Dagur - 30.08.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 30.08.1967, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sirnar 1-1166 og 1-1167 Kitstjóri og ábyrgðarmaSur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. IÖLUVERT ATVINNULEYS! ÞÆR staðreyndir blasa nú við á Ak- ureyri hvort sem menn vilja mikla þær fyrir sér eða horfa framhjá þeim, að þar er töluvert og vaxandi at- vinnuleysi. Samkvæmt skýrslu vinnumiðlunar stjóra voru um síðustu mánaðamót skráðir 87 atvinnulausir, 76 verka- konur og 11 verkamenn. Auk þess 30 unglingar á gagnfræðaskólaaldri (13-15 ára). Á þessum árstíma hefur ekki áður verið atvinnulaust fólk á Akureyri. Frá áramótum hafa verið greiddar á staðnum í atvinnuleysisbætur 12 hundruð þús. krónur. Fólk horfir með nokkrum ugg til komandi vetrar vegna þess ástands í atvinnumálum, sem þessar tölur bera vott um og þeirrar óvissu um starfrækslu stórra atvinnustöðva, sem undanfarið hafa veitt fjölda manns atvinnu. Bæjarstjóm, verkalýðsfélög og atvinnurekendur á Akureyri þyrftu að halda ráðstefnu um þessi mál og leita allra tiltækra úrræða, sem sameiginlega kynnu að finnast í þessu þýðingarmikla vandamáli. Með því, og aðstoð stjórnarvalda við færar leiðir, ætti að vera unnt, að halda uppi þróttmiklu athafnalífi á Akureyri í framtíðinni eins og und- anfarin ár. Ráðstafanir til að tryggja fólki í Akureyrarkaupstað næga atvinnu, kunna að kosta mikla fjármuni, en atvinnuleysið er þó miklu dýrara. Þm' miður ógnar atvinnuleysið nú fleiri norðlenzkum þéttbýlisstöðum. Og þegar á heildina er litið er það ekki aðeins dálítið af atvinnulausu fólki á einhverjum stöðurn úti um land, er áhyggjum veldur, heldur er stærra vandamál á ferð. Þjóðartekj- urnar líta út fyrir að minnka veru- lega og viðskiptajöfnuðurinn við út- lönd er svo óhagstæður, að geigvæn- legt er, og því miður endist gjaldeyr- isvarasjóðurinn skammt þegar harðn ar á dalnum. Handaltófsfjárfesting undanfarinna ára, hverskonar brask og síðast en ekki sízt það efnahags- kerfi, sem beinlínis miðar að eyðslu, eru staðreyndir, sem segja til sín um leið og afli minnkar eða verðlag er- lendis hættir að hækka. Allt er þetta nú flestum að verða ljóst. Og ráð- herramir, sem fengu fólk til að kjósa sig í vor á röngum forsendum, tala nú daglega um „nauðsyn ráðstafana“ vegna hinna ýrnsu erfiðleika eína- hagslífsins. Þeir hefðu betur sagt þjóðinni satt áður en kosið var og látið fylgja {>au úrræði, sem stjórnar- flokkamir höfðu yfir að ráða. □ VIÐ NI4GARAFOSSA Ameríkubréf 14. ágúst. RÍKIN í U.S.A. eru 50 eins og stjörnurnar í hinum sameigin- lega fána þeirra. Norðaustan til, út að Atlantshafi, eru sex ríki, sem kölluð eru einu nafni Nýja England. Eitt þessara Nýja Eng lands ríkja er New Hampshire, sem mun vera 3-—4 sinnum fjöl mennara en ísland, og þar er smábærinn West Lebanon, þar sem við dveljum nú og væntan iega fram eftir hausti. Til þessa staðar er nálega 500 km. leið norður fi-á New York. Þar og í næsta bæ eru nú 15 íslendingar búsettir eða staddir um stundar sakir, að okkur meðtöldum. Nú erum við 10 úr þessum hóp ný- komin úr 8 daga feríalagi norð- ur fyrir landamæri Kanada. Á öllum alfaraleiðum héðan til norðurs er umferð nú sögð með meira móti vegna