Dagur - 18.08.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 18.08.1967, Blaðsíða 5
Daguk Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Er það næstbezta nógu Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar eg afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar hJ. SMÍÐUM SJÁLFSR OKKAR SKIP UM NOKKURT SKEIÐ hefur end- urnýjun 30—50 lesta f iskibáta setið á hakanum en þess í stað verið keypt til landsins stór síldveiðiskip. Ýmsir hafa varað við þessari einhliða þró- un, en síldin hefur talað því máli, sem meiri hljómgrunn hefur fengið og í raun og veru hefur allt snúist um hana. Sennilegt er, að stefnu- breyting verði hér á, og þess sé skammt að bíða að smíði 30-50 lesta. báta hefjist fyrir alvöru því að-út-: gerð slíkra báta hefur oft verið mjög farsæl og verið uppistaða atvinnulífs á mörgum stöðum. Endurnýjun þessa hluta bátaflotans þarf að fara fram innanlands og eru þar mikil verkefni fyrir höndum. Hundruð milljóna hafa á ári hverju verið varið til kaupa á síldar- skipum erlendis. Þeirri þróun þarf einnig að breyta enda eru nú risnar stálskipastöðvar í landinu, sem þeg- ar hafa sýnt getu sína á vettvangi ný- smíðanna. Hér á Akureyri er risin stálskipasmíðastöð, sem getur smíð- að 2500 lesta skip í húsi og sjósetti nýlega Eldborgu GK 13, sem er nýtt nálega 560 lesta fiskiskip, stærsta skip, sem hér á landi hefur verið byggt- En hvað bíður íslenzku skipa- smíðastöðvanna? Fá þær verkefni til að halda áfram starfi og þá fyrir- greiðslu ríkisvalds og banka, sem til þess er nauðsynlegt? Stálskipin Sig- urbjörg og Eldborg sýna hæfni iðn- aðarmanna á Akureyri. En trauðla mun Slippstöðin fær um samkeppni hvað verð snertir, enn sem komið er. Stofnkostnaður er mikill og hag- kvæm aðstaða dýr en nauðsynleg til að nýta vinnuaflið sem bezt. íslend- ingar hafa ekki efni á því og geta ekki unað því lengur að greiða vinnulaun við skipasmíðina úr landi, eins og gert hefur verið til þessa. Takmarkið hlýtur því að vera það, að skipasmíðarnar verði eftir- leiðis framkvæmdar innanlands. En til þess að útgerðarmenn eigi þess kost að kaupa jafn ódýr fiskiskip innanlands og þau, sem erlendis f ást, þarf fyrirgreiðsla hins opinbera til að koma. Á skömmum tíma hafa íslenzkir járniðnaðarmenn og tæknifræðingar öðlazt dýrmæta reynslu í skipasmíð- um úr málmi. Sú reynsla og aukin f járhagsleg aðstoð við uppbyggingu skipasmíðastöðvanna mun gera inn- lendum iðnaðarmönnum fært að keppa við erlenda starfsbræður í smíði fiskiskipa og minni flutninga- skipa í nánustu framtíð. Að því ber að vinna af heilindum og festu. D BÚNAÐARÞING samþykkti í vetur eftirfarandi ályktun með 23:1 atkvæði: „Búnaðarþing skorar á land- búnaðarráðherra að hlutast þeg ar í stað til um, að útrýmt verði hringoi-masýki þeirri (hrings- kyrfi), sem náð hefur fótfestu í Eyjafirði. Þar sem yfirdýra- læknir telur öruggast til útrým ingar veikinni að beita niður- skurði, verði öllum nautgripum lógað á þeim bæjum, þar sem sýkinnar hefur orðið vart, og í framhaldi