Dagur - 27.09.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 27.09.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H*rbW9U pantamr. Ferða- skrifstofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 Ferðaskrifsfofan Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. SAFNIÐ REKIÐ í Gloppurétt í Öxnadal á laugardaginn var. (Ljósmynd: E. D.) Deild úr Vélskóla íslands tekur aftur til starfa á Akureyri HINN 23. september var ann- að námskeið Vélskóla íslands á Akureyri sett að Hótel KEA. Nemendur eru allt að 15 en voru ekki allir komnir til bæjarins. Björn Kristins- son veitir námskeiði þessu forstöðu eins og hann gerði s.l. vetur. Vélstjóranámskeið þetta er fyrsta stig vélskólamenntun- ar. En allt vélfræðinám heyr- ir nú undir Vélskóia íslands, samkvæmt lögum, sem tóku gildi 1962, en vélstjóranám- skeið Fiskifélagsins lögðust þá niður. Vélstjóranáminu er nú skipt í fjögur stig og veitir hvert fræðslustig ákveðin rétt indi til vélgæzlu, ennfremur til framhaldsnáms í Vélskól- anum. Gunnar Bjarnason, skóla- stjóri Vélskóla íslands, var viðstaddur og flutti ávarp, bæði um skólann og einnig til nemendanna og setti nám- skeiðið. Um leið og hann hvatti nemendur til að leggja sig alla fram við námið og gera það starx, taldi hann ánægjulega horfa um sam- starf Iðnskólans og Vélskól- ans í því húsnæði, sem nú er verið að byggja hér á Akur- eyri. Hinar dýru vélar og annar tækjabúnaður yrði þá betur nýttur og unnt að ganga fast eftir því, að fá hin nauð- synlegustu kennslutæki, enda þyrfti sambærileg aðstaða að vera hér og syðra fyrir nem- endur Vélskólans. Hann þakk aði einnig þann stuðning, sem bæjarstjórn hefur sýnt þessu máli hér á Akureyri. Til máls tóku ennfremur Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, og Jón Sigurgeirsson, skóla- stjóri Iðnskólans. □ RANNSOKNAR ÓSKAÐ SAMKVÆMT ósk landbúnað- arráðuneytisins mun nú fara fram rannsókn hjá mönnum í Grundarplássi vegna meintrar vanrækslu á eftirliti með girð- ingum eða jafnvel brota á sett- um reglum þar um, í sambandi við hringormaveikina. — Mun sýslumaður Eyjafjarðarsýslu framkvæma frumrannsóknina, livað sem meira verður. — En framkvæmdin við einangrun sýktra svæða er gagnrýnd. uijög. . □ KARTÖFLUUPPSKERAN VERÐUR LELEG ÞETTA ARID STÓÐRÉTTIR I Blönduósi 26. sept. Hér var rok á sunnudagskvöldið en nú er bezta veður. Jökulfell er að leggjast hér að bryggju og tekur það nokk- urt magn af kindakjöti og slátri, sem fer á brezkan mark- að. Hér byrja skólar um helgina. Ný forstöðukona Kvennaskól- ans, í stað frú Huldu Stefáns- í SAMTALI við forstjóra Græn metisverzlunar landbúnaðarins, Jóhann Jónasson, kom það fram, að útlit er fyrir rýra kartöfluuppskeru á landinu á þessu hausti. Engar tölur liggja þó enn til grundvallar, því að kartöfluuppskeru er óvíða lok- ið. Sprettan er mjög misjöfn, eins og oftast, og fer það bæði eftir héi-uðum og ræktunar- mönnum. í fyrra komu aðeins um 16 dóttur, er ráðin Aðalbjörg Ing- varsdóttir, sem verið hefur kennari við skólann síðustu vetur. Um næstu helgi verða stóð- réttir í Vatnsdal og Auðkúlu- rétt og munu að venju margir leggja leið sína þangað ef viðr- ar sæmilega. Hér á Blönduósi er verið að ljúka við byggingu nýs íþrótta þúsund tunnur til sölumeðferð- ar hjá Grænmetisverzlun land- búnaðarins. Sennilega verður uppskeran ekki meiri í ár. En landsmenn múnnu nota um 100 þús. tunna á ári, af þessum jarðávexti til manneldis. En að sjálfsögðu er uppskeran meiri en fram kemur hjá Grænmet- isverzluninni. í Þykkvabænum, þar sem er mesta kartöflurækt lands- manna, er álitið, að uppskeran vallar, sem innan skamms mun verða vígður. Eftir er að ganga frá hlaupabrautum og stökk- gryfjum. Það sem af er sauðfjárslátr- un reynast dilkar með vænna móti. Sauðfé þolir köld sumur ef gróðurinn er við hæfi. Vegna þess hve seint spratt, hefur sauðfé haft nýgræðing í allt sumar. Ó. S. verði aðeins tveir þriðju hlut- ar þess, sem var s.l. ár. Annað mesta kartöflusvæðið eru sveit irnar við Eyjafjörð. í Önguls- Lómatjörn 25. september. Bygg ing nýja frystihússins og búnað ur gefur vonir um, að húsið geti farið að taka á móti fiski seint í næsta mánuði. Bátar héðan hafa aflað frem- ur vel í sumar og mun betur en í fyrra. Heyskapur varð meiri en bú- izt var við, enda hagstæð tíð þegar á leið og margir heyjuðu verulega á útengi til að bæta sér upp kalskemmdir. Má í því sambandi nefna hina góðu Lauf áshólma, sem nú voru heyjaðir, eins og gert var fyrrum. Öðrum göngum er lokið og fengu gangnamenn mjög hag- stætt veður í báðum göngum. Dilkar virðast vænni en í fyrra. staðahreppi, þar sem margir bændur hafa undanforin ár stundað verulega kartöflurækt, (Framhald á blaðsíðu 2). Kartöfluuppskeran er mis- jöfn, en ennþá stendur kartöflu grasið víða í sveitinni og eru kartöflurnar orðnar sæmilega góðar, en um miðhluta hrepps- ins féll grasið fyrir nokkru og er þar rýr eftirtekjan. S. G. ELDUR LAUS f VERK- STÆÐISHÚSI SÍÐDEGIS í fyrradag var slökkviliðið kallað að trésmíða- verkstæðinu Fjarkanum við KaldbaksgöUi á Akureyri, sem er timburhús, klætt tjörupappa. Töluverðar skemmdir urðu á húsinu, efni og vélum. □ VATNSDAL UM NÆSTU HELGI Frystihúsið tekur senn til starfa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.