Dagur - 13.09.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 13.09.1967, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR DAGS ÍÞRÓTTAFRÉTTIR DAGS ÍÞRÓTTAFRÉTTIR DAGS ÍÞRÓTTAFRÉTTIR DAGS ÁKVEÐIÐ er nú, að hinn kunni handknattleiksmaður, Matthías Ásgeirsson, sem leikið hefur með Haukum í Hafnarfirði um árabil, verð- ur þjálfari 2. deildarliðs ÍBA og leikur hann einnig með því í vetur. Matthías er flutt ur til Dalvíkur og er iþrótta kennari þar, en eins og sagt hefur verið frá áður er risið myndarlegt íþróttaihús á Dal vík. Ekki er að efa að það er mikill fengur að því að fá Matthías til að þjálfa og leika með handknattleiks- mönnum hér og bjóða hand- knattleiksmenn hann vel- kominn til starfa. Áður var frá því sagt, að Einar Bollason þjálfar og leikur með I. deildarliði Þórs í körfuknattleik. — Það er því sýnilegt, að óvenju fjölskrúðugt íþróttalíf verð- ur hér í vetur og skemmti- leg keppni ætti að geta orðið hér í íþróttaskemmunni. Þá verður skíðaíþróttin með miklum blóma. Eina skiðalyftan á íslandi tekin í notkun í Hlíðarfjalli, og Skíðamót íslands um pásk- ana. Böðin í íþróttaskemmuna vantar enn. Fyrirhugað er að opna A í velur íþróttaskemmuna fyrir æf- ingar um næstu mánaðamót. Þess vegna er nauðsynlegt að minna á það hér, að böð- in eru enn ekki tilbúin og verður að kippa því í lag hið bi-áðasta. Það er algjörlega óviðunandi að íþróttafólkið geti ekki farið í bað að æf- ingum loknum, enda er víst ekki mikið sem á vantar til þess að kippa þessu í lag, einn hitavatnsdunk. Þá þarf að lagfæra ýmislegt í húsinu og er að verða stuttur tími til stefnu, ekki nema rúmur hálfur mánuður og því nauð synlegt að hefjast handa strax. Sv. O. Frá Golfklúbbi Akureyrar: Sævar Gunnarsson sigraði Frá leikjum Vestmannaeyinga og Akureyringa um sl. helgi: Átján mörk í tveim leikjum! SÍÐASTLIÐINN laugadag fór fram á íþróttavellinum bæja- keppni í knattspymu milli Vest mannaeyinga og Akureyringa, en eins og kunnugt er leika Vestmannaeyingar í I. deild næsta ár, eftir sigur í II. deild fyrir skomrnu. í lið Akureyr- inga vantaði Pétur og Jón Frið riksson, og virtist það veikja vömina mjög. Á sunnudag léku svo Iiðin aftur. Akurevrarliðið var nokkuð breytt, inn komu Steingrímur, Páll, Aðalsteinn, Jón Friðriksson og Halldór Rafnsson í markið. Á laugardag fóru leikar svo, að ÍBA sigraði 6:4. — í fyrri hálfleik skoruðu Akureyringar 5 mörk, en Vest- mannaeyingar 1, en í síðari hálf leik, sem er líklega sá slakasti, sem ÍBA-liðið hefur átt í sum- ar, þar sem allt mistókst 'hjá framherjunum og vörnin opnað ist illa á köflum, skoruðu Vest- mannaeyingar 3 mörk gegn 1 marki ÍBA, sem sagt 10 mörk í 1 leik. Full mikið af svo góðu. Þó Akurevringar léku undir getu í síðari hálfleik, vantar þó mikið á að Vestmannaeyingar standi jafnfætis hiniun I. deild- ar liðunum, sem leikið hafa hér í sumar. Leikurinn. Strax á 3. mín. skora Akur- eyringar sitt fyrsta mark, og var Þormóður þar að verki, lék mjög laglega í gegn. Mínútu síðar ver svo Samúel gott skot frá Vestmannaeyingum. Síðan skiptast liðin á sóknarlotum. Á 20. mín. skorar svo Kári 2. mark ÍBA, úr að því virtist von lausri stöðu út við endamörk, gaf knöttinn fyrir markið og fór hann undir markvörð ÍBV og í markið. Þetta var fyrx-a klaufamarkið sem Vestmanna- eyingar fengu á sig í þessum leik. Annars vai’ði markvöi’ður þeirra oft með ágætum. Á 21. mín eru 3 hornspyrnur á Akur eyringa í röð og tókst ÍBV að skora úr þeirri síðustu, skalli að marki, en Samúel virtist hafa góð tök á að verja, en Vest mannaeyingur stóð aftan við hann og mun hafa stjakað við honum. Á 23. mín. er enn hætta við