Dagur - 23.08.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 23.08.1967, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgrei'ðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. VERÐBÓLGAN HEFNIR SÍN MINNT var á það í síðustu viku, að sérstök nefnd, sem kynnti sér báta- smíðar innanlands og utan á sínum tíma, hefði komizt að þeirri niður- stöðu, að það hefði verið 7% dýrara árið 1961 að smíða bátana innan- lands en kaupa þá erlendis. Nú er þetta hlutfall breytt og íslenzkum bátasmíðum í óhag. Hér er verðbólg- an enn einu sinni að verki. Þrjátíu lesta bátur, þar sem smíði var nýlega boðin út var 70—80% dýrari sam- kvæmt innlendum tilboðum en er- lendum. Þetta er eitt dæmi af mörg- um um afleiðingar verðbólguþróun- arinnar hér á landi. Hún hefur gert samkeppnisaðstöðu íslenzka iðn- greina erfiða eða jafnvel alveg úti- lokaða, ekki aðeins í báta- og skipa- smíðum, heldur mörgum öðrum einnig. Það voru viturleg orð, sem Ólafur Thors mælti 1962, er hann sagði, að ef ekki tækist að stöðva verðbólguna, væri allt annað unnið fyrir gýg. Eftir maður hans og flokkur hans fór þá leið, sem Ólafur Thors varaði mest við, og verðbólgan ógnar nú hverri iðngrein í landinu, og ekki aðeins þéirn heldur öllum þeim atvinnu- greinum, sem efnahagur þjóðarinn- ar hvílir á. Það er nánast glæpsam- legt athæfi ráðamanna, að byggja efnahagskerfið á eyðslu, verðbólgu og trú á stöðugt hækkandi verðlag erlendis og árleg fiskveiðimet. En þetta er það, sem gert liefur verið og afleiðingarnar segja til sín á alvar- legan hátt áður en varir. Allir sjá hin dökku ský á „viðreisnar“-himn- inum og minni spámennimir í hér- búðum stjómarflokkanna eru famir að tala um kreppu og liöft! Það var annað hljóð í strokknum fy:rir kosn- ingar. Þá hvíldi allt á traustum grunni „viðreisnarinnar“, að sögn sömu blaða og aðvaranir, sem að vísu eru sjaldan skemmtilegar, hróp- aðar niður með skrumi og hreinum blekkingum um traust efnahagslíf og batnandi hag landsmanna. Enn er verð á síldarlýsi og freðfiski hærra en 1962. Það verð þótti allgott þá en hrekkur nú ekki til að mæta aukn- um framleiðslukostnaði liér innan- lands. Á góðæristímabilinu í afla- brögðum og stöðugt liækkandi af- urðaverði, sem stóð fram á mitt síð- asta ár, nagaði verðbólgan undir- stöður atvinnuveganna svo að at- vinnufyrirtækin eignuðust ekki vara sjóði, svo sem eðlilegt liefði verið og nauðsynlegt. Standa þau því höllum fæti jafnskjótt og verðlag og afla- magn haldast ekki í hendur við óða- verðbólguna. □ Allir |ieir eru skáld, sem hafa Ijófi- ræna sýn í lífi og starfi segir HALLDÓR LAXNESS í viðtali við Dag HALLDÓR LAXNESS rithöf- undur og Nóbelsverðlaunaskáld frá Gljúfrasteini hefur dvalið á Akureyri nokkra undanfama daga og tók hann þeirri mála- leitun blaðsins vel að svara nokkrum spumingum þess, en viðtöl við hann hafa ekki verið rúmfrek í blöðum, sem út eru gefin úti á landsbyggðinni. Hall dór Laxness er léttur á fæti, hressilegur viðmælandi og alúð legur, er enn sístarfandi og e. t. v. sjaldan eða aldrei afkasta- meiri en hin síðustu árin. Ann- ars er óþarfi að hefja viðræður við skáldið með inngangsorðum um jafn þekktan mann, innan- lands og utan. Erindi yðar hingað norður að þessu sinni? Erindi mitt hingað var fyrst og fremst fundarseta í stjórn Norræna hússins, sem stjórnar ráðið bað mig að vera fulltrúa