Dagur - 09.08.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 09.08.1967, Blaðsíða 2
Wfrwwyw '.'¦'."''.'•'.¦ ÍSLANDSMOTÍÐ I KNATTSPYRNU - I. DEILD: AKUREYRI-VALUR 2d í LJÓMANDI knattspyrnu- veðri sl. miðvikudag 2. ágúst, skokkuðu rauðir Valsmenn og foláir Akureyringar inn á íþróttavöllinn hér á Akureyri. Búningarnir fallegir við græn- an völlinn. Það var mikið um að vei-a, nú þurftu báðir á sigri að halda. Áhorfendur voru líka fleiri en tíðkast að jafnaði og hávaði, hróp og köll í ríkara mæli. Leik urinn var æsispennandi frá upp hafsspyrnu og þar til flauta dómarans gaf merki um að hon um væri lokið. Bæði liðin voru ágeng við mark andstæðingsins. Tók Val- ur forystuna á 20. mín. er Her- mann Gunnarsson fékk góða sendingu fyrir miðju marki, hann var með mikið af rnönn- um í kring um sig, en hafði þó tíma til að skjóta í netið. 1:0 fyrir Val. í lok háífleiksins varð Kári að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en inn kom Rögnvaldur Reynisson, nýliði. Seinni hálfleik hófu Akureyr ingar með stórsókn er endaði með því að Þormóður gaf vel fyrir og Magnús Jónatansson skallaði í mark. Mjög vel gert hjá báðum. Og áfram var barist. Er 26 mín. voru af síðari hálfleik gaf Valsteinn vel fyrir og RÖgn- Knattspyrnumenn frá Færeyjum leika tvo leiki á Akureyri í KVÖLD, miðvikudag, koma til bæjarins knattspyrnumenn frá Færeyjum, en það er H. B. frá Þórshöfn, sem er í næst efsta eða efsta sæti í knatt- spyrnumóti Færeyja. Knattspyrnuráð Akureyrar stendur að þessari heimsókn, ÍBAb KRb BIKARKEPPNI KSÍ er hafin fyrir skömmu. B-lið ÍBA tekur nú þátt í keppni þessari í fyrsta sþin og leikur h.k. sunnudag við B-lið KR á Melavellinum í Reykjavík. Bikarkeppnin er út sláttarkeppni og er það lið sem tapar úr leik. ? en formaður þess er Hreinn Oskarsson. Færeyingarnir leika tvo leiki hér á íþróttavellinum við lið ÍBA. Á fimmtudagskvöld kl. 8 og á föstudagskvöld kl. 7.30. Á fimmtudag skoða Færeying arnir bæinn og er boðið til kvóldverðar í Skíðahótelinu, en á föstudagsmorgun fara þeir í Mývatnssveit, og á föstudags- kvöld verða þeir kvaddir í litla sal Sjálfstæðishússins. Akureyringar heimsóttu Fær eyjar fyrir skömmu og léku þar 3 leiki. Ekki er að efa að knatt- spyrnuunnendur fjölmenna á völlinn til að sjá Færeyinga leika. valdur nýliðinn skutlaði sér af hörku og skallaði í mark. Nú tók undir í Vaðlaheiðinni. Spennandi augnablið á báða ' bóga. Hermann Gunnarsson kominn innfyrir cg Samúel hleypur á móti og slær skotið yfir mark. Akureyringar stundu. - Valsteinn kcmirin alveg upp í mark, Sigurður Dagsson hend ir sér á síðustu stundu og horn. Liðin eru jöfn og má vart á milli sjá, þó tel ég úrslitin sann gjörn, því Akureyringar sóttu öllu meira. 1 tölum má segja frá leiknum á þessa leið: Fyrri hálfleikur: Hornspyrnur á Val 3, á Ak. 3. Markskot á Val 6, á Ak. 7. Aukaspyrnur á Val 7, á Ak. 4. Síðari hálfleikur: Hornspyrn ur á Val 1, á Ak. 2. Markskot á Val 5, á Ak. 7. Aukaspyrnur á Val 8, á Ak. 6. Dómari leiksins var landsins bezti knattspyrnudómari, Magn ús Pétursson, og dæmdi ágæt- lega. Þess má að lokum geta' að þetta var 6. sigurleikur Akur- eyringa í röð. STADAN STAÐAN í I. deild íslandsmóts ins er nú þessi: Akureyri 9 6 0 3 21:11 12 Valur 9 5 2 2 17:15 12 Fram vV'!'2v4"-Í- W:8 : >Í9- Keflavík 9 3 2 4 7:9 8 K. R. 8 3 0 5 13:15 6 Akranes 9 2 0 7 9:19 4 KJÖTBOLLURNAR FRÁ BÍLDUDAL ÞESSA DAGANA kemur á markaðinn frá Matvælaiðjunni h.f. á Bíldudal nýjung í niður- suðu, sem án efa verður vinsæl meðal ferðafólks og þeirra, sem í flýti þurfa að grípa til matar- gerðar. Er hér um að ræða tvær sam ansettar dósir, sem í eru hand- steiktar kjötbollur í kjötsoði í annarri, en mismunandi sósur í hinni, sem er heldur minni. Nú til að byrja með koma í búðirn- ar hrísgrjón í karrysósu og kartöflur í brúnsósu, en fleiri sósutegundum verður væntan- lega bætt við síðar. Þessi samsetning á tveimur dósum er gerð eftir amerískri fyrirmynd og miðast við að gefa félki kost á fullkominni máltíð í þægilegum samsettum umbúð ium. í dósunum er ágæt máltíð fyrir 2—4 og hugsað er að fólk geti notað soðið af kjötbollun- um til að þynna út sósuna eftir