Dagur - 09.08.1967, Side 8

Dagur - 09.08.1967, Side 8
B Uin 3 þúsund manns hoifðu á leik ÍBA og Vals, sem fram fór á íþróttavellinum sl. miðviku- dagskvöld. (Ljósm.: E. D.) DAUÐASLYS Á LAGARFLJÓTI SMÁTT OG STÓRT Egilsstöðum 8. ágúst. Það slys varð hér í síðustu viku, að mað ur drukknaði í Lagarfljóti. Slysið bar að með þeim hætti, að plastbát með utanborðs- mótor hvolfdi undir þrem mönn um, sem voru að veiða á Víga- staðaflóa. Veður var allhvasst og kröpp bára. Mennirnir voru Halldór Ágústsson á Vígastöð- um, Sigfús Árnason bæjarverk- Þórshöfn 8. ágúst. Bændur byrj uðu heyskapinn í síðustu viku og er það mánuði seinna en venjulega. Sprettan var mjög léleg og er það enn, og stórkost legt kal dregur úr heyfengnum. Um þessar mundir liggja skuld ir bænda, vegna fóðuibætis- kaupanna á síðastliðnum vetri JARÐSKJÁLFTAR Á SUÐURLANDI SIÐUSTU DAGA júlímánaðar urðu margir jarðskjálftakippir á Suðurlandi, einkum í Árnes- sýslu. Aðfaranótt laugardagsins 29. júlí fundust þar t.’d. 9 kipp- ir, en flestir mjög vægir. Síðan skalf jörð svo lijá Ágústi alþingismanni á Brúnastöðum, sextugum, að hús sprungu. Jarðfræðingar telja jarð- skjálftana ekki stafa af eldsum- brotum og að þeir tákni ekki eða þeir séu undanfari eldgosa. En jarðhræringa verður oft vai't á hinu mikla sprungusvæði, er liggur langt sunnan úr Atlants- hafi og allt norður í Dumbshaf. Á þessu svæði er ísland. □ Mannaskipfi EINAR SIGURÐSSON hefur látið af störfum hjá Kjötiðnað- arstöð KEA á Akureyri en við stjórn stöðvarinnar tekið af hon um Haraldur Oli Valdimarsson. Þá hefur Rögnvaldui' Bergs- son, áður starfsmaður í Kjöt- búð KEA, tekið að sér verk- smiðjustjórn í Flóru. □ stjóri á Seyðisfirði og Hjalti Nílsen útibússtjóri Áfengis- verzlunarinnar á Seyðisfirði. Sigfús synti til lands, Hjalti synti áleiðis en komst ekki alla leið og drukknaði. Lík hans fannst nokkru síðar. Halldór hélt sér uppi á bátnum þar til hjálp barst. Mennirnir, sem af komust hafa ekki náð sér enn- þá, enda báðir hætt komnir. og vori, mjög þungt á og bú- skaparhorfur eru slæmar. Við sjóinn gengur mun betur og hafa bátarnir oftast fiskað sæmilega og jafnvel ágætlega, bæði er aflað á færi og í þorska net. Brúarvinnuflokkur vinnur nú að því að lækka handrið á nokkrum brúm, sem er mjög nauðsynlegt. Laxveiði hefur verið heldur lítil fram að þessu í Þistilfjarð- aránum. Ó. H. í SÍÐUSTU VIKU kom til bæj arins ný kennsluflugvél og á Norðurflug h.f. hana. Félagið átti aðra fyrir og hyggst nú auka flugkennslu við Flugskól- ann. Vélin er af gerðinni Piper Cub, tveggja sæta, einföld að allri gerð og mjög þægileg kennsluvél, enda er þessi gerð mjög algeng og hentug til slíks. Framkvæmdastjóri Norður- flugs h.f., Tryggvi Helgason, sagði við komu vélarinnar, að góð skilyrði væru á Akureyri til flugkennslu og fyrirhugað væri nú að auka bóklega kennslu fyrir einkaflug. Tíu MÁLYERK f HÓTEL VARÐBORG á Akur eyri eru nú til sýnis 15 málverk eftir Benedikt Gunnarsson list- málara, og auk þess ein gler- mynd. Málverkin verða til sýn- is þessa viku og þá næstu. □ Atvinnuástand á Austfjörð- um er hið alvarlegasta. Jaðrar þar við atvinnuleysi, einkum hjá unglingum og mi'klir fjár- hagsörðugleikar eru hjá síldar- fyrirtækjunum, svo að fastráð- ið fólk fær ekki kaup sitt greitt. Engin síld hefur enn verið söltuð og síld í bræðslu ekki helmingur að magni, miðað við sl. ár. Sumar litlar síldai-verk- smiðjur hafa ekki enn fengið neina bræðslusíld. En allar söltunarstöð.var eru tilbúnar með tunnur, salt, og fólk að nokkru leyti. Heyskapur er skammt á veg kominn og ekki allir bændur farnir að slá. Sprettan er ákaf- lega misjöfn, en yfirleitt byrjaði heyskapur mánuði síðar en venja er. Betur er sprottið í uppsveitum og minna kalið. Sjáanlega verður engin háar- spretta í ár, og e. t. v. er enn seinna slegið vegna þess. Stöð- ugir kuldanæðingar hafa verið en úrkomulítið. Nú hefur þó brugðið til betri veðráttu síð- ustu daga. V. S. piltar eru nú í flugnámi en bú- ist við að nemendum fjölgi nú. Tryggvi