Dagur - 04.10.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 04.10.1967, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Villukenningar SÚ villukenning skýtur öðru hverju upp kollinum, jafnvel hjá þeim, sem eiga að vita betur, að hækkun bú- vöruverðsins eigi verulega sök á þeirri ógnar verðbólgu, sem nú er að tröllríða öllum atvinnuvegum landsmanna og búin er að troða í svaðið öll hin fegurstu fyrirheit nú- verandi stjórnarvalda. En samkvæmt þeirri löggjöf, sem um verðlagningu búbaranna gildir, hækkar verð þess- ara vara því aðeins, að rekstrarvörur landbúnaðarins hafi hækkað eða að vinnutekjur annarra stétta hafi hækkað, nema hvort tveggja sé. — Ljóst er því, að bændur fá sínar verðhækkanir eftir á. Bændur njóta ekki verðbólgunnar heldur gjalda þeir hennar og eiga enga sök á hinni miklu verðbólguþróun. Þeir gjalda hennar á þann hátt, að þeir eiga því örðugra með að selja vörur sínar er- lendis, sem framleiðslukostnaðurinn innanlands er meiri, á sama tíma og verðið, sem fyrir þær fæst erlendis, stendur í stað. Ætti þetta að vera auðskilið. Hið sama gildir að sjálf- sögðu um aðra atvinnuvegi, sem keppa um sölu á erlendum vett- vangi. — Hin barnalega hagfræði- kenning eins ráðheiæans, að land- búnaðurinn sé hemill á hagvexti þjóðarinnar, og síðan hefur staðið eins og bein í hálsi höfundar síns, þyrfti nú dálitla útfærslu. Landbún- aðurinn á að vísu í erfiðleikum, en hvað mætti þá segja um sjávarútveg- inn um þessar mundir? Er hann líka hemill eða dragbítur á hagvext- inum? Og hvemig er það með iðn- aðinn? Hvaða atvinnugrein er það annars í okkar landi (þegar skemmti- iðnaðurinn er frá skilinn), sem ekki er dragbítur, samkvæmt kenningu ráðherrans? Sannleikurinn er auð- vitað sá, að þeir atvinnuvegir, sem þjóðin stundar, og þeir einir, gera þjóðinni fært að lifa í landinu. En það, sem þessir atvinnuvegir stynja undir um þessar mundir, er verð- bólgan. Mennimir, sem lofuðu því að stöðva hana og lækna efnahags- og atvinnulífið, og fengu umboð til að gera það, em ráðherrar núver- andi ríkisstjómar. Þeim tókst ekki að efna loforð sín, en láta skósveina sína bera fram hinar fáránlegustu villukenningar til að breiða yfir van- mátt sinn. Hin misheppnuðu störf núverandi valdhafa hafa veitt verð- bólgunni mikil vaxtarskilyrði, en það er hún, sem er hinn mesti hem- ill á eðlilegri þróun efnahags- og at- vinnumála í landinu. □ Fyrri „forþurrkarinn“, sem settur var í verksmiðjuna í sumar. Hann er 44 tonn að þyngd. Hinn kom til Húsavíkur nýlega. (Ljósm.: Bj. T.) Kísilgúi’verksmiðjan við Mývatn AÆTLAÐ ER, að Kísiliðjan við Mývatn taki til starfa í vetur. Byggingarframkvæmdum hefur miðað allvel í sumar og liafa vegfarendur vafalaust veitt því athygli. Verksmiðjan verður eitt stærsta fyTÍrtæki norðanlands, enda þótt ekki só gert ráð fyrir að starfslið hennar verði ýkja fjöhnennt. Vegurinn frá verksmiðj- xmni til Húsavíkur hefur verið mjög á dagskrá í sumar, en hér þykir rétt að kynna Icscndum Dags nokkuð byggingu sjálfrar verksmiðjunnar, og verður þá um lcið minnzt á efnið, sem hún á að framleiða. __ Þetta er þriðja árið sem fram- kvæmdir standa yfir við bygg- ingu kísilgúrverksmiðjunnar vestan við Bjamarflag í landi Reykjahh'ðar í Mývatnssveit. Fyrsta sumarið var raunar að- allega unnið við byggingu dælu stöðvarinnar í Helgavogi við Mývatn, lagningu leiðslunnar uppeftir og töku sýnishoma af hráefninu. Veturinn eftir var byggt skrifstofuhús við verk- smiðjulóðina, og hefur þar síð- an einnig verið til húsa mötu- neyti fyrir starfsfólkið. í fyrraaumar var svo unnið við undirstöður undir geymslu- skemmu og sjálfa verksmiðju- samstæðima. Jafnframt var tek ið að setja upp hinn svonefnda „Dry Process Tower“, sem er nær 40 metra hár stálgrinda- turn, þar sem fram á að fara flokkun á efninu, kísilgúmum, áður en það verður sekkjað. Byggingu skemmunnar lauk að mestu í fyrra. í vetur og loks nú í sumar hefur verið unnið áfram við uppsetningu verksmiðjusamstæðunnar. >ví verki á að vera lokið 1. nóv- ember n.k., og á framleiðslan sjálf að geta hafizt upp úr því. Enginn getur þó sagt um það með vissu á þessu stigi málsins, hvort sú áætlim muni standast, og eru sumir kunnugir svart- sýnir á að framleiðslan geti raunverulega hafizt fyrr en með vorinu. Hvað er kísilgúr? Kísilgúr er örsmáar skeljar kísilþörunga, sem um geysi- langan aldur hafa lifað góðu lífi í Mývatni og lifa þar enn. Skeljamar eru svo smáar, að frálejtt er, að þær geti sézt með berum augum. Við dauða þör- unganna safnast þær á vatns- botninn og mynda þar lag, sem óhjákvæmilega blandast svo ýmsum aðskotaefnum, eins og eldfjallaösku. Kisilþömngar lifa í ýmsum öðrum vötnum og tjömum hér- lendis, en hvergi í jafn stórum stil og í Mývatni. Lögin af kís- ilskeljunum eru margir metrar á þykkt í botni vatnsins, og eru í mynd grárrar leðju. Þessari leðju er svo dælt að verksmiðj- unni eftir alllangri leiðslu, og þar er mesta vatnið og sandur- inn, sem er blandaður kísil- leðjunni, skilið frá og dælt suð- vestur í hraunið á milli verk- smiðjunnar og vatnsins. Þar er nú þegar komin mikil tjöm í dæld þeirri, sem dælt hefur verið í. Þessi dæld er ekki ýkja langt frá þeim vinsæla stað Grjótagjá, en þó mún talið, að þessi úrgangsefni eigi ekki að geta borizt þangað, heldur á vatnið að síast niður í hraunið og jafnvel renna aftur út í Mý- vatn. Þróin hefur lekið. Hráefninu er svo dælt áfram í stóra þró, sem að mestu leyti var gerð í fyrra og er norðan við verksmiðjuna. Þessi þró var búin til þannig, að hrauninu var ýtt upp með jarðýtum, en botn hennar og hliðar voru ekki sérstaklega þéttai’ að neinu ráði, að minnsta kosti hefur komið fyrir nú í sumar, að komið hafa „göt“ niður úr þessari þró og hráefnið þar horfið í allstórum stíl niður í hraunið. Einu sinni fór sérstak- lega mikið magn þannig for- görðum, sunnudaginn 20. ágúst, og mun líklega hafa tekið allt að fimm daga að fylla aftur upp það borð, sem þá kom á þróna. Aðeins verður dælt úr vatn- inu í þessa þró yfir sumartím- ann, því að ekki er unnt að dæla á meðan vatnið er undir ísi. Nú er verið að byrja á ann- arri samskonar þró rétt hjá hinni. Ur þessum þróm verður hrá- efninu svo dælt inn í verk- smiðjuna, og verður það þurrk að í fyrstu við tiltölulega lágan hita, og verður gufuhiti notað- ur við þá þurrkun, sem nefnd er forþurrkun eða afvötnim. Staðið hafa yfir í sumar fram- kvæmdir við lagningu gufu- leiðslu frá nýrri borholu, lík- lega þeirri heitustu á landinu, að verksmiðjunni. Forþurrkar- ar eru tveir og komu til lands- ins í heilu lagi, og vegur hvor um sig 44 tonn. Var annar flutt ur nú í september. Eru það þyngstu hlutir, sem þangað þarf að flytja í heilu lagi vegna verk smið j ubyggingarinnar. Hár hiti að lokum. Til að fullhreinsa aðskotaefni úr hinum örsmáu kísilskeljum, þarf að lokum að hita hráefnið upp í 1100 gráður, og er það gert í sérstökum, geysistórum þurrkofni, sem fluttur var á staðinn í sumar í þremur hlut- um. Einn hlutinn lenti út af veginum við Hallbjamarstaði í Reýkjadal í flutningunum, en náðist þó upp aftur og komst á ákvörðunarstað. — Eftir þetta verður efnið flokkað í háa turn inum, sem áðan var getið um, og síðan fer það inn í vestur- enda skemmunnar og í sekkjun þar. Þó nokikrar vegabætur hefur þurft að gera í sumar á leiðinni frá Húsavík til Reykjahlíðar svo að takast mætti að koma ofnhlutunum alla leið. Hafa beygjur verið breikkaðar mik- ið og nokkrar mjóar brýr hækk aðar með því að hlaða á þær timbri. Fjölmennt starfslið í sumar. Allt að 80 manns hafa unnið við framkvæmdir við Kísiliðj- una sjálfa í sumar, og er þá ekki meðtalinn flokkurinn, sem unnið hefur við uppsetningu 10 íbúðarhúsa í hinu nýja íbúða- hverfi ofan við Reykjahlíð. — Meginhluti starfsliðsins í sum- ar hefur verið iðnaðarmenn, einkum járniðnaðarmenn og raf virkjar, en þeir síðamefndu hafa unnið undir stjóm Hauks Ákasonar á Húsavík, sem tók að sér raflagnimar. Þá hefur verið þama talsverður 'hópur verkamanna, en þó mun færri en í fyrra. Yfirstjóm fram- kvæmda er í höndum Péturs Péturssonar framkvæmdastjóra úr Reykjavík, og hefur hann notið vinsælda af undirmönn- um sínum á staðnum. Hið sama verður tæplega sagt um full- trúa Kaiser-verkfræðifyrirtæk- isins, sem hefur umsjón með uppsetningu verksmiðjuhlut- anna, en sá heitir Joseph Polfer og hefur ekki til að bera þann kunnugleika sem skyldi varð- andi starfshætti og hugsunar- hátt íslendinga. Afköst hafa verið mikil, og ber flestum saman um það. Að minnsta kosti hefur gengið bet- ur nú í sumar en framan af í fyrrasumar, en þá höfðu, senni- lega vegna alvarlegra mistaka, verið ráðnir fleiri verkamenn en skyldi, og kom það niður á afköstum, sém jukust talsvert, þegar allmörgum var sagt upp í lok júlímánaðar. í sumar hafa nær allir starfsmennirnir við verksmiðjubygginguna verið Norðlendingar, einkum Húsvík ingar, Akureyringar og Suður- Þingeyingar. Vinnuhagræðing í hávegum. í sumar hefur verið beitt vinnuhagræðingu við þessar byggingarframkvæmdir með góðum árangri. Hefur jafnvel verkamönnunum verið skipt niður í floka, sem hafa mest allt sumarið unnið sömu eða hlið- stæð störf. Einn flokkur hefur haft það starf að mála í sama ljósgráa litnum, en talið er, að úr reykháfi, sem nær upp í gegnum turninn, muni koma nokkurt ryk í þeim lit. Annar flokkur fæst við að laga til á staðnum og hreinsa allt rusl jafnharðan og það kemur. Árangur vinnuhagræðingar- innar má sjá á afköstunum, enda hefur verið talið fram að þessu, að allt gengi eftir áætl- un. Meirihluti starfsliðsins hefur í sumar búið í skála, sem í vor var reistur við hlið skrifstofu- og mötuneytisbyggingarinnar. Langflestir hafa þó jafnan far- ið heim til sín um helgar, enda hefur yfirleitt ekki verið unnið á laugardögum, en þeim mun meir aðra virka daga. Fyrsta verksmiðja sinnar teg- undar. Samkvæmt upplýsingum, sem Tjörvi Elíasson, verkfræðingur, gaf í stuttu fræðsluerindi fyrir starfsmenn Kísiliðjunnar eitt ■ sitt í sumar, er þessi verksmiðja sú fyrsta sinnar tegundar ’ í heiminum. Áður hefur kísilgúr einungis verið unnin úr jarð- lögum, og er efnið mest unnið á þann hátt í Kalifomíu. Þessi jarðlög hafa þó að sjálfsögðu áður myndazt á vatnsbotni. Hins vegar hefur efnið aldrei verið tekið áður úr vatni, þar sem kísilþörungamir lifa enn og starfa. Þess vegna verða