smekk. Sérstaklega er þessi matur hentugur fyrir ferðafólk. Mörgum hefur þótt kynlegt, að við skulum kalla bollurnar okk ar handsteiktar og sumir telja það jafnvel málvillu. Við áht- um þetta mjög heppilegt orð, ekki fyrir það, að stúlkurnar okkar séu svona handheitar, heldur til að aðgreina steikn- ingaraðferðina frá t. d. steik- ingu í vél eða með ljósum, sbr. t. d. handprjónað og vélprjónað s. s. frv. Það er von okkar að með þessarri nýjung höfum við stigið skref fram á við í tilbú- inni matargerð, en ýmsar fleiri nýjungar eru í bígerð, viðskipta vinum okkar til hagræðingar og þæginda. Bíldudals niðursuðuvörunum er dreift á Akureyri og í ná- grenni af Heildverzlun Valdi- mars Baldvinssonar, Akureyri. (Fréttatilkynning) *ðT»0tUJ* mrmiiw Sigurður Dagsson, markvörður Vals, varði oft vel. . Ljósm.: H. T. MinjasafniS á Akureyri þarinast meira húsnæðis MINJASAFNIÐ á Akureyri er í eigu Akureyrarkaupstaðar að 3/s hlutum, Eyjafjarðarsýsla á Vs hluta og Kaupfélag Eyfirðinga Vs hluta. Stjórnarformaður er Jónas Kristjánsson. Aðalfundur safns- ins var haldinn að Hótel KEA síðasta mánudag, og flutti þar Sverrir Pálsson skýrslu safn- stjórnar. En Jónas Kristjánsson las og skýrði reikninga fyrir árið 1966 og fjárhagsáætlun safnsins fyrir yfirstandandi ár. Safnvörð- urinn, Þórður Friðbjarnarson, flutti og sína starfsskýrslu. En að skýrslunum loknum hófust um- ræður. Umræðurnar beindust einkum að því að finna láusn á vanda .þeim*-gem of lítið húsnajííií'skap- •árvaxa'ndi safni. I lotr^peirrar - umræðu . var samþykkt < að- fela safnstjórninni að fara þess á leit við eigendur safnsins að útvega fé til allstórrar viðbótarbyggingar við safnhúsið, Kirkjuhvol. Ákveðið hefur verið að endur- skipuleggja hinn mikla trjágarð framan við safnhúsið, meðal annars með grisjun, meðal ann- ars til að auðvelda hirðingu þessa gamla og fagra garðs. I minjasafni Akureyrar eru nú 3200 skráðir munir og hundruð óskráðir. Meginhluta þessara muna hefur verið komið fyrir sem sýningarmunum, en aðxir munir, einkum stórir og rúm- frekir, eru geymdir í þremur öðrum húsum í bænum. Meðal ýmsra ágætra muna, sem safnið hefur eignast í sum- ar, er hið gamla orgel Akureyrar- kirkju, sem vígð var 6. jú'ní 1863. Safngestir á árinu voru 2757, auk nemenda og kennara frá skól um bæjarins, er heimsóttu safnið í vetur. Ákveðið hefur verið, að list- munasafn bræðranna frá Litla- Árskógi, Kristjáns og Hannesar Vigfússona, verði sett upp í minjasafninu og er því ætluð ákveðin deild bar. Einnig er í ráði, að þar verði listmunasafn muna frk. Halldóru Bjarnadótt- ur, þótt ekki sé það að fullu ráð- ið. Enn hefur ekki fengizt viðhlýt- andi lausn á skipulagsmálum fyr- ir Minjasafnið, en er þó brýn nauðsyn. Hið unga en myndarlega Minja safn á Akureyri hlýtur árlegt framlag eigenda sinna og ríkis- sjóðs, samtals 420 þús. kr. (s.l. ár), og safnið hefur að fullu staðið í skilum, jafnframt því sem það hefur árlega safnaS . munum og komið þeim fyrir á eins hagkvæman 'hátt og auðið er í þessu húsnæði. Hrein eign fsafnsins er rúm hálf milljón, safnmunirnir.ekki með taldir. Fundarstjóri var Björn Jó- hannsson, en fundarritari Stein- dór Steindórsson. Gestum fund- arins var boðið að skoða Minja- safnið að fundi loknum. Átta ára gamalf súrhey kom gagni FYRIR nokkrum árúm'byrjaði Einar Petersen á Kleif á Ár- skógsströnd á því — fyrstur manria á íslandi — að verka hey í skurðgryfju. En slík aðferð er einfaldasta votheys- verkun sem völ er á, nokkuð frumstæð en notuð í ýmsum löndum með góðum árangri. Aðferðin er í stuttu máli sú, að nýslegið hey er sett í skurð, t. d. gerðan með jarðýtu eða móksturstæki í þurru landi. Þar er heyið pressað saman með dráttarvél um leið og það er flutt og síðan tyrft með all- þykku jarðvegslagi. Á þennan hátt getur heyið orðið gott fóð- ur, þótt betra eé að steypa eða hlaða veggi skurðgryfjunnar. í vor gengu hey víðast til þurrðar og urðu anenn hverju heystrái fengir. Þá var grafiS upp 7 eða 8 ára gamalt vothey, sem eftir hafði orðið í skurð- gryfju á Kleif. Leit það vel út, þrátt fyrir aldurinn, og reynd- ist allgott fóður. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.