sagði, að samdráttur væri í flugi í sumar. Síðasta tölublað Dags fyrir sum arleyfin kom út 12. júlí og hef- ur margt við borið síðan í bæj- um og byggðum. Þessar vikur hafa hestamenn mikið látið að sér kveða og haldið mikil kapp- reiða- og sýningarmót. Er t. d. sagt frá ÍOOO hesta- og 6000 manna móti á Hellu og að þar hefði auk reiðmennskunnar mátt sjá sport-ökumenn í létti- vögnum, sem hestum var beitt fyrir. Slík íþrótt er algeng er- lendis. SÍLDARAFLINN Sumarsíldvertíð fyrir norðan og austan hefur gengið mjög illa, það sem af er. Um miðjan júlímánuð var aflinn helmingi minni en á sama tíma árið áður og engin síld hefur enn verið söltuð. Veiðisvæðin hafa aldrei verið fjær landi en nú, fyrst tveggja ög síðan þriggja sílar- hringa ferð til lands af miðun- um. Um s.l. mánaðamót var síldin 700 mílur norðaustur í hafi. ENGIN STÖÐVUN ÞAÐ Þrátt fyrir stöðvunarstefnuna hafa útsvör Reykvíkinga hækk að í heild um 22.5% og eru 722.2 millj. kr. Stöðvunarloforð og yfirlýsingar hafa þar orðið sér til minnkunnar og er mikið um það rætt. KYNÞÁTTAÓEIRÐIR Um miðjan júlímánuð hófust miklar kynþáttaóeirðir víða í Bandaríkjum Norður-Ameríku og er þeim ekki lokið að fullu ennþá. Þær óeirðir eru liinar ofboðslegustu, sem sögur fara af á þeim slóðum. Brennuvarg- ar, þjófar og hverskonar skemmdarverkamenn hafa leitt neyðarástand yfir heilar borgir og þúsundir hafa misst lífið eða særzt. Virðist enn Iangt í land, að jafnréttishugsjónin sé stað- reynd í verki. Alls starfa nú fjórir flugmenn hjá Norðurflugi á Akureyri og eru vélar Norðurflugs oft á ferðinni. □ ALVARLEGT ÁSTAND Á AUSTURLANDI Vegna síldarleysis er atvinnu- skortur á Austfjörðum og hið versta ástand í atvinnu- og efna liagsmálum. Ástandið í lánamál um er svo alvarlegt, að talið er, að leiði til hins mesta ófarnað- ar. Á svonefndum Egilsstaða- fundi, sem um þessi mál fjall- aði, skýrðust málin rækilega. Alhliða samdráttur auðkennir nú allt atvinnulíf austur þar. SLÁTTUR HÓFST SEINT Heyskapur hófst víða þrem vik um seinna en venjulega og auk þess hefur enn orðið kalár í sumum landshlutum, einkum á Norður- og Norðausturlandi. Er kalið víða svo mikið, að fyrir sjáanleg er mikil bústofnsskerð ing, því enginn landshluti mun verulega aflögufær um hey að þessu sinni og engar heyfym- ingar eru til í landinu. Virðist því framhald á minnkandi fram leiðslu landbúnaðarins. FORSETAR Á FERÐ Forseti vor, herra Ásgeir Ás- geirsson, gerði mikla ferð vest- ur um haf og samkvæmt fregn- um var honum hvarvetna vel fagnað, bæði í Bandaríkjuniun og Kanada, og honum mikill sómi sýndur. Frakklandsforseti var á ferð vestra um sama leyti og fór heimsóknin út um þúfur og varð styttri en áætlað liafði verið, vegna umdeildrar ræðu, er hann flutti í Kanada. BÆNDADAGURINN Hinn 23. júlí héldu Eyfirðingar Bændadag sinn í Freyvangi. Þar flutti aðalræðuna Guð- mundur Sveinsson skólastjóri, en af hendi bænda Sigurður Jósefsson bóndi í Torfufelli. Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda, sem þar var staddur, kvaddi sér einnig hljóðs og fliitti ávarp. Séra Benjamín Kristjánsson prófastur flutti guðsþjónustu. Að sjálfsögðu voru svo ýmiss skernmtiatriði og að lokum dans. Ungmennasamband Eyja- fjarðar og Búnaðarsamband Eyjafjarðar sáu um dagskrána og alla framkvæmd, eins og áður. NÝTT SLITLAG Verið er að gera tilraunir með nýjar gerðir slitlaga á akveg- um, hjá vegamálastjórninni. En þær byggjast á mismunandi efnablöndum til íburðar því malarslitlagi, sem fyrir er. Verð ur fróðlegt að fylgjast með árangri tilrauna þessara. GRÓÐURKORT Menningarsjóður hefur nú gef- ið út 9 gróðurkort af hálendi landsins, en áður voru út kom- in 6 slík kort en alls eiga þau að verða 50 talsins. Kortagerð þessi er nauðsynleg til grund- vallar rannsóknuin um gróður og gróðureyðingu landsins. (Framhald á blaðsíðu 7). Tryggvi Helgason og Örn Baldursson við nýju vélina. (Ljósm. ED) Byrjuðu mánuði seinna að siá Ný kennsluvél Norðurflugs lii.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.