Dagur - 09.08.1967, Síða 5

Dagur - 09.08.1967, Síða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERXINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssenar h.f. Til betri vegar UM NÝAFSTAÐNA verzlunar- mannahelgi var efnt til 8 skipulegra útiskemmtana í öllum landsfjórðung um. Þúsundir manna streymdu til þessara staða og nutu útiveru og skemmtiatriða. Samkvæmt útvarps- fregnum urðu engin meiriháttar slys eða óhöpp og er slíkt fært hér í letur sem gleðilegur viðburður í almennu samkomuhaldi og er hann einstakur á síðustu árum hér á landi. Margir aðilar tóku höndum saman um (>etta, svo sem mörg menningarfélög og lögregla, auk þorra sæmilegra þjóðfélagsþegna, sem sjá nauðsyn þess að vemda ungmenni, í stað þess að horfa á skrílmennsku á hæsta stigi og vitfirringslegt ölæði þúsundanna um verzlunannannalielgar fyrirfar- andi ára. Sú nýjung var upp tekin, að hafa Ieiðbeiningarmiðstöð í Reykjavík, sem reyndist ágæta vel, og þyrla Landhelgisgæzlunnar var tekin í þjónustu eftirlits og lögregluaðstoð- ar sunnanlands, eftir því sem þurfa þótti á hverjum stað. Sem dæmi um umferðina fóru allt að 15 þús. bifreiðir frá Reykjavík í byrjun þessarar mestu umferðar- helgar ársins og mannflutningar Flugfélags íslands náðu algem há- marki og komust einn daginn upp í 2.130 farþega. U tanlandsflug er þar meðtalið. Tölur úr umferð á Norð- urlandi hefur blaðið ekki, en um- ferðin var sýnilega meiri en áður hefur þekkzt. Margir róma kurteisi ökumanna yfirleitt og telja umferðarmenning- una hafa aukizt með ári hverju. Þetta mun rétt vera og er það vel. Mönnum verður líka tíðrætt um hinar miklu samkomur, sumar með algeru vínbanni og kallaðar bind- indismót. Þökk sé þeim, er að slíku vinna. Þó má á sumum stöðum betur gera. Allir gleðjast að vonum yfir þeim mikla mun á slíkum samkom- um og öðrum, en gera sér þó tæpast næga grein fyrir því, að auglýst bindindismót þurfa að vera alger- lega vínlaus mót, og fólk þarf að geta treyst því að svo sé. I þessu efni mega / menn ekki láta sér nægja „áferða- góðar“ samkomur með „hóflegri“ drykkju. En stór spor í rétta átt ber að meta og virða. Kjami málsins er sá, að vera í þessu efni á réttri leið og þroska almenningsálitið svo, að siðlaust háttemi á samkomum og öðrum opinberum stöðum heyri að- eins fortíðinni til. □ ,Bréf til bænda og neytenda’ og viðbót frá Bretlandi — Þótt eigi ég ekki stingandi strá né steingráa mosató, þá gleðst ég sem barn við grænkandi jörð með vorblótn um mela og mó! — I. Bréfið: Ég er hvorki bóndi nú búfróð ur að ráði, en alla ævi hefi ég samt haft lifandi áhuga á jarð- rækt og fróðleik öllum á þeim vettvangi. Og mér varð snemma ljóst af athugunum mínum heima og erlendis, að óvíða væri meiri þörf og brýnni á fjöl breyttri þekkingu og kunnáttu en á vettvangi góðs bónda og ungra bændaefna. En hvort- tveggja þetta virtist mér skorta yfirleitt hér heima. Það mun samt talin talsverð furða, að ég skuli hafa lesið vandlega og með vaxandi at- hygli, — ýmsa kafla tví- og þrívegis — í „Bréfi til bænda og neytenda“ frá Árna G. Eylands, Sérprentun úr Andvara 1967. En þetta hafi ég samt gert, og mun lesa þetta enn, — þótt eigi ég ekki stingandi strá né stein- gráa mosató! — Þetta er lítið rit, 19 bls. tví- dálkaðar í stóru broti í