnu- manna, Samband íslenzkra sam- vinnufélaga, hefur nýlega lokið aðalfundi sinum að Bifröst. Þar var af fyllstu hreinskilni gefin skýrsla um ástandið í verzlun og iðnaði Sambandsins og -kaup- félaganna. Er dýrtíðin höfuðorsök hinna miklu erfiðleika í iðnaði og verzlun samvinnusamtakanna? Undanfarin ár, eftir að dýr- tíðarflóðinu var gjörsamlega sleppt lausu hér á landi, hefur verksmiðjureksturinn verið mjög erfiður, þótt um verulegan tap- rekstur hafi ekki verið að ræða fyrr en á sl. 2—3 árum. Verzl- unarrekstur Sambandsins og samvinnufélaganna er einnig mjög óhagstæður og því ekki við að búast, að hann geti til lengdar staðið undir taprekstri iðnaðarins. Nokkuð að lokum? Eg trúi ekki öðru, segir Jakob Frímannsson, en að ríkisvaldið Til maðktínslumanna GARÐURINN við Minjasafnið í Kirkjuhvoli er eign þess. Þessi garður er fyrsta gróðrarstöð landsins og í gegnum hann ganga allir þeir gestir, sem heimsækja safnið, og þeir eru margir, innlendir og útlendir. Af báðum þessum orsökum er skylt að reyna að hafa garðinn sem bezt útlítandi. Fjárskortur og starfskraftaleysi hefur vald- ið því, að garðurinn hefur ekki verið svo vel hirtur sem skyldi undanfarin sumur. Það vantar m. a. girðinguna og hliðið við götuhlið hans, er þar um ís- lenzkan slóðaskap að ræða og verður ekki einn sakaður í því máli. En nú í sumar hefur safn- vörður unnið gott starf í garð- inum og keypt til þess aðstoð, svo hami er nú með bezta móti útlits, plantað hefur verið blóm um í beð, gangstígar snyrtir og grasfletir. En þá komið þið, maðktínslumenn er kvöldar. Nú hef ég persónulega, nokkra samúð með þeim, sem vantar beitu, enga þó með þeim, sem tína maðkinn til að selja okkur, sem vantar hann. En það er samt erindi mitt að biðja ykkur að láta garðinn í friði, því að víða er maðkinn að fá. En ef freistingin ber ykkur ofurliði eins og oft vill henda dauðlega menn, þá reynið að valda sem minnstum spjöllum í beðum og á grasflötum. Vonandi tekst bráðum að fá hliðgrind og girðingu, þá verður erfiðara um að fyrirgefa, sé garðinum spillt. Með vinsemd. K. f. D. FJÁRMARK MITT ER Biti fr., fjöður aftan hægra, stýft vinstra. Brennimarkið er Þ. Þorsteinn Jónsson, Samkomugerði. Rauði RABARBARINN er beztur nú, til frystingar og sultu- gerðar. Athugið að ég mun ekki getað annað allri eftir- spurn að hausti. Pantið þess vegna sem allra fyrst, með eins dags fyrirvara. Gísli Guðmann, Skarði. Sími 1-12-91. eigin getu, enda margir leiðir á sjálfum sér. En þín list? Hún er að miklu leyti sprottin af reynslu minni, einkum á mörg- Þórður Halldórsson. um einverustundum í náttúrunni. Uppi á fjöllum og úti í hraunum hefi ég átt margar, langar og ógleymanlegar stundir, sem ég vil miðla öðrum í myndum mín- um. Ég held, að það sé ekkert fals í þeim. En hver og eánn verður að njóta þeirra eftir föng- skilji hvað hér er i húfi og geri ráðstafanir til að fyrirbyggja það, að jafn þýðingarmikil grein þjóðarbúskaparins, sem iðnaður- inn er orðinn ,og þá alveg