ýmis atriði í væntanlegri starf- rækslu þessarar vérksmiðju, einkum dælingin og forþurrk- unin (afvötnunin), sennilega á hálfgerðu tilraunastigi í fyrstu. Er búizt við, að fljótt muni þurfa að breyta einhverju frá fyrstu gerð, og má því búast við litlum afköstum í fyrstu. Efni það, sem þessi verk- smiðja á að framleiða, er talið munu verða í bezta gæðaflokki og tiltölulega verðmætt. Efnið mun líta út líkt og hveiti, hvítt á lit, og það mim verða selt sem síunargúr, sem er verðmæt asti flokkur kísilgúrs. Síunar- gúr er notaður við að sia vökva, t. d. bjór og öl, ýmis lyf og fl. Má t. d. geta þess, að Sana h.f. á Akureyri notar um 6000 kg. af kísilgúr á ári, og verður sjálfsagt ekkert því til fyrir- stöðu, að hún fái þetta magn frá Mývatni eftir að Kísiliðjan verður tekin til starfa. Aðrar tegimdir kísilgúrs eru mest notaðar til einangrunar á ýms- um sviðum. Auk þess, sem hér hefur verið lýst lauslega, hefur svo í sumar verið unnið að vegar- lagningu milli Reykjahlíðar og Geitafells, eins og alþjóð hefur raunar fengið að heyra um. Þá er verið að byggja stóra vöru- skemmu á Húsavík. Er þetta allt ekki svo litlar framkvæmd- ir í einu héraði á vegum eða vegna eins og sama fyrirtækis. Frá Kleifarvatni, eitt af málverkum Péturs. PÉTUR FRIÐRIK OPNAR SÝNINGU HÉR í BÆ NÆSTKOMANDI laugardag, þann 7. þ. m. opnar Pétur Frið- rik listmálari málverkasýningu hér á Akureyri og verður hún haldin í Landsbankasalnum. Verður sýningin opnuð kl. 2 e.h. Á sýningu Péturs eru alls um 30 málverk. Eru það bæði ofíu- málverk og vatnslitamyndir. Listamaðurinn hefur • í sumar dvalizt alllengi í Mývatnssveit og í öðrum nágrannabyggðum Akureyrar og eru á sýningunni málverk frá þeim stöðum, auk allmargra Þingvallamynda og málverka frá öðrum stöðum á landinu. Pétur Friðrik er enn ekki fertugur að aldri, en -löngu einn kunnasti listmálari þjóðarinn- ar. Hefur hann tekið hátt í fjölda listsýninga bæði heima og erlendis. Síðasta einkasýning hans var í Listamannaskálanum í fyiravor og þar áður í Boga- salnum. Á báðum þessum sýn- ingum seldist nær hver einasta mjmd sem þar var. Pétur Friðrik hóf nám við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn innan við tví- tugt og dvaldist þar við nám í '■ : - ENGLENDINGAR I SVARFAÐARDAL (Framhald af blaðsíðu 8). Sjálfir voru stúdentamir ákaflega ánægðir með dvöl sína méðal Svarfdælinga og töldu hana hafa verið eitt samfellt og stórkostlegt ævintýri og algjör- lega ógleymanlegt. Veður var með ágætum allan tímann og margt um að vera í sveitum þ. á. m. göngur og réttir. Þeir létu sig heldur ekki vanta á Tungurétt, réttardaginn 18. sept. og blönduðu þar geði og gleði við heimamenn eftir því sem málakunnátta frekast leyfði. Stúdentamir eru nú fyrir skömmu farnir úr Svarfaðardal Bikarkeppni KSÍ: Sárasti ósigur ÍBAliðsins í sumar FRAM VANN OVERÐSKULDAÐ A HLUTKESTI Pétur Friðrik listmálari. 3 áf. Síðan hefur hann farið margar námsferðir utan m. a. til Frakklands, Spánar og Þýzkalands. Nú síðast sýndi hann myndir sínar á sýningum í Þýzkalandi í haust. Þetta er í fyrsta skipti sem Pétur Friðrik sýnir málverk sín hér á Akureyri. Mun sýning hans standa til 15. okt. og er opin dag hvem frá kl. 2—10 e.h. og áleiðis heim til Englands, en ætla þó að dvelja um vikutima á Suðurlandi. Við brottförina báðu þeir blaðið fyrir kveðjur til Svarfdælinga og annarra þeirra er þeir kynntust hér norðurfrá. Einkum eru þeir þakklátið