heims- sýningarinnar í Montreal. Og víst er um það, að stríður var sá straumur, sem við fylgdumst með á hinum miklu stein- steyptu eða asfalteruðu hrað- brautum. Það sem hér eru kall aðar hraðbrautir eru í raun- inni tveir vegir samhliða og víða langt bil á milli, en ein- stefnuakstur, tvöfaldur eða þrefaldur á hvorum vegi. Há- markshraði er mjög víða aug- lýstur, og á okkar leið voru 60 mílur algengur hraði á aðal- brautum. Mér finnst það nokk uð nýstárlegt, að bifreiðir skyldu ekki mega nema staðar nema á tilteknum stöðum, en þetta fer víst í vana. Hitt get- -ur vafist fyrir ókunnugum að finna rétta leið af einni hrað- braut yfir á aðra. Allir vegir eru hér nafnlausir, en tölusettir, og á ég enn erfitt með að átta mig á vegatölunum. í okkar för voru tvær bifreiðir og dró önnur þeirra hjólhýsi. Fyrir fjölskyldu er það talið eftir- sóknarvert að eignast hjólhýsi. Það kemur í stað tjalds. Mjög víða á leið okkar voru víðáttu mikil skipulögð svæði fyrir hjólhýsi og tjöld. Hjólhýsið rennur inn á sitt afmarkaða svæði með rúmum sínum, borði, stólum, eldavél og ísskáp, en tjald þarf að reisa og fella með nokkurri fyrirhöfn. Á áningar- stað fyrir hjólhýsi og tjöld er aðgangur að borði og bekkjum, vatnsleiðslu, snyrtiherbergjum, rafmagni og, ef vel er, að heitu Gísli Guðmundsson. og köldu steypibaði. Stæðin eru yfirleitt á grónu landi og trjágróður þar víða mjög fagur. Gjald er greitt fyrir stæði með þægindum, er því fylgja. Erfitt var að gera sér grein fyrir stærð víðáttu sumra þessara svæða, þetta voru í rauninni heilar borgir tjalda og hjólhýsa með merktu gatnakerfi og sýnd ist mér þar víða villugjarnt, er dimmt var orðið. En gaman var að sitja þar við viðareld á kvöld in. Allir, sem höfðu orðið sér úti um eldsneyti, gátu kynt slíkan eld á sínum stað. Fyrsta kv-öldið tjölduðum við á skógivaxinni eyju í stöðu vatninu Lake Champlain stutt frá landamærum Kanada. Nefni ég það síða-r Næsta dag fórum við yfir landamærin og komum síðdegis til Montreal. Niagarafossar. Úr vötnunum miklu nokkru vestar fellur St. Lawrencefljót austur í Atlantshaf og er stór- skipaleið. Montrealborg er við fljótið og heimssýningin á eyju í fljótinu. Hana skoðuðum við daginn eftir og komum ekki á tjaldstað fyrr en um miðnætti. Margt var þar mikilfenglegt að sjá, og manngrúinn óskaplegur af mörgum þjóðum og kyn- þáttum, og munu aðrir frá því segja í öðrum blöðum. Á þess- um slóðum eru frönskumæl- andi menn í 'miklum meirihluta og ræðuhöld de Gaulle í Mont- real rétt áður en við komum voru í nokkra daga umtalsefni allra blaða, sem ég hefi séð hér vestra. Frá Montreal lá svo leið okkar næstu tvo daga um kanadískt land, og upp með St. Lawrencefljóti fyrri daginn. Að kvöldi þess dags gistum við ofarlega við fljótið, sem þar og síðan ræður landamærunum. Förunautar okkar með hjólhýs ið fóru þar morguninn eftir suð ur yfir fljótið til Bandaríkjanna en okkar áform, sem raunar tókst, var að fara í kringum Ontariovatn, sem fljótið kemur úr, og hitta samferðafólkið aftur sunnan landamæra. Tak- markið var Niagara. Við komum til Niagarafossa, eða kanadíska þéttbýlissvæð- isins, sem við þá er kennt, skömmu fyrir sólsetur og ókum strax að fossinum. Þarna á ár- bakkanum er ein áf breiðgötum bæjarins