í. Hlutverk Norræna hússins? Með byggingu Norræna húss ins í Reykjavík eru 'hinar skand inavisku þjóðir að sýna okkur mikla vinsemd og virðingu með því að gefa okkur jafn voldugt og fallegt 'hús yfir hugsanlega og mögulega menningarlega sam vinnu Norðurlandanna. Þetta hús er risið af grunni þótt það sé ekki fullsmíðað. Þarna eiga allskonar menningarlegar at- hafnir að fara fram og viðskipti milli þessara þjóða. í húsinu verður bókasafn, þar verða haldnir fundir og þing o. s. frv. Nákvæm áætlun hefur ekki ver ið gerð, en starfsemin í smáat- riðum verður að nokkru að fara eftir þörfum stundarinnar. Hvemig finnst yður að vinna að ritstörfum á Akureyri? Mjög gott, ég dvaldist hér á Akureyri mikinn hluta úr sumri eða hér um bil allan slátt inn, sem siður var að telja átta vikur, og setti þá saman bókina, Hið ljósa man. Það var, að mig minnir árið 1943. Þá hafði ég herbergi á Goðafossi, hjá Jón- innu og það var sérstaklega góð ur staður, vel hugsað um gesti. Ég á yndislegar endui-minning- ar frá þeirri dvöl. Aðbúnaður- inn var sérstaklega góður þótt hótelið væri einfalt. Þar var allt kyrrt og menningarlegt og mik. ill heiður fyrir Akureyri að hafa hótel, sem hafði svona há- ar hugmyndir um, hvernig á að taka á móti gestum. Það er líka gott að vera hér á Hótel KEA og öll þjónusta með menningar brag. Hvaða nienn eru yður minnis stæðastir frá þeim tíma? Ég var mikill vinur Sigurðar' skólameistara og var oft gestur hans. Annar ágætur vinur minn var Sveinn Bjarman sem vann hjá Kaupfélagi Eyfirðinga, þá kynntist ég menntamönnunum hérna við Menntaskólann, svo sem Sigurði Líndal Pálssyni, sem kunni ógrynni af skemmti- legum sogum. Síðast en ekki sízt nefni ég skáldið frá Fagra- skógi, Davíð Stefánsson. Við vorum alltaf kunningjar. Hins vegar vorum við aldrei nánir félagar, en alltaf glaðir og ánægðir yfir því að hittast. Nokkur stórtíðindi meðan á Akureyrardvölinni stóð? Ekki það ég man. Enda er það þannig, að þegar maður fer á svona stað til að skrifa bækur í ró og næði, er maður að forð- ast stórtíðindi og ánægðastur ef engin stórtíðindi gerast. Hins vegar er mér eftirminnilegast hið fagra sumar hér við Eyja- fjörð og það ágæta fólk, sem ég átti samskipti við, þótt fátt sé talið. Ég á sælar endurminning- ar um þennan stað. Ég 'hafði þá ekki eins mikið ónæði af ýmsu, svo sem seinna varð, en samt þótti mér gott að vera laus við 'hinar ýmsu truflanir, sem fylgja búsetu rithöfundar í Reykjavík. Hvað finnst yður um varð- veizlu Davíðshús hér á Akur- eyri og að gera það að heim- boðshúsi fyrir aðkomandi skáld og rithöfunda? Það var mjög myndarlegt af bænum og vel til fallið að varð veita hús þessa ástsæla skálds. Þetta var fallega gert, virðulegt og við hæfi. En um það atriði, hvort þar sé hægt að koma fyr- ir innlendum eða erlendum gest um, skáldum eða rithöfundum t. d. eins og talað hefur verið um hefi ég enga sérstaka skoð- un. Skáld og rithöfundar á ferðalagi eru ekki of góðir, fremur en aðrir menn, að borga fyrir sig sjálfir, þar ,sem þeir gista. Ekki þarí að mylja sér- staklega undir þá með ókeypis dvöl og heimboðum. Ekki 'þar fyrir, til eru skáld, sem lifa við þröngap kost. Það er fallegt að styðja þau og styrkja, eins og aðra menn, sem þurfa þess með. En hvort Davíðshús ætti að vera einskonar heimboðsheim- ili, hefi ég engar tillögur um og læt liggja milli