XIV. köflum. Efni samanþjappað, af- ar fjölbreytt og þrungið af fróð leik. Hér er komið víða Við: Frá barnalærdómi bændaefna til fyllsta þroskaprófs á fullorðins aldri. Og þá götu ætti að ganga á enda hvert ungt bóndaefni, áður en hann leggur útá þann vandfarna veg fullrar jarðrækt ar, þar sem undirstaðan þarf að vera lifandi áhugi, fjölþætt fræðileg þekking og rækileg verkleg þekking á véltækni, beitingu búnaðarvéla og hirðu! — Nú nægir ekki lengur að kunna aðeins að ræsa jeppa og öðrum vélum, velta yfir sig dráttarvél slysalítið, og láta síð an allan vélakostinn standa hlífalausan úti á túnum og engj um vetrarlangt í bleytu og shjó.. . .! Þessa 14 kafla Bændabréfs Á. G. E. ættu öll bændaefni að lesa undir svefninn og læra smám- saman utanbókar, engu síður en aldamóta-bömin alla 18 kafla Helga-kvers! — Það væri hollur lestur í nóttlausu lang- degi og mikilvægur undirbún- .ingur undir morgundaga fram- tíðarinnar....! II. Innskot úr Bretlands-bréfi: Er ég búlaus maðurinn hafði lesið bændabréf Á. G. E. nokkr um sinnum, furðað mig þar á mörgu, datt mér í hug, að hér hefði átt að stinga niður penna og benda bændum á hvílíkan fróðleiks-fjársjóð þetta Árna- bréf hafi að geyma. En þá rakst ég á í „Morgunblaðinú' (sunnu dag 9. júlí) annað „bréf til bænda“ — þ. e. a. s. afar at- hyglisverða ritgerð eftir hinn landskunna og fjölfróða fræði- mann Snæbjöm Jónsson (Sm. J. ), sem nú dvelur á Bretlandi, þótt enn sé „hugurinn heima.“ Ber grein hans titilinn „Mundi ekki tími að vakna,“ og fjallar um sum atriði á sama vettvangi og bréf Áma: um ræktun, verndun jarðvegsins og frjóvg- un jarðar. Á hún beint erindi og allbrýnt til íslenzkra bænda! Ég sting því hér inná milli nokkrum línum úr ummælum Sn. J., eins og hann ritar venju lega undir blaðagreinar sínar. .....Það sem ég annars ætl- aði að minnast á í þessum lín- um mínum, var um meðferð jarðvegsins, og þá helzt í þeirri von að einhver mér fróðari maður veki um þetta alvarlegar umræður. Ég gæti látið mér til hugar koma Árna G. Eylands, því öðrum er hann einarðari, og öðrum er hann líka víð- sýnni. — En þó er þess að gæta, að nokkuð er hæpið að tekið sé mark á orðum þess manns, sem þorir að segja blákaldan sann- leikann, ‘hver sem í hlut á. . ..!“ Síðar í greininni segir Sn. J.: „. .. . Oll jarðrækt hefir mér alla tíð verið hugstæð. Og nægi legt skynbragð ber ég á hana til þess að skilja það, að hjá okk ur hefir hún komizt inná nokkr ar villigötur, eins og Ámi G. Eylands gerði grein fyrir í gagn merkum útvarpserindum í fyrra — ef ég má aftur minnast hans....“ III. Vikið aftar að „Bréfi til bænda“: Ég hafði ‘hugað mér að drepa á aðalatriði hvers kafla í bréfi Áma G. Eylands. En þar er um auðugan garð að gresja, og varð mér brátt ljóst, að þetta var óvinnandi verk án þess að tæta sundur mikinn fróðleik og mik- ilvægan og gera hann að áhrifa lausu rabbi. Og til þess er hér um of mikið alvörumál að ræða! Og sama er að segja um sum atriði í grein Sn. J. sem ég vík að síðar. — Þessvegna verða bændur þeir og bænda- efni, sem „ganga með alvöru að sínu verki“, að lesa bæði bréf þéssi, — sem til þeirra eru stíl- uð, — með ábyrgri athygli. Það er þeim brýn naúðsyn! Tek ég hér m. a. nokkur ummæli merkra manna og landskunnra auk höfundar, og verður því eigi skotið við skolleyrum né farið í manngreinarálit: VII. kafli, 9. s...,Hér þarf að breyta stórlega um stefnu í jarðræktinni, stefnu sem nú er mótuð meira af nokkrum for- ráðamönnum búnaðarmála en bændunum sjálfum, og meira af þingi og stjóm en af raunhæfri þekkingu og yfirsýn. Hér þarf að breyta stórlega um frá ýmsu, sem nú þykir góð búfræði og góð stjómfræði eða pólitík.“ IX. kafli, 11. s... .„Sem bet- ur fer er ég ekki einn til frá- sagna um þessa ‘hluti. Hinn reyndi tilraunamaður, Ólafur Jónsson, segir nýlega: „Segja má, að mestöll nýrækt okkar sé léleg yfirborðsræktun og liggja til þess tvær megin- ástæður. Mikið af nýræktar- landi okkar er mjög tyrfið, en mýrarnar þó sérstaklega. Skyndivinnsla sú, sem hér er allsráðandi, hefur sáralítil áhrif á rotnun og ummyndun torfs- ins...." Og enn segir Ólafur: „Það ætti að vera auðskilið hverjum manni, að með þeim ræktunaraðferðum, sem ‘hér eru allsráðandi, verður ekki óræktarjörð breytt í það horf að það verðskuldi nafnið rækt- un.“ X. kafli, 12. s. „...Ég álít eirmig, að það sé misskilningur að vera að mismuna bændum með framlög til ræktunar eftir því hvort túnið á bænum er 20 ha. eða 26 ha. Eigi ríkið að greiða framlög til ræktunar, má líta svo á, að ræktunin sé jafnvelkomin hvar sem er, að- eins ef hún er þarrnig staðsett á landinu, að hún geti verið grundvöllur skynsamlegrar framleiðslu. Ef takmörk skulu sett, væri nær sanni að miða þau við efnahag bænda og skattaframtöl, heldur en við túnstærð. Að því verður víst ekki horfið. — En mér sýnist nú stefnt í slíka ófæru með ein- hliða nýrækt og stækkun túna, að eitthvað verði til bragðs að taka, þannig að söðlað sé um og það án tafar, til þess að knýja fram bætta ræktun gömlu tún- anna og aukna ræktunarmenn- ingu.“ XI. kafli, 13. s. ...,,En hér þarf fleira og meira til en pen- inga. Hér þarf nýjan vilja og trú til þess að skapa nýja jörð undir himni nýrrar þekkingar. Stórt orð Hákot, en þó er þetta svo. Það er ekki gert í einu vetfangi að verða ræktunar- bóndi frá því að hafa verið ’bóndi á óræktuðu landi, þar sem ættin hefir lamið þúfumar um aldir. íslenzkir bændur hafa verið að klóra í bakkann við þessa umsköpun síðustu 40 ár- in eða vel' það. Fáir hafa náð fullri handfestu, en þó eru þeir til, sem betur fer. Hitt á við flesta, að í höndum þeirra hefir „mestöll nýrækt“ — orðið — „léleg yfirborðsræktun", sem ekki nær því, að það „verð- skuldi nafnið ræktun.“ „Það er tilgangslaust um þetta að sakast. Bændur hafa sýnt hörkudugnað í ræktunar- framkvæmdum, en þeim hefir orðið þekkingar vant. Menn hafa trúað meira á peningana en þekkinguna, meira á vélaafl ið en lærdóminn .... Hóf- lega sagt má orða það svo, að góð ræktun sé í aðalatriðum í því fólgin að breyta óræktar- jörð, oft tyrfinni og ófrjórri, í gróðurmold til venjulegrar plóg dýptar, ef vel á að vera, svo að úr gróðurmold þessari geti sprottið góður; og mikill tún- gróður við hóflega notkun áburðar. ...“ 14. s. „....Árið 1941 skrifar myndai-bóndi í Húnaþingi mér: „Reynsla mín við túnræktina er búin að sannfæra mig um, að við verðum svo fljótt sem unnt er að söðla um í ræktunarmál- unum, t. d. koma áburðinum ofaní jörðina.“ .... „í höfuðborginni hafa menn hins vegar haldið fast í „trúna á mykjuna,“ enginn Reykvík- ingur gerir svo að lóð sinni og ræktar grasflöt við hús sitt, að hann reyni ekki að afla sér bú- fjáráburðar til þess að bera und ir þökumar. En bændum er jafnvel ráðlagt „að losa sig við mykjuna" með sem minnstri fyrix-höfn, ef þess er kostur, þar eð það borgi sig ekki að nota búfjáráburð til ræktunar.“ Xn. kafli, 15. s.....,Hér er komið að veikum hlekk í bú- skap fjölda bænda. Allt of marg ir bændur eru famir að van- meta búfjáráburðinn, og hirð- ing hans og notkun er í megn- asta ólagi allt of víða, jafnvel allt til þess að bændur reyna að losa sig við hann eins og óþrifn að og plágu í búskapnum. Jón bóndi á Laxamýri ritar um þetta í 1. janúarblaði Freys í ár (1966). Og Jón upplýsir ótrú lega hluti: „Búnaðarsamband Suður- Þingeyinga lét athuga áburðar- hirðingu og notkun hjá 287 bændum, sem flestir höfðu mjólkurframleiðslu til sölu. Af þessum höfðu 113 hvorki haug- hús né þvagþró. Og Jón upp- lýsir ennfremur: — „Ekki munu fá dæmi þess, að bændur losi sig við svo til allan búfjár- áburð sinn, einkum þar sem þægilegt er að koma honum í sjóinn.“ Og enn bætir hann við: „Tilbúinn áburður er notaður af vanþekkingu, og búfjáráburð ur er látinn fara forgörðum í stórum stíl.“ Síðan ræðir bréfhöfundur all langt mál og rækilegt um áburð og áburðamotkun. Ætti það að vera þarfur lestur öllum bakka bræðrum í búskap sínum, og ef til vill opna augu þeirra til hálfs a. m. k. Þessi kafli bréfs- ins er annars fleytifullur af fróðleik, sem hverjum ungum bónda ætti að vera nauðsynleg- ur og bráðskemmtilegur bama- lærdómur, t. d. ummæli höfund ar um plóginn og plægingar- kunnáttuna. . . .! XIII. kafli, 17. s. „En hér er þrándur í götu. Trúleysið. Van ti-úin. Vöntun á trú á íslenzka mold. Einnig vantrú á mann- dóm bænda. Trú á að hægt sé og ómaksins vert að leiðbeina þeim og fræða þá og leiða að marki: fullum menningarbú- skap . .. . “ Annars er allur þessi kafli allrækileg rökræða um uppruna og feril sáðsléttunnar í íslenzkri túnrækt. Hér er mik ilvægt mál og athyglisvert rætt af alvöru og þekkingu, og á kafli þessi brýnt erindi til bænda yfirleitt! XÍV. kafli, 18.—19. s. — „En það er ekki aðeins heima á bú- um bænda, sem nýrrar hagræð ingar er þörf. Þar hefir skeð síð ustu 20 árin undraverð og mikil hagræðing, þótt hið mikla spor, stórbætt ræktun í stað útþenslu ræktunarinnar, sé nær óstigið enn. ... að mjög er aðkallandi að koma á aukinni hagræðingu á öðru sviði, sem þó er nátengt betri ræktun. Það er bætt tækni og vinnubrögð við geymslu búfjáráburðarins og við að koma honum á ræktaða landið — og samkvæmt endur- ræktunarkenningu minni — nið ur í túnin. Það er þörf mikillar hagræð- ihgar hjá samvinnufyrirtækjum bænda og öðrum fyrirtækjum slíkum, sem mjög grípa inní hag bænda og útkomuna af fram- leiðslu búvara. Drep aðeins á þetta nú í lokin, og fer mjög fljótt yfir.