Dagur - 30.08.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 30.08.1967, Blaðsíða 2
TEKST AIÍUREYRINGUM AD SIGRA KR-INGA? Sverið fæs! á sunnudaginn SUNNUDAGINN 3. septem- ber, kl. 4 e. h. fer fram á íþróttavellinum á Akureyri 10. leikur Akureyringa í 1. deild í sumar og mæta þeir þá KR. Eftir þessum leik hefur verið beðið með mikilli eftir- væntingu í heilan mánuð, því hlé hefur verið á 1. deildar- keppninni. Sl. mánudagskvöld léku á Laugardalsvellinum í Reykja vík Fram og KR og lauk þeim leik með sigri Fram 3:2. Með þessum sigri eru Framarar komnir með 12 stig og verður nú erfiðara en nokkru sinni fyrr að spá um úrslit í 1. deild. Þrjú lið eru nú jöfn með 12 stig, Akureyri, Valur og Fram; og eiga öll eftir 1 leik. Hin liðin þrjú, Keflavík, KR og Akranes geta ekki blandað sér í baráttuna um íslands- bikarinn að þessu sinni, en ekki er enn hægt að segja um það með fullri vissu hvaða lið fellur niður. Akurnesingar standa óneitanlega verst að vígi með 4 stig, en KR er með 6 stig, og má því ekki mikið út af bera hjá KR. Það verða því erfiðir KR- ingar sem Akureyringar eiga við að glíma hér á sunnudag- inn, því tapi þeir leiknum við ÍBA en Akurnesingar vinni Fram í síðasta leik sínum þarf aukaleik um fallsætið. Það er því öruggt að KR-ingar verða í bardagahug á sunnudaginn, og hafa raunar alltaf verið það hér á vellinum á Akureyri. Ekki er leikur þessi þýðing arminni fyrir Akureyringa en KR, því með því að vinna KR ná þeir hæstu stigatölu í deild inni, sem hægt er að ná og eru þar með komnir í úrslit eða jafnvel búnir að vinna mótið. Búast má við miklu fjöl- menni á íþróttavellinum á sunnudaginn og verður því forsala á aðgöngumiðum í tjaldi við Landsbankann á laugardag kl. 10 f. h. til 4 e. h. til að forðast óþarfa troðning á sunnudag. Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra, sem leggja bílum sínum í Brekkugötuna og horfa á leiki úr þeim, svo og þeirra er standa þar í sama skyni, að bregða út af vanan- um og kaupa sér aðgöngu- miða, því miklu betra er að fylgjast með leiknum af áhorí endasvæði vallarins, auk þess sem þetta er ákaflega leiðin- legur ávani að standa utan garðs, ef menn hafa áhuga á að fylgjast með íþróttakeppni. Það er engum vafa undir- orpið, að leikur fBA við KR á sunnudaginn er þýðingar- mesti leikur Akureyringa — síðan þeir hófu þátttöku í I. deild, því aldrei hafa þeir verið eins nálægt íslandsbik- arnum í knattspyrnu og nú. Það ríður því á miklu að áhorfendur hvetji IBA-liðið eins vel á sunnudaginn og þeir gerðu í leiknum við Val. Sv. O. F. H. íslandsmeistari í 3. deiid Sigruðu Völsung frá Húsavík sl. sunnudag 3:0 Sundmeistaramót Norðurlands: Skagfirðingar sigruðu meS yfirburðum UM SL. HELGI fór fram að Reykjum í Hrútafirði Sund- meistaramót Norðurlands. Þátt takendur voru 71 frá 8 félögum og samböndum. Ungmennasam band V.-Húnvetninga sá um imótið og fór það vel fram. 20 Akureyringar tóku þátt í mót- inu, og sigruðu þeir í 4 grein- um. - Helztu úrslit urðu: 100 m. skriðsund kvenna. mín. 1. Unnur Björnsdóttir UMSS 1.21.3 2. Anna Hjaltadóttir UMSS 1.27.3 100 m. skriðsund karla. mín. 1. Birðir Guðjónsson UMSS 1.04.4 2. Snæbjörn Þórðarson Ó 1.04.4 50 m. bringusund sveina. sek. 1. Sigurður Sigurðsson UMSS 42.4 2. Steinn Kárason UMSS 42.6 50 m. bringusund drengja. sek. 1. Friðbjörn Steingrúnss. UMSS 39.7 2. Kristján Ká'rason l'MSS 40.1 50 m. skriðsund telpna. sek. 1. Helga Alfreðsdóttir Ó 37.9 2. Guðrtín Hauksdóttir ÍBS 39.2 50 m. skriðsund stúlkna. sek. 1. Unnur Björnsdóttir UMSS 34.6 2. Guðrún Pálsdóttir UMSS 35.5 200 m. bringusund karla. sek. 1. Birgir Guðjónsson UMSS 2-58.2 2. Pálmi Jakobsson Ó 3.10.4 100 m. bringusund kvenna. mín. 1. Guðrún Pálsdóttir UMSS 1.33.4 2. Sigurlína Hilmarsd. UMSH 1.39.6 50 m. baksund karla. sek; 1. Snæbjöm Þórðarson Ó . 35.3 2. Halklór Vaklemarsson HSÞ 36.3 ;ÍiÍ*!ÍÍf;Í(#iiS;: STULKA OSKAST í nokkurra mánaða vist í Reykjavík. Vinnumiðlunarskrifstofa Akureyrar veitir allar upplýsingar. RÁÐSKONA Einhleyp kona óskast, að sjá um lítið heimili. Ný íbúð. Gæti unnið úti hálf- an daginn. , Uppl. í síma 1-22-77» sem fyrst. 4x50 m. boðsund drengja frj. mín. 1. A-sveit Óðins 2.10.8 2. A-sveit UMSS 2-26.8 4x50 m. boðsund kvenna trj. mín. 1. A-sveit UMSS 2.36.9 2. B-sveit UMSS 3.00.9 50 m. flugsund karla. sek. 1. Birgir Guðjónsson UMSS 34.7 2. Snæbjörn Þórðarson Ó 35.1 100 m. bringusund karla. mín. 1. Birgir Guðjónsson UMSS 1.22.1 2. Halldór Valdemarsson HSÞ 1.24.2 50 m. skriðsund kvenna. sek. 1. Unnur Björnsdóttir UMSS 35.3 2. Guðrún Pálsdóttir UMSS 38.1 50 m. skriðsund sveina. sek. 1. Steinn Kárason UMSS 36.s' 2. Sigurður Steingrímss. UMSS 37.4 50 m. skriðsund drengja. sek. 1. Hólsteinn Hólsteinsson Ó 30.4 2. Jón Sigurðsson HSÞ 31.7. 50 m. bringusund stúlkna. sek. 1. Guðrún Pálsdóttir UMSS 43.3 2. Guðrún Ólafsdóttir ÍBS 46.3 50 m. bringusund telpna. sek. 1. Heiga Alfreðsdóttir Ó 45.3 2. Sigurlína Hilmarsd. UMSS 46.3 200 m. bringusund kvenna. mín. 1. Guðrún Pálsdóttir UMSS 3.35.2 2. Sigurlína Hilmarsd. UMSS 3.36.4 400 m. skriðsund karla. min. 1. Birgir Guðjónsson UMSS 522.9 2. Snæbjörn Þórðarson Ó 5.43.6 50 m. baksund kvenna. sek. 1. Unnur Björnsdóttir UMSS 41.5 2. Jóhanna Björnsdóttir UMSS 45.8 4x50 m. boðsund karla frj. mín. 1. A-sveit Óðins 1.59.7 2 A.-sveit UMSS * 2.10.8 4x50 m. boðsund stúlkna frj. mín. 1. A-sveit UMSS 2.37.5 2. A-sveit ÍBS 2.47.3 50 m. flugsund kvenna. sek. 1. Margrét Ólafsdóttir ÍBÓ 47.2 2. Unnur Bjömsdóttir UMSS 48.1 Ungmennasamband Skaga- fjarðar sigraði með miklum yfir burðum í stigakeppni mótsins og vann til eignar fagran silfur bikar er Fiskiðjusamlag Sauðár króks gaf til keppni þessarar fyrir 3 árum. UMSS hlaut 177 stig, Óðinn, Akureyri, 59 stig, ÍBÓ 20 stig, ÍBS 18 stig og HSÞ 11 stig. Fyrsta þotan á Akureyrarflugvelli (Framhald af blaðsíðu 1). ureyrar er tæpar 20 mínútur. En fyrir farþega frá Reykjavík hingað norður tekur ferðin lengri tíma, því forsjón flug- mála segir, að bækistöð þotunn ar skuli vera á Keflavíkurflug- velli, af hverju sem það nú er. í sambandi við þennan at- burð í flugsögunni, sem hér um ræðir ber að hafa í huga, að Flugfélagið á rætur sínar hér á Akureyri. f öðru lagi er Akur- eyrarflugvöllur fyrsti og eini flugvöllur landsins með varan- legu slitlagi, sem íslendingar hafa sjálfir byggt. 1 þriðja lagi er flugstöðvarhúsið á Akureyr- arflugvelii hið fyrsta og eina, sem landsmenn hafa komið sér upp og sem því nafni getur nefnzt með sóma. Og í fjórða lagi er svo þarna það eina flug- félag landsins, sem heimili á og er starfrækt utan höfuðborgar- innar Reykjavík, Norðurflug h.f. Á meðain fólk skoðaði þotuna Gullfaxa eða sátu álengdar í bifreiðum sínum og fylgdust með því sem var að gerast, bauð bæjarstjórn gestunum að sunnan o. fl. til kaffidrykkju í flugstöðinni. Bjarni Einarsson bæjarstjóri bauð gesti vel- komna með r'æðu. Birgir Kjar- an formaður stjórnar F. í.. og Ingólfur Jónsson ráðherra tóku einnig til máls við þetta tæki- færi og síðast Örn O. Johnson forstjóri F. í. Laust fyrir kl. 10 þetta kvöld stigu farþegar um borð og litlu síðar hóf þotan sig til flugs með lítilli fyrirhöfn og á mun hljóð- látari hátt en menn höfðu búizt við. — Flugstjóri var Jchannes Snorrason. Þotuöld er upprunnin, einnig hér og þótt við'notum enn far- kosti af öðrum gerðum að mestu, mun þýðing Akureyrar- flugvallar, sem varaflugvöllur, mikilvæg í þjónustu hins nýja tíma fiugsins. ? SL. SUNNUDAG, kl. 5 e. h., fór fram á íþróttavellinum á Akureyri úrslitaleikur í Knatt- spymumóti íslands, 3. deild, en. það voru FH og Völsungur, sem léku. Lítið er um leik þennan að segja, liðin voru svipuð, en Hafnfirðingarnir voru ákveðn- ari og harðari í horn að taka og sigruðu verðskuldað 3:0. Hús- víkingar áttu nokkur góð tæki- færi, en tókst ekki að skora. Lið FH er skipað mest handknatt- leiksmönnum, eldri og yngri, og skoraði Ragnar Jónsson 2 mörk in, en Örn Hallsteinsson 1. Fyrsta mark leiksins kom á 10. mín. fyrri hálfleiks, dæmd var aukaspyrna á Húsvíkinga innan vítateigs, og tóku Hafnfirðing- ar hana, og knötturinn fór yfir þverslá, en eitthvað var í ólagi og lét dómarinn endurtaka spyrnuna og tókst þá FH að skora (Ragnar). Á 35. mín. skorar svo Ragnar 2. mark FH, eftir góðan sprett, og lauk fyrri hálfleik 2:0. Sunnan gola var og lék FH undan golunni. Flestir bjuggust við að Hús- víkingar myndu ná sér betur á st'rik undan golunni í síðari hálf leik, en það var ekki. Á 7. mín. síðari hálfleiks bætti FH 3. markinu við og var Örn Hall- steinsson þar að verki. Eftir það upphófst mikið þóf, spyrnur út í loftið. Á síðustu mín. leiksins sóttu Húsvíkingar fast, en tókst ekki að skora, þrátt fyrir góð tækifæri. Leikur liða þessara var all stórskorinn á köflum, langspyrn ur eitthvað út í loftið, en sam- leikur sást varla, og það má telja mildi að enginn skyldi slasast alvarlega, eins harka- lega og leikið var. Á síðustu mín. leiksins urðu einhver orða skipti milli dómara og leik- manns úr FH og vísaði dómar- inn leikmanninum af velli eftir að hafa bókað hann, en síðan var dómarakast og leikurinn flautaður af. Dómari var Rafn Hjaltalín, Akureyri, og dæmdi hann af mikilli nákvæmni, en geysileg smámunasemi á staðsetningu á innköstum og aukaspyrnum, og um leið sífelldar endurtekning- ar á slíku setti leiðinda svip á EINAR B0LLAS0N LEIKUR MEÐ ÞÓR FULLVÍST er nú að einn bezti körfuknattleiksmaður landsins, Einar Bollason, verður þjálfari og leikur með 1. deildarliði Þórs í vetur. ? leikinn, og var þó ekki á sHkt bætandi vegna lélegrar knatt- spyrnu. FH leikur því í 2. deild næsta ár, en þeir féllu niður í 3. deiid í fyrra. Húsvíkingar leika áfram í 3., deild, þá vantar herzlumuninn til að komast upp, og vonandi tekst þeim á næstu árum að eignast gott lið, sem tryggir sér öruggan sess í 2. deild. Að leik loknum afhenti Jón Magnússon Hafnfirðingum fagr an farandbikar, sem keppt var um í 3. deild og hverjum leik- manni verðlaunapening og sleit síðan mótinu. Sv. O. Varahlutaverzlun auglýsir: Ljósasamlokur Ljósaperur Þokuljós Stefnuljósablikkarar 6, 12 og 24 volta Kveikjuhlutir, rofar, .kerti, leiðslur og kaplar í i'jölda bíla Utispeglar fyrir vörubíla Olíusíur í flesta bíla Rafgeymar Púströr og hljóðkútar Koparfittings og rör Demparar Háþrýsti-olíuslöngur í metratali Saman skrúfuð slöngutengi Sendum gegn kröfu. ÞORSHAMAR H.F. Akureyri - Sími 1-2700

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.