hluta. Er það erfiðara fyrir ung skáld nú en það var yður fyrir 40 árum, að brjóta sér rithöf- undaleið? Samanburður á þessu er erfið ur. Það hefur alltaf verið svo, að sumir menn eru framúrskar andi góð skáld bæði í nútíman- um og eftirtímanum þótt þeir séu engir hæfileikamenn í því að ná árangri á veraldlega vísu. Sumir keppa ekki eftir neinum veraldlegum hróðri en yrkja sér til hugarhægðar og láta svo ráðast hvort menn vilja sinna þeirra verkum. En fslendingar hafa verið góðir við sín skáld. Þannig var mín reynsla þegar ég var ungur. Ég hafði trú á mér til ritstarfa og sinnti aldrei nein um öðrum störfum, og ég gerði aldrei neina samninga við heim inn um annað en að verða rit- höfundur. Þetta mun hafa stuðl að að því, að mér farnaðist svona sæmilega vel. Ég geri ráð fyrir, að sama máli hafi gegnt um Davíð Stefánsson. Hann var skáld alveg í gegn og gat aldrei orðið annað. Um eldri skáld, er það' að segja, að það var oft gert ákaflega vel við þau, eftir þeirrar tíðar hætti hér á landi. Ef maður fer að reikna, kemur t. d. í Ijós, að það var gert betur við Matthías af opinberri hálfu' en nú er gert, miðað við verð á peningum. Skáldin fengu, á öld inni sem leið, oft hin beztu embætti landsins. Þjóðin hefur oftazt gert vel við sín skáld þótt þau hafi stundum verið í dálitlu stríði við þjóðfélagið. Er sósíalisminn slík liugsjón lengur, að liami leysi skáldskap úr Iæðingi? Fyrir 30—40 árum átti maður bjartar vonir í sambandi við , sósíalismann og hér voru unnir margir sigrar á sósíalistiskum grunni. Þessi ár voru á margan 'hátt vakningar- og uppbygging arár fyrir alla þjóðina. Sósíal- isminn er ekki neinn rétttrún- aðui', beinlínis, enda er hann margskonar og menn fram- kvæma hann og skilja á ýmsan 'hátt. En hann mun naumast vera skáldum það, sem hann HALLDÓR LAXNESS, rithöfundur. var fyrrum. Harðsvíraður og mjög þröngsýnn sósíalismi á ekki eins miklum vinum að fagna nú eins og stundum var á þessum baráttuárum fyrir þrem til fjórum áratugum. Bar- áttan var oft hörð og það hefur kannski ýmislegt unnizt á í þeirri baráttu, þar sem menn voru einbeittir og stundum þrönsýnir. Síðan hefur lenzka í landinu töluvei't breytzt vegna vaxandi velgengni á ýmsum sviðum. Það er kominn fram töluverður endurskoðunarkeim- ur í sósíalismanum. Er hægt að skapa íslenzkar bókmenntir á alþjóðamæli- kvarða, án þess að uppistaða þeirra sé ranuníslenzk? Mjög litlir möguleikar eru á því, að íslendingar geti brotið sér braut á alþjóðamælikvarða og má segja, ef það gerist, að það sé undir heppni komið og ýmsum ytri ástæðum, sem ekki er hægt að gefa neinar formúl- ur fyrir. Samt hefur þetta komið fyrir og einstaka manni hefur tekizt þetta. Ég mæli ekki með því við unga íslendinga, að þeir fari að skrifa bækur t. d. um staðhætti og sálarlíf manna í öðrum lönd- um. Ég held þeir geti það ekki. Ég þekki ekki slík rithöfunda- efni. Jón Sveinsson, hér frá Ak ureyri, var í þeirri sérkenni- legu aðstöðu að hafa fengið menntun í Mið-Evrópu og kunni svo góð skil á a. m. k. þrem tungumálum, að hann gat notað þau jöfnum höndum til að rita á. En hann skrifaði alltaf um bemsku sína hér á Akur- eyri og við Eyjafjörð og ég held að það hafi verið orsök heims- frægðar hans. En slíkur rithöf- undasigur næst þó naumast nema fleira komi til. Kunnátta hans í tungumálum var ekki nóg og rithöfundahæfileikar