heimilisfólkinu á Grimd, sem reyndist þeim frá- bærilega vel. Sjálfir eru Svarfdælir dálítið forvitnir að sjá hvað þessir gest ir þeirra hafa að segja um þá og sveit þeirra því við því má búast að þeir hafi tekið eftir einu og öðru sem þeir ekki sjá sem lifa og hrærast í því hvers- dagslega. Glöggt er gestsaugað. SÍÐASTLIÐINN laugardag fór fram á íþróttavellinum leikur ÍBA og Fram í Bikarkeppni KSI. Það fór eins og búizt var við fyrir fram, að leikur þessi var jafn og endaði 1:1, er venju legum Ieiktíma var lokið. Eins og menn vita eru reglur þær er gilda í Bikarkeppninni þannig, að úrslit þurfa að fást, því ann- að liðið fellur úr keppninni. Segja má að leikur þessi hafi verið nokkurs konar sjónarspil í 4 þáttum, og stóð hann yfir í rúma tvo klukkutíma, og fengu því áhorfendur nokkuð fyrir sína peninga, því ekki fengu-st úrslit fyrr en Guðni Jónsson, fyrirliði ÍBA-liðsins, hafði kast að upp pening, en vinstri bak- vörður Fram valdi kórónuna meðan peningtu-inn var enn í loftinu, og kom upp hlutur Fram og þar með var upp kveð inn sárasti ósigur ÍBA-liðsins í sumar, því Akureyringar voru tvímælalaust betri aðilinn í þessum síðasta „alvöru“-leik sumarsins hér á íþróttavellin- xun. Fyrsti þáttur. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik. Liðin virtust haldin haustsleni, en leikur Akureyr- inga var þó jákvæðari og einu hættulegu tækifærin í hálfleikn um sköpuðust við mark Fram og var Þormóður þar að verki í bæði skiptin. í fyrra sinn náði hann ekki að skjóta, en í seinna skiptið varði markvörður Fram glæsilega fast skot hans út við stöng, með því að ýta knettin- um út fyrir endamörk. Einu sinni í þessum hálfleik hafnaði knötturinn í marki ÍBA-liðsins, en 2 Framarar voru gróflega rangstæðir, og markið dæmt af. Síðari hálfleikur var miklu fjörugri og strax á 3. mín. skall hurð nærri hælum við mark Fram, er Kári kemst inn fyrir, og markvörður hljóp út á móti, en Kári náði að spyma og knötturinn fór rétt fram hjá mannlausu markinu. Á 11. mín. skora svo Framarar. Dæmd er óbein aukaspyma á Jón Stefáns son, rétt utan við vítateig. Akur eyringar mynda vegg, Hrannar spymir til Helga Númasonar, sem spyrnir að marki, Samúel kemur höndum á knöttinn, sem lendir í stöng og inn í markið. Þetta var ódýrt mark fyrir Fram. Við markið færðist fjör í leikinn og sækja Akureyringar fast, en mínúturnar líða og ekki tekst að skora. Á 35. mín. jafnar svo Magnús Jónatansson fyrir ÍBA með hörkuskoti skammt utan við vítateig og er þetta fallegasta mark, sem skor að hefur verið hér á vellinum í sumar og kom eins og þrUma úr heiðskíru lofti. Þær Í0 mínútur sem eftir voru af leiknum sækja Akureyringar mjög, en tókst ekki að skora þrátt fyrlr góð tækifæri. Lauk því leiknum 1:1. Annar þáttur. Nú er framlengt í 2x15 min. í fyrri hluta framlengingar ger- ist lítið markvert. Akureyring- ar sækja fast, en allt bjargast við mark Fram. Strax á 2 mín. síðari hluta framlengingar er stórhætta við mark Fram, er Jón Stefáns skallar að marki eftir hornspymu, en markvörð- ur missir knöttinn, sem hrelck- ur til Skúla, en hann skallar rétt fram hjá. Og áfram sækja Akureyringar. Á 10. mín. á svo Magnús hörkuskot rétt fram hjá markinu, og að lokum flaut ar dómarinn, framlengingu er lokið, og enn ér jafnt í:l. Þriðji þáttur. Þá hefst þriðji þáttur, en það er vítaspyrnukeppni. Það er Skúli Ágústsson, sem hefur keppnina og tekur fyrstu. spyrn una, en markvörður ver, en