Dagur - 18.08.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 18.08.1967, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT Fólk frá Nonnaklúbbnum í Köbi við Nonnahús á Akureyri. Séra Heronimi fjórði f. v. (Ljm.: E. D.) PílagrímslerS á æskustöðvar Nonna ÞEGAR 20 ÁR voru liðin frá .andláti hins mikla íslenzka rit- höfundar Nonna, ákvað Nonna- klúbbur í Köln í Þýzkalandi að reisa honum minnismerki þar í foorg og einmitt við þá götu, sem ber hans nafn. Minnis- merkið var gert. Það er lítill drengur með bók í hendi við fagran gosbrunn. Fyrir 10 árum hófu konur á Akureyri, í Zontaklúbb, varð- veizlu á Nonnahúsi hér í bæ, Aðalstræti 54. Þar var hans bernskuheimili. Hvorki er þar 'hátt til lofts eða vítt til veggja, en andi þess skáldprests, sem þar sleit barnsskónum, en varð frægur og einn iriest lesni höf- undur margra landa álfunnar ekki sízt í Þýzkalandi, virðist mæta manni þarna. Konur hafa gert Nonnahúsið að minningarsafni um Nonna og þar verða margir fyrir djúp- um áhrifum. Þann stað sækja erlendir ferða- og fræðimenn mjög mikið. Þýzki presturinn séra Hiro- nimi starfrækir skóla og æsku- lýðsheimili í Köln. Hann kynnt ist Nonna árið 1932. Hann er formaður áðurnefnds Nonna- klúbbs og kom til Akureyrar s.l. miðvikudag, sem farar- stjóri 20 ungmenna, er voru 1 eins konar pílagrímsferð til æskustöðva Nonna. Zontakon- ur tóku á móti gestum í Nonna- húsi. Þar voru ávörp flutt og góðar veitingar þegnar. Vara- formaður Zontaklúbbsins hér, Þóra Sigfúsdóttir, Jóhanna Jóns dóttir formaður Nonnanefndar o. fl. önnuðust móttökurnar. ? Heildarsala Kaupfélags Skagfírð- inga var 107 milljónir króna AÐALFUNDUR Kaupfélags Skagfirðinga var haldinn í Bif- röst á Sauðárkróki 11. og 12. maí sl. Á fundinum voru mættir 49 fulltrúar auk stjórnar, fram- kvæmdastjóra, deildarstjóra, endurskoðenda, nokkurra f élags manna og gesta. Formaður kaup MIÐGARÐAKIRKJA 100 ÁRA Á MORGUN, sunnudag, verður þess minnst í Miðgarðakirkju í Grímsey, að kinkjan á aldar- afmæli. Vöruskiptajöfnuður SAMKVÆMT upplýsingum Hagstofunnar var vöruskipta- jöfnuðurinn við útlönd óhag- stæður uxn 888.014 millj. króna í júnímánuði. Frá áramótum til júníloka er vöruskiptajöfnuðurinn orðinn óhagstæður um rúmlega 1508 millj. króna. Þykir nú mörgum óvænlega horfa í viðskiptamál- um. ? Kirkjuna byggði Árni Háll- grímsson, á Garðsá í Önguls- staðahreppi, en tvisvar hefur hún yerið endurbyggð að veru- legú leyti, fyrst 1932 og aftur 1956 og þá vígð af þáverandi biskupi, herra Asmundi Guð- mundssyni. j. Grímseyin/gar hafa annazt kirkju sína vel og í því sam- bandi má minna á starf Einars Einarssonar djákna, sem m. a. smíðaði fagran.. skírnarfont kirkjtmnar en Einar er nú flutt ur úr eynni. Prófasturinn, séra Benjamín Krisrjánsson , á Laugalandi, predikar við guðsþjónustuna í MiðgarSakirkju á morgun. ? félagsstjórnar, Tobías Sigurjóns son, Geldingaholti, setti fund- inn og flutti skýrslu stjórnar, en Gísli Magnússon, Eyhildarholti