Dagur - 09.08.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 09.08.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergis- pantanir. Ferða- skrifstofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 r *¥ I «f i f Túngötu 1. Feroaskrifstofan sími m?* Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. SlLDÁRAFLINN 112270 I0NN SÍLDARAFLINN norðanlands og austan var, samkvæmt bráða birgðayfirliti Fiskifélags ís- lands, 112.270 smálestir sl. laug ardagskvöld. En 6. ágúst í fyrra var aflinn 182.049 lestir. Enn hefur engin síld verið söltuð, og sumar síldarbræðslur ekkert hráefni fengið ennþá. Engin síld hefur veiðzt nær landinu í júlí og það, sem af er ágúst en í 7—800 mílna fjar- lægð. Og enn fjarlægist síldin og veiðist nú austur undir Sval barða og er um 900 mílur á þau mið. Nokkur skip hafa verið á veiðum í Norðursjó, en lítið fréttist af þeim veiðum. Hafa skipin farið með afla sinn til Þýzkalands og sum til Færeyja. Efni skíðalyffunnar er komið EFNI til skíðalyftu-nnnr í Hlíðarfjalli kom frá Ham- borg með Goðafossi á laug- ardaginn og hefur verið flutt upp að Skíðahótelinu. Efni þetta er að magni um 47 tonn, drifstöð, turnar, enda- stöð, vír og stólar. Unnið hefur verið frá því í vor við undirbúning í fjallinu og búið er að steypa stærstu undirstöðina, sem er undir drifstöðinni og strekkjara- útbúnaði. Alls mun steypu- magn í undirstöðurnar, sem verða 12, vera á fjórða hundrað tonn. í haust koma hingað Austurrískir sérfræð ingar, sem niunu annast upp setningu lyftuútbúnaðarins. Verkstjóri í fjallinu er Magnús Guðmundsson skíða kennari. En framkvæmdar- aðili fyrir liönd bæjarins er íþróttaráð Akureyrar. □ Búðarklettur dró nýja skipið að landi eftir sjósetninguna. (Ljósm.: E. D.) Norðlenzk forysla í stálskipasmíðum Slippstöðin h.f. á Akureyri hleypti 557 smálesta skipi af stokkunum 22. júlí síðastliðinn STÖÐUG VINNA ER í HRÍSEY Hrísey 8. ágúst. Bátamir hafa aflað sæmilega á færi, eða 3—5 tonn eftir fjóra daga með tveim ur til þremur mönnum á. All- mikill ýsuafli var hér fyrir skömmu og var ýsan öll tekin til vinnslu þótt hún væri smá. Stöðug vinna hefur verið í hrað frystihúsinu. Jóhannes Stefáns- son frystihússtjóri er nú farinn héðan en við störfum hans tek- ur einhvern næsta dag Albert Sigurgeirssön. S. F. HINN 22. júlí var hleypt af stokkunum á Akureyri, að við- stöddu miklu fjöhnenni, stærsta stálskipinu, sem srníðað hefur verið liér á landi. Slippstöðin h.f. annaðist smíðina, en eigandi er Eldborg li.f. í Hafnarfirði. Skipið heitir Eldborg GK 13 og er, eftir eldri reglum, 557,18 rúmlestir brúttó og 298,05 rúm lestir nettó. En samkvæmt nýj- um mælingarreglum, sem hér á landi tóku gildi í vor, er skipið 415,36 rúmlestir brúttó og STRÁKAGÖNGIN BRÁÐUM TILBÚIN Siglufirði 8. ágúst. Tíðarfarið í júlímánuði var óvenju kalt og þurrt. Fyrir verzlunarmanna- helgina var allt hvítt af hélu þrjá morgna í röð, en sólskin á daginn. Nú í gær og dag hefur hlýnað í lofti, en brugðið til úr- komu um leið. Hér var ékkert um að vera um verzlunar- manna-helgina, allir fóru burt úr bænum, sem farartæki höfðu. Allmargir smábátar stunda handfæraveiðar og hefur afli verið mjög sæmilegur, en nokk uð misjafn. Haförninn, síldar- flutningaskip S. R., flytur síld til Siglufjarðar af hinum fjar- lægu úthafsmiðum, er það búið GÓD VEID í FYRRAKVÖLD fékk Hring- ur frá Siglufirði 60 tonn af þorski í hringnót í einu kasti og mun þetta óvenjulegur afli. Báturinn fékk þennan afla í Þistilfirði og fleiri bátar munu hafa notið góðs af mikilli fiski- gengd þar. □ að fara sjö ferðir og flytja um 20 þús. tonn af síld í bræðslu. Síðan flytur það aftur olíu og mat til skipanna á miðunum. Má segja, að með þessum flutn- ingum hafi Haförninn og síldar flutningaskipið Síldin bjargað hluta af veiðiskipaflotanum með þessum flutningum sínum. Togarinn Hafliði er hér inni að landa um 160 tonnum af karfa. Hefur þá Hafliði landað um 720 lestum síðan 18. júní. Skipstjóri á Hafliða er Sigurjón Jóhannsson. Niðurlagningaverksmiðja S. R. er nú aftur tekin til starfa eftir nærri tveggja mánaða hlé. Við hana vinna nú milli 50 og 60 konur og 10—12 karlmenn. Er lögð niður síld fyrir Rúss- landsmarkað, um 1 millj. dósa og eitthvað smávegis á aðra (Framhald á blaðsíðu 7). 