og gangstétt með hand riði næst ánni. Eftir að við höfð um búið um okkur í tjaldstað, fórum við þangað aftur, og lent um þá í þrumuveðri og úrhell- isrigningu á leiðinni, en geng- um síðan alllengi um árbakk- ann móti fossunum, sem þá voru upplýstir með kastljósum. Aftur vorum við þarna hjiá foss unum lengi dags, fórum niður í jarðgöng sem liggja niður í ár- bakkann og undir fossröndina öðru megin þar sem hann fellur frá borginni. Allir sem þátt tóku í þeirri för, voru færðir í sjóklæði og ekki vanþörf á. Síðan fórum við í lyftu upp í útsýnisturn mjög háan. Sást þaðan vel yfir hina víðlendu borg eða borgir, fossana og ána allt niður í Ontariovatn, og mátti þetta í heild kallast dýrð- legt yfir að líta í sólskini þessa heita dags. Áin Niagara er fremur stutt, kemur úr Erievatni og fellur í Ontariovatn. Vatnsmagn henn- ar er gífurlegt. Fossarnir eru tveir og er allstór skógivaxin eyja í ánni milli þeirra. Þar eru líka margir smáhólmar skógi vaxnir, alveg niður undir fossbrúnir. Minni fossinn og eyjan er í Bandaríkjunum, en fossinn Kanadamegin er bæði hærri og miklu breiðari. Ifann er nefndur Skeifufoss, og fellur inn af skeifunni. Sú skeifa minnir á Ásbyrgi. Breiddin var mér sögð a. m. k. 2000 fet en hæð 50—60 metrar. Töfrar þessa staðar eru miklir og mátt ugir, 'aflið yfirþyrmandi, fegurð hins tæra, fallandi vatns undur samleg en allt um kring bros- andi land en byggð skógi vaf- in. Ósjálfrátt varð mér hugsað til þess, hve margir vatnafarar, sem fóru þessa leið í fyrsta sinn, úr vatni í vatn, kynnu að hafa endað æfi sína á þessum fagra stað. Saga frumbyggjaranna er hvergi skráð. Það var erfitt að fara frá Niagara. þennan dag. Leiðin lá nú aftur inn í Bandaríkin, og til baka þeim megin við Ontario- vatn. Næstu nótt gistum við á bandarísku heimili. Húsfreyjan raunar íslenzk, og þar var okk ur tekið opnum örmum. Síð- degis næsta dag hittum við aftur samferðaifólkið við St. Lawrencpfljót. Þarna er, í hinu breiða, langa stórfljóti, urmull af eyjum, stórum og smáum, yfirleitt skógi vöxnum. Þessar „þúsund eyjar“, sem svo eru nefndar, eru paradís ferða- manna og margar í eigu auð- manna, sem þar hafa byggt sér sumarbústaði. Við tjölduðum í einni og sigldum út í aðra. Sú eyja er mjög lítil og hjarta- löguð, enda kölluð Hjartaeyja. Þar duldist fyrrum frægur stigamaður og rændi vatnaskip. Auðmaður frá New York var langt kominn að byggja þar eftirlíkingu af miðaldarkastala eftir síðustu aldamót og ætlaði að dvelja þar með konu sinni sem hann að sögn unni mjög. En sigð dauðans snart konu hins ríka manns, og daginn, sem það skeði, hættu hamars- höggin að glymja í Hjartaeyju. Smiðirnir voru kvaddir á burt frá verki sínu og kastalinn var aldrei fullgerður. Hann varð aldrei mannabústaður og virð- ist ekki vera haldið við, en margir ferðamenn leggja þang að leið sína. Eina nótt gistum við í „þús- und eyjum“, og eina nótt miklu neðar við fljótið. Síðasta dag- inn lá leiðin yfir breiða lægð milli tveggja fjalla, sem kalla mætti Vatnadal. Á norðurleið Flutningatæki við Niagarafossa. höfðum við gist á öðrum stað í þeim dal. Lake Champlain, sem er firnalangt, en tiltölulega mjótt, liggur þarna norður að landamærum. Rétt sunnan við það er annað vatn, einnig