Dagur - 30.08.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 30.08.1967, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT **z Fallegt seglskip hér á Pollinum Á MÁNUDAGINN virtu marg- ir fyrir sér seglskútu í Akur- eyrarhöfn og síðan á Poll- inum. Þar var komin hin 40 feta langa Delight undir stjórn hjón anna Patriea og Wright Britton. Hann er prófessor í enskri tungu og eiga þau heima í New York og komu á þessum far- kosti vestan um haf og var Ný- fundnaland síðasti áfangastað- urinn áður en þau komu til ís- lands. Hér ætla þau hjón að dvelja um skeið, taka myndir og safna efni fyrir tímaritið National Geographieal Maga- zine, sem út er gefið í sex millj ón eintökum. Héðan er ætlunin að sigla til Englands. Vonandi gengur ferðalag og efnissöfnun greiðlega. Falleg er litla skútan, en naumast sýnist hún hæf til ferðalaga um Atlantshaf í stór- viðrum. ? SEXTÁN ARNARUNGAR Fróðir inenn telja, að í sumar hafi 16 arnarungar komizt á legg og orðið fleygir, afkom- endur 12 arnarhjóna. Fullorðn- ir ernir eru taldir vera 38 á landinu og 6 ungir ernir, auk arnarunganna 16 frá þessu sumri. Svo sem tölur þessar bera með sér, má ekkert út af bera ef þessi litli stofn' á að halda velli. y ' VAR KIRKJAN VAN- HELGUÐ? Brúðkaup „Bahai"-fólks var fyrir skömmu gert í Árbæjar- kirkju í Reykjavík og var á eftir uppi fótur og fit. Biskup landsins lýsti því yfir að hér væri um mistök að ræða. Hins vegar árnaði hann bruðhjónun- um heilla og taldi ekki þörf á að endurvíga kirkjuna vegna þessa atburðar. En Bahai-trú- flokkurinn játar ekki kristna trú. RÚSSNESK ÞOTA Það bar við 23. ágúst að rúss- nesk farþegaþota nauðlenti á Keflavíkurflugvelli. Hafði hún hreppt mótvind á leið sinni frá Havana til Moskvu og varð að Alhjúpun minnisvaröa á Langanesi Gunnarsstöðum 28. ágúst. Hinn 19. þessa mánaðar var afhjúp- aður í Sauðaneskirkjugarði á Langanesi minnisvarði um 17 Félagsheimiii vígt á Raufarhöfn Raufarhöfn 28. ágúst. Á föstu- daginn í síðustu viku var vígt nýtt félagsheimili á Raufarhöfn. Það hlaut nafnið Hnitbjörg. Raufarhafnarhreppur, Kvenfé- lag Raufanhafnar og Slysavarna deild kvenna á Raufarhöfn eiga félagsheimilið. Ákvörðun um byggingu var tekin 1958 en 3. september 1962 var fyrsta skóflustungan tekin. Sá hluti byggingarinnar sem nú var vígður er 585 fermetrar að flat- armáli. Teikningar gerði Jósep Reynis arkitekt og Geir Ágústs son var byggingarmeistari. Séra Marinó Kristinsson Sauðanesi vígði stofnunina og gaf henni nafn, Kirkjukór Rauf arhafnar söng, ljóð voru lesin og ræður fluttar. í félagsheimilinu er stór sam- Stéttarsambandsfundur AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík um næstu heilgi. Þar mæta fulltrú- ar bænda frá öllum byggðum landsins. Verður þar að sjálfsögðu fjall að um verðlagsmálin og önnur hagsmunamál bændastéttarinn ar. Verðlagsnefnd hefur aðeins haldið einn fund um búvöru- verðið en frestað frekari störf- um fram yfir aðalfundinn. For- maður Stéttarsambands bænda er Gunnar Guðbjartsson. ? komusalur, leiksvið, búnings- herbergi, kaffistofa og snyrti- herbergi. í þeim hluta bygg- ingarinnar sem ekki er enn ris inn verður veitingasalur og fundarherbergi þeirra félaga, sem að byggingunni standa. Sildarverksmiðjan hefur nú tekið 'á rhóti 26 þús. tonnum síldar. Á sama tíma í fyrra hafði verksmiðjan _ fengið 42 (Framhald á blaðsíðu 5). norska sjómenn er týndust þar með skipi sínu fyrir 60 árum. Nokkrir Norðmenn korhu til að vera við afhjúpun minnisvarð- ans og voru þeir fná Tromsö, en þaðan var skipið og áhöfn þess. Norskum fánum og blómsveig- um hafði verið komið fyrir við altari kirkjunnar, séra Marinó Kristinsson prófastur flutti bæn og kirkjukórinn söng. Úti við minnisvai'ðann flutti Jchan Hager formaður í heimskauta- félagi í Tromsö ræðu, rakti að- draganda slysins og minntist sjómannanna. Skipið hét Frid- tjof. Norsk stúlka, Inger Stener sen gekk nú fram klædd þjóð- búningi og afhjúpaði minnis- varðann, er sveipaður hafði ver ið norska fánanum. En afar hennar báðir fórust með skip- inu. Þá flutti Árni G. Eylands ræðu, en hann var hvatamaður að uppsetningu minnismerkis- ins og sá um það verk. Aðal- björn Arngrímsson flutti frum- samið kvæði og prófasturinn flutti að síðustu blessunarorð. Minnisvarðinn er úr granit frá Tromsö. Á hann eru skráð nöfn þeirra 17 sjómanna er fórust með skipi sínu við Langanes fyrir 60 árum. Veðrátta hefur nú verið sér- staklega hagstæð um skeið og heyskap á túnum er að Ijúka. Margir reyna að bæta sér upp lélegan töðufeng með því að heyja á óræktuðu landi. En óáborið land er nvjög lítið sprott (Framhald á blaðsíðu 5). Nýju Iðju-húsin risu við Reykjahlíð í sumar, byggð fyrir Kísiliðjuna. Er síðar var grafið með hjálp loftpressu fyrir skólpleiðslu, kom í ljós hellir mikill þar undir og standa fleiri en eitt á hellisþakinu. Til vinstri eru eldri hús. (Ljósm.: E. D.) fá hér eldsneyti. Þessi vél er 180 tonn fullhlaðin og því hið mesta ferlíki. Rússneskar flug- vélar hafa ekki lendingarleyfi á íslandi, og enginn gagnkvæmur loftferðasamingur er til milli landanna. Þarf því ráðuneytis- leyfi til slíkra lendinga hverju „SAUDAÞJOFNAÐUR VORRA TÍMA" Framkvæmdarstjóri laxaeldis- ihs í Lárósi á Snæfellsnesi ságði, að um eina helgi hefðu 140 laxar gengið, upp í gildrur stöðvarinnar í ósnum og þar af 19 með netaförum. Hér er um að ræða stofnfisk, sem öflun hrogna til klaksins byggist á. Netaförin vitna um óleyfilega laxveiði í sjp, og líkir fram- kvæmdastjórinn þessari ólög- legu netaveiði við sauðaþjófnað fyrri tíma. DANIR SIGRUÐU MED 14:2 Það er víst óhætt að telja för íslenzkra knattspyrnumanna til Danmerkur í síðustu viku eina hina hraklegustu, sem um get- ur. Þeir háðu landsleik við Dani. Danir sigruðu með 14:2. Hnefahögg, „ svartamyrkur, smán o. fl. lýsingarorð hafa ver ið notuð um þennan kappleik. „Liðið var eins og sljórnlaust rekald" á Idretsparken og var leikið sundur og saman af Dön- um en 20 þúsundir áhorfenda æptu af fögnuði segir áhorf- andi. Það er að vísu sorglegt að íslenzkir íþróttamenn séu eins og viðundur veraldar á fjöl- mennum, erlendum leikvangi, en um Ieið er hneysan e. t. v. íþróttafólki að einhverju leyti holl. Vonandi opnar þessi dæmalausi íþróttaósigur augu margra fyrir því, að ekki má láta happa- og glappastefnu ráða í íþróttamálum. ÞAÐ REYNDIST. RÉTT Fyrir mörgum árum var það haft eftir Halldóri Laxness, að hann greiddi Dag einan blaða. Hann var nýlega að þessu spurður og kvað hann þetta rétt vera. En sig vantaði þó ekki beinlínis lesefni því að hann fengi að staðaldri yfir 70 blöð og tímarit innlend og út- lend. i VONDA BJALLAN Margar bjöllu<tegundir eru til hér á landi og eru meinlausar. En Coloradobjallan, sem i'luti var hingað til lands með pólsk- um kartöflum á dögunum er ekki meinlaus. Talið er, að síð- an 1940 hafi hún í Bandaríkjun xim valdið 40 millj. dollara tjóni á ári hverju á kartöflum. En vonandi hefur þessi vonda bjöllutegund endað æviha í haf inu með þeim 200 tonnum af kartöflum, sem hún fannst í. Þörf er á því, að vera vel á verði gagnvart innflutningi snýkjudýra, ekki síður en sjuk dóma, ekki sízt vegna aukinna ferða og flutninga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.