Dagur - 27.09.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 27.09.1967, Blaðsíða 8
 Borað eilir heitu vatni við Lagarlljétshrú Saltað á Raufarhöfn í gærdag Hér er í undirbúningi að gera leit að heitu vatni með borum og verður borað rétt vestan við Lagarfljótsbrú, en þar skammt frá leggur Lagarfljót nær aldrei og talið af völdum heitra upp- spretta. Bikarkeppni KSI ÍBA-FRAM Á NÚ stendur yfir Bikarkeppni KSÍ. N.k. laugardag kl. 4,30 leika hér á íþróttavellinum Fram og ÍBA, en þau lið drógust saman í 8 liða úr- slit. Sennilega verður þetta síð asti „alvöru“-leikur ársins hér nyrðra, þó ekki sé það útilokað (takist Akureyr- ingum að sigra Fram), að þeir fái næsta leik líka hér nyrðra. Jón Jónsson, jarðfræðingur, hefur annazt rannsóknimar á þessu svæði. En áður hafði 58 stiga heitt vatn fundizt við bor- un í Urriðavatni, sem er 6—7 km frá Egilsstöðum. V. S. LAUGARDAG Sl. laugardag sigraði Vík- ingur B-lið Akraness (3:2), og er þar með kominn í fjögurra liða úrslit . Búizt er við skemmtileg- um leik hér á laugardaginn og mæta Framarar efalaust ákveðnir til leiks, en eins og menn vita, misstu þeir af íslandsmeistaratitlinum s.l. sunnudag, er þeir töpuðu fyrir Val 2:0. □ SMÁTT OG STÓRT Egilsstöðum 20. sept. Kaupfélag Héraðsbúa mun taka á móti 40 þús. fjár á þessu hausti. Það hefur sláturhús á Egilsstöðum, Fossvöllum og á Reyðarfirði. Menn eru nú að verða von- 'betri, hvað síldveiðarnar snert- ir, en veiðisvæðin eru nú mun nær landinu en áður og örlítið er farið að salta á Austfjörðum. En aðkomufólkið er allt farið, skólafólkið á hinum ýmsu stöð- um mun á förum. Verða því hin mestu vandræði að fá nægi legan vinnukraft, ef um veru- lega síldarsöltun verður að ræða. Rætt hefur verið um að fresta skólunum eitthvað, ef vinnuaflsskortur hamlar veru- lega síldarsöltun. Mun slíkt mælast vel fyrir, einnig vegna þess, hve ungmenni hafa nú lítil auraráð til að kosta sig á skóla og veitti ekki af dálítilli uppbót. Menn fengu yfirleitt gott veð ur í göngum liér um slóðir þótt nokkur þoka truflaði á gustan- verðu Héraðinu. Raufarhöfn 26. sept. Komin eru 34 þús. ionn af síld til Raufar- hafnar og hefur töluverð lönd- un verið hér síðasta hálfan mánuðinn. Saltað er á tveimur plönum í dag og alls er búið að salta hér 2500 tunnur síldar. Skipin, í FRÉTTABRÉFI frá Skaga- strönd segir m. a. svo: Sauðfjárslátrun hófst fyrir viku síðan og verður lógað 6 til 7 þús. fjár. — Heyskapur gekk sæmilega, en kal var talsvert í túnum, einkum í Skagahreppi. Þrír dekkbátar og þrjár trill- ur róa héðan og fjórði dekk- báturinn bætist við eftir slátur- tiðina. — Afli er fremur lítill. Vitamálaskrifstofan hefur lát- ið smíða nokkur ker hér í sum- ar, fyrir norðlenzkar hafnir, og hefur það skapað nokkra vinnu. sem saltað er úr í dag, eru Al- bert og Jörundur III., sem kom með ísaða síld. Héðinn hafur komið hér bæði með sjókælda og ísaða síld, sem var falleg og virtist sæmilega góð til söltunar. Sæmilegur þorskafli hefur Sumarið var stutt, eins og víðar á Norðurlandi. Barna- og unglingaskólinn ‘tekur til starfa í næstu viku. □ Ifúsavík 26. sept. Lógað verður 36700 fjár hjá KÞ í haust og sýnist féð sæmilega vænt. Góður afli hefur verið hér í allt sumar þótt heldur hafi nú dregið úr síðustu dagana. Hef- verið hér í allt sumar, misjafn að vísu, en gæftir hafa verið góðar og aldrei komið langvar- andi bræla, og enn er róið, bæði með færi og línu. H. H. SAMKVÆMT viðtali við Skúla Jónasson kaupfélagsstjóra á Svalbarðseyri, verður lógað hjá félaginu 12500 fjár í haust. Það sem af er, eru dilkar verulega vænni en í fyrra. Tekið er á móti 750 fjár á dag. 40—50 manns eru þarna í vinnu. — ur atvinna því verið góð. Kartöfluuppskeran hefur í ár brugðizt hjá mörgum garðeig- anda, en í sumum görðum er þó sæmileg uppskera. Þ. J. ERU ÞÆR „BOMM“ Koniin er upp deila um það í heimspressunni, hvort Margrét ríkisarfi Danmerkur sé barns- hafandi eður ei. Þýzk blöð full- yrða, að svo sé og bera fyrir sig góðar lieimildir, en danska hirð in neitar. Ennfremur er þar til umræðu gifting Benediktu og Ríkards prins, sem hefur verið flýtt. Gefur það hinum miklu hugsuðum fréttastofnanna þann vísdómslega innblástur, að þar sé erfingi, ofurlítið á