“ — (Hér verða að- eins nefnd nöfn fyrirtækja þeirra, sem rætt er um!) Fóðurbætisverzlunin. Gras- mjölsverksmiðjurnar. Slátur- húsin. Mjólkurbúin. — „Og loks skal ég ekki gleyma áburð arverksmiðjunni. Þar er léleg- ur áburður framleiddur í óhentugri verksmiðju við litla hagræðingu, og hefir svo verið frá upphafi. Þetta kemur niður á búskap bænda og framleiðslu búvara í miklum og sívaxandi mæli. ... “ XXX Hér læt ég lokið ummælum minum ásamt hrafli úr hinu stórfróðlega Bænda-bréfi Árna G. Eylands, sem hann ritaði í febrúar 1966, en er nú sérprent að úr ANDVARA 1967. Fæst sérprentunin eflaust í bóka- búðum! IV. Niðurlag Bretlands- bréfs Sn. J. Sn. J. segir m. a. um brezkt útvarp og blöð á þá leið, að und anfama mánuði hafi á hvorum- tveggja vettvangi mjög verið rætt um eitrun jarðvegsins og jarðargróðui-sins, og sé þetta talið mikið alvörumál þar syðra. — „Það er eitrun þessi á I landi og sjó, sem svo mikið er nú rædd hér á Englandi og ef- laust viðar um heim.“ .... Athyglisverð er frásögn Sn. J. um það, er Brezka útvarpið 10. febrúar kallaði á sinn fund víðkunnan vísindamann til að svara blákalt hinni hi-ottalegu spurningu útvarpsins: „Are we killing ourselves?“ (Erum við að kála okkur sjálfum?) Og svarið var stutt og laggott: „It looks that way.“ (Svo virðist vera.) Var málið rætt allítar- lega í Utvarpinu brezka....... — „Tilgangur Utvarpsins með spurningu þessari var að fá svar við fyrirspuminni um hættu þá, sem margir óttast að stafa muni af efnum þeim sem notuð eru almennt til að auka jarðargróður, og þá einnig af þeim efnum sem notuð eru til að eyða skordýrum.... En það eru úðunarvökvar margvísleg- ir. Segir Sn. J. frá reynslu sinni á þeim vettvangi heima í Reykjavík. Segir hann að lok- um í grein sinni: „Hugleiðingarefni er þetta: „Hvað er annars um garðyrkj- una hjá okkur — er hún ekki á skaðlega frumstæðu stigi? Það held ég alveg efalaust. Hún er a. m. k. á því stigi, sem engan samanburð þolir við garðyrkju Englendinga og Skota.“ „Já, hvað um eitrunina? Er ekki tími til kominn að rumska?“ Helgi Valtýsson. Kveðja vestan af Tinda hátt við himin ber, hafsins raddir kalla. Létt er flugið huga hér heim til blárra fjalla. Richard Beck. Kyrrahafsströnd ÞESSI MYND er af nýlega byggðu hesthúsi og álíta margir, að það sé sumarbústaður. — Margir búfjáreigendur munu bráðlega þurfa að rífa húskofa þá, sem hér og hvar þykja til óþurftar í bænum og byggja hús í nýju hverfi. Kemur þá til athugunar, hvort ekki er unnt, að byggja snyrtilega, án þess það sé mjög dýrt. Mattlúas Gestsson byggði liesthús þetta. (Ljósmynd: E. D.) AUir eru óánægðir með síldarverðið Og enn verra er þóvað síldin veiðist ekki VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs sl. gilda því óbreytt til septem- ins hefur ákveðið að lágmarks- berloka 1967. verð á bræðslusíld norðan- og Með samkomulaginu fylgdu austanlands skuli vera hið sama svofelldar bókanir frá aðilum í í ágúst og september og það ráðinu. var, þ. e. 1.21 króna hvert kíló. Fulltrúar kaupenda taka Tilkynningin fer hér á eftir: fram, að þeir hafi fallizt á „Á fundi Verðlagsráðs sjávar óbreytt bræðslusíldarverð í útvegsins í gær varð samkomu- ágúst og september þrátt fyrir lag um, að lágmarksverð á síld lækkcindi verð bræðslusíldar- í bræðslu veiddri við Norður- afurða, vegna örðugleika sjó- og Austurland frá og með 1. manna og útgerðarmanna, sem ógúst til og með 30. september stafa af alvarlegum aflabresti 1967, skuli vera óbreytt frá því og af því að orðið hefur að sem nú er til 31. júlí þ. e. hvert sækja síldina á fjarlægari mið, kg. kr. 1.21. Önnur ákvæði til- en nokkum tíma áður. Þetta kynningar Verðlagsráðs sjávar hafi þeir gert, þótt horfur séu á útvegsins nr. 8. 