sér- staklega iðnaður í sambandi við annan aðalatvinnuveg lands- manna, landbúnaðinn,visni. Fyrir Akureyri hefur og er iðnaður- inn lífsnauðsyn. — Verður að treysta því, að opinber aðstoð fáist hér ekki siður en í Reykja- vík, segir stjórnarformaður Sam- bandsins, Jakob Frímannsson að lokum, og þakkar Dagur viðtalið. E. D. mmmm BARNGÓÐ STÚLKA óskast í ársvist á íslenzkt heimili í Netv York, helzt sem fyrst. Tvö börn í heimili. Uppl. í síma 1-15-27. TIL SOLU: BIFREIÐIN A—35, Mercedes Benz, árg. 1963 Uppl. í síma 1-15-05. TIL SÖLU: BIFREIÐIN A—487, Renault Dauphine, árg. 1961. Vel með farin. Góðir greiðsliuskilmálar. Uppl. í síma 1-15-05. TIL SÖLU: FORD FÓLKSBIFREIÐ, árg. 1958 (sex cyl. bein skiptur. Góðir greiðslu- skilmálar. Uppl. frá kl. 5 tií 7. Ólafur Sigfússon, sími 1-13-95. BÍLL TIL SÖLU Chevrolet fólksbifreið, árgerð 1955, til sölu. • Uppl. í síma 1-14-21. TIL SÖLU: Chevrolet vörubíll með yfirbyggðum þálli'. Árgerð 1947. Nýskoðaður Jón B. Rögnvaldsson, sími 1-15-13. TIL SÖLU: MERCEDES BENZ, árgerð 1962. Ógangfær, palllaus. Upplýsingar hjá Sigurði Stefánssyni, Fomhólum, Fnjóskadal. Þú munt vera skyggn? Stöku sinnum, og drauga hefi ég kveðið niður, t.d. á Fróðá. — Þar er nú bara nótalegt orðið, enda verða draugarnir bara góð- ir, ef maður sjálfur er nógu góð- ur. En hitt er mér meira virði, að ég get slappað algerlega af, þannig að hugsa alls ekki neitt. En þá er hægt að skynja bæði eitt og annað og þroska með sér vissa hæfileika. Hin algera, and- lega hvíld er dúsamleg og hress- andi. Finnst þér gott að konia hing- að til bæjarins? Það er einkennilegt við Akur- eyri, hve hér hafa alizt upp marg- ir ágætis menn eða tekið ást- fóstri við staðinn. Af einhverju er það. I því sambandi minni ég á Davíð og Matthías. Ég minni líka á ummæli Bólu-Hjálmars og á Bjarna Thorarensen. Og hér hóf Oddur Björnsson merka út- gáfu og var langt á undan sinni samtíð. Mín ferð hingað er eins- konar pílagrímsferð. Ég þykist vita, að för min hafi áhrif á mig, en það tekur sinn tíma. Sjálfur hlakka ég.til að sjá þær myndir, sem Akureyrardvölin fæðir af sér, segir Þórður að lokum, og þakkar blaðið viðtalið. E. D. 2—3 herbergja ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu. Þrennt í heimili. Uppl. í síma 1-29-39. HUSEIGNIN ODDEYRARGATA 4 er til sölu. Upplýsingar gefa Jón Vigíússon, Hrafna- gilsstræti 23, og Svein- bjöm Egilsson, B.S.O. Ungt par óskar eftir 2 HERBERGJA ÍBÚÐ á leigu. Tilboð sendist blaðinu fyrir 20. þ. m. merkt ,,íbúð“. ÍBÚÐ ÓSKAST 4—5 herb. íbúð óskast nú þegar eða eigi síðar en 1. október. Brynjólfur Brynjólfsson, Ásveg 27, sími 1-29-80. EINBÝLISHUS á Norður-Brekkunni til sölu. Uppl. í síma 1-29-39. VANTAR IBUÐ í liaust, helzt á Eyrinni. Uppl. í síma 1-16-71 h. 1—2 herbergi í eða við miðbæ óskast fyrir VINNUSTOFUR. Uppl. í síma 1-17-32. HERBERGI til leigu. Reglusemi áskilin. Sími 1-21-91. SA HLÝTUR VIÐSKIPTIN, SEM ATHYGLI VEIÍUR Á ÞEIM

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.