undan áætlun! DJARFTÆKIR UNG- LINGAR Opinberar fréttir herma, að í liöfuðborginni séu unglingar enn farnir að færa sig upp á skaftið. Kemur þetta m. a. fram í bílaþjófnaði. Hafa unglingam- ir fram til þessa látið sér nægja að stela litlum bílum, en nú fyrir skömmu stálu ölvaðir ung lingar tveimum stórum Iang- ferðabifreiðum eða „rútum“. Var töluverður hópur drengja og pilta á aldrinum 15—17 ára valdur að öðrum þjófnaðinum, en einstaklingur í svipuðum aldursflokki að hinum. HAUSTMYRKUR OG HÆTTUR Borgari rökstuddi nýlega á skrifstofum blaðsins það álit sitt, að merktar gangbrautir eða „zebrabrautir“ væru til ills eins. Rökin voru þessi: Gang- brautirnar væru ekki virtar af ökumönnum en „tæla“ þá gang andi fólk út á götumar, stund- um í augljósa hættu. Þessu er hér með komið á framfæri til þeirra aðila, sem um umferða- málin fjalla. En á það skal bent, að í Reykjavík liafa orðið mörg „gangbrautarslys“ að undan- förnu og er þar nú hafin her- ferð gegn þeim, m. a. með stór- aukinni löggæzlu við ýmsa fjöl förnustu staðina. Gefur þetta e. t. v. auga leið, þegar um þessi mál er rætt hér á Akureyri. EKKI A BJARGI BYGGT f nágrenni Akureyrar er nýtt steinsteypt hús í smíðum á rökum grunni reist og ekki grafið á fast, en að fyrirsögn byggingafræðings. Nú er húsið tekið að liallast ískyggilega Slátrun lýkur 20. október. Nýtt reykhús er tekið til starfa á vegum kaupfélagsins og verður þar reykt kindakjöt, sem mikill markaður er fyrir. Kjötið er reykt á fjórum dög- um. Kartöfluuppskeran er allt að því í meðallagi á Svalbarðs- strönd. □ KA-KS á sunnudaginn o NÆSTI leikur í Knattspyrnu- móti Norðurlands fer fram hér á íþróttavellinum n.k. sttnnu- dag kl. 2. Þá leika KA og KS. Eftir fyrri umferð mótsins eru öll liðin, Þór, KS og KA, jöfn að stigum með 2 stig hvert. □ rnikið, enda klöpp undir einu horni þess, svo það getur ekki sigið jafnt. Verkfræðingur vinn ur nú að atliugun og útreikn- ingum á því, hversu úr megi bæta áður en ver fer. Kemst hann væntanlega að þeirri nið- urstöðu, sem flestir vissu þó raunar áður og sumir fyrir löngu, að hvorki eigi að byggja hús á sandi eða for. MINNINGAR SVETLÖNU Endurminningar Svetlönu, dótt ur Stalíns, munu koma út á íslenzku innan skamms. En bókin kentur út í mörguni löndunt samtímis. Það er Bóka- útgáfan Fífill, sem sér um ís- lenzku útgáfuna. ÞRÍFÓTUR Þrífætt tryppi af Suðurlandi hefur verið sent vestur um haf til lífeðlisfræðilegrar rannsókn- ar. Með sama skipi voru send utan nær 50 hross til Vestur- Þýzkalands og Sviss. Búvöru- deild SÍS annast útflutning þessara hrossa og er þetta þriðji farmurinn í sumar, sam- tals 150 hross. Með síðasta hópnum fór skagfirzkur, sex vetra graðfoli og var söluverð hans 70 þús. kr. Sagt er, að ítalir hafi áhuga á hrossakaup- um hér á landi. Þrífótur dvelur eitthvað í Hollandi áður en hann fer vestur. STÓRA KÝLBB í nýútkomnu hefti Samvinn- unnar taka margir til máls um skólamál. Arnór Hannibalsson segir m. a.: Allir kvarta og eru óánægðir með hið ríkjandi kennslukerfi, en enginn ný stefna hefur nokkru sinni verið mörkuð og endurbótabaráttan er því háð í blindni. Ástandinu í íslenzkum skólamálum verður helzt lýst með orðunum, botn- laust öngþveiti. Ileimska, skiln ingsleysi og nýska valdhafana sér um að halda frjálsri hugsun alveg niðri við frosmark. ís- lenzkt skólakerfi framleiðir úrelta þekkingu með úreltum aðferðum. Bamaskólinn er stóra kýlið í skólakerfinu. MENNTAMÁLABYLTING Hörður Bergsson segir m. a.: Óbreyttar endurútgáfur óvand- aðra og úreltra kennslubóka hefu-r furðanlegan viðgang hjá ríkisútgáfunni og hinum rót- grónu útgáfufyrirtækjum á þessu sviði. Frá því að hin tuttugu ára gömlu fræðslulög voru sett, hefur reynzlan sýnt, að stjómvöldin ætla sér ekki forystuhlutverk í þeirri mennta málabyltingu, sem þjóðin þarf að gera. ENGINN LOFAR SKÓLA- KERFIÐ Mattlúas Jóhannesson segir: Ég hef talað við fjölda kennara og nemenda og vona að enginn bregði mér um ósannsögli, þeg- ar ég fullyrði, að ég hef ekki hitt einn einasta mann, sem hef ur borið lof á skólakerfið okk- (Framihald á blaðsíðu 2). Sex bátar róa frá Skagaströnd GÓÐUR AFLIÁ SKJÁLFANÐA IÍJÖTIÐ REYIÍT Á 4 DÖGUM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.