hans hefðu e. t. v. ekki heldur nægt. En hann var kristmunk- ur og það er sterkur bakhjall, sem enginn annar rithöfundur á íslandi hefur átt. íslendingar þurfa að vera íslenzkir í sínum verkum til þess að komast áleiðis. Annars eru ekki til nein ar reglur um það, hvemig menn eiga að vinna að ritverkum, né heldur hvemig menn sigra á því sviðL íslendingar hafa allt frá fyrstu tíð 'hlustað eftir því, hvað gerðist í menningarheimin um og notfært sér það eft- ir beztu getu, eftir því sem hægt var, innan íslenzka ramm ans. Komið þér oft á barinn, hér á Hótel KEA? Drykkjuskapur á íslandi er einn höfuðsjúkdómur þjóðarinn ar og hefi ég ekki farið dult með það. Áður fyrri blómstraði lúsin í öllum opinberum heil- brigðisskýrslum. Þar voru ýmis konar vísitölur yfir þennan sjúkdóm. En það er alveg hátíð að vera lúsugur hjá því að flækj ast fyrir hunda og manna fótum í drykkjusjúku ástandi. Ég get ekki nógsamlega lýst viðbjóði minum á slíkum sjúkdómi. En sjálfur er ég ekki goodtemplari og vandist snemma á það í Evrópu og surðurlöndum sér- staklega, að dropi af áfengi er álitinn eins sjálfsagður með’mat eins og pipar og salt. Ég vara mig á því um fram allt og læt það ekki koma fyrir, að ég drekki svo mikið, að ég sé ekki fullkomlega klár í kollinum. En á mínu borði í Gljúfrasteini hefi ég ekki haft vatn á borði í þau 20 ár, sem ég héf verið þar. En þar hefur aldrei sézt drukkinn maður. Ég kem ekki mikið á barinn héma nema ef það kem- ur fyrir að ég bjóði gesti þar létt vín í glas. Ég bý stundum á hótelum tvo mánuði á vorin og aftur á haustin í ýmsum lönd- um. Þar kem ég oft á bar til að drekka flösku af bjór eða því- umlíkt. Á slíkum stöðum, við bar á góðum hótelum, er löng- um hljótt, nærri eins og maður væri kominn í kirkju. En svo eru til drykkjukrár og ýmsir staðir þar sem menn láta öllum illum látum. Það eru einskonar sjúkdómsbæli sem ekki er kom andi nálægt. Sumir þeir nienn, sem ekki njóta lesturs bóka yðar, sleppa engu tækifæri til að hlusta á yður Iesa þær í útvarpi? Það er svo mikið í viðtöku skáldskapar meðal almennings, sem ekki byggist á eintómri hrifningu og orðalausri játun alls, sem skáldið segír, heldur það, sem því veldur að menn bæði gerir sárt og klæjar. Þessi viðtaka er ekki innifalin í því að segja alltaf: Já, djöfull er þetta gott, heldur bæði að segja já og nei við því sem maður heyrir. Sá skáldskapur er held ég einhvers virði, sem getur vakið menn til játunar og neit- unar og til þess að hugsa sjálfa. Er erfiðara að vinna að rit- störfum eftir að hafa hlotið Nóbelsverðlaun? Ég veit ekki hverju svara skal. Það er alltaf erfitt að semja bókmenntaverk, ef mað- ur hefur náð þolanlegum árangri. Þá er maður bundinn af þeim árangri, þannig, að mað ur má ekki gera lakar en áður. Hins vegar getur máður breytt um aðferðir og sjónarmið, eftir því sem tíminn segir manni fyr ir um og alltaf breytist. En til glöggvunar get ég sagt, að síð- an 1955 þegar mér voru veitt Nóbelsverðlaunin í Stokkhólmi, hefi ég ekki fundið neina til- hneigingu til þess að setjast í helgan stein. Ég held að síðan hafi ég skrifað einar 12—14 bækur. Viðurkenningin verkaði því ekki á mig sem nein stífla. Þar af hafa verið tveir stórir rómanar, fjögur leikrit, ritgerða söfn, æviendurminningar, smá- sagnasöfn o. s. frv. Finnst yður siðir manna hafa breytzt mikið á síðari árum? Sið