Dagur - 12.07.1967, Page 8

Dagur - 12.07.1967, Page 8
s HÖRÐ GAGNRYNI Á fjölmennum fundi bænda s.l. miðvikudag (sjá fundargerð á öðrum stað) kom fram hörð gagnrýni á hendur þeim, sem ábyrgir eru fyrir einangrunar- ráðstöfunum vegna hringorms- ins margrædda. Þykja þær ráð- stafanir ótryggar, eins og þær eru framkvæmdar og ýmsum fmnst róttækari aðgerða þörf. AFTURREKA Það bar við í vetur, að tveir eyfirzkir námsmenn voru gerð- ir afturreka, annar úr skóla, hinn frá námskeiði. Piltarnir liöfðu það eitt til saka imnið að vera úr sama „plássi“ og hring- ormurinn. Virðist það alvarlegt mál, ef æskufólki háðan að norðan verður meinuð skóla- vist vegna sjúkdómshættu. NORÐLENZKT MÁLGAGN Nokkrir málsmetandi menn hafa spurt hvort rétt sé að Dagur hafi neitað að hirta grein eftir héraðsdýralækninn, Guðmund Knútsen, um Grund- ar-hringorminn o. fl. Svar: Þetta er ósatt með öllu og ættu í ÞESSARI VIKU koma tveir danskir fimleikaflokkar til Norðurlands á vegum Ung- mennasainbands Eyjafjarðar og munu sýna á nokkrum stöðiun þar. Ilér cr um að ræða karla- flokk frá Præstö amt og kvenna flokk frá Freriksborg amt. — Báðir eru sýningaflokkarnir taldir með þeim allra beztu í Danmörku, sérstaklega karla- flokkurinn. Fyrsta sýningin verður í ný- vígðu íþróttahúsi á Dalvík n.k. miðvikudagskvöld, næsta sýn- ing á Ólafsfirði að kvöldi 13. júlí og þriðja sýningin verður á íþróttavellinum á Akureyri föstudaginn 14. júlí kl. 9,00 e. h. á Húsavík á sunnudaginn, Laug um á mánudaginn og Blönduósi á þriðjudag. Tilgangur UMSE með þessari íþróttaheimsókn er sá, að gefa fólki kost á að sjá úrvals fim- leika, ef það gæti orðið til þess að vekja meiri áhuga á þessari fögru og hollu íþróttagrein, en nú er. Er þess að vænta að sýn- ingarnar verði vel sóttar. □ Bændur gagnrýna hringorms- varnirnar í Eyjafirði Telja upplýsingar um nægar ráðstafanir ekki sannfærandi MIÐVIKUDAGINN 5. júlí 1967 var almennur bændafundur haldinn á vegum Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar að Hótel KEA til þess að ræða um bú- fjársjúkdóm þann, er upp kom að Grund í Eyjafirði á s.l. hausti, og nefndur er „hrings- kyrfi“. Hátt -á annað hundrað ■ manns sótti fundinn. Fundarstjóri var kjörinn Egg ert Davíðsson og fundarritari Kristinn Sigmundsson. Formaður BSE, Ármann Dal- mannsson, skýrði frá, að tilefni fundarins væru tilmæli, sem •borizt hefðu frá Búnaðarfélagi Skriðuhrepps. Frá Akureyri fi! Rómaborgar í TILEFNI af auglýstum ferð- unr Ferðaskrifstofu Akureyrar á þessu sumri, átti fram- kvæmdastjórinn, Jón Egilsson, og séra PétUr Sigurgeirsson tal við blaðið á mánudaginn, um væntanlega Rómarferð — sem Ferðaskrifstofan hefur skipu- lagt, en séra Pétur annast far- arstjórn. Eerðin frá Akureyri til Róma borgar er 15 daga ferð og verð- ur lagt af stað frá Akureyri 14. september og komið aftur 1. HJÓN ÞAKKA HJÓNIN Anna Guðmundsdótt- ir og Ólafur Guðmundsson