mjög langt. Þar um vötnin var al- faraleið hvítra landnema á 18. öld milli Bandaríkjanna og Kanada, hvort sem þeir fóru með friði eða ófriði Fólk syðra kallaði þessi vötn „hliðið í norðri“. Um þetta norðurhlið fóru herflokkar Frakka þá Kanada og Breta frá nýlend- unum á austurströnd Banda- ríkjanna, sem oft áttu í styrjöld um út af yfirráðum yfir kunn- um löndum hins nýja heims, og stundum með aðstoð Indí- ána. Þarna við Lake Champlain sunnanvert byggðu Frakkar virkið Ticonderoga (orð úr Indíánamáli eins og mörg önn- ur örnefni hér), sem var end- urreist á þessari öld til minja. Þar dvöldum við um stund, skoðuðum gamla múra og fall- byssur, sem liklega eru um 100 á þrem hæðum virkisins — með tilheyrandi minjasafni — og lét um hugan reika. Hin miklu ríkjasambönd, Norður-Amer- íka, Bandaríkin og Kanada, hafa gert fallbyssur óþarfar á þessum stað. G. G. r Alykfanir Búnaðarsambands Ausfurlands AÐALFUNDUR Búnaðarsam- bands Austurlands 1967, leggur áherzlu á, að rafmagnsmál fjórðungsins verði tekin fastari tökum en hingað til. Fundur- inn beinir því til þingmanna fjórðungsins og raforkumálaráð herra a ðþeir beiti sér fyrir því, að nú þegar verði hafnar fram- kvæmdir við virkjun Lagarfoss til þess að tryggja næga raf- orku í fjórðungnum og dreif- ingu hennar um þær sveitir sem enn hafa ekkert rafmagn fengið frá almenningsveitum, verði lokið á næstu þremur ár- um. Aðalfundur B.S.A. 1967, skor ar á útflytjendur landbúnaðar- vara, framleiðsluráð og land- búnaðarráðherra,. að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að leita nýrra markaða erlendis fyrir íslenzkt dilkakjöt. Og þá sérstaklega að leita eftir hótelmarkaði fyrir einstaka hluta úr hverjum skrokk, þar sem afganginn mætti fullnýta innanlands til vinnslu, eða á annan hátt. Aðalfundur B.S.A. 1967, lýsir ánægju sinni yfir því að Áburð arverksmiðjan h.f. varð við beiðni Héraðsbúa um að köfn- unarefnispöntunum þeirra var fullnægt með útvegun kalk- saltpéturs að nokkrum hluta á þessu ári, og væntir þess fast- lega að Austfirðingar geti feng- ið hann í ríkari mæli á næsta ári og framvegis. Þá beinir fundurinn þeim til- mælum til Áburðarverksmiðj- unnar h.f., að hún svo fljótt sem yerða má, breyti fram- leiðslu sinni á þann hátt að framleiða alhliða áburð kalk- blandaðan og kornaðan svo og kalkblandaðan köfnunarefnis- áburð. Ennfremur að allur áburður verði pakkaður í plast- umbúðir. Aðalfundur B.S.A. 1967, vek- ux' athygli á að enn einu sinni hafa orðið vei'ulegar kal- skemmdir á þessu voi'i á sam- bandssvæðinu og víðar á land- inu. Fundurinn skorar því á Rannsóknarstofnun landbúnað- arins, að rannsóknir á kali verði stórauknar, og mælir með fx'amkominni hugmynd um að stofnunin feli einum sérfræð- inga sinna að helga sig kalrann sóknum, og að hann hafi að- setur á Austur- eða Norður- landi, þar sem kalhætta er mest. Aðalfundur B.S.A. 1967, skor ar á landbúnaðarráðheri'a að vinna að útrýmingu búfjái'veiki þeiri'ar sem upp hefur komið í Eyjafirði, þar sem fundurinn tel ur útbreiðslu þessa sjúkdóms mjög alvai'legan fyrir landbún- aðinn, ef hann nær að breiðast út. Aðalfundur B.S.A. 1967, bein ir þeirri áskorun til bænda á sambandssvæðinu, að vera vel á verði að flytja ekki gripi úr Eyjafirði