mark ÍBA, en var bægt frá. Kári skoi-ar 3. mark ÍBA á 32. mín. eftir góða sendingu inn úr Á 37. mín. gefur svo Þormóður fyrir á Skúla, sem ékallar 1 þverslá, en hann fær knöttinn aftur og skorar 4. mark ÍBA. Skúli er aftur á fei’ðinni á næstu mínútu, fékk góða send- ingu frá Rögnvaldi og skoraði 5. mai’k ÍBA, stöng og inn. Á 43. mín. er svo Kári í dauðafæri en skaut framhjá. Þannig end- aði fyrri hálfleikur 5:1. í síðai’i hálfleik færðist logn- molla yfir ÍBA-Iiðið, en Vest- mannaeyingar sóttu í sig veðr- ið. Þó sóttu Akureyx-ingar fast en allt mistókst og lenti í þvögu innan vítateigs, en langskot lít- ið reynd og linlega fylgt eftir af sóknarmönnum. Á 8. mín síðai’i hálfleiks urðu mistök hjá vörn ÍBA og Vestmannaeyingar skox-a sitt.2. mark. Á 17. mín. skoi-ar svo Guðni með lausu sk'óti, tnai’kvörður'hafði hendúr á knéttinum en missti h'ann irm, annað klaufamarkið. Á 18. mín. er svo dæmd vítaspyrna á ÍBA, en skotið fór yfir. Spyrnan var síðan endurtekin, Samúel hef- ur sennilega rótað sér í mark- inu í fyrra sinn, og nú skorar ÍBV sitt 3. mai-k. Á 42. mín. skora svo Vestmannaeyingar sitt 4. mark eftir varnarmistök hjá ÍBA. Dómari var Rafn Hjaltalín og dæmdi vel. I leik þessum sýndu Vest- mannaeyingai- ágætt keppnis- skap, þeir gáfust aldrei upp, þótt útlitið væri óneitanlega svart í hálfleik 5:1, en talsvert finnst mér vanta á leik þeirra til að þeir geti búist við langri setu í I. deild. Þó skal engu um það spáð fyrirfi-am. Leikur Akui-eyringa var á' köflum góður, en í síðari hálf- leiknum uppskáru þeir ekki sem skyldi fyrir erfiðið. Það var oft sótt látlaust að marki ÍBV margar mínútur í senn en ekki tókst að skora, enda er mjög erfitt að skora þegar leikmenn beggja liða eru komnir í þvögu innan vítateigs, þá þax-f að vera snöggur að skjóta, ef slíkt á að heppnast, þegar allt er fullt af mönnum til varnar. Akureyr- ingar hefðu líka mátt reyna meira langskot, þótt þau heppn ist afar sjaldan hjá íslenzkum knattspymumönnum. Auðvitað þarf líka að dreifa spilinu meira út á kantana þegar annað liðið liggur í vörn, og fylgja svo fast eftir að max-kinu. Það er svo til vonlaust að ætla að brjótast í gegn á miðjunni þegar um al- geran varnarleik er að ræða hjá móthei-junum, það sýndi sig í KR-leiknum og aftur nú. Á sunnudag léku svo liðin aftur eins og áður segir. Vest- mannaeyingar skoruðu 1. mark ið á 11. mín., laglega gert. Akur eyringar jafna úr víti á 22. mín., Skúli. Á 25. mín. skorar svo Steingx-ímur fyrir ÍBA, en á 34. mín. jafnar ÍBV með fallegu marki. Þannig lauk fyrri hálf- leik 2:2. í síðari hálfleik skora svo Akureyringar 4 mörk, en ÍBV ekkert. Mörk ÍBA skoruðu Skúli á 15. mín. mjög fallegt mark, Steingrímur á 32. mín., fékk knöttinn frá Kára, á 42. mín. skaut svo Kári í þverslá og knötturinn hrökk þaðan til Páls, sem skallaði í mark, og síðasta markið skorar Stein- grímur á 44. mín. Þannig lauk iþessum leik 6:2 fyrir ÍBA. í tveim leikjum voru því skoruð 18 mörk og munar um minna! Dómari var Páll Línberg og dæmdi vel. (Framhald á blaðsíðu 7). HIN svonefnda Coca-Cola- keppni fór fram í fyrsta sinn hér á Akureyri dagana 9.—11. þ. m. Voru þátttakendur allir frá Akureyri, nema einn frá Húsavík, en þaðan hefir lítið borið á golfiðkendum fyrr en nú. Þetta er opin keppni, 72 hol ur með og án forgjafar, og voru leiknar 9 holur fyrsta daginn, 27 annan daginn og 36 þann þriðja. Er þetta ein erfiðasta keppni ársins, en tókst nú mjög vel undir öruggri stjóm þeirra Sigurbjarnar Bjarnasonar og Mikaels Jónssonar, sem eiga miklar þakkir skyldar fyrir störf sín í þágu golfíþróttarinn- ar, bæði fyrr og síðar. Sævar Gunnarsson vann þessa keppni með glæsibrag, var 23 höggum betri en næsti maður. Eins og oft óður var fljótt ljóst hverjir kæmu til með að berjast um sigurinn, en þó hafði Sævar alltaf forystuna. Árni Jónsson, sem lítið hefir verið með undanfarin ár, kom mjög á óvart, var lengst af í 3.