Dagur - 13.09.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 13.09.1967, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síinar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. HRINGORMURINN OG MORGUNBLAÐIÐ I ÁSKORANIR norðlenzkra bænda um nýja og skelegga baráttuaðferð gegn Grundarveikinni eða hring- ormaveikinni við Eyjafjörð, hefur vakið einhvern ugg í brjósti Morgun blaðsmanna einkum skorinorð álykt un sýslunefnda í Þingeyjarsýslum nú í sumar. í forystugrein blaðsins um síðustu mánaðamót segir: „Ástæða er til að það komi greini- lega fram að Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðlrerra hefur haft saiiiráð við yfirdýralækni og dýralækna í Eyjafirði um útrýmingu búfjársjúk- dóms þess, sem komið hefur upp í Eyjafirði .... Það er fjarri sanni, sem gefið er í skyn í samþykkt sýslu- nefnda í Þingeyjasýslu, að eitthváð standi upp á landbúnaðarráðuneyt- ið í þessum efnum .... Allt mun verða gert, sem mögulegt er til þess að útrýma þessari hættulegu og hvim leiðu veiki“. Þetta segir nú Morgunblaðið og vill þvo hendur Ingólfs ráðherra. Sannleikurinn er hins vegar sá, að í þessu máli var ekki farin sú leið, sem að áliti allra dýralækna, þeirra á meðal yfirdýralæknis og eyfirzku dýralæknanna, var og er talin lík- legust til fulls áranguis. En sú leið er niðurskurður hins sjúka búpen- ings, samhliða einangrun sýktra svæða. Það er því hreinlega skreytni og hún alvarleg, þegar því er haldið fram, að allt sé gert sem hægt sé til að útrýma hringormaveikinni og ekki standi neitt upp á landbúnað- arráðuneytið. Þar við bætist, að ein- angrunar- og lækningaleiðin, sú er farin var, er framkvæmd á þann veg að stórvítavert er og reglugerð þar um þverbrotin daglega. Fullyrðing- ar um að allt sé gert sem hægt sé, er fjarstæða og til þess eins líkleg að svæfa þá, sem standa vilja á verðin- um. Hin sorglega staðreynd er sú, að það hefur alltaf „staðið upp á land- búnaðarráðuneytið" í þessu máli. Það var á valdi ráðuneytisins, og er enn, að láta fram fara þær einu að- gerðir, sem allir eru sammála um, að líklegastar séu til árangurs. Þvætt- ingur, að allt sé gert, sem hægt sé, fellur niður bæði dauður og ómerk- ur. En hann speglar engu að síður vanþekkingu á málinu og alveg furðulegt ábyrgðarleysi. íslenzkur landbúnaður þarfnast annars fremur af sínum æðstu vald- höfum, en að þeir haldi hlífðarskildi yfir hinum nýja vágesti og haldi hurðum opnum fyrir hann til frek- aii útbreyðslu. Öll málsmeðferðin er hneyksli. Nýr ritstjóri Samvimmnnar MEÐ mánaðamótum júní og júlí hætti Páll H. Jónsson litstjóm Samvinnunnar og hveiiur jain- iramt iiá störium hjá Sambandi íslenzkra samvinnuíélaga, sam- kvæmt eigin ósk. Páll hetur ver- ið íorstöðumaður íræðsludeildar Sambandsins síðan i júlí 1961 og jaíniramt ritstjóri Samvinnunn- ar irá því í ársbyrjun 1964. Rit- stjóri Samvinnunnar heíur verið ráðinn Sigurður A. Magnússon rithöíundur, — sem einnig mun verða blaðaiulltrúi Sambands ísl. samvinnufélaga. Sigurður er fæddur 31. marz 1928, sonur Magnúsar Jónssonar verkamanns, sem kenndur var við Selalæk, og konu hans, Aðal- heiðar J. Lárusdóttur, sem ættuð var frá Barðaströnd. — Sigurður lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1948 