sem borið gætu hrings kyrfi á miHi landshluta, og verði dýralæknir fenginn til samstai'fs um þetta. Aðalfundur B.S.A. 1967, vítir það eftirlitsleysi sem átt hefur sér stað á sl. vetri með innflutn ingi á nýjum og óþekktum fóð- urvörum sem reyndust. hættu- legar í notkun, og leiddu til stór tjóns fyrir ýmsa bændur í land inu. Fyrir því skorar fundurinn á næsta Búnaðai'þing að beita sér fyrir því að eftirlit sam- kvæmt lögum um innflutning og verzlun með fóðurvörur verði eftirleiðis framkvæmt á þann hátt að því megi treysta að ekki verði á sölumarkaði fóðurvöriu' sem hætta geti staf- að af við notkun. □ - Hinnisvarði afhjúpaður (Framhald af blaðsíðu 8). ið og verður því útengjahey- skapur mjög lítill. Nýting heyja er með bezta móti en afrakstur með minnsta móti. Margir bændur verða nú að sætta sig við helmings töðumagns og jafn vel enn minna, sérstaklega úti á Langanesi. Um hádegi á laugardag kvikn aði í íbúðarhúsinu Sætúni í Sauðaneshreppi út frá miðstöð. Svo heppilega vildi til að nokkr ir menn er störfuðu við skurð- gröfu, auk þess tveir gestir, voru staddir í Sætúni er þetta bar til og sátu að hádegisverði. Tókst að slökkva eldinn á skammri stund og áður en slökkviliðið kom á staðinn. Hvasst var þennan dag og íbúðai’húsið allt klætt með timbri að innan. Hefði það því brunnið á svipstundu ef aðgerð ir hefðu dregizt. Það auðveld- aði slökkvistarfið að þrýstingur var mikill í vatnsleiðslu til bæj arins. Skemmdir af eldi urðu ekki mjög miklar en miklar af reyk og vatni. Bóndinn í Sæ- túni heitir Vigfús Jósefsson. Jón Jónsson jai'ðfi'æðingur var hér nýlega og athugaði þá meðal annars volga uppsprettu í landi Gunnarsstaða. Hún í'eyndist 28 stiga heit og er 10— 12 km. suðvestur frá bænum. Afli hefur verið sæmilegur og sjómenn róa nú allir 'með línu. Hætt.er nú hinum stór- vixku veiðiaðferðuin í Þistil- firði. Ó. G. Fjölmenni var á Hólahátíðinni Frostastöðum 17. ágúst. Sunnu- daginn 13. ágúst sl. var hin ár- lega hátíð Hólafélagsins haldin að Hólum í Hjaltadal, í fögru veðri við fjölmenni. Fyrir hádegi samdægurs var aðalfundur félagsins haldinn að Hólum. Fóru þar fram venju- leg aðalfundarstörf. Að þessu sinni áttu að ganga úr stjóm félagsins sr. Sigui'ður Guð- mundsson, Grenjaðarstað, sr. Pétur Sigurgeirsson, Akureyri, fi'ú Emma Hansen, Hólum og sr. Gísli Kolbeins, Melstað. í þeirra stað voru kjörnir í stjórn ina: sr. Bolli Gústafsson, Lauf- ási, Finnbogi S. Jónasson, Akur eyri, frú Helga Kristjánsdóttir, Silfrastöðum og sr. Pétur Ingjaldsson, Höskuldsstöðum. Eftir hádegið hófst hátíða- messa í Hóladómkirkju. Fyrir altari þjónuðu sr. Þórir Stephen sen og sr. Björn Bjömsson, dóm kirkjuprestur. Sr. Benjamín Kristjánsson flutti predikun. Kirkjukór Sauðárkróks annað- ist kirkjusöng undir stjórn Ey- þórs Stefánssonar tónskálds og við undirleik frú Guði'únar Ey- - Tliraunir með flutn- ing fersksíldar (Framhald af blaðsíðu 1). tækan samanburð á því að salta síldina um borð í veiðiskipun- um í tunnur á venjulegan hátt, eða ísa hana í veiðiskipunum eða varðveita hana á annan hátt eða umskipa henni og ísa í stí- um eða kössum um borð í flutn ingaskipum eða setja síldina hausaða eða óhausaða í pækil- kör eða pækiltanka eða kældan sjó um borð í sérstöku