fræði fátækra manna, svo sem bænda og tómthúsmanna, á íslandi áður fyrri hefur eigin- lega gleymzt vegna breyttra lífs kjara. íslendingar hafa sínar venjur og siði eins og hverjir aðrir. Annað er það, að almenn háttvísi hefur kannski ekki verið nægilega brýnd fyrir börn um og unglingum sem hugsjón og e. t. v. of litlar reglur að fara eftir. En það þarf að gera eitt- hvað í því að auka fagra fram- komu manna, því hún er hluti af lífinu. Annars vísa ég þessu til uppalendanna. En það verð ég að segja, að þégar ég kem upp til sveita og 'hitti bændur og þeirra fólk, bregst þeim aldrei kurteisin og háttvísi í öllu dagfari. Annars væri ekki hægt að búa í sveit. Þetta finn ég alltaf þegar ég kem út á landsbyggðina. En umgengnis- menningu í bæjunum er mjög ábótavant, enda er allt annað, sem þarf til þess að umgangast fólk í bæjum en sveitum. í Lundúnaborg er mikill troðn- ingur af fólki, mikil örtröð og manngrúi hvar sem komið er. Það væri ekki hægt að lifa þar ef fólk væri ekki alltaf að brosa hvort framan í annað, biðja af- sökunar, víkja, rýma til og tala í skaplegri tónhæð. Þar er ekki hægt að gaspra og veifa hönd- um og láta öllum látum, eins og drykkjusjúklingar og ruddar, sem maður sér svo oft á al- mannafæri. Hverjir eru þeir á íslandþ sem ekki eru skáld? Þetta er dálítið slungin spurn ing og vandi að svara henni, seg ir skáldið og verða svipbreýt- ingar margar. Ég tel ekki, að skáld séu þeir einir, sem rita bækur eða yrkja ljóð, heldur þeir sem 'hafa ljóðræna og skáld lega sýn á hlutunum í sínu lífi og geta skilið þá me'nn, sem leggja það fyrir sig að túlka heiminn á skáldlegan hátt. Ég spurði einu sinni geðveikra- lækni á þessa leið: Eru ekki all ir miðlar brjálaðir? Þá segir hann: Jú, og ekki eru aðeins allir miðlar brjálaðir, heldur líka allir þeir menn, sem hafa tilhneigingu til þess að fara á miðilsfund. Ég segi þessa sögu sem fyndni eða til gamans. En í samræmi við þetta má segja, að ekki séu aðeins þeir skáld sem yrkja og túlka tilveruna í skáldlegu ljósi, heldur séu þeir menn líka skáld, sem hafa ánægju af að hlusta á skáld- skap og gera sér far um að skilja hann og sjá veröldina í því ljósi, sem birtist í bókmennt um. Viðtalinu er nú lokið og skáld ið bregður á léttara hjal, ryfjar upp skemmtileg atvik og önnur, sem hér verða ekki endursögð og þeirra á meðal hvað eitt orð, ef niður fellur í viðtali, getur snúið við merkingunni eða gert málsgrein að endileysu. í von um að svo verði ekki að þessu sinni þakka ég viðtalið og ágæta samverustund. E. D. ' ANNA SIGURBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR F. 22. október 1957 D. 24. niaí 1967 KVEÐJA frá afa og ömmu á Akureyri Er vorsins máttur vetur sigrað fær og vekur líf og kveikir Ijósin skær, þá hnígur þú til foldar fagra blóm — við fáum ekki skilið slíkan dóm. Og erfitt mun að ganga grýttan veg þá gleðja ei framar bros þín yndisleg, og vermir ekki Ingur lítil hönd þá lúnu mund, sem hnýtir þennan vönd. Við fellum tár og leggjum lilju sveig á lítinn hvílubeð. — En með þér hneig sú Ijúfa von, að leiddi gæfan þig um langan, bjartan, gróðri prýddan stig. Þú færir okkur blómailm og blæ og blíðu vors og vaktir sofnuð fræ. Við lásum þína dreymnu dularrún og drógum fóna glæstra vona að hún. Nú annar fáni liylur hálfa stöng og harminn greina má í vorsins söng. En minning þín mun Iifa