hreyfir sig á marklínu öf fljótt. Skúli endurtekm- spymuna, en bregzt nú bogalistin, aldrei þessu vant, og spymir fram hjá. Þá spyrnir Anton fyrir Fram og skorar, síðan Magnús fyrir ÍBA og skorar, þá hægri bak- vörður Fram, hann skorar líka, Pétur fyrir ÍBA og skorar, Hrannar fyi’ir Fram skorar, Kári fyrir ÍBA skorar, og þá vinstri bakvörður fyrir Fram, en nú ver Samúel, en hefur hreyft sig of fljótt og spyman er endurtekin, ,og nú bregzt bakverðinum bogalistin eins og Skúla og hann spymir fram hjá. Þá eru tvær spymur eftir, Ævar skorar fyrir ÍBA og Helgi Númason fyrir Fram. Enn er jafnt, 5:5. Fjórði þáttur. Þá er ekkert eftir, nema að kasta upp peningnum og er nú farið að skyggja á vellinum, og áhorfendur í stúkunni eru staðn ir upp og alir fylgjast spenntir með. Framarar veðjuðu á vinstri bakvörðinn, sem brenndi af vítaspymunni. Guðni Jóns- son tók nú peninginn og kastaði upp, en bakvörðurinn sagði kórónan áður en peningurinn snerti jörðina, síðan beygðu þeir sig niður og Framarinn stökk í loft upp, og þá vissu menn að Fram hafði farið með sigur af hólmi. Enn einu sinni elti óheppnin Akureyringa, þvi sannarlega áttu þeir skilið sigur í þetta sinn. Með þessum leik má segja, að lokið sé keppnistímabili knatt- spyrnumanna okkar á þessu sumri, og senda allir knatt- spymuunnendur þeim áreiðan- lega beztu þakkir fyrir margai’ ánægjustundir á vellinum í sumar. Þeim tókst ekki í þetta sinn að sigra, hvorki í íslands- móti eða Bikarkeppni, en þeim tókst að sigra öll knattspymu- liðin í I. deild og er það vissu- lega sigur út af fyrir sig. Sv. O. Vetrarstarf Bridge- félagsins að hef jast AÐALFUNDUR Bridgefélags Akureyrar var haldinn 26. sept. Stjórn skipa nú: Soffía Guð- mundsdóttii’ formaður, Baldur Árnason féhirðir, Ái-mann Helgason ritari, Karl Sigfússon mótsritari og Dísa Pétursdóttir' áhaldavörður og upplýsinga- stjóri. Spilað verður á þriðjudögum í Landsbankasalmun kl. 8 e. h. Fyrsta keppni félagsins verð.. ur tvímenningskeppni, sem hefst kl. 8 e. h. þriðjudaginn 10. október. Sú umferð verður spiluð á Bjargi. Þátttöku skal tilkynna stjórninni ekki síðar en sunnudag 8. október. □ HAFNARNEFND OG BYGGINGANEFND Bj. T. Tjaldbúðimar hjá Grúnd. SAMKVÆMT staðfestingu fé- lagsmálaráðuneytisins á breyt- ingu kosningar í hafnarnefnd, fór kosning fram og kosnir: Aðalmenn: Stefán Þórarins- son, Stefán Reykjalín, Zop- honías, Ái’ni Jónsson, Tryggvi Helgason. Varamenn: Stefán Snæbjöms son, Amþór Þorsteinsson, Bjami Jóhannesson, Jón G. Sólnes, Jón B. Rögnvaldsson. í bygginganefnd voru kjöm- ir: Aðalmenn: Haukur Haralds- son, Stefán Reykjalín, Haukur Ámason, Ámi Jónsson, Gunn- ar Óskarsson. Varamenn: Sveinn Tryggva- son, Sigurður Óli Brynjólfsson, Mikael Jóhannessoft, Bjami Sveinsson, Ármann Þorgrímss. Kosningum þessum var frest að í vor. □ UM ÚTIVIST BARNA BÖRN yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 á tímabilinu frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. október nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Böm frá 12—14 ára mega ekki verá á almannafæri seinna en kl. 22 á tímabilinu frá 1. október til 1. mai og ekki seinna en kl. 23 frá 1. maí til 1. október nema í fylgd með fullorðnum vandamönnum. Foreldrar og húsbændur bam anna skulu að viðlögðum sekt- um sjá um, að ákvæðum þess^ xun sé framfylgt. (Úr lögreglusamþykkt Akur =• eyrarkaupstaðar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.