var kjörinn fundarstjóri. Sveinn Guðmundsson kaup- félagsstjóri las upp reikninga félagsins fyrir árið 1966. í ræðu kaupfélagsstjórans kom fram að þrátt fyrir stóraukinn rekstrar- kostnað og mikinn rekstrarfjár- skort gekk starfsemi kaup- félagsins vonum framar, þó hvergi nærri eins vel og árið næst á undan. Félagsmenn voru í árslok 1.336, en á framfæri þeirra, að þeim sjálfum meðtöldum eru 2.969 manns. Heildarsala á vöru og þjón- ustu var röskar 107 milljónir og sala á innlendum afurðum var um 114.5 millj., og var því heild (Framhald á blaðsíðu 5). 750 BÝLI RAFMAGNSLAUS Orkumál, sem Raforkumála- stjórn gefur út, segir frá því að 750 býli af 5200 á landinu öllu, séu enn rafmagnslaus. 3088 býli hafa rafmagn frá Rafmagns- veitum rikisins en 235 býli hafa rafmagn frá öðrum rafveitum og rúmlega 1100 býli hafa einka veitur. MARGT FER 1 BRÉFA- KÖRFUNA Enn er ástæða til að minna á, að nafnlaus bréf, send blaðinu til birtingar, fara beint í bréfa- körfuna, ef höfundar segja ekki til sín eða hafa ekki samband við ritstjóra. Mörg slík bréf bárust á meðan „blaðið var í sumarleyfi". Að sumum var eftirsjá og í flestum var eitt- hvað athyglisvert — en öll fóru þau sömu leið —. Hins vegar er blaðið þakklátt fyrir greinar og fréttir frá fólki, sem ekki skammast sín fyrir nafnið sitt, og það þurfa fæstir að gera, enn fremur ábendingar. Og nafn- lausar greinar fást birtar — en aðeins með samkomulagi milli blaðs og höfundar. Látum svo útrætt um þetta að sinni. ASTARHOF Um þessar mundir er verið að taka í notkun stórhýsi eitt i Hamborg, með vinnuaðstöðu fyrir 230 konur, sem selja sig karlmönnum. Með þessu móti á að færa vændið af götunum. Þykir þessi þáttur „skemmti- iðnaðarins" nú færast í betra horf. SKIPIN SKEMMA Furðulegur er sá klaufaskapur skipstjórnarmanna strandferða skipanna að vera sí og æ að skemma hafnarmannvirki. Virð ist jafnvel stundum svo, sem mennirnir séu annað hvort fullir eða hreinir viðvaningar, sem eigi eftir að læra betur. Nýjasta dæmið af þessu tægi er frá Akureyri nú fyrir skömmu, þar sem skip stórskemmdi ný- viðgerða bryggju í rjómalogni og sólskini, er það lagði að. ENGIN LEIÐINDI í einu sunnanblaði segir 8. ágúst sl.: „Ömurlegt var þó að sjá 15 ára unglinga liggja úti á víðavangi án vits og rænu vegna ofneyzlu áfengis." Blaðið bæt'ir síðan við að ölvun hafi verið almenn og „jafnt meðal vingra sem eldri." Og enn segir þar: „Engar óspektir jurðu þó, né nein önnur leiðindi"(!!) Frá- sögnin var frá Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum. SKÓLABÚNINGAR Oðru hverju er rætt um nauð- syn á skólabúningum. Sagt er, að með því myndu sparast mikl ir fjármunir, sem kæmu stórum fjölskyldum vel, ennfremur, að með þeim hyrfi sá inisnumur. sem verða vill i klæðnaði rikra og fátækra. Er síðara atriðið e. t. v. veigameira hinu fyrra og víst er málið vert íhugunar í barna- og unglingaskólum. LA VIÐ SLYSI Kvartað hefur verið um það, að milli Varðborgar og Sjálfstæðis hússins