1967 frá 31. maí miklum hallarekstri síldarverk frá Framnesi FÆDD 24. ÁGÚST 1891 — DÁIN 15. APRflL 1967 Kveðja frá nágrönnum Nú bráðum birtir yfir og blessuð sólin skin, því lausnari vor lifir, hann leiðir þig til sín. Nú mátt þú höfði halla í herrans náðarskaut, hann blessar ávallt alla og eyðir hverri þraut. Þér fyllstu þakkir færum, þín fagra minning skin, að ljóssins landamærum er leiðin síðast þín. Og litla leiðið hljóða skal laugað kærleiks sól, cn sumargjöfin góða er guðs við náðarstól. Ó hvað þú guð varst góður — þú græddir sérhvern harm, að rétta mæddri móður þinn milda kærleiks arm. Til hæða huga bendiun nú hallar degi skjótt. Við sumarkveðju sendiun og segjum, góða nótt! smiðjanna, ef sölhoi-fur bræðslu síldarafurðanna, síldarmjöls og síldarlýsis, breytast ekki fljót- lega til hins betra. Fulltrúar seljenda í Verðlags ráði taka fram, að vegna þess, að markaðshorfur á bræðslu- síldarafurðum virðist hafa versnað og söluverð á heims- markaði er nú lægra en þegar siðasta verðlagsákvörðun var gerð 31. mai sl. telji þeir rétt að samþykkja óbreytt verð á síld til bræðslu, mánuðina ágúst og september 1967, þótt þeir telji, að með þessu síldarverði skorti mikið á, að afkoma síldveiði- skipanna og þeirra sjómanna, sem á þeim starfa, sé tryggð. Reykjavík, 25. júlí 1967, VerSlagsráð sjávarútvegsins.“ - BINDINDISMÓTIÐ f VAGLASKÓGI (Framhald af blaðsíðu 1). skógi um verzlunarmannahelg- ina sé á engan hátt í tengslum við mótið sem haldið var í Vaglaskógi 15. júlí. Að Bindindismótinu stóðu: Æskulýðsráð Ak., UMSE, HSÞ, ÍBA, IOGT, Skátafélag Ak., Æskulýðsfélag Akureyrar- kirkju og Félag áfengisvarnar- ■ nefnda við Eyjafjörð. □ Hólahátíð helguð minningu i Jóns biskups Ögmundssonar HIN árlega Hólahátíð verður eins og venjulega haldin sunhu- daginn í 17. viku sumars, sem að j>essu sinni er 13. ágús nk. Aðallundur Hólafélagsins verð- ur fyrir hádegi jjennan dag og hefskl. 11. Sjálf hátíðin hefst kl. 2 e. h. með messu í Hóladómkirkju. Messan verður samkvæmt hinu klassiska formi með hátíðatónlagi séra Bjarna Þorsteinssonar. Séra Benjamin Kristjánsson á Lauga- landi, prófastur Eyfirðinga, pré- dikar, en séra Þórir Stephensen á Sauðárkróki og séra Björn Björns- son, prófastur á Hólum, j)jóna fyrir allari, Organisti og söngstj. verður Eyþór Stefánsson tónskáld á Sauðárkróki og honunj lil að- stoðar lrú Guðrún Eyþórsdóttir. Kirkjukór Sauðárkróks Syngur, Hólahátiðin er að þessu sinni helguð minningu fyrsta biskupS- ins á Hólum, Jóns ÖgniundsSon- ar hins lielga. Sem kunnugt er- var hinn helgi Jón biskup mikill söngmaður og gerðist frumkvöð- ull íslenzkrar tónmennta, er hann réð sérstakan mann til að kenna sönglist og versagerð við Hólá- skóla. Eyþór Stefánsson tónskáld, skólastjóri Tónlistarskóla Skag- firðinga hefur nú samið tónverk, er hann nefnir Da nobis pacem, og tileinkar minningu Jóns helga. Þetta er tónverk fyrir orgel og kór og verður frumflutt á hátíð- inni sem stólvers í messunni. Að messu lokinni verður nokk- urt hlé og geíst mönnum }>á tæki- færi til að njóta veitinga, sem seldar verða í hótelinu í skóla- húsinu á staðnum. Lúðrasveit Akureyrar mun leika á liátíðinni, bæði úti og áður en meSsa hefst og í sambandi við samkomur }>ær, sem verða séinni