hafa beðið blaðið að koma á fram- færi alúðarþökkum til alls þess fólks, sem hjálpaði þeim er þau misstu aleigu sína í húsbrun- anum í Strandgötu 39 í sumar. lögð í sambandi við hina þekktu október. En þessi ferð er skipu- lögð af danskri ferðaskrifstofu, sem kennd er við prestinn í Tjæreborg, an ferðir á hans vegum þykja ódýrar og góðar. Flogið verður frá Akureyri til Kaupmannahafnar samdæg- urs og dvalið þar í tvo daga, síðan flogið til Rómaborgar beinustu leið, dvalið þar í viku en síðan á baðströnd við Caprí. Þaðan verður haldið til Kaup- mannahafnar og .svo heim um London fyrir þá sem vilja. Öll ferðin kostar 13.700,00 kr. uppihald á ítalíu og gisting og morgunverður í Höfn og Lon- don innifalinn. í þessú sambandi má minna á eins dags ferð til Grænlands 12. ágúst og ferð á Ólafsvöku Færeyinga hinn 26. júlí. Enn- fremur 4 daga ferð til London, undir leiðsögn Ragnars Stefáns sonar menntaskólakennara. □ Stjórn BSE sneri sér til þeirra manna, sem óskað var eftir að mættu á fundinum. Landbúnaðarráðherra taldi sig ekki eiga erindi á fundinn, en mælti með, að yfirdýralæknir og framkvæmdastjóri búfjár- veikivarna mættu. Var fund- urinn boðaður í þeirri von að þeir mættu, en sú von brást. Næstur tók til máls Stefán Valgeirsson alþingismaður. — Gerði hann grein fyrir tillögu Búnaðarfélags Skriðuhrepps. Vitnaði hann m. a. í það, sem yfirdýralæknir hefur ritað um sjúkdóm þennan, las upp reglu gerð um varnir gegn honum og gagnrýndi harðlega fram- kvæmd varnanna. Taldi hann fulla ástæðu til róttækari að- gerða. Gudmund Ivnutsen dýralækn ir lýsti sjúkdómnum, hvernig hann hagaði sér og hvernig lækningatilraunir hafa gengið. Hann kvað fulla lækningu taka langan tíma, reynsla væri ekki fyrir hendi, þar sem hann vissi ekki til, að útrýming veikinn- ar hefði verið reynd annars staðar. Þar sem veikin hefði ekki breiðst út frá þeim bæj- um, sem veikin barst fyrst til, væri hann ekki vonlaus um, að lækning tækist að fullu. Eftir kaffihlé hófust almenn- ar umræður og voru 20 ræður fluttar. Bentu ræðumenn á ýmsar hættur í sambandi við út- breiðslu veikinnar og beindu fyrirspurnum til viðstaddi-a dýralækna. Arnsteinn Stefánsson, Stefán Valgeirsson, Ólafur Skaftason og Jón Hjálmarsson lögðu fram svohljóðandi tillögu, sem var samþykkt samhljóða: „Almennur fundur bænda í Eyjafirði lialdinn á Akureyri 5. júlí 1967 harmar, að yfir- dýralæknir og (eða) fram- kvænidastjóri búfjárveikivarna skildu ekki sjá sér fært að mæta á fundinum eins og ósk- að var eftir. Telur fundurinn,' að framkomnar upplýsingar um, að nægar ráðstafanir hafi verið gerðar til varnar út- breiðslu búfjársjúkdómsins „hringkyrfi“ séu engan veginn sannfærandi. Lítur fundurinn svo á, að lágmarkskrafa bænda hljóti að vera sú, að farið verði eftir reglugerð þeirri, er sett licfur verið til að hindra út- breiðslu lians. Fundurinn telur þetta mál mjög alvarlegs aðlis og skorar á landbúnaðarráð- herra, yfirdýralækni og fram- kvæmdastjóra búfjárveikivarna að láta cinskis ófreistað til þess að tryggja það, að sjúkdómur þessi breiðist ekki frekar út, né valdi meira tjóni en orðið er.