af því gerðar hverjar þær varúðarráðstafanir, sem þörf er á að dómi yfirdýralækn is. Emifremur verði eigendum gripanna tryggðar fullar bætur úr ríkissjóði fyrir bústofns- missi og afurðatjón." Þessari ályktun lét nefndin fylgja stutta greinargerð, svo- hljóðandi: „Búfjárræktarnefnd h'tur svo á, að mál það, er ályktun þessi fjailar um, sé svo alvarlegs eðlis, að Búnaðarþing geti ekki farið svo heim, að það láti það ekki til sin taka. Höfuðrökin fyrir efni ályktunarinnar telur nefndin þessi: 1. Lækningar á sjúkdómnum „eru, að því er yfirdýralæknir .telur, mjög dýrar og vinnu- frekar. 2. Yfirdýralæknir telur von- lítið að hægt sé að útrýma sjúk dómnum að fullu með því að beita lækningum. Ef það reyn- ist rétt, virðist óhugsandi að komast hjá því, að hann breið- ist út með fólki og fénaði, og er þá ógerlegt að gera sér grein fyrir, hver fjárútlát og óþæg- indi slíkt kann að kosta um langa framtíð. 3. Erlend reynsla sýnir, að sauðfé og hross geta tekið og borið sýkina og segir sig sjálft, hvaða áhrif það hefði, ef svo tækist til hér. 4. Yfirdýralæknir telur á hinn bóginn miklar líkur til að unnt yrði að útrýma sýkinni með aðgerðum þeim, er í álykt- uninni er stungið upp á." Af ályktuninni er Ijóst, enda þar vitnað í álit yfirdýralæknis, að niðurskurður er talinn örugg asta leiðin til útrýmingar hring ormasýkinni. f greinargerð segir, og er aft- •ur vitnað í álit yfirdýralæknis, að vonlítið sé að „útrýma sjúk- dómnum að fullu með því að beita lækningum." Ennfremur segir í greinargerð: „Yfirdýra- læknir telur miklar lýkur til að unnt yrði að útrýma sýkinni með aðgerðum þeim er stungið er uþp á." Það er niðurskurði. Hér eru athyglisverð orð um þann vágest, sem nýr búfjár- sjúkdómur er bændastéttinni, og ógnar bæði henni og þjóð- félaginu í heild, þótt ekki sé um að ræða sjúkdóm af versta tagi. Eyfirðingar hafa síðan þrem sinnum samþykkt áskoranir til yfirvaldanna um að gerðar yrðu taf arlaust þær ráðstafanir, sem líklegastar þættu til að út- rýma hinum nýja búfjársjúk- dómi að fullu. Og í sumar tóku Þingeyingar afstöðu til málsins á sama hátt. En hver er svo þáttur þeirra sem með völdin fara og ákvarð anir taka í málinu? Hann er sá, að öruggasta leiðin var ekki farin, þ. e. niðurskurður búfjár á hinum syktu bæjum, heldur sú næstbezta, þ. e. að girða af sýkta bæi og reyna að lækna veikina með meðölum. Reynsl- an af lækningum er sú, að þær 'haf a ekki tekizt ennþá þótt veik inni sé haldið niðri, enda ekk- ert afgerandi og öruggt- lyf þekkt þótt ýmis lyf séu notuð með þeim árangri að draga úr veikinni. Og kostnaður er orð- inn mjög mikill. En ekki er vitað um að veik- in hafi breiðzt út frá hinum 9 sýktu búum. Hringormurinn lif ir því enn og er af honum sama hætta og áður. Hætta á út- breiðslu er mjög mikil vegna þess, að í þeirri keðju nauðsyn- legra varnarráðstafana, þarf ekki nema einn veikan hlekk. Á meðan enn vantar eina hlið Grundargirðingar og notast er við einfalda nautgripagirðingu að hluta fyrir gripi af sýktu