— 5. sæti án forgjafar, enda vann hann forgjafarkeppnina mjög glæsilega, var 24 höggum á und an næsta manni. Um annað sæti var keppnin mjög hörð og skemmtileg, en þar börðust þeir Ragnar Steinbergsson, Svavar Haraldsson og Árni Jónsson lengst, unz Hafliði Guðmunds- son tók að blanda sér í málið og þegar þrjár holur voru eftir var hann orðinn tveim höggum betri en Ragnar, sem orðinn var beztur þeirra þremenning- anna. En allt getur skeð, og að keppni lokinni voru þeir orðnir jafnir og urðu að leika þrjár holur til úrslita um annað sæt- ið, en þá vann Ragnar. Úrslit urðu annars þessi: Með forgjöf. högg 1. Árni Jónsson 227 2. Þengill Valdemarsson 251 3. Sigmar Hjartarson 258 4. Sævar Gunnarsson 265 5. Svavar Haraldsson 265 Án forgjafar. högg 1. Sævar Gunnarsson 301 2. Ragnar Steinbergsson 324 3. Hafliði Guðmundsson 324 4. Svavar Haraldsson 325 5. Ámi Jónsson 331 Keppt var um bikara, sem gefnir voru af Pétri Björnssyni forstjóra Coca-Cola verksmiðj- anna, en hann er mikill unn- andi golfíþróttarinnar og hefir gert manna mest til að auka áhuga landsmanna á henni. Mun nú keppt í flestum golf- klúbbum landsins um bikara, sem hann hefir gefið. Að lokum mætti segja að bet ur væri að frammámenn íþrótta mólanna í landinu kynntu sér golfið betur en þeir virðast gera, svo að þeir sæu ekki rautt þegar á það er minnzt. Af hverju er ekki sagt frá golfinu í íþróttaspjalli útvarpsins eins og öðrum íþróttum? Ég efast um að Sigurður Sigurðsson, sem þó kemur víða við, hafi nokkurn tíma borið sér það nafn í munn. Hvort þetta er fréttariturum að kenna eða ekki læt ég ósagt en hér þyrfti að verða breyting á. H. G. Fram og Valur leika aukaleik Akureyringar höfnuðu í þriðja sæti EKKI fengust úrslit í íslands- rhó'tinu í knattspyrnu, I. deild, um sl. helgi. Fram og Valur unnu sína leiki og þurfa því að leika aukaleik um íslandsmeist aratitilinn. Fram vann Akur- nesinga 2:1 og Valur vann Kefl víkinga 4:2. Þar með eru Akur- eyringar úr leik að þessu sinni, og hafna í 3. sæti með 13 stig, einu stigi minna en Valur og Markvörður Vestinannaeyinga varði oft vel, en var niistækur. — Hér missir hann inn skot frá Kára, sem skaut úr erfiðri stöðu við endamörk, en svo mildl ferð var á Kára, að hann er kominn norður fyrir markið, áður en knötturinn lendir í netinu. (Ljósmynd: H. T.) Fram. — Ákveðið er að Akur- eyr'ingar leiki í Bikarkeppni KSÍ 23. sept, en ekki er enn vitað hver mótherjinn verður. ÞÓR VANN KA 4:1 SL. FIMMTUDAG léku Þór og KA í meistaraflokki í svoköll- uðu Júlímóti og fór Þór með sigur af hólmi 4 mörk gegn 1. — Það hafa nokkrir knattspyrnu- unnendur kvartað yfir því, að þeir hafi ekki notið leiksins, sem skyldi, vegna eftirlitslausra barna í stúkunni, sem hlaupið hafi þar fram og aftur. Slíkt er auðvitað óihæft þó um leiki Akureyrarliðanna sé að ræða. Sv. O. - Sjóstangveiðimótið á Eyjafirði (Framhald af blaðsíðu 8). einnig stærstu ýsuna. Stærsta steinbítinn veiddi Jóhannes Kristjánsson frá Hellu, Ár- skógsströnd. Stærstu lúðu og lýsu veiddi Jónas Jóíhannsson, Akureyri, stærstu keilu Magn- ús Valdemarsson, Reykjavík, stærsta karfa Þorvaldur Snæ- björnsson, Akureyri, stærsta kolann Matthías Einarsson, Alr ureyri og stærsta ufsann Þor- steinn Williamsson, Akureyri. (Fréttatilkynning frá Sjó« stangveiðifélagi Akureyrar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.