og lækna sár — og láta brosið skína í gegn um tár. Við minnunist þín á meðan bjartað slær, við minnumst þín, er lauí á meiði grær. Við minnumst þín, er kyssir leiðin lyng og Ijósin vorið tendrar allt um kring. Nú rekkju þína reifar fagurt lín og röðulgeislar signa sporin þín. Með englum guðs þú ferð um Fögrubrú — við fylgjum þér í heitri þökk — og trú. í TYROL í FJALLADAL í Tyrol 3. ágúst, um 900 m. yfir sjó, á leið frá Miinchen til Bollenvatns. Gist- um á þrifalegum sveitabæ, byggðum úr óvönduðum, stór- um múrsteinum og grófpússað yfir. Þakið rautt og slútir langt útfyrir. Rauðmálaðar trérimla- veggsvalir útskornar og raðað á blómaklösum með albrómguð- um pelagóníum og begoníum. Svona er byggingarstíllinn í Tyrol og víða í Bæjaralandi. Ef húsin eru há eru þar 2—3 raðir af veggsvölum og éru blómin til mikillar prýði. Sumstaðar eru og málaðar fagrar myndir utan . á veggi, sögulegar — eða úr biblíunni og stundum af at- vinnuháttum. Engir akrar eru hér í alpadalnum, en nokkrir berjarunnar, ávaxtatry og mat- jurtir í görðum. Túnin eru all- stór og hvít af kerfli o. fl. skyld um jurtum, sem hér eru ill- gresi, líkt og sóleyjar á íslandi. Mjaltatíminn nálgast, kúa- scali með topphúfu í stuttbux- um og með langan staf rekur kýrnar heim og heyrist bjöllu- hljómurinn langar leiðir því að forystukýrin (og stundum fleiri) bera bjöllu á hálsi, festa í leðuról. Skömmu síðar hlióma kirkjuklukkurnar í þorpinu, en þorp eru hér mörg og gnæfir kirkjuturninn jafnan yfir byggð ina. Margar eru kirkjurnar mjög fagrar bæði utan og innan. Kapellur standa víða hátt í hlíð um og jafnvel upp á fjöllum, oft rétt við hrikaleg gljúfur eða á öðrum hættulegum stöðum. Fara menn þangað til að vera einir um stund og fá frið í sál- ina, segir fólkið. — Við fengum gott herbergi og kostaði gisting in með morgunmat um 134 ís- lenzkar krónur. Morgunhress- ingin er jafnan kaffi eða te með hveitibrauðsnúðum með smjöri og sultu. Er oft borðað úti á svölum eða í garðinum — og situr fólk þar löngum á kvöld- in. Greniskógar vexa í hlíðum hátt upp eftir, en efst eru gras- blettir og sá í einstaka smáskafl. Fyrrum var heyjað þarna uppi, en þykir ekki borga sig lengur. Við vöknum við þægilegan árnið og þar dunar í járnbraut- arlestum, sem þjóta hátt í hlíð- inni á móti. Sumstaðar eru svif brautir og renna kláfar með fólk og flutning hátt upp í fjöll. Er einkennilegt að sjá kláfanna svífa og mætast hátt uppi í loft inu. Víða standa bæir innan um skógarlundi, langt uppi í hlíð- um í svo miklum bratta að óhugsandi er að koma þar við nok'kurri vélavinnu. Slá menn þar grasblettina á gamla — ís- lenzka vísu, en orfin eru öðru- vísi, þ. e. efri hællinn er alveg á enda og snýr öfugt. Við komum til borgarinnar Innsbruck, sem stendur við jök ulána Inn í hinum breiða og frjósama Inndal, sem er alsett- ur örkum, borgurn og þorpum. Margar brýr eru á ánni og er hin stærsta fornfræg, enda er borgin mjög gömul og sérkenni lega falleg. Útsýn er stórkost- leg, því að há, Ijós og hrikaleg kalkfjöll bera við himin öðru megin, en allt öðruvísi flögu- bergsfjöll á hina hliðina. Mikill greniskógur hvai-vetna í hlíð- um skýlir byggðinni og gefud smíðavið. Þarna eru allstórir maísakrar og sýna þeir hve milt loftslagið er. Hey sézt víða á hesjum, ýmist löngum eða hey- toppar í röðum, flestir á ein- staka staura. Trén svigna