190,86 rúmlestir nettó. Áður hafði Slippstöðin h.f. byggt Sigurbjörgu, sem sumir telja drottningu flotans, livað sem nú verður. Beðið var eftir háflóði um kvöldið og fjölgaði fólki stö?5ugt í skipasmíðahúsinu nýja, þar sem hið nýja skip lá tilbúið til sjósetningar, og heil bílaborg myndaðist umhverfis. Akureyr ingar fylgdust spenntir með því, sem fram fór. Þegar komið var að háflæði kvaddi Skafti Áskelsson sér hljóðs og ávarpaði viðstadda. Þakkaði hann öllum er unnið höfðu að smíði skipsins og árn- aði eigendum þess heilla. Þá tók til máls Hjálmar R. Bárðar- son skipaskoðunarstjóri. Lýsti hann bæði skipinu og þróun innlendrar stálskipasmíði, allt frá því Stálsmiðjan smíðaði di'áttarbátinn Magna fyrir Reykjavíkuiihöfn árið 1955. Hann fór viðurkenningarorðum um skipasmíðar Slippstöðvar- innar á Akureyri, flutti kveðjur ráðherra, sem boðið var að koma en komu ekki, og bar fi'am hamingjuóskii’. Salóme R. Gunnarsdóttir gekk nú fram og gaf skipinu nafn, og skipti þá engum tog- Biiidindismótið í Vaglaskógi BINDINDISMÓTIÐ í Vagla- skógi, sem haldið var um verzl- unai'marmahelgina var mjög fjölsótt og er talið að milli 3 og 4 þúsund manns hafi verið þar. Skemmtidagski'á var mjög fjöl- breytt og voru alls þrjár úti- samkomur, sem fóru fram í ágætu veðri. Keppt var í hand- knattleik og knattspyi'nu milli HSÞ, UMSE, KA og Þórs. Úr- slit urðu þau að KA sigraði í knattspyi-nunni og Þór í hand- knattleik. Kvikmyndasýningar voru í stói-u tjaldi fyi'ir börn, seinniparts sunnudags, og barna leikvöllur var starfræktur á mótssvæðinu. Dansleikir voru í Bjarkai'Iundi á laugardags- og sunnudagskvöld báðir mjög fjöl sóttir. Á laugardagskvöld var kveikt í stórum bálkesti og flug eldum skotið. Eins og fyrr segir var mót þetta mjög fjölsótt. Gekk það í heild mjög vel, en að sögn móts stjórans, Hermanns Sigtryggs- sonar, voru nokkur brögð að því á dansleiknum á laugar- dagskvöldið að óleyfileg notkun áfengis væri við höfð, og nokkra menn þurfti lögreglan að fjarlægja, aðallega fulloi'ðna. Engin óhöpp eða slys urðu á mönnum í skóginum og umferð gekk þar tiltölulega vel eftir aðstæðum. Hermann Sigtryggsson móts- stjóri Bindindismótsins um verzlunai-mannahelgina, óskar fram tekið, að mótið í Vagla- (Framhald á blaðsíðu 5). um, að skipið rann af stað og fram í sjó. Það hallaðist ekki og náði svo mikilli fei'ð, að það ski'eið dx’júgan spotta frá landi, þar sem dráttarpkip beið þess og færði það síðan að landi í bátadokkinni. Fagnaðai'læti áhorfendgnna, þegar skipið rann með glæsi- brag út úr skipasmíðahxxsinu, voru mikil og einlæg. Margir hafa eflaust kviðið því, að eitt- hvað kæmi fyrir, sem hindraði happasæla sjósetningu, en allir vonuðu að vel fæi'i. Akui-eyr- ingar höfðu lifað mei'ka og eftir minnilega stund og séð mikinn draum rætast á hrífandi hátt Stærsta skipi, smíðuðu innan- lands, hafði verið hleypt af stokkunum og þar með höfðu Norðlendingar náð foi’ystunni í (Framhald á blaðsíðu 7). Verzlunar- mannahelgin BIFREIÐAUMFERÐ var meiri á Norðurlandi um verzlunar- mannahelgina en nokkru sinni áður. Samkvæmt umsögn yfir- lögi'egluþjónnsins á Akureyri, Gísla Ólafssonai', var umferðin stórslysalaus hér í nágrenninu og gekk yfirleitt mjög greið- lega. Á mánudaginn valt bíll af Vaðlaheiðarvegi og meiddist einn maður lítilsháttar. Sama dag valt bifi-eið norðan í Mold- haugahálsi en engan sakaði. Nokkrir smá ái'eksti'ar urðu í bænum yfir helgina og þrír á Vaðla'heiðarvegi en enginn al- varlegur. Tveir merm voru tekn ir vegna gruns um ölvun við akstur. Mannfjöldi í Vaglaskógi var afar mikill og veður sæmi- lega gott. □ Daguk kemur næst út laugardaginn 19. ágúst.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.