“ gamlir og nýir lesendur Dags að vita, að þetta norðlenzka málgagn er öllum opið, sem þar vilja undir nafni skrifa um sín áhugamál á birtingarhæfan hátt. Ef reynsla einhverra er önnur, þá gefi þeir sig fram. YKKAR MÁLGAGN I framhaldi af þessu er rétt að benda á það enn einu sinni, hve mikilsvert það er, að hafa að- gang að blaði, kunna að nota þá aðstöðu til framdráttar nauð synlegum málum og geta kynnt nýjar hugmyndir í útbreiddasta blaði á Norðurlandi. En þessa aðstöðu nota sér of fáir. Með þátttöku margra áhugamanna verður blaðið þróttmeira til sóknar og varnar um norðlenzk málefni. Norðurlandsmót í frjálsíþróttum um lielgina NORÐURLANDSMÓT í frjáls um íþróttum verður haldið á Akureyri 15. og 16. júlí. Mótið hefur frá upphafi ver- ið stigakeppni milli félaga þann ig, 5-3-2-1, en boðhlaupssveit- ir 7-4-2-1 stig. Þátttaka tilkynnist Frjáls- íþróttaráði á fimmtudag, póst- hólf 112, sími 1-23-22. Keppnisgreinar: Konur: 100 m hlaup, 4x100 m boðhlaup, kúluvarp, kringlu- kast, hástökk og langstökk. Karlar: 100, 200, 400, 800, 1500 og 3000 m hlaup, 4x100 og 1000 m boðhlaup, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, 110 m grindahlaup, hástökk, lang- stökk, stangarstökk og þrí- stökk. □ Golfkeppni í kvöld AKUREYRARMÓTIÐ í golfi liefst í dag, miðvikudaginn 12. júlí, kr. 19. □ Baguk kemur ekki út næstu 3 vikur vegna sumarleyfa. Mikið efni verður því mið- ur enn að bíða. □ Útsvörin á Húsavik Húsavík 7. júlí. Húsavíkurbát- ar eru nú farnir að veiða ufsa- og hefur ufsaveiðin verið mjög góð undanfarna daga. Fyrir skömmu færði Lions- klúbbur Húsavíkur sjúkrahús- inu á Húsavík að gjöf sýkla- ræktunarofn. Slíkir ofnar eru mjög nauðsynlegir á sjúkra- húsum og eru notaðir til að flýta og auðvelda greiningu sjúkdóma og fleira. Lions- klúbburinn hefur oft áður sýnt sjúkrahúsinu á Húsavík rækt- arsemi. Formaður Lionsklúbbs ins á Húsavík er nú Jónas Eg- ilsson. Útsvarsskrá Húsavíkur var lögð fram 26. júní. Jafnað var niður kr. 11.149.000,00 á 542 einstaklinga og kr. 1.082.000,00 á 20 félög. Við niðurjöfnun var fylgt lögboðnum gjaldstiga en útsvör síðan lækkuð um 5%. Af einstaklingum bera hæstu útsvör Sigurður Sigurðsson skipstjóri, 190 þús. kr., Krist- björn Árnason skipstjóri 126 þús. kr. og Sigurður Jónsson lyfsali 100 þús. kr. Af félögum bera hæstu útsvör: Útgerðar- félagið Barðinn h.f. 468 þús. kr., Raftækjavinnustofa Gríms og Árna 113 þús. kr. Aðstöðugjald greiða 102 aðilar, samtals 3,3 millj. kr. Hæstu aðstöðugjöld greiða Kaupfélag Þingeyinga kr. 1.195.000,00. Fiskiðjusamlag Húsavíkur 341 þús. kr. og Út- gerðarfélagið Barðinn h.f. 178 þús. kr. □ SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.