und- an ávöxtum. Þetta er allt næsta ólíkt íslandi. En nú er stefnt til fjalla, ekið upp úr Inndal og lagt á háfjallaleið. Byggðin strjálast, skógarnir lækka, veg- ir mjókka og brátt erum við komin í því nær Öræfajökuls- hæð og upp fyrir skógarmörk í fjallajurtabeltið. Geitur koma fast að bílnum til að snýkja sér brauð, teygja jafnvel haúsinn inn um gluggann og það glymur í bjöllum þeirra. Fjöldi kúa er á beit. Efst á fjallveginum er allstórt vatn, tvö stór ferða- mannahótel og fjöldi ferða- manna af ýmsum þjóðernum. Vatnið hefur verið stækkað með stíflu, virkjað og vélbátur flytur fólk fram og aftur. Ferða fólkið skoðar kýrnar og geiturn ar, lítur á grös og tekur myndir í sífellu, m. a. af fjallalækjum' og af fönnum sem hér eru sum- staðar skammt frá Veginum. Héðan sézt til háfjalla í Sviss og eru þau hæstu um 3.300 m. Hér uppi v-tíxa mörg sömu blóm og á íslandi og taldi ég 30—40 „íslenzkar“ tegundir. Þarna vaxa fíflar og sóleyjar, stórir snarrótartoppar o. s. frv. Þetta var eins og að koma heim. Veg- ir eru víðast steyptir og bíla- umferðin á þessum fjallaleiðum raunar miklu meiri en heima. Þó var verið að endurbæta mal arvegi á kafla og einar 3 tré- brýr fórum við yfir á fjallinu. Þarna er tekinn vegatollur og notaður til vegabóta í Ölpunum. Hinu megin, þegar neðar dró, sá niður í dali djúpa og vaxna þéttum og dimmum skógi. Á vegátöflu stóð að 25 beyjur væru þar í dalbrekkunum. Þetta reyndist satt og voru sum ar mjög krappar. Við fengum okkur nestisbita i brekk'u við fjallalæk og tíndum þroskuð aðalbláber milli ti-jánna. En skorkvikindi reyndust áleitin og stungu sum talsvert, einkum stór, langvaxin fluguteguncL Þama sveimuðu líka stór fiðr- ildi, sum snjóhvít önnur fagur- lega brúnflekkótt. Við gistum á sveitabýli, sem lá mitt í stórum aldingarði. Konan hafði aldrei séð íslending fyrr og þurfti margs að spyrja, t. d. hvei-nig við gætum haldið uppi ríki svo fámenn þjóð, og hvort kýr gætu lifað á íslandi. Þegar hún heyrði að konan var dönsk, varð henni að orði. Og þú flutt ir á þessa úthafseyju, æ, já, mik ið gerir ástin. Næsta dag var ek ið yfir Rín og kringum Bódens- vatn og þá ferðast um þrjú ríki; Þýzkaland, Sviss og Austurríki á einum degi. Við heimsóttum eyjuna Mainan, sem Bernadott arnir sænsku eiga og er talin hlýjasti blettur Þýzkalands og er klædd hálfgerðum hitabeltis gróðri, þ. á. m. pálmum og fjölda annarra suðrænna trjáa og runna. Er þarna mjög fagurt. Stórir víngarðar liggja á strönd inni móti Sviss. Á útiveitinga- stöðum í Mainan, ganga stúlkur í sænskum þjóðbúningum um beina þó að ætternið sé þýzkt. Heyrðust þar öll möguleg tungu mál. Á heimleiðinni skall á mesta hellidemba sem ég hefi séð — og það alveg skyndilega. Á svipstundu flóði vatnið um götuna í allri hennar breidd, en ekki bai'a í jöðrunum eins og heima. Hefur hún eflaust skemmt korn á ökrum, slegið það niður. Versta haglél í ára- tugi hafði komið í Mainan í júní og skemmt mikið enda stærstu högglin á stærð við hænuegg. Það kemur víðar óveður en á íslandi og ekki eíu slíkar skor- dýraplágur þar, sem hér syðra. Og hér þarf allsstaðar leyfi til að stíga út fyrir veg. En skipu- lögð eru víða tjaldbúðarstæði og þar er sannarlega búið þétt, tjald við tjald. Á heimleið til Múnchen var ekið um búsæld- (Framhald á blaðsíðu 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.