hluta dagsins. Stjórnandi liennar er Sigurður Jóhannesson. í dómkirkjunni verður sam- koma fyrir fullorðna. Þar flytur Steindór Steindórsson settur skólameistari frá Akureyri erindi um Jón Ögmundsson hinn helga- Séra Þórir Stephensen á Sauðár- króki form. Hólafélagsins flytur erindi um starf og stefnu félags- ins. Þá verður kórsöngur og al- mennur söngur. Samkomunni lýkur svo með ritningarlestri og bæn, er séra Pétur Sigurgeirsson á Akureyri flytur. Á sama tima verður samkoma fyrir börn og unglinga í leikfimis- liúsi Bændaskólans. Hana annast jjcir séra Jón Bjarman æskulýðs- fulltrúi og Júlíus Júlíusson leik- ari á Siglufirði. Mun þar verða efni við hæfi barna og unglinga bæði til uppbyggingar og skemmt- unar. Hólafélagið væntir þess, að prestar mæti hempuklæddir og að Norðlendingar fjölmenni heim að Hólum. Markaðsleit fyrir ! íslenzka dilkakjötið Frá aðalfundi Kaupfélags Héraðsbúa AÐALEUNDUR Kaupfél. Hér- aðsbúa var haldinn að Reyðar- firði þann 20. júní 1967. Á lundinum voru mættir 32 fulltrúar auk stjórnar og framky.- stjóra. Formaður félagsins flutti skýrslu stjórnar. Rakti harin störf henriar sl. ár. Þá flutti Björn Stefánsson, framkv.stjóri skýrslu um hag og rekstur félagsins árið 1966, las og skýrði reikninga Jiess. Kom fram, að sala aðkeyptra vara nam 98 millj. kr. og hafði aukizt um 10%. Reksturskostnaður hafði hækkað og afkoma versnað rniðað við fyrra ár. Björn Stefánsson, sem vériðJhef- ur framkvæmdastjóri félágsins fimm og liálft ár, lætur riú áf störíum. Við framkvæmdastjóra- starfinu tekur Þorsteinn Svei'ns- son, áður kaupfélagsstj. á Djúpa- vogi. Mæltu fulltrúar kyeðjuorð til Björns, og þökkuðu honum''góða þjónustu í þágu félagsins og buðii hinn nýja framkv.stjóra velkom- inn og óskuðu honuin blessunar í starfi. Á fundinum voru m. a. sarii- þykktar eftirfarandi ályktanir: „Aðalfundur Kaupfélags Hér- aðsbúa 1967 telur, að mikið vanti á, að nægilegu íé og fyrirhöfn hafi verið varið til ýtarlegrar markaðsleitar erlendis fyrir fs- lenzkt dilkakjöt. Fundurinn leyfir sér j>ví, að skora á næsta aðalfund SÍS og Stéttarsamband bænda, að jieir, hvor í sínu lagi, taki þessi niark- aðsmál til umræðu og geri raun- hæfar ráðstafanir til breytinga og aðgerða, sem leiða mættu til að- kallandi úrbóta. Fundurinn leggur á jjað áherzlu, að komið verði i sem fyllstu samstarfi ntilli viðkomandi aðila — SÍS, Framleiðsluráðs landbúnaðarins og landbúnaðar- ráðlierra — til að kosta markaðs- leit, fastráða til þess kunnáttu- menn og gera tilraunir með nýj- ustu aðferðir í pökkun á kjötinu, m. a. fyrir liótelmarkað og fleira." ÁBURÐARMÁL. „Aðalfundur Kaupfélags Hér- aðsbúa 1967, lýsir ánægju sinni yíir því, að Áburðarverksmiðjan lif. varð við beiðni Austfirðinga um útvegun kalksaltpéturs, að nokkrum hluta á þessu ári, og væntir j>ess fastlega, að geta feng- ið hann í enn ríkara mæli á næsta ári og framvegis. Þá beinir fundurinn þeim til- mælum til Áburðarverksmiðjunn- ar lif. að hún, svo fljótt sem verða má, breyti framleiðsltt sinni á þann hátt, að framleiða alhliða áburð, kalkblandaðan og kornað- an, svo og kalkblandaðan köfn- unarefnisáburð. Ennfremur að allur áburður verksntiðjunnar verði framvegis pakkaður í plastumbúðir."

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.