Dagur - 20.09.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 20.09.1967, Blaðsíða 1
Herbergis- pantanir. Ferða- skrifstofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 r ** | «r i t Túngötu 1. Ferðaskrifstofansími n«?5 Skipuleggjum ódýrustu ferSirnar tíl annarra landa. 1 Nýja stálskipið Eldborg vekur mikla alhygli ELDBORG GK 13 kom til heimahafnar, Hafnarfjarðar, sl. fimmtudag. Þetta er lang stærsta íslenzka stálskipið, sem srníðað hefur verið hér- lendis, glæsilegt á að líta, 557 lestir að stærð (eftir gömlu máli en 415 lestir sam kvæmt nýjum reglum þar um). Þetta skip er smíðað í Slippstöðinni á Akureyri, en framkvæmdastjóri hennar er Skafti Áskelsson. Aðal- eigendur Eldborgar eru Gunnar Hermannsson og Þórður Helgason. Til nýjunga má m. a. telja, að þilförin eru tvö. Það er búið bæði kæli- og frysti- lestum og á að geta stundað jöfnuð höndum síldveiðar, togveiðar og línuveiðar. Skipið kostaði 28 milljónir króna og þolir því verðsam- anburð við innflutt fiskiskip í sama gæðaflokki. Eldborg er ekki aðeins stærsta skipið, sem íslend- ingar liafa sniíðað, heldur er það líka stærsta skip ís- lenzka fiskiskipaflotans, þeg ar togarar eru frá teknir. □ Blóði safnað á Akureyri og nágrenni Á FÖSTUDAGINN, 22. sept- ember, mun Blóðsöfnunarbíll Rauðakross íslands koma hing- að til Akureyrar. Blóðsofnunin ,fer frarn í Gagnfræðaskólanum frá kl. 10.30—12.00 og kl. 3.00 til kl. 7.00. Heitir Rauðikrossinn á almenning að bregðast vel og drengilega við og gefa blóð. Allir fullorðnir, frískir menn, geta sér að skaðlausu gefið þann skammt, sem venjulega er SÉRA BENJAMÍN AÐ FLYTJA SÉRA Benjamín Ki'istjánsson prófastur á Laugalandi mun nú ætla að hætta prestskap og flytja suður síðar í haust. Á hann þó fjögur ár eftir til þeirra aldurstakmai’ka, sem við er miðað um opinbera starfs- menn stéttarinnar. Eyfirðingar leggja að sjálf- sögðu ekki stein í götu hans en hins vegar mun þeim finnast þeir sviptir mikilli og heilla- drjúgri andlegri forsjá með brottför hans. En Benjamín hef ur þjónað í Grundarþingum í þriðjung aldar, hlotið óvenju- legar vinsæídir og virðingu bæði í embætti og utan, svo segja má, að hann yrði spá- maður í sínu föðurlandi — mikilhæfur leiðtogi á sínum æskuslóðum. □ Blóðsöfnunarbíllinn kom til landsins í vetur og hefur verið notaður til blóðsöfnunar undan farið á Suður- og Suðvestur- landi með góðum árangri. En þetta er í fyrsta sinn, sem hann kemur hingað til Norðurlands og mun hann fara héðan til Húsavíkur, Ólafsfjarðar og e. t. v. víðar í þessari sömu norður- ferð. Starfsfólk Blóðbankans kemur hingað og annast fram- kvæmdir. ' □ Séra Birgir Snæbjömsson, Sesselja Eldjárn og séra Pétur Sigur- geirsson' við Sesseljubúð. (Ljósm.: E. D.) Sesseljubúð á Öxnadalslieiði Vígsla fór fram síðastliðinn sunnudag Séra Benjamín Kristjánsson, prófastur. KLUKKAN ÞRJÚ á sunnudag inn hljómaði sálmasöngur í ný- 'byggðu húsi Slysavarnafélags- ins á Öxnadalsheiði við undir- leik Birgis Helgasonar. Tveir hempuklæddir prestar, þeir séra Pétur Sigurgeirsson og séra Birgir Snæbjörnsson fluttu messu og báðu húsinu guðs blessunar. Sesselja Eldjárn flutti ávarp, þar sem hún til- Rúirlega 135 þúsund