Dagur - 23.08.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 23.08.1967, Blaðsíða 7
7 MIKILL LAMBADAUÐI I NOREGI NORSKA blaðið Nationen skýr ir frá því nýlega, að lambadauði sé ótrúlega mikill í Noregi, og tapið af þeim sökum nemi um 220 miílj. ísl. kr. eða um 35 millj noskra kr. Thorvald Aust- rud, sauðfjárræktarráðunautur norska ríkisins, segir í viðtali við NTB, að 20%; af þeim 1,2 millj. lamba, sem fæðast í Nor- egi á vori hverju, deyi einhvern tíma að sumrinu, annað hvort vegna sjúkdóma, ónógs eftir- lits við burðinn, eða vanhalda á beitilöndum. Austrud sauðfjárræktarráðu- ráðunautur segir, að það sé ekkert vafamál, að mikið sé hægt að gera til þess að draga úr þessari háu dánartölu, með því að hafa betra eftirlit með ánum um burðinn, með því að bólusetja lömbin og með því að fóðra ærnar betur en gert er. í athugun, sem gerð var í Rogalandi á 12 þúsund lömbum, 'kom í ljós, að 13% lambanna dó um sumarið, en Austrud heldur því fram, að prósentu- talan sé miklu hærri í flestum öðrum héruðum landsins, m. a. - SÓLSKIN (Framhald af blaðsíðu 1). kauptúni inn í sveitina og verður heldur ekki af því. Sérstakur sendimaður var látinn tilkynna þau tíðindi, að ekki yrði úr fram- kvæmdunum. Mintti hamr á Álf úr Króki í þeirri reisu. Heimild í fjárlögum til vegagerða milli Egilsstaða og Eiða og bygging þjöðvegar gegn um Egilsstaða- þorp og talað var um sem sjálf- sagða liluti fyrir kosningar virð- ast ekki ætla að verða meira í sumar en umtal eitt. Bátar komu með síld til Aust- fjarðahafna öðru hverju. Henni cr safnað saman og svo brætt við hentugleika. Daun af gömlum grút leggur yfir Fjarðarheiði. Menn hafa ennþá von um veiði út af Austurlandi, því þar hafa Norðmenn fengið sæmilegan afla í reknet. En eins og er, er ástand- ið ískyggilegt og skrekkur í sveita- stjórnarmönnum. — Gjaldþól manna og fyrirtækja er mjög ak- markað. Ferðafólk hefur veriö hér í hóp- um í sumar, einkum útl.endingar. Hér voru norskir skógræktar- menn, sem fóru utan í dag. — V.S. vegna þess hve fljótt er farið að beita í Rogalandi. í greininni í Nationen segir ennfremur, að það veki mikla gleði í landinu að mikið sé um tvílembinga að þessu sinni, að sögn Austruds. □ - í TYROL (Framhald af blaðsíðu 5). arlegt hóla- og hæðaland í jaðri sænsku Alpanna. Þaa- eru kúa- bú stór og ostagerð mikil. Þai'na eiga ljóðlínurnar alkunnu við: „Ó, dalur, hlíð og hólar, þér hvelfdu skógargöng“. Hátt í hlíð stendur geysistór höll byggð á 12. öld en Lúðvrk halla konugur lét endui'bæta hana fyi'ir einni öld og búa feikilegu skrauti. Okkur var leiðbeint um höllina. Þar eru hlutar úr Völsungasögu málaðir á veggi og þar er ótrúlega mikað af alls konar völundarsmíði og dýr- gripum. Úr rúmi sínu gat kon- ungur séð tungl og stjömur. Það voru semsé göt á loftinu og ljós bakvið svo haglega sett að þetta var sem stjörnuhiminn. Amerískt flugfélag hefur líka hug á að fá svona útbúnað í flugvélar sínar. Hér eru reglur margar og strangar og er fólk þó að sumu leyti furðu hispui's- laust. T. t. saup þerna kaffileif- ar úr bolla þegar hún bar af 'borðinu. Önnur bar öl á boi'ð og freyddi upp úr einu glasinu. Gei'ði kella sér hægt um hönd og saup kúfinn af. ■ Þetta var í stói'u veitingahúsi og virtist enginn hafa neitt við þetta að athuga. Það er léttai'a yfir fólk- inu þegar sunnar dregur. I. D. LEIÐRÉTT FRÉTT VIÐ NÁNARI eftirgrennslan á heybruna í Fornhaga á dögunum er um miklu meira tjón að ræða, en þar var frá sagt. 1 stað 100 heyhesta, sem sagðir voru brunnir, eru það 100 hestar, sem voru ekki taldir skemmdir af öllu því, sem í hlöðunum (tvær sambyggðar hlöður) var. En þar voru alls á sötta hundrað hestar. Þá brann tönnur hlaðan'alveg niður að lág- : um steyptum veggjum, en veggir hinnar voru allir úr steini. Þá brann þak af 120 kinda fjárhús- um. Tjónið er því mikið og til- finnanlegt, þótt hús og hey væri vátryggt. Frjáls verzlun RITIÐ Fi'jáls verzlun barst blað inu í gær og er meðfylgjandi mynd af kápu þe$s. Þetta er 1. hefti þessa árs og fjallar um margskonar efni. Ritstjóri er Jóhann Briem. Kjell Östrem skrifar um Noreg í þetta hefti, grein er um vei'ðfall á útflutn- ingsvörum, um hnupl, sem er viðkvæmt vandamál búðanna, viðtal er við Ólaf Ó. Jónsson forstjóra og Guðmundur H. Garðarsson skrifar um mai'kaðs mál í Bandaríkjunum. Þá má nefna greinar um flugflutning- ana og það óhagræði, sem óhentug staðsetning þota F. I. býr nú við. Davíð Seh. Thor- steinsson svarar spurningu um EFTA og EBE og fjölmargt annað er þama tekið til um- ræðu á fróðlegan hátt. □ VINNINGASKRÁ HAPPDRÆTTIS H. f. í 8. flokki 1967 10.000 kr. vinningar: 21677 49153. 5.000 kr. vinningar: 3152 6567 21771 25950 31572 35595 43911 43918 44846 48284 50470 53821 53959 55792 56220 1.500 kr. vinningar: '2Í’4 3St34 ! 3865. > 3959' - 4658 5011 6017 6570 7022 7027 7138 8282 8514 8522 9829 11213 11219 11716 11976 11990 12079 12202 12225 12275 13639 14031 14035 14796 14935 15007 15234 15997 16932 17470 17471 18993 19443 22733 23003 23011 24013 24923 26322 29046 30570 30576 30593 31107 31112 31172 31191 31197 33919 34382 36491 40579 43312 43319 44615 44801 44808 48256 48869 49129 49166 49227 49273 49300 50459 51747 51882 51898 52473 53228 53941 53942 54065 57913 58021. (Birt án ábyrgðar). BLAÐBURÐUR! Okkur vantar krakka tii að bera út DAG í efri hluta Glerárhverfis. Afgreiðsla Dags Sími 1-11-67 B Æ N D U R nær og fjær! Get útvegað girðingar- staura úr rekavið. Benedikt Kristinsson, Kristneshæli. MESSAÐ í Akux'eyrark-irkju sunnudaginn 27. ágúst kl. 10.30 f. h. P. S. MESSAÐ verður í Lögmanns- hlíðarkii'kju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 55 — 407 — 357 — 17 — 390. Bílferð verð- ur úr Glerárhverfi kl. 1.30 e. h. B. S. TIL Fjórðungssjúkrahússins. — Gjöf frá gamalli konu til minningar um eiginmann hennar kr. 5.000.00. Með þökk um móttekið. G. Karl Péturs- son. - Ivar Eskeland ráðinn (Framhald af blaðsíðu 1). Danmöi-ku, einn frá Finnlandi, fjórir frá íslandi, sjö frá Noi'egi og fimm frá Svíþjóð. Stjórnin hefir ákveðið að ráða cand. philol. Ivar Eskeland ráðunaut við bókaforlagið Tiden í Osló, forstjóra stofnunarinnar frá L janúar 1968 að telja, og er ráðn ingai-tíminn fjögur ár sam- kvæmt samþykktum stofnunar innar. Ivar Eskeland er 39 ára, cand. philol. frá háskólanum í Osló 1955. Hann hefir verið leik listarráðxmautur við Norska leikhúsið í Osló síðan 1957 og er nú ráðunautur hjá forlaginu Tiden í Osló. Hann hefir gefið út ýmsar bækur, þ. á. m. rit um bókmenntastörf Halldórs Kilj- ans Laxness, svo og ásamt Magnúsi Stefánssyni lektor kennslubók í íslenzku fyrir norska menntaskóla. Hann hef- ir dvalizt allmikið á íslandi og hefir góð tök á íslenzku máli. í stjói'n Norræna hússins eru Ármann Snævarr, háskólarek- tor, formaður, Johan Gappelen, sendihei-ra, Osló, Eigil Thrane, skrifstofustjóri, Kaupmanna- höfn, Gunn’ar Hoppe, prófessor, S'tokkhólmi, Ragnar Meinander, skrifstof ust j óri, Helsingfors, Halldór Laxness, rithöfundur og Sigui'ður Bjarnason, rit- stjóri.“ Mai'kmið Norræna hússins í Reykjavík er að tengja ísland hinum Norðurlöndunum traust ari böndum en verið hefur og kynna bæði sameiginleg mál og sérmál landanna. □ - Miðgarðakirkja (Framhald af blaðsíðu 1). unni Magnúsdóttur, Akureyri, til minningar um látinn eiginmann, Símon Jóhann Jónsson, og fjögur af börnum þeirra, sem látin eru. Gjöfin er skuggamyndavél með sýningartjaldi og tveir fánar á fánastöngum með áletruðum silf- urskjöldum. Að guðsþjónustu lokinni sátu kirkjugestir kaffisamsæti sóknar- nefndar í félagsheimilinu. Þar voru sungnir ættjarðarsöngvar og margar ræður fluttar. — Kveðjur bárust meðal annars frá biskupi íslands og vígslubiskupi Hólastift- is. Veður var fagurt og dagurinn ánægjulegur. Miðgarðakirkja er nýmáluð að utan og er henni mjög vel við haldið. □ BRÚÐHJÓN. Hinn 19. ágúst voru gefin saman í hjóna- band bi-úðhjónin ungfi'ú Sig- ríður Jónsdóttir og Sveinmar Gunnþórsson plötusmíða- nemi. Heimili þeirra er í Byggðavegi 140, Akureyri. — Ennfremur ungfrú Ingibjörg Mai'ía Eggertsdóttir hjúkrun arkona og Þórður Björgvin Benediktsson húsasmíðanemi. Heimili þeirra er Austurgata 27, Hafnarfirði. BRÚÐHJÓN. Hinn 19. ágúst voru gefin saman í hjóna- band í Akureyrarkirkju ung frú Friðbjörg Hulda Finns- dóttir og Jóhannes Ragnar Jóhannesson bifvélavirkja- nemi. Lögheimili þeirra verð ur fyrst um sinn að Neðri- Vindheimum og Skriðu í Hörgárdal. — Sama dag voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Jakobína Þórdís Kjartans- dóttir og Valdimar Brynólfs- son stud. med. vet. Heimili þeirra verður að Sólvöllum 2, Selfossi. - Mikil laxagengd (Framhald af blaðsíðu 8). fleiri ár í Húnavatnssýslum. En þegar laxinn tók að ganga, gekk mikið magn af honum og er veiði þar mikil. Netaveiði í ám sunnan og vestan hefur í sumar verið "mikil. Hins vegar hafa ár í Þistil- firði og Vopnafirði gefið heldur rýra veiði, það sem af er. X heild er útlitið gott og Iax- veiðin verður væntanlega meiri en næsta ár á undan. □ - VIRÐUM ÞM>,... (Framhald af blaðsíðu 8). samkomur, og stórauknar kröf- ur um almenna háttvísi’. Bind- indismótin stuðla mjög að þessu og er gildi þeirra því ómetan- legt. En engum er það til gagns eða fremdar að lofa slík mót einhliða og horfa fi-amhjá aug- ljósum mistökum, svo sem vart hefur orðið. Þegar eins margir velviljaðir menn vinna saman að góðu málefni og að bindindismótinu í Vaglaskógi, t. d. unnu yfir 100 manns ókeypis fyrir hönd þeiri-a félaga, sem þeir eru í, vei'ður árangurinn góður. — Kraftaverk verða e. t. v. eng- in, nema að það teljist til þeirra, að gefa ungu fólki og eldra kost á því að sjá þúsundir manna skemmta sér með menningar- bi-ag á íslendi árið 1967. Þó var ekki gripið til þeirra ráða, að Jeita vínfanga í fötum fólks, farangri eða farartækjum, fólki var ekki meinuð umferð um skóginn á bifreiðum sínum, endurgjaldslaust og aðgangs- eyrir að skemmtvmum í skóg- inum stillt í hóf, eða 75 kr., en 100 kr. inn á dansleiki og veit- ingaverð var mim lægra en víða tíðkaðist um þessa helgi á útisamkomum. Við látum nú útrætt um þessi mál að sinni. □ t' I Þakka innilega öllum þeim, sem glöddu mig á sjö- tiigs afmceli minu, þann 19. ágúst sl. i Gitð veri með ykkur öllum. % í SIGRÚN EIRÍKSDÓTTIR, Brekkugötu 29, A kureyri. -»• & ? 1 I t f X S Í' Bezlu þakkir til allra þeirra, sem minntust min á ® * 60 ára afmceli minu, hinn 20. ágúst sl.‘ — Sérstaklega h I þakka ég starfsfólki Geffunar. Guð blessi ykkur öll. f VALBORG SIGURÐARDÓTTIR, Strandgötu 29, Akureyri. X | * Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför MARGRÉTAR BJÖRNSDÓTTUR, Nesi. Garðar Jóhannesson, Jóhanna Guðnadóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.