svæði, mjólkurbrúsar eru dag- lega fluttir ósótthreinsaðir með brúsum frá ósýktum bæjum og bufé gengur út og inn um opin hlið á varnargirðingunum, er ekki um einn veikah hlekk að ræða heldur marga. Þessu mega bændur ekki una. Því hefur verið haldið fram, hér um slóðir, að gripir yrðu Álykfunartillaga Þingeyinga HINN 18. júlí sl. héldu sýslunefndirnar í Suður- og Norður- Þingeyjarsýslu sameiginlegan fund í Húsavík, til að ræða um búfjársjúkdóm þann, sem upp kom í Eyjafirði á sl. ári, og um ráðstafanir til að hindra útbreiðslu hans. Á fundinum mætti Einar Ö. Björnsson, dýralæknir, Húsa- vík, og flutti erindi um sjúkdóminn og um það hvaða ráð- stafanir væru helzt tiltækar til lækninga og til varnar út- breiðslu hans. Einnig mætti á fundinum Snæbjörn Sigurðsson, bóndi á Grund í Eyjafirði, og skýrði frá gangi sjúkdómsins í Eyja- firði og reynslu sinni í 'barátturini við hann. Fundurinn samþykkti svohljóðandi ályktunartillögu: „Sameigirtlegur fundur sýslunefnda í Þingeyjarsýslum, haldinn í Húsavík 18. júlí 1967, leyfir sér hérmeð að skora á hæstvirtan landbúnaðarráðherra að hefja nú þegar hik- lausa baráttu fyrir útrýmingu búfjársjúkdómsins eyfirzka, hringskyrfi. Sýslunefndirnar Iíta svo á, að hverskonar dráttur á raun- hæfum frámkvæmdum í þessu efni geti valdið því, að út- rýming verði síðar óframkvæmanleg, og að einungis með niðurskurði á sýktum hjörðum, jafnharðan og sjúkdóms- einkenni koma í ljós, verði því marki náð. Þar sem talið er, að sauðfé hafi tekið veiki þessa, og upp- lýst er, að fé frá sýktum heimilum var sleppt á afrétt s.l. vor, telja sýslunefndirnar sjálfsagt, að sauðfjárveikivarnim- ar taki það atriði til ítarlegrar meðferðar." Ályktunin var samþykkt í einu hljóði af öllum fundar- mönnum. Sýslunefndirnar vænta þess, að landbúnaðarráðherra taki mál þetta föstum tökum og láti vinna ötullega að útrýmingu veikinnar. , n ónæmir og fengju ekki hring- onnasýki nema einu sinni. Ekki hefi ég fundið það í greinum erlendra blaða um þessi mál. Því er líka haldið fram hér að veikin sé mjög meinlaus og valdi- ekki afurðatjóni. I er- lendu landbúnaðartímariti ritar norskur læknir og segir, að bú- fjáreigendur verði árlega fyrir tilfinnanlegU' fjárhagslegu tjóni af völdum hringormsins. Þess utan veikjast margir menn al- varlega, þar sem hringorma- sýkt húsdýr eru leidd til slátr- unar, því að þessi búfjársjúk- dómur leggst einnig á fólk. Hér í blaðinu hefur það verið gert að umtalsefni, hve hæpin ráð- stöfun það er, að nota ekki þá leið til útrýmingar hringorma- veikinni, sem allir eru sammála um, að líklegust sé til fulls árangurs. Hér er ekki um eyfirskt mál eða norðlenzkt að ræða sérstaklega, þótt veikin hafi komið upp í Eyjafirði, held ur vandamál, sem varðar alla bændastéttina. Og það er hún, sem ekki má una neinni annarri leið en þeirri öruggustu. Það hlýtur að vera krafa bændastéttarinnar allrar, að nú þegar verði kákráðstöfunum einum ekki lengur beitt. Þær eru til vanvirðu og sýna ófyrir- gefanlegt ábyrgðarleysi. Það er nú svo komið, að ráðuneyti og dýralæknar bera sök af sér, •hver sem betur getur og vilja ekki bera ábyrgð á því, sem er að gerast í Eyjafirði og getur orðið afdrifaríkt. En á meðan er útbreiðsluhættunni boðið heim og tekið á sýkinni með silki- hönskum. Dýralæknar liggja nú undir harðri gagnrýni bænda, senv hafaí loks áttað sig á því, hver hætta er >á ferðum. Og sjálft er fólkið á sýktu svæðun- um eins og „óhreint fólk" í margra augum og er ekki við það unandi. Bændur krefjast þess að vita það, hvers vegna var farin sú leið í hringorms- málinu (lækningaleiðin), sem sjálfur yfirdýralæknir hefur . talið bæði dýra og ólíklega til að bera árangur. E. D. .... i i.'.'.'.'.'.'^'j'.':1. , . . 11 I ' I •^^^*9H Fyrirhuguí bygging nýs gagnlræðaskóla Ólafsfjörður 30. maí. Gagnfræðaskólanum í Ólafs- firði var slitið laugardaginn 27. maí. Skólastjórinn, Kristinn G. Jóhahnsson, flutti ræðu og gerði grein fyrir skólastarfinu í vetur, lýsti úrslitumi prófa og Hörgárdal Á SUNNUDAGINN kom upp eldur í heyhlöðu í Fornhaga í Hörgárdal. Brann hey, einnig hlöðuþakið og þak á áföstum fjárhúsum. Slökkviliðið frá Ak- ureyri kom til hjálpar og slÖkkti eldinn. Ingólfur bóndi í Fornhaga kvaðst ekki vita um hey- skemmdirnar. E. t. v. hafa um hundrað hestar eyðilagst af eldi, en tjón af vatni er órann- sakað og kemúr ekki að fullu í ljós fyrr en farið verður að gefa heyið í vetur. — Hús og hey var vátryggt. D afhenti verðlaun. Nemendur voru í vetur 64, kennarar voru tveir fastráðnir auk skólastjóra og sex stundakennarar. Útskrif aðir gagniræðingar voru 17. Hæstu einkunn á gagnfræða- prófi hlaut Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson 8.21. í þriðja bekk varð efst Hugrún Jóns- dóttir með 8.02. Á unglingaprófi hlutu hæstu einkunnir Róslaug Gunnlaugsdóttir 8.88 og Benoný Ægisson 8.35. Hæstu einkunn í 1. bekk hlaut Helga P. Brynjólfs dóttir 9.22, sem jafhframt var hæsta einkunrt skólans. Verð- laun veittu auk skólans Rotary- klúbbur Ólafsfjarðar, Brynjólf- ur Sveinsson, Verzlunin Val- berg og Verzlunin Lín. Þá gerði Björn Þór Olafsson íþróttakenn ari grein f yrir íþróttamótum inn an skólans í vetur og hlutu all- margir nemendur verðlaun fyr- ir góðan árangur. I vetur var stofnað leikfélag í skólanum og settu nemendur á svið leikinn Erasmus Mon.t- anus eftir Holberg undir stjórn Kristins G. Jóhannssonar skóla Færeyingarnir fengu á sig 17 mörk í fveim leikjum! í SL. VIKU kom hingað eitt bezta knattspyrnulið Færeyja, H. B. frá Þórshöfn, og lék tvo leiki við A- og B-lið ÍBA. Ekki sóttu Færeyingar gull í greipar Akureyringa, því þeir fengu á sig 17 mörk í tveim leikjum, en skoruðu 1. A-lið ÍBA sigraði þá 7:1 og B-lið ÍBA* 10:0. Mark- vörður Færeyinga sýndi oft góð tilþrif, þótt hann yrði að sækja knöttinn svo oft í markið. Greinilegt var að Færeyingar eru ekki vanir grasinu og hefur það e. t. v. dregið eitthvað úr getu þeirra. Frá Akureyri fór H. B. til Hafnarfjarðar og lék þar við Hauka á malarvelli og sigruðu Færeyingar i þeim leik 4:3. Sv. O. Knattspyrnumót Akureyrar: KA hefur sigrað í þrem flokkum KNATTSPYRNUMOT Akur- eyrar í öllum flokkum stendur nú yfir. Sl. miðvikudag léku KA og Þór í 5. fl. og 3. fl. Leik- ar fóru þannig, að jafntefli varð Vestmannaeyingar koma ekki FRÁ því var sagt í AM að Vest mannaeyingar léku hér tvo leiki um helgina, en samkvæmt upplýsingum frá KRA verður ekki af heimsókn þeirra nú vegna úrslitaleiks í b. riðli II. deildar við Víking. stjóra. Var leikurinn sýndur alls fimm sinnum, þar af tvisvar á Dalvík. Skólastjórinn skýrði frá því, að leikfélag G. Ó. hefði með ágóðanum af leiksýning- unni stofnað sjóð til kaupa á listaverkum í væntanlegt Gagn fræðaskólahús. Þakkaði hann nemendum fyrir þann þegn- skap, sem þeir sýndu skólan- um í stað þess.að nota ágóðann til- þess að styrkja ferðasjóð bekkjarins. Leikfélagið stóð og fyrir bókmenntakynningu í skólanum, og var Halldór Lax- nes kynntur og verk hans. Var Rotaryfélögum boðið á kynn- inguna, en" klúbburinn býður árlega nemendum annars bekkj ar að sitja Rotaryfund. Kvöld- vökur voru nokkrar í skólanum í vetur. Foreldradagur var einn á vetrinum. Lárus Jónsson for- maður" fræðsluráðs þakkaði nemendum tillag þeirra til aS prýða hinn nýja gagnfræðaskóla og skýrði svo frá, að vonir stæðu til að hægt yrði að hefja framkvæmdir við bygginguna á þessu sumri. Þ. J. í 5. fl. 1 mark gegn 1, bæði mörk in skoruð á fyrstu mínútum leiksins. Þarf því að leika auka leik í þessum flokki. Úrslit í 3. fl. urðu þau, að KA sigraði með 4:3. Á fimmtudag léku svo KA og Þór í 4. fl. og 2. fl. í 4. fl. fóru leikar svo að KA sigraði 1:0. Leikur 2. fl. var skemmtilegur og vel leikinn og sigraði KA 7:4. Eftir er að leika í meistara- fl. og leika þarf aftur í 5. fl. KA hefur orðið Akureyrar- meistari í 4., 3. og 2 fl., og virð- ist nú sem yngri flokkar KA séu betri en flokkar Þórs, en að því eru nokkur áraskipti. Sv. O. AKUREYRARMÓT í SUND1 í DAG, LAUGARDAG SUNDMEISTARAMÓT Akur- eyrar fer fram n. k. laugardag 19. ágúst kl. 5 e. h. í sundlaug bæjarins. Keppt verður í 13 greinum. Að undanförnu hefur dvalizt hér í bænum sundþjálf- ari úr Reykjavík, Torfi Tómas- son, og hefir hann leiðbeint sundfólki bæjarins fyrir þetta mót. Búast má við að sundfólk- ið sýni góð tilþrif og gömul met verði bætt. Fólk er hvatt til að mæta við sundlaugina á laugar dag og sjá spennandi keppni. Keppt verður í mörgum ald- ursflokkum og eru keppendur milli 20 og 30 úr KA, Þór og Óðni. Akureyrarmót í sundi hef ur fallið niður um árabil, og (Framhald af blaðsíðu 8). arvelta K. S. á árinu 1966 kr. 221.5 millj. og hafði aukizt um 22 millj. frá 1965 eða um 11%. Heildarfjárfesting kaupfélags ins á sl. ári var um 9 millj. kr. í byggingu er stórt verzlunar- húsnæði í Varmahlíð og verður það væntanlega tekið í notkun á þessu ári eða í ársbyrjun 1968. Lokið var við myndarlegt úti- bú — suðurbæjarútibú — hér á Sauðárkróki, og var 'það tekið í notkun seinnihluta árs 1966. Fyrningar eigna voru um 4.2 millj., fyrir utan vörubirgðir. Greiðslur K. S. fyrir