flutninga skipi eða tankskipi eða fara ein hverjar aðrar leiðir til hagnýt- ingar síldar á fjarlægum mið- um, svo sem Norðmenn gera um borð í ms. Kosmos IV. Síldarútflutningsnefnd sam- þykkir að fela fi’amkvæmda- stjórum nefndarinnar, Gunnari Flóvenz og Jóni Stefánssyni, að hafa forgöngu um það í samráði við Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins að slíkar tilraunir verði gerðar og skýrslur gerðar um niðurstöðu þeirra og upplýs- inga aflað um tilraunir og starf semi Norðmanna og fleiri þjóða á þessu sviði. Þá samþykkti Síldarútvegsnefnd að leggja fram allt að 250 þús. kr. í þessu skyni. Að fenginni skýrslu fram- kvæmdastjóranna mun Síldar- útvegsnefnd ákveða hvaða leið- um hún vill mæla með til þess að hagnýta sild á fjarlægum miðum til söltunar eða frysting ar.“ □ - Skýli verður reist (Framhald af blaðsíðu 1). hingað til Akureyi-ar og í'áðgert að reyna að koma því upp um næstu helgi. Þökkum hina myndarlegu gjöf til minningar um Ólöfu og Ingibjörgu Eld- járn með því að starfa af eins miklum áhuga og ósérhlífni og þær ávallt gjörðu, þökkum for- manni félagsins rausn hennar og öll störf, um leið og við biðj- um þeim öllum blessunar Guðs. Akureyringar, konur og karl ar, er vilja hjálpa við að reisa skýli á Öxnadalsheiði næstkom andi laugardag og sunnudag vinsamlegast talið við Sesselju Eldjárn sem fyrst. F. h. deildarmnai', Sigríður L. Árnadóttir, gjaldkei'i. þórsdóttur. Söng kórinn m. a. stólvers eftir Eyþór Stefánsson, nýtt, fagurt og stílhreint tón- verk, sem höfundur ' helgar minningu Jóns biskups Ög- mundssonar. Að messu lokinni nutu menn um sinn staðarins, góðviðris og veitinga en síðan var gengið til dómkirkju á ný. Þar flutti sr. Þórir Stephensen erindi um Hólafélagið, störf þess og stefnu mið. Steindór Steindórsson menntaskólakennari á Akur- eyri talaði snjallt mál um Jón biskup helga, líf hans og störf og áhrif á samtíð og sögu. Kii'kjukór Sauðárkróks söng milli í-æðna. Lauk svo samkom unni með því.að sr. Pétur Sigur geirsson flutti bæn en kirkju- gestir sungu sálminn: Víst ertu Jesús kóngur klár. Meðan dvalist var í kirkju í síðara sinnið sáu þau sr. Jón Bjarman og Unnur Halldórs- dóttir um barnaskemmtun í leikfimishúsi skólans. inhg. Málverkasýnin SL. LAUGARDAG opnaði Sig- fús Halldórsson tónskáld og listmálari málverkasýningu í Landsbankasalnum. Á sýning- unni eru 50 málverk, og öll héð an frá Akui’eyi'i. Ég ætla mér ekki að dæma um einstök mál- vei'k, til þess vantar mig þekk- ingu, ég vil með þessum fáu lín um vekja athygli fólks á þess- ari sýningu, því .hún er fyllilega þess virði, að eyða stund með þessum elskulega listamanni. Sigfús Haldórsson þarf ekki að kynna, hann þekkja allir gegn- um hans fallegu lög, og er ég sat hjá honum eina kvöldstund um daginn, sagði ein frú um leið og hún þakkaði Sigfúsi: „Svo þakka ég yður líka fyrir Litlu fluguna.“ En þeir sem þekkja Sigfús persónulega, hafa betri skilning á verkum hans. Þeir þekkja þroskaðari lista- mann með stóra barnssál sem heyrir og sér, fegurð í öllu. Er ég spurði Sigfús, hvers vegna hann hefði allar myndirnar héð an, sagði hann: „Akureyri er fallegur bær, og hér hefur mér ævinlega verið vel tekið, ég er að reyna að greiða þá skuld, og þó ég sé Reykvíkingur, er ég þó fyrst og fremst íslendingur.“ Eins og ég sagði áðan eru allar myndirnar héðan frá Akureyri, er gaman að sjá hve mæmur hann hefur veiúð, að velja sér falleg mótív, og oft hafa augu hans staðnæmst við kirkjuna, en Sigfús sagði við mig, að hann saknaði gömlu kirkjunnar í fjörunni. Ég hef komið á málvei'kasýn- ingu, og farið út án þess að vita hvað upp eða niður var á mynd um, nema ég gat mér þess til að málarinn hefði snúið þeim rétt. Það má vel vera að það sé list, hún er víst óúti'eiknanleg er okkur sagt. Kjarval - meistari var einu sinni spurður hvað væri list. Hann svaraði með annarri spurningu, hvort spyrj- andinn hefði boi'ðað á hóteii sem hann tiltók? Jú, hann hafði gert það. Og þá sagði Kjarval: „Það er lyst.“ Þeir sem sjá sýningu Sigfúsar fara þaðan út hreyknir yfir hve bærinn þeirra sé fallegur. Af þessum 50 myndum sem á sýn- ingunni eru, eru þegar 20 mynd ir seldar, og aðsókn vei'ið góð. Hafðu kæra þökk fyrir kom- una, Sigfús. J. Ö. Sálmar og sönglö UM þessar mundir er verið að Ijúka við fjölritun bókai', sem Bókaútgáfa Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti gefur út. Það mun verða kærkomin bók í safnaðarstarfi krikjunnar. Þar eru 53 sálmar og lofsöngv- ar ásarnt sönglögunum með full kominni í'addsetningu. Að því leyti til er hér um nýbreytni að ræða og til mikils hagræð- is, að nóturnar fylgi með hverju erindi textans. Af sálmunum eru 20 sigildir sálmar úr sálmabókinni. 33 söngvar eru teknir úr öðrum bókum, innlendum og erlend- um. Sum lögin og sálmai', sem þar eru, þekkja margir og nota við söng, en annað er þar af nýju efni. Af þeim sökum var nauðsynlegt, að láta hvort tveggja birtast, lögin og sálm- ana. Auk þess er í bókinni messu- skrá hinna almennu æskulýðs- daga, og valdir kaflar úr 15 Davíðs sálmum ætlaðir til sam- lesturs. Nótumar eru hand- skrifaðar af séra Friðriki A. Friðrikssyni fyrrv. prófasti, og er það verk snilldai'lega imnið. Vér viljum gefa söfnuðum, æskulýðs- og barnastarfinu, kii’kjukórum og öðrum aðilum, sem að söngmálum vinna kost á að eignast bókina. Hún kost- ar kr. 125,00, en séu tekin í einu 20 eintök eða fleiri kostar hún ki'. 100,00. Ef þér óskir eftir því að eignast bókina fyrir söngstarf- semi yðai’, þá biðjum vér yður vinsamlegast • að láta oss vita hið allra fyi'sta, og munum vér þá senda hana í póstkröfu um leið og hún er fullgei'ð. LTpp- lagið er takmai'kað, og mun það hrökkva skammt ef bók- in vei'ður almennt notuð hjá kirkjukórum og við æskulýðs- starf. Bókinni er ætlað að bæta úr bi'ýnni þörf á þeim vett- vangi. Utanáskrift: Bókaútgáfr ÆSK í Hólastifti Pósthólf 87 Akureyri. Virðingai-fyllst, ’ii f. h. útgáfunnar. Gunnl. P. Kristinsson. - Félagsheimili vígt (Fi-amhald af blaðsíðu 8). þús. tonn til vinnslu. Síldin, sem nú veiðist, er 24—26% feit og væri því mjög góð söltunar- síld ef hún kæmist óskemmd til hafnai'. Engin isíld hefur fundizt á miðunum á venjulegum slóðum, en erlend veiðiskip fengu um tíma allgóða veiði í reknet aust an við land. Sæmilegur þorskafli hefur vei'ið hér í allt sumar og hefur einkum fiskazt á íæri. Nokkrir aðkomubátar hafa veitt tölu- vert af ufsa við Langanes að undanförnu. H. H,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.