vanti merkta rein fyrir gangandi vegfarendur. Umferð er þarna mikil þvert yfir göt- una og slysahætta, svo sent dæmin sanna. Er þessari um- kvörtun hér með komið á fram færi. Báfursökk ÞILFARSBÁTURINN Gunn- laugur Friðfinnsson, Ólafsfirði, sökk sl. mánudag eftir að hafa rekizt á skipsflak skammt frá kaupstaðnum í þoku á heimleið úr róðri. Eigandi er Sigmar Ágústsson, og var hann einn um borð og bjargaðist í land á gúmbáti. Búið er að ná bátn- um, sem er 5 tonn, upp og færa hann til hafnar. ? DRAUMURINN UM SKÍÐALYFTUNA AÐ RÆTAST Karföflunum varpað í sjóinn SÁ LANGÞRÁÐI draumur Ak ureyringa, að eignast skíðalyftu í Hlíðarfjalli virðist ætla að ræt ast mjög fljótlega. Skíðahótelið var umdeild framkvæmd en markaði þáttaskil í skíðaíþrótt- inni. í framhaldi af því var Ak- ureyri viðurkennd sem lands- miðstöð þeirrar íþróttar. Og nú er skíðalyftan komin, ekki að- eins til bæjarins heldur upp í Hlíðarfjall og þar er unnið dag hvei-n að steypa undirstöðurn- ar undir hana. Búið er að steypa neðstu og stærstu undirstöðuna, sem í fóru 80—100 tonn af steypu. Vegur var áður lagður frá SVONEFND Coloradobjalla fannst í pólskum kartöflum, 200 tonna sendingu og var kartöfl- unum varpað fyrir borð í Faxa- flóa. Tjónið nemur um einni OF LÍTIL ATVINNA Á AKUREYRI er nokkurt at- vinnuleysi, einkum ¦ meðal kvenna. Búið er að greiða þessu fólki um 200 þús. kr. í atvinnu- leysisbætur í sumar og er það einsdæmi yfir hásumarið í hin- um norðlenzka höfuðstað, en segir sína sögu um ástand og horfur. ? t millj. kr. og fellur á seljanda. Kaupandi var Grænmetisverzl- un landbúnaðarins. Grænmetisverzlunin hefur nýlega keypt 300 tonn af kartöfl um frá Norðurlöndum og mun það magn endast þar til nýjar íslenzkar kartöflur koma á markaðinn. Á Norðurlandi eru litlar lík- ur á sæmilegri kartöfluupp- skeru, og í sumum görðum fóll kartöflugrasið algerlega fyrir nokkru, enda komu þá þrjár frostnætur í röð. ? W'i'WS^Í Unnið við undirstöður skíðalyftunnar í HÍíðarfjalli. Skíðahótelinu til þessa staðar. Síðan tekur við hver undii'stað an af annarri upp eftir fjalls- hlíðinni, og er nú unnið við smíði þeirra. En alls eru undir- stöður 12. Að verkinu vinna að staðaldri 2 smiðir og handlang- ari og nokkrir verkamenn und- ir stjórn Magnúsar Guðmunds- sonar skíðakennara. En Her- mann Sigtryggsson vinnur einn ig að verkinu á margan hátt f. h. íþróttaráðs. Þá hafa verk- fræðingar 'bæjarins og margir fleiri lagt málinu raunhæft lið. Veðrið hefur verið hagstætt undanfarið og þurrt, svo komið varð við traustum bilum til flutninga, jafnvel alveg upp að Strompi. Síðar koma svo erlend ir veikfi'æðingar til að setja skíðalyftuna sjálfa niður. Áætlað er, að lyftan kosti um 4.5 millj. kr. og vonandi tekst það. En skíðalyftan í Hlíðar- fjalli skapar nú og raunar aS mestu • áður óþekkta aðstöðu við iðkun skíðaíþróttarinnar á mið-Norðurlandi, svo að ekki sé minnst á keppnisaðstöðuna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.