Dagur - 11.10.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 11.10.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herber9" pantanir. Ferða- skriistofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 DAGUE L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 11. október 1967 — 65. tölublað r * I 'l I f Túngötu 1. Feroasknfsfofan «-i»«» Skipuleggjum ódýrustu fcrðirnar til annarra landa. soKnar- vist á föstudag FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri gangast nú fyrir spilakvöldum, sem fyrrum voru mjög vinsæl og margir bíða eftir. Sex verðlaun verða veitt. Fyrsta spila- kvöldið verður 13. október. Sjá nánar auglýsingu í blað- inu í dag. ? 'INNBROT OG SKEMMDARVERK ADFARANÓTT sl. laugardags var brotist inn í Ferðanesti og stoli.ð skiptimynt, ca. 200 kr. Sömu nótt var gerð tilraun til innbrots í Matarkjör og rúða brotin í Bifröst. Barn varð fyrir foifreið sunn- an við húsið nr. 47 í Hafnar- stræti. Fékk það skrámu af höfuðhöggi. Á laugardagskvödið voru skemmdarverk unnin á salern- um bæjarins, leiðsla brotin svo að vatn flóði um allt. (Framhald á blaðsíðu 5). Síldarsöltun á Dalvík. ^^lilllllil (Ljösm.: E. D.) arsölfun er nú á og síldargangan færist nær landi með hverjum degi sem líður SÍÐAN fyrir helgi hefur verið mjög mikil síldarsöltun á Norð- ur- og Austurlandi. A laugar- dag var búið að salta fast að 50 þús. tunnur. Síðan hefur tölu- vert veiðzt af síld og saltað á flestum söltunarstöðvum meira og minna. Víða vantar stúlkur til sildarsöltunar og hefur þó verið bætt úr því að verulegu leyti með fólksflutningum að sunnan og hvarvetna úr sveit- um í nágrenni sbltunarstöðv- anna hefur fólk farið í síldar- vinnu, eftir því sem framast var unnt. Flestir síldarsaltendur hafa komið upp skýli svo að söltun- in fer fram í húsi eða undir tjaldi og er það nauðsyn þegar þessi árstími er kominn. Gott veður var á síldarmið- unum í gær, er blaðið hafði sam band við fréttaritara blaðsins þar og síldarleitina. En straum- ar voru þungir á miðunum, erfitt að veiða og höfðu nokkur skip rifið nætur sínar. Sólar- hringsaflinn var 3035 lestir. Þegar þess er gætt, að nú er stutt á miðin samanborið við það sem áður var, eða 160—170 mílur norðaustur frá Raufar- höfn og síldin kemur nú fersk- ari til lands, er hægt að salta meiri hluta úr hverju skipi en fyrr var unnt. Síldin er góð til söltunar. Hún er farin að haga sér líkt og þegar hún heldur kyrru fyrir. á „Rauðatorginu" austan við land í einskