Dagur - 04.10.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 04.10.1967, Blaðsíða 8
SMÁTT OG STÓRT Hópurinn framan við eldhústjaldið. Englendingar í Svarf aðardal Á ÞESSU síðsumri hafa Svarf- dælingar haft nýstárlega og skemmtilega gesti. Það var hópur stúdenta frá skólanum North Western Poly- technic í London en sá skóli er í nánum tengslum við Lundúna háskóla. Hér var um að ræða land- fræðistúdenta, þrettán að tölu, míu. piltar og fjórar stúlkur. Þeir komu seint í ágúst- mánuði og slógu upp tjöldum sínum á sléttri flöt við Svarf- aðardalsá í landi Grundar. Tjaldbúðirnar kölluðu Svarf- dælir Litla-Bretland. Stúdentahópar slíkir sem þessi eru orðnir næsta algengir hér á sumrin og koma einkum frá Bretlandi og hafa þeir m. a. dvalizt við rannsóknir sínar hér við Eyjafjörð, einkum við j arðf ræðirannsóknir. Það nýstárlega við þessa svarfdælsku Englendinga er verkefnið. Landafræði í víðustu merkingu er geysilega yfirgrips mikið fag sem tekur ekki ein- asta til landsins sjálfs heldur einnig alls þess sem á því lifir, jurta og dýra þar á meðal mann skepnunnar með öllu hennar umstangi á láði, legi og í lofti, atvinnulandafræði, félagslanda fræði o. s. frv. Samkvæmt þessu skiptu þess ir stúdentar með sér verkum: Einn hópurinn gerði sínar at- huganir og mælingar á landinu sjálfu, annar á veðurfari, þriðji á jurta- og dýralífi og sá fjórði - á mannlífí dalsins í víðri merk- ingu. Má þar sérstaklega nefna . atvinnulífið þ. e. búskapinn, verzlunarmál, . sámgöngur, skemmtanalíf, fræðslumál og m. m, fl, Allt er- þetta að sjálfsögðu gert í æfingaskyni sem hluti af námi þessara stúdenta enda er þeim ætlað að gefa nákvæmar skýrslur um athuganir sínar sem síðar verða gefnar út með öðrum skýrslum skólans. Þetta unga enska fólk var einstaklega viðkunnanle^t og varð vinsælt meðal heima- manna í dalnum, allra þeirra sem því kynntust. Á slægju- hátíð Svarfdælinga sem haldin var snemma í september skemmtu þeir samkomugestum með söng og gítarleik sem þótti takast ágætlega. (Framhald á blaðsíðu 5) 'ENN EIN MÁLVERKA- SÝNING Enn verður opnuð málverka- sýning á laugardaginn, hér á Akureyri og má segja, að bæjar búar hafi nú venju frentur feng ið tækifæri að kynnast verkum nokkuð margra þeirra manna, sem við myndlist f ást og er það vel. LITASKYN Listfeng kona, sunnlenzk, rosk- in, sagði eitt sinn, er hún var á ferð um Norðurland að haust- lagi, að hún þyrfti nauðsynlega að ferðast um Þingeyjarsýslur á hverju hausti til þess að við- halda litaskyni sínu og þroska það. Þetta eru athyglisverð orð, sem Norðlendingar ættu líka að hugleiða, áður en vetur gengur í garð, því að litaskrúð náttúr- unnar er bæði óendanlega fjöl- breytt og fagurt. Enn er tími til að sjá þá miklu sýningu. UM BORÐ Stundum vill það bera við hér á Akureyri, að fólk sækir eftir félagsskap erlendra skips- manna og fer um borð í útlend skip, sem hingað koma. Hefur þetta leitt til slysa. Menn hafa komið slasaðir frá borði eftir ryskingar og konur aumari VIÐ VERÐUM AÐ GERA ALLT SJÁLF Uín 25 þúsund tonn eru komin í bræðslu Neskaupstað 3. október. Enn hefur ekki vei'ið saltað nema smávegis af síld eða eitthvað um 3 þúsund tunnur og mun það fremur lélag vara. En nú er viðhorfið breytt og menn orðn- ir vongóðir um að hér geti orð- ið mikil síldarsöltun. Norðlendíngarnir fóru í steininn Egilsstöðum 3. okt. Bamaskól- inn var settur á sunnudaginn. Þar eru 100 börn eða nær fimm •tugur þorpsbúa. Stækkun skól- ans, sem nýlokið er, mun end- ast skammt því að fólksfjölgun er mikil og brátt verður að Varla séð síldarstúlkur Raufarhöfn 3. okt. Það er búið að salta hér síðan á laugardag og var lokið við í gær. Þetta er því allt í áttina. Og í morgun voru skipin að halda á miðin eftir norðanáhlaupið. 38 þús. lestir eru komnar hingað í 'bræðslu, og á laugardagsmorg- un var búið að salta 5500 tunn- ur. Nú er komið hingað tölu- vert af aðkomufólki, einkum síldarstúlkum að sunnan, sem flugvélar fluttu. Það er því að koma sumarsvipur á plássið og fagna margir því. Við höfum naumast 'séð síldarstelpur hér fyrr í sumar. Búið er að byggja söltunarskýli á öllum plönun- um, 8 að tölu, svo það er hægt að vinna við síldarsöltunina í misjöfnum veðrum. H. H. ..... '¦ byggja meira. Skólastjóri er Sigurjón Féldsteð úr Reykja- vík. Landsprófsdeild og 4. bekkur komu til náms í Eiðaskóla um helgina. Gangnamenn kvörtuðu um það hve féð hefði haldið sig ofar lega og hvarvetna í fremstu leitum. En þar væri gróðurinn grænn og fagur. Féð var þungt á sér og latt í hitanum. Spellvirki voru framin hér nýlega á húsi Rafveitna ríkis- ins, gluggar brotnir og tæki skemmd. Voru norðlenzkir sjó- menn af austfjarðarlbáti valdir að þessu og fengu gistingu í „steininum". V. S. ¦ ¦. ------------------------'--------------------- '' *------------------------------ BRUNASKEMMDIR Á TÓLFTA tímanum í gær var slökkviliðið- ka'llað að Krossa- nesverksmiðju, en þar stóð bræðsla yfir en truflanir á raf- magni bæjarins, og þá er jafnan eldhætta í þurrkurum verk- smiðjunnar. — Minniháttar skemmdir urðu af eldi, sem þarna varð laus. Q Um 25 þúsund tonn eru kom- in í bræðslu. Nýja síldarbræðsl an stendur tilbúin en hefur enn ekki tekið á móti síld. Lítil er af opinberu embætt- isfólki hér. Við höfum tapað sýslumanninum, prestinum, hér aðslækninum og ljósmóðurinni. Verðum við því að gera allt sjálfir. Um 'hálfsmánaðarvinna er eftir „í sjónum" við dráttar- brautina nýju. En þegar henni er lokið er hægt að taka hér allt að 400 tonna skip í slipp. En ekki er unnið neitt í höfn- inni í sumar og framkvæmdir frá því í fyrra liggja undir skemmdum. Vel hefur aflazt af þorski á smábátana í sumar og hefur annað frystihúsið — frystihús kaupfélagsins — haft nokkum veginn nóg að gera. Búið er að byggja yfir fjögur síldarplön af sex, enda er ekki gerlegt að salta úti þegar þessi tími er kominn. Skólafólk er nú ekki tiltækt, að hjálpa til við söltunina og verður því að fá fólk að, ef eitthvað kemur af blessaðri síldinni. En hér er góð aðstaða til að taka á móti fólki og allur aðbúnaður hinn sæmi- legasti. H. H. DUGLEG IÞROTTAKONA. — Unga stúlkan á myndinni er Ingibjörg Sigtryggsdóttir, sem náð hefur ágætum árangri í íþróttum í sumar. Hún hefur sett þrjú Akureyrarmet — í hlaupum og stökkum. — Á myndinni er Ingibjörg að setja met í langstökki, 4,71 m. Hún hefur mjög goðan stökkstil, eins og sjá má á myndiiuii. /*t<H>if!yí'^?'SfKA! áður. Er ástæða, samkvæmt um sögn lögreglunnar, til að vara fólk við slíku ráui. SLATRIÐ Hyggnar húsmæður ¦ kaupa slátur til vetrarins eða jafnvel til ársins;'.Við samanburð á verði, er þetta-mjög hagkvæmt, og húsmæður vinna fyrir góðu kaupi á meðan þær stunda sláturgerðina, auk þess kemur það sér oft vel að eiga góðan mat í búri, sem fljótlegt er að grípa til. „HJÚKRUNARSKORTUR" Kjartan Jóhannsson ritar grein í Tímarit hjúkrunarfélags fs- lands og segir, að mikill hjúkr- unarskortur hafi verið hér á landi undanfarin ár og hann muni verða enn meiri, því stækkun Hjúkrunarskóla fs- lands sé of seinvirk til að mæta hjúkrunarþörfinni. STUTT f STARFI Kjartan segir ennfremur, að samkvæmt athugnn hafi 60% útskrifaðra hjúkrunarkvenna horfið úr starfi að tveim árum liðnum og 77,% hafi horfið úr starfi að 12 árum liðnum frá því þær útskrifuðust. Sumar koma þó til starfa aftu-r síðar á ævinni. Séu taldar þær hjúkr- unarkonur, sem starfa að fullu við hjúkrun og hinar, sem hætta um skeið en hefja hjúkr- unarstörf á ný, eru að jafnaði starfandi um 33% útskrifaðra hjúkrunarkvenna, segir þar. SKEPNUHÚS BRENND f þehn kaupstöðum og kaup- túnum, sem stækka ört, skap- ast jafnan vandamál vegna bú- peningshúsa, sem verða að víkja fyrir öðrum byggingum. Svo er þetta hér á Akureyri og þannig er það á llúsavík. Á báð um stöðum hafa verið gerðar samþykktir um brottflutning gripahúsa af vissum svæðum. A Húsavík var slík samþykkt gerð í bæjarstjórn og eigend- um tilkynnt að fjarlægja skyldi á tilgreindum stöðum fjárhús og hesthús fyrir vissan dag. Þar eins og hér voru menn seinir til og lét bæjarstjórn þá brenna nokkra „kofa" eða skúra. Kviknaði í heyhlöðu á Burstafelli Ytri-Nýpum Vopnafirði 3. okt. Á laugardaginn kviknaði í hey- hlöðu á BurstafelU og brann helmingur heysins en hitt eyði- lagðist að mestu af vatni. í hlöðu þessari, sem var viSbótar bygging, steinsteypt, voru um 150 hestar heys. Þak hlöðunnar brann, en veggir standa uppi. Bóndinn á Bui:stafelli er Einar Gunnlaugsson og kona hans Elín Methúsalemsdóttir. Heyfengur bænda er minni en í fyrra og verður einhver búfjárfækkun í haust. Féð mun í tæpu meðallagi að vænleika. Síldarsöltun er enn lítilshátt ar og sildin á mörkum þess að vera söltunarhæf. Þ. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.