og stundaði síðan um tveggja ára skeið guðfræðinám við Háskóla íslands, jafnframt því, sem hann kenndi tungumál við Stýri- mannaskólann og Gagnfræða- skóla Austurbæjar. Haustið 1950 fór hann utan og stundaði nám i Kaupmannahöfn, Aþenu, Stokk- hólmi og New York, þar sem hann lauk BA prófi í bókmennt- um 1955. — Sigurður kom til Islands haustið 1956 og hefur starfað við Morgunblaðið síðan, að undanteknu rúmu ári, 1960 til 1961, sem hann dvaldist i Grikklandi og Englandi. Sigurð- Sigurður A. Magnússon. ur hefur verið aðalbókmennta- gagnrýnandi Morgunblaðsins í 9 ár, en hefur verið leiklistargagn- rýnandi þess frá því 1962, jafn- framt því sem hann hefur haft umsjón með lesbók blaðsins frá 1962. Sigurður hefur skrifað mikið af greinum í blöð og tímarit bæði hérlendis og erlendis, en auk þess hefur hann skrifað 8 bækur, sem komið hafa út á íslenzku, ferða- bækurnar Grískir reisudagar og Við elda Indlands, ljóðabækurn- ar Krotað í sand og Hafið og kletturinn, skáldsöguna Nætur- gesti, smásagnasafnið Smáræði, leikritið Gestagang og greina- safnið Nýju fötin keisarans. Safn af Ijóðum hans hefur verið gef- ið út á grísku og von er á stóru riti eftir hann á ensku um ísland fyrr og nú, og kemur það út hjá AB að ári. Sigurður hefur einnig þýtt mjög margar bækur, sem komið hafa út á íslenzku. Sig- urður hefur verið formaður fé- lags íslenzkra leikdómenda og aðstoðarritstjóri Iceland Review frá upphafi. Fyrsta hefti Samvinnunnar undir hans stjórn er nú komið út og er ritið allmikið breytt. Þungamiðja þessa heftis er skóla mál. Skýrt er frá því, að Sam- vinnan eigi nú ekki lengur að vera rit um samvinnumál, til sóknar og varnar, heldur opinn vettvangur fyrir kappræður um hin ýmsu meiriháttar þjóðmál. Hvert hefti kostar 50 krónur. „Sígildar sögur Iðunnar" og nokkrar fleiri bækur IÐIJNN hefur sent á markaS tvær nýjar bækur í bókaflokki þeim, sem forlagið nefnir Sí- gildar sögur Iðunnar, en í þeim flokki birtast einvörðungu gam alkunnar úrvalssögur nafn- kunnra höfunda, sem sífellt eru gefnar út í nýjum og nýjum út- gáfum víðs vegar um heim. Nýju bækurnar tvær eru Fanginn í Zenda eftir Anthony Hope, sem tvívegis hefur kom- ið út áður á íslenzku, en verið ófáanleg um langt árabil, og Kynjalyfið eftir Walter Scott, saga frá krossferðatímunum, er birtist sem framhaldssaga í Nýj um kvöldvökum á árunum 1917 —1919. Báðar birtast þessar sög ur í nýjum þýðingum. Krist- mtmdur Bjarnason þýddi Fang ann í Zenda, og Ingi Sigurðsson þýddi Kynjalyfið. í bókaflokknum Sígildar sög- ur Iðunnar eru áður komnar út eftirtaldar bækur: Ben Húr, Kofi Tómasar frænda, ívar hlú- jám, Skytturnar I—III, Bömin í Nýjaskógi, Baskerville-hund- urinn og Grant skipstjóri og böm hans. Iðunn hefur sent á markað sjöundu bókina eftir enska met söluhöfundinn Alistair Mac- Lean. Nefnist hún Síðasta skip frá Singapore. Segir í bókinni frá því, er síðasta vígi Breta í Ásíu, Singapore, féll í hendur Japönum í heimsstyrjöldinni síðari, en einkum þó frá flótta síðasta fólksins, er komst und- an. Gerist sú saga bæði á sjó og landi og er harla spennandi, svo sem vænta má, þegar þessi höf- undur á hlut að máli. Áður eru komnar út á ís- lenzku