vinnu, akst ur og þjónustu var kr. 27.3 millj., og Fiskiðju Sauðárkróks 3.7 millj. eða samtals kr. 31 millj. Opinber gjöld á sl. ári voru um 2.4 millj., og að auki inn- heimti kaupfélagið söluskatt fyr mikil og óskiljanleg deyfð á sundíþróttinni ríkt hér í bæ. Vonandi verða nú þáttaskil og sundmót verði á ný fastur liður í íþróttalífi bæjarins. Sv. O. Þrír Akureyringar ÞRÍR knattspyrnumenn frá Ak ureyri voru valdir í 16 manna hóp, sem fer til Kaupmanna- hafnar og þreytir landsleik við Dani n. k. miðvikudag. Akur- eyringarnir eru Guðni Jónsson, Kári Árnason og Jón Stefáns- son. Ekki er enn búið að ákveða hvaða 11 menn leika. AÐALFUNDUR KAUPFELAGS SKAGFIRÐINGA - Haraldur ríkisarfi (Framhald af blaðsíðu 1). Á mánudaginn var förinni fram haldið og ekið til Mý- vatnssveitar, hin fagra sveit skoðuð og matar neytt í hótel- inu í Reykjahlíð. Samdægurs var flogið til Reykjavíkur, en áður hélt dómsmálaráðherra óformlega veizlu í Sjálfstæðis- húsinu á Akureyri. Förin hér nyrðra var mjög ánægjuleg og mótttökur mis- felkilausar, að því er blaðinu hefur verið tjáð. Haraldur ríkisarfi Noregs hélt heimleiðis í gær. — Koma hans var íslendingum kær, dvöl hans hin ánægjulegasta og öll munum við óska honum góðrar heimkomu. ? ir ríkið, tæpar 5 millj. á því ári. Aðalfundur samþykkti að ráð stafa tekjuafgangi þannig: Lagt var í Menningarsjóð K. S. kr. 50.000.00, í varasjóð kr. 40.000.00 og til höfuðstólsreiknings kr. 200.000.00. Eftirstöðvarnar að upphæð kr. 1.6 millj. voru lagð- ar í stofnsjóð félagsmanna, í hlutfalli við viðskipti þeirra við félagið, en það^mun vera um 4% a'f ágóðaskyldum viðskiptum. Á undanförnum árvun hefur Kaupfélag Skagfirðinga getað endurgreitt félagsmönnum í við skiptareikning um 3% af ágóða skyldri úttekt og að auki iagt um 4% í stofnsjóð. Þeir Jóhann Salberg Guð- mundsson og Björn Sigtryggs- son voru endurkjörnir i stjórn, en fyrir í stjórninni voru þeir Tobías Sigurjónsson, Gísli Magnússon og Bessi Gíslason. Márkvörður Færeyinga, sem sýndi oft góð tilþrif, varð að horfa á eftir knettinum 17 sinn- um í markið. Ljósm.: H.T. FRAM-ÍBA, 2. FL. Á LAUGARDAGINN kl. 2 e. h. leika hér á Iþróttavellinum knattspyrnumenn úr 2. fl. frá Fram, Reykjavík, og ÍBA. Gaman getur orðið að sjá yngri mennina spreyta sig. Annar leikur verður á sunnudag. Knattspyrnukeppni að Laugalandi Á MORGUN, sunnudag, kl. 7 e. h. verður knattspyrnuleikur á Laugalandsvelli milli Skag- firðinga og Eyfirðinga. Er sá leikur liður í undankeppni Landsmóts UMFÍ að Eiðum á næsta ári. Búast má við jöfnum og spennandi leik, eins og oft áður milli þessara aðila. HÉRADSMÓT UMSE HÉRAÐSMÓT Ungmennasam-, i bands Eyjafjarðar í frjálsum íþróttum verður haldið á Lauga ]andsvelli í dag og á morgun (laugardag og sunnudag) og hefst fyrri daginn kl. 2.30 e. h. Keppt verður í 20 íþróttagrein- um karla og kvenna, og eru margir þátttakendur skráðir í flestar greinar. Á sunnudagskvöld verður dansleikur í Freyvangi fyrir íþróttafólk UMSE og gesti.. Póló og Bjarki leika. Á dansleiknum verða aðalverðlaun mótsins af- hent. Á sl. ári vann umf. Þorsteinn Svörfuður héraðsmótið. B-LIÐ ÍBA TAPADI FYRIR B-LIÐI KR 3:2 SEGJA MÁ að fyrsta tilraun Akureyringa að senda B-lið í Bikarkeppni KSÍ hafi heppnazt vel. Þeir töpuðu að vísu fyrir B-liði KR 3:2 sl. sunnudag á Melavellinum í Reykjavík, en búast má við af reynslu undan- farinna ára, að B-lið KR sé eitthvert sterkasta liðið, sem þátt tekur í undankeppninni. Það var slæmt fyrir Akur- eyringa að fá ekki þennan leik á íþróttavellinum hér, því aldrei er gott að æfa á grasi en leika á möl. Sjálfsagt er að halda áfram á þessari braut og gefa B-Iiði ÍBA færi á eins mörgum leikj- um og framast er unnt. Sv. O. TIL SÖLU: PHILIPS REIÐHJÓL.; Lítið notað. Selst ódýrt.n Sími 1-15^43,. .'-.. ,- TIL SÖLTJ: ÞVOTTAPOTTUR og ÞVOTTAVÉL. Selst ódýrt. ¦"'" Bjarkastíg 3, niðri. TIL SÖLU: HONDA skellinaðra, árg. 1966, vel útlítandi og í rnjög góðu lagi. Uppl. í síma 1-29-80 milli kl. 7 og 8 e. h. JEPPAKERRA til sölu. Uppl. í síma 1-26-28 milli kl. 7 og 8 e. h. Til sölu er Pedegree BARNAVAGN með tösku. Uppl. í síma 1-28-44. Til sölu eru tvær ÞVOTTAVÉLAR, önnur með þeytivindu óg sýður. Sími 1-23-81. RIFFLAR TIL SÖLU cal. 22 og cal. 222. Uppl. í síma 1-19-47. Til sölu mjög vandaður og vel með farinn BARNAVAGN. Uppl. í síma 2-14-47. MYNDAVEL til sölu. Minolta Himatic 7 með tækifærisverði. Uppl. í síma 1-12-80. TRILLUBÁTUR, V/z tonns, til sölu. Uppl. í símá 1-23-57 eftir kl. 7 e. h. TIL SÖLU: ÞVOTTAPOTTUR og HOOVER þvottavél. Sími 1-18-33. ^ÍJF;R;6JÍ:©;t;Ít: WAUXHALL 1954 til s(')lu. Selst mjög ódýrt. Uppl. í síma 2-11-89. Bifreiðin Á "3116, sem er af gerðinni Mercury Com et, árgerð 1964, svört að lit, er til sölu nú þegar. Bifreiðin er mjög vel með farin og í fínasta lagi. Uppl. gefur Sævár Jóna- tansson í síma 1-10-82 á vinnutíma. CHEVROLET WILLYS Til sölu er Chevrolet- Eólksbíll, árgerð 1955, ný- skoðaður og í góðu lagi. Skipti á Willys-jeppa koma til greina. Uppl. í síma 1-18-24 á matartímum. Til sölu er MERCEDES BENZ, árgerð 1955, í mjög góðu lagi. Lágt verð. Góðir greiðsluskilmálar. Uppl. í síma 1-10-94 og 1-27-86. Tilboð óskast í VOLGA, árg. 1958, fyrir n.k. laugard. til nið- urrifs eða til viðgerðar. Uppl. á Bílasölu Höskuld- ar, sími 1-19-09, og á kvöldin í síma 1-24-31. FORD ZEPHYR, árg. 1967, til sölu. Chrysler-umboðið Sími 2-13-44 Zephyr '66, verð 170 þús. Skipti á minni. Zephyr '62, verð 90-100 þús. Skipti á jeppa. Ford '55, verð 35 þús. 20 þús. út. Skoda 1000 mb., verð 120 þús. Moskovitch '66, verð 100 þús. 50 út. 5 þús. á mán. Opel Capitan '60, verð 100 þús. Útb. 50 þús. Skipti. Opel Rekord '62, sérstak- lega vel með farinn, verð 115 þús. Taunus 17 M '66, verð 200 þús. Góðir greiðsluskilmálar. VW 1500 '64, skipti á jeppa. VW 1500 '63, verð 135 þús. Taunus 17 M '62, station, skipti á ódýrari. Volvo station p 210 '63, verð 140 þús. Ford Anglia '60, fallegur bíll, verð 75 þús., skilmálar. BÍLASALA HÖSKULDAR Sími 1-19-09

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.