krónur fil skíðalyftunnar SÍÐASTLIÐINN sunnudag, kl. 5 e. h., kvaddi stjóm Lions- klúbbsins Ilugins saman til fundar í Skiðahótelinu og var þar afhent myndarleg fjárupp- liæð, sem klúbburinn hafði safn að til skíðalyftv.nnar í Hlíðar- fjalli. Mættur var Bjarni Einarsson DOKTORSVORN AGNAR Ingólfsson Davíðsson- ar frá Hámundarstöðum á Ár- skógsströnd varði nýlega doktorsritgerð sína við háskól- ann í Ann Aibor í Bandaríkj- unum og var hún um fugla- fræðileg efni. Formaður dóm- nefndar lauk lofsorði á ritgerð- ina. Agnar hafði áður lokið prófi í dýrafræði við háskólann í Aberdeen í Skotlandi. Kona hans er Linda Wendel. □ bæjarstjóri, íþróttaráð, íþrótta- fulltrúi og stjórn Lionsklúbbs- ins Hugins. Haraldur Sigurðs- son bankagjaldkeri núverandi formaður klúbbsins bauð gesti velkomna og sagði meðal ann- ars, að aðalstarf Lionsklúbb- anna væri að styrkja ýmis fram faramál í þágu bæjarfélagsins. Þá tók til máls Gísli Eyland, fráfarandi formaður klúbbsins, (Framhald á blaðsíðu 5) kynnti, að Slysavarnadeild kvenna á Akureyri gæfi húsið Slysavarnafélagi íslands. Hann es Hafstein þakkaði gjöfina fyr ir hönd Slysavarnafélags ís- lands og voru eigendaskiptin innsigluð með kossi. Þessi fjallaskáli á Öxnadals- heiði er útbúinn á svipaðan hátt og skipbrotsmannaskýhn alþekktu, með upphitun, ein- hverjum matarforða og síðast en skki sízt loftskeytastöð. Stærð hans er 3.5x5.5 metrar og geta því margir samtímis notið þarna skjóls. Á norðurhlið skál ans stendur nafnið Sesseljubúð og felur nafnið í sér þakklæti til þeirrar konu, sem af svo miklum dugnaði og óeigingirni hefur unnið að slysavarnamál- um um áratugi og alkunnugt er. Skálanum var valinn stað- ur á Flóanum, austantil á Öxna dalsheiði, litlu austan við Grjót á. Grjótá rennur úr Grjótárdal að vestan en gegnt henni renn- ur önnur á úr Kaldbaksdal og falla þær saman vestur af heið inni og sameinast Norðurá. Veður var rysjótt á Öxnadals heiði þennan dag og gekk á með hvössum byljum en ekki fannst, að húsið yrði þess vart, enda stendur það á steyptum steinstólpum, gröfnum í grjót niður. Allur er skálinn þiljaður innan og snyrtilegur. Þar eru set- og svefnbekkir, kolavél og senditœki. Öðrum tilheyrandi (Framhald á blaðsíðu 4). Norðlenzk frystihús eru yfirfull Gestirnir eru liér að skoða forstöð nýju skíðalyftunnar. Ljm.: S.J. NÝLEGA var frystur fiskur fluttur á bifreiðum frá Húsavík til Ólafsfjarðar, til geymslu. En ýms norðlenzk frystihús hafa ekki getað komið útflutnings- vörum sínum nógu ört frá sér. Hjá Ú. A. á Akureyri horfði illa í þessu efni, allar geymslur fullar, en þá kom Selfoss og bjargaði málinu í bráð. Fram- leitt hefur verið umsamið magn á Rússlandsmarkað, en reynt er að semja um meiri viðskipti. Akureyrartogarar hafa feng- ið reitingsafla að undanförnu. En í sumar hefur aflazt meira af karfa og ufsa en minna af þorski og er það óhagstætt. □ DALVÍKINGUR LÉZT ERLENDIS ÞAU tíðindi hafa borizt að Dal- víkingurinn Henry Sveinsson, ungur maður og ókvæntur, hafi látizt af slysförum í rússneskri höfn. En hann var háseti á Arnarfelli. Um aðdraganda er 1 _'X'í „ . . „ 1 -1 - t lriivmnrtt I I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.