eftirtaldar bækur eftir Alistair MacLean: Byssurnar í Navarone, Nóttin langa, Skip hans hátignar, — Ódysseifur, Til móts við gullskipið, Neyðar- ■kall frá norðurskauti og Á valdi óttans. Þrjár þessara bóka eru þegar komnar út í 2. útgáfu, og munu allar ofantaldar bækur vera fáanlegar á markaði. Iðunn gefur út eftirtaldar bækur handa börnum og ung- lingum nú fyrir þessi jól: Högni vitasveinn. Ný útgáfa vinsællar sögu eftir Óskar Að- alstein, sem verið hefur ófáan- leg í mörg ár, en ávallt mikið eftirspurð. Sagan gerist á af- skekktum vitastað, þar sem margt ber til tíðinda. Má óhætt fullyrða, að hér sé um að ræða holla bók og þroskavænlega fyrir drengi. Anna í Grænuhlíð. Þetta er fjórða og síðasta bókin um Önnu. Bækur þessar birtust fyrst á íslenzku fyrir þremur áratugum og hafa ávallt átt miklum vinsældum að fagna. Hilda efnir heit sitt. Þetta er önnur bók í nýjum flokki bóka handa telpum og unglings- stúlkum eftir sænska skáld- konu, Martha Sandwall-Berg- ström. Fyrsta bókin, Hilda á Hóli, kom út fyrir síðustu jól. Fimm í Álfakastala. Þetta er ný bók um félagana fimm eftir Enid Blyton, höfund Ævin- týrabókanna. Þessir félagar og himdurinn Tommi lenda jáfnan í spennandi ævintýrum, og fáir segja sögu betur við hæfi bama og unglinga en Enid Blyton. Dularfulla leikhúsránið. Þetta er sjöunda ,.dularfulla“ bókin eftir Enid Blyton. Ein þessara bóka, Dularfulla kattarhvarfið, hefur verið flutt nú að undan- fömu sem framhaldsleikrit í bamatímum ríkisútvarpsins. Átta böm og amma þeirra í skóginum. Þetta er önnur bók í fldkki bóka handa yngri börn- unum eftir Anne Cath.-Vestly, höfund bókanna um Óla Alex- ander Fílibomm-bomm-bomm. Fyrsta bókin í þessum flokki, Pabbi, mamma, böm og bíll, kom út fyrir síðustu jól. í þess- ari nýju bók kemur Óli Alex- ander til sögunnar, þar eð hann flytur i nágrenni systkinanna átta. Tói á sjó. Þetta er þriðja og síðasta bókin um Tóa eftir Ey- stein unga. Hinar fyrri heita Tói strýkur með varðskipi og tói í borginni við flóann. Lítill smali og hundurinn hans. Þessi hugljúfa saga eftir Áma Óla er nú komin á mark- að að nýju. Verður hún vafa- h’tið víða aufúsugestur. □ Nýtt hefti af ICELAND REVIEW NÝTT hefti af Iceland Review er komið út og er það að nokkru helgað þátttöku íslands í heimssýningunni í Montreal. Elín Pálmadóttir skrifar um íslenzku sýningardeildina í skála Norðurlanda, Sigurður Magnússon skrifar grein um ís- lendinga og þjóðareinkenni — og tvær greinar eru um þá meg inþætti í náttúru landsins, sem leitazt er við að vekja athygli á í sýningardeild í Montreal. Önn ur greinin, baráttan við eldinn í iðrum jarðar, er eftir dr. Sig- urð Þórarinsson. Hin greinin, um heita vatnið og nýtingu þess, er eftir Sveinbjöm Björns son á jarðhitadeild Raforku- málaskrifstofunnar. Allar þessar greinar eru mjög myndskreyttar, bæði með svart hvítum myndum og litmyndum. Loks er viðtal við sendiherra íslands í Bandaríkjunum og Kanada, Pétur Thorsteinsson, og þar er fjallað um samskipti (Framhald á blaðsíðu 7). Ellilieimili Akureyrar. (Ljósm.: E. D.) Ellilieimili Akiireyrar liefur starfað í fimm ár r FYRIR 5 árum, 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrar, var Elliheimili Akureyrar vígt, en fyrstu vistmenn fluttust inn í heimilið 3. nóvember sama ár. Bygging sú, sem þegar er risin af Elliheimilinu, hefir frá upp- hafi verið fullsetin vistmönn- um, og raunar meir, því að hún er byggð fyrir 28 vistmenn, en oftast hafa 34—36 vistmenn skipað hana. Nú eru þar 36 vist menn, 26 konur og 10 karlar. Frá upphafi hafa 72 vistmenn verið skráðir inn á heimilið — sá 70. kom inn á það á 50 ára afmæli þess 29. ágúst sl. — Af þeim hafa 24 látizt, en 12 verið burtskráðir. Legudagar vist- manna 1966 urðu 12441, enda margir vistmanna við háan ald ur. Starfsstúlkur heimilisins, auk forstöðukonu, eru 7. Vist- gjald á dag er nú kr. 190.00 fyr- ir einstakling á tvíbýli, en 200.00 á einbýli. Margar um- sóknir um vistrúm liggja alltaf fyrir, sem ekki hefir reynzt unnt að sinna vegna rúmleysis, og er knýjandi þörf á stækkun heimilisins. Frá upphafi hefir Elliheimili Akureyrar notið mikillar fyrir- greiðslu og aðhlynningar ýmissa stofnana og einstaklinga, auk bæjarins sjálfs. Ber þar hæst Kvenfélagið Framtíðin, er í upp hafi gaf kr. 1.000.000.00 til bygg ingar heimilisins, og hefir síðan gefið margt til búnaðar heimil- inu. Auk þess hafa ýmsir ein- staklingar gefið heimilinu stór- gjafir í munum og peningum, svo að nú eru sjóðir þess af slíkum peningagjöfum um kr. 700.000.00. Fyrsta forstöðukona heimil- isins var frú Ólöf Ásthildur Þór hallsdóttir, en núverandi for- stöðukona er frú Sigríður Jóns dóttir. Ein starfskona heimilis- ins hefir starfað þar frá upp- hafi, ungfrú Svana Halldórs- dóttir, matráðskona. Stjórn Elliheimilis Akureyr- ar skipa: Bragi Siguijónsson, formaður, Björn Guðmundsson, varaformaður, Sigurður Jó- hannesson, ritari, Ingibjörg Halldórsdóttir, vararitari, Ingi- björg Magnúsdóttir og Jón Ingi marsson, meðstjórnendur. (Fréttatilkynning) FRETTATILKYNNING UM AÐALFUNDI SÝSLUNEFNDA AUSTUR- OG VESTUR-HÚN. Nýr deildarstjóri Hjálpræðishersins HINN nýi deildarstjóri Hjálp- ræðishersins á íslandi, majór Guðfinna Jóhannesdóttir, heim sækir Akureyri og verður fagn aðarsamkoma fyrir hana n. k. laugardagskvöld kl. 20.30. — Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. □ AÐALFUNDUR sýslunefndar Austur-Húnavatnssýslu var haldinn í Félagsheimilinu á Blönduósi dagana 10. til 13. maí og 6. og 7. júní. Framkvæmdaáætlun sýslu- vegasjóðs Austur-Húnavatns- sýslu 1967 var að aupphæð kr. 856.925,00, þar af veittar kr. 508.000,00 til nýbygginga sýslu- vega og kr. 300.000,00 til við- halds sýsluvega. Fjárhagsáætlun sýslusjóðs var að upphæð kr. 2.273.659,00, þar af niðurjafnað sýslusjóðs- gjald kr. 1.974.000,00. — Til menntamála voru veittar kr. 947.400,00, þar af til nýbygg- ingar kvennaskólans kr. 400 þús. og barnaskólasjóða kr. 197.400,00. — Til félags- og íþróttamála voru veittar kr. 321.500,00, til heilbrigðismála kr. 421.000,00, til atvinnumála kr. 155.000,00 og til samgöngu- mála kr. 126.000,00. Helztu framkvæmdir, sem sýslan er aðili að eða styrkir er endurbætur og viðbyggingar við húsmæðraskólann á Blöndu ósi, bygging læknisbústaðar í Höfðakaupstað, bygging bama- skóla að Reykjum. Þá hafa verið lagðar til hliðar nokkur undanfarin ár kr. 150.000,00 á ári til byggingar bókhlöðu á Blönduósi. Skipulagsuppdráttur hefur verið gérður af spítalalóðinni, er áformað að byggja á næst- unni nýjan læknisbústað og elliheimili, sem tekur 50—60 vistmenn, þar verða 9 íbúðir fyrir öldruð hjón. SE.l. vetur var keyptur snjó- bíll af sýslusjóði og ýmsum öðrum aðilum til öryggis að vetrinum. AÐALFUNDUR sýslunefnJar Vestur-Húnayatnssýslu var haldinn í Félagsheimilinu á Hvammstanga dagana 16. til 19. maí. Fjárhagsáætlun sýsluvega- sjóðs var að upphæð kr. 862.285.32. Sýsluvegasjóður veitti kr. 420.000.00 til viðhalds sýsluvega og kr. 380.000.00 til nýbygginga. Fjárhagsáætlun sýslusjóðs var að upphæð kr 1.855.700.00 þar af niðurjafnað sýslusjóðs- gjald kr. 1.143.000.00. Til mennta- og félagsmála voru veittar kr. 133.000.00, til heil- brigðismála kr. -.186.000.00, þar af til læknisbústaðar kr. 550.000.00, og til atvinnumála kr. 108.000.00. Aðalframkvæmd sýslusjóðs V.-Húnavatnssýslu er bygging nýs læknisbústaðar á Hvamms- tanga, en heilbrigðismál héraðs ins hafa verið fjárfrek undan- farin ár, enda hefir verið byggt sjúkrahús og það búið tækjum, aðstaða sköpuð fyrir heilsu- vemd o fl. Árangur þess er að læknar hafa fengizt til Hvamms tanga. Sýslusjóður hefir lagt fjármagn í félagsheimilisbygg- ingu á Hvammstanga. Þar er nú tilbúið húsnæði fyrir bókasafn og skjalasafn og var sýslufund- urinn haldinn að þessu sinni í húsnæði bókasafnsins. - ÚTILEGUMENN Á BÆGISÁRDAL (Framhald af blaðsíðu 8). hvernig jökullinn hagar búskap sínum. Nú vill kannske einhver halda fram, að jöklar búi ekki, en það gerir ríkisstjórnin ekki heldur, og er þó talað um rík- isbúskap. Eitt eiga þó allar bú- skapartegundir sameiginlegt — nema kannske síldarbúskapur — að afla verður sem eyðist, annars verður halli á búskapn- um. Jöklarnir afla á vetrum, öfugt við bóndann, en eyða á sumrum, því sem aflað er — snjónum — og stundum gott meira en þeir afla. Er það al- kunnugt, að tap hefur verið á rekstri jöklanna undanfarna áratugi, eða allt frá því um síð- ustu aldamót. Það er þessi tap- rekstur, sem hinir ungu vís- indamenn eru að kanna. Þeir munu þó ekki hafa í vasanum neina Norðurlandsáætlun um viðreisn jöklanna, enda gerist þess naumast þörf. Kólnandi veðurfar mun innan tíðar rétta við jöklabúskapinn, en hætt er við, að eilífðarhalli þjóðarbú- skaparins læknist lítið við það. (Aðsent). Fréttir SUNNUDAGINN 30. júlí 1967 héldu hestamannafélögin Grani og Þjálfi hestamannamót að Einarsstöðum. Hófst það kl. 15 með hópreið hestamanna inn á sýningarsvæðið. Þá flutti séra Björn Jónsson ó Húsavík stutta ræðu, því næst var sýningar- hrossum riðið um völlinn og dómnefnd lýsti dómum. Alls voru skráð 44 hross sem gengu undir dóm. í dómnefnd voru: Pétur Sigfússon, Alftagerði, Steinbjörn Jónsson, Hafsteins- stöðum, og Ármann Guðmunds son, Egilsstöðum. Alhliða góðhryssur. 1. verðlaun Blesa, rauð- blesótt, 13 v., eigandi Kristinn Jónsson, Einarstöðum. Einkunn 8.47. — 2. verðlaun Sletta, brún stjörnótt, 9 v., eigandi Þóra Sig fúsdóttir, Einarsstöðum. Eink- unn 8.42. — 3. verðlaun Gló- kolla, rauð, 5 v., eigandi Bjöm Ármannsson, Hraukstöðum. Einkunn 8.20. Alhliða góðhestar. 1. verðlaun Gustur, gráskjótt ur, 9 v., eigandi Jón Friðriks- son, Hömrum. Einkunn 8.50. — 2. verðlaun Þjálfi, brúnn, 13 v., eigandi Sigfús Jónsson, Einars- stöðum. Einkunn 8.30. — 3. verðlaun Mökkur, jarpur, 9 v., eigandi Jónas Stefánsson, Stóru-Laugum. Einkunn 8.26. Klárhestar með tölti. 1. verðlaun Neisti, rauður, 13 v., eigandi Gísli Ólafsson, Brú- um. Einkunn 8.12. — 2. verð- laun Blakkur, brúnn, 13 v., eig- andi Árni Kr. Jakobsson, Rangá. Einkunn 7.90. — 3. verð laun Eiðfaxi, rauðblésóttur, 5 v., eigandi Friðrik Jónasson, Helgastöðum. Einkunn 7.88. Framangreind hross eru öll frá Þjálfa. Grana hross voru dæmd sér. Á þessu móti kom fram mik- ið fleiri hross en á undanföm- um mótum, og var áberandi hvað mörg ung hross álitleg komu fram, sum að vísu lítið tamin, en lofa góðu. Ennfremur fóru fram kappreiðar, sem vegna mistaka í mælingu á velli verður ekki getið nánar. Að síð ustu fóru fram boðreiðar milli Myndir Akureyrings í Varðborg AKUREYRINGURINN Hafliði Hallgrímsson, sem er sellóleik- ari, búsettur í London, sýnir um þessar mundir 9 myndir í Varðborg, teikningar og olíu- málverk og munu þær verða þar fyrst um sinn. í Varðborg eru „standandi málverkasýningar", sem gleðja gestsaugað og kynna um leið verk yngri og eldri manna, sem við slíka hluti fást. Eflaust vilja margir bæjarbúar sjá myndir hins unga hljóðfæraleikara, sem jafnframt leggur stund á að mála og teikna. □ frá Þjálfa S.-Þing. Húsvíkinga og Kinnunga og sigruðu síðartaldir. Þar með lauk útimótinu. Kl. 20 hófst skemmtun á Breiðumýri. Þar sungu tvísöng Pétur Sigfússon í Álftagerði og Steinbjörn Jónsson á Hafsteins stöðum, við undirleik ungfrú Ingibj argar Steingrímsdóttur, við mjög góðar undirtektir. Þá sýndi Matthías Gestsson kvik- myndir frá ýmsum hestamót- um, bæði hér heima í héraði og frá fjórðungsmótum og síðasta landsmóti á Hólum. Að þessari myndasýningu var mjög gam- an. Síðan var stiginn dans af miklu fjöri til kl. 1 e. m. Samkoman fór öll vel og prúð mannlega fram, í sæmilegu veðri, þurru en kalt var, eins og löngum á þessu vori og sumri. Olvun sást ekki á meðan hesta- sýning og útisamkoma fór fram. Frú María Ágústsdóilir frá Möðruvöllura MINNINCARORÐ ÞANN 18. ágúst sl. barst sú fregn á öldum ljósvakans.; 'að María Ágústsdóttir kona síra Sigurðar Stefánssonar - vigslu- biskups væri látin. - Árið 1928 var MöðruvalÍa- klaustursprestakall auglýst laust til umsóknar. -’SigUrður Stefánsson ungur guðfræðing- ur sótti um prestakalþð .9SrVar veitt það 13. maí séma árT að undangenginni lögmætri safn- aðarkosningu. Hánn-kvæntist- á því ári heitmey sinni og skóla- systur Maríu Ágústsdóttur. Þau voru bæði fædd og . alin upp í Reykjavík og voyu. því borgarbörn. En nú blasti við nýtt umhverfi, er hefja skyldi lífsstarfið í sveit og meðal sveitafólks. Þau reistu bú á prestsetrinu Möðruvöllum í Hörgárdal, hinu forna höfð- ingja og menntasetri með vor- hug æskunnar og bjartar fram tíðarvonir í hinu pýja starfi. Það kom brátt í ljós, að þau voru vandanum vaxin, gátu valdið hlutverki sínu pieð sæmd og unnið traust og vin- áttu sóknarbarna sinna. Heimili sitt byggðu þau upp með prýði og þar var starf úhgu prestkonunnar unnið af alúð og háttprýði. Með sameiningu; Bægisár- prestakalls og Möðrúvalla. 1941 hefjast náin kynni milli prest- hjónanna á Möðruvöllum óg safnaðanna í dölunum; við Váx andi vinfengi og virtáttu, 'þáhn aldarfjórðung, sem starfskrafta þeirra naut þar. Á þessum árum færist starf síra Sigurðar yfir á víðara svið. Hann er kjörinn prófastur Eyja fjarðarprófastsdæmis, og nokkru síðar vígslubiskup Hóla stiftis. Með því varð prestsetrið á Möðruvöllum m’ðstöð kirkju- legrar athafna í héraðinu (Hér aðsfunda o. fl.) og heimili hjón anna vettvangurinn. Ógleyman legar eru þær stundir á heimili þeirra, þar sem húsfreyján hátt prúð og brosmild sinnti. gestum sínum með rausnarlegum veit- ingmn og andi-íkum viðræðum. Kom þá bezt í Ijós að heimilið var henni allt, ríki þess og reisn. En þó að sól skíni í heiði, eru oft blikur að fjallabaki sem ■hækka og færast óðfluga nær. Það dregur fyrir sólu, lífsgatan myrkvast, svo naumast verður ratljóst á leið þeirri sem halda á. Sjúkdómurinn, þessi bölvald ur starfandi manns, heimsækir heimili prestshjónanna. Prest- urinn er skyndilega sleginn erfiðum sjúkdómi, sem meinar honum að vinna störf sín og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir læknavísindanna innanlands og utan, fæst engin bót á ráðin. í þeim þrengingum stóð frú María við hlið ástvinar sins, hugrökk og æðrulaus. Veitandi allt, sem unnt var, til að létta manni sínum sjúkdómsbyrðina. í þeim erfiðleikiun og þrenging um kom fram hið sanna mann- gildi hennar. Þar bar hana hæst. Auk þess að hún var börnum þeirra hjóna ávallt hin ástríkasta móðir. Frú María var fædd 30. jan. 1904. Tók stúdentspróf 1924 ásamt síra Sigurði. Þau fylgd- ust að á námsbrautinni, og síðar í dagsins önn, unz lokið var hennar lífsstarfi. Utför hennar fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 25. ágúst, að við- stöddu fjölmenni. Með innilegri samúðarkveðju til eftirlifandi ástvina við and- lát og útför þessarar mikilhæfu konu ekki einasta frá mér, held ur einnig sóknamefnda Bakka- sóknar og mörgum sveitungum mínum. Brynjólfur Sveinsson, Efstalandskoti. Hátíðaguðsþjónusta á Möðruvöllum HÁTÍÐ ARGUÐSÞ J ÓNU ST A var í Möðruvallaklausturs- kirkju hinn 3. sept. í tilefni aldarafmælis kirkjunnar og vísitasíu prófasts. Prófasturinn séra Benjamín Kristjánsson flutti snjalla predikun en prest arnir séra Stefán Snævarr, séra Kári Valsson, séra Pétur Sigur geirsson og séra Birgir Snæ- bjömsson þjónuðu fyrir altari. Söngflokkur undir stjórn Birgis Helgasonar organista leiddi sönginn með prýði. Kirkjunni bárust góðar gjafir í tilefni þessara tímamóta. Kven félagið Freyja í Amarneshreppi gaf forkunnarfagran messu- hökul með stólu og kristals- blómavasa á altari Sparisjóður Arnameshrepps gaf kr. 50.000 og ónefnd kona í Möðruvalla- sókn gaf kr. 20.00. Voru allar þessar góðu gjafir þakkaðar í messulok. Fögur kveðja barst frá vígslu biskupi séra Sigurði Stefáns- syni og var hún sérstaklega kærkomin öllum, sem minntust ánægjulegra og helgra samveru stunda með honum og blessun- arríkra starfa hans í sókninni. Um leið og kveðja vígslu- biskups var þökkuð var minnst með virðingu og þökk mikil- hæfrar konu hans frú Maríu Ágústsdóttur. Guðsþjónustan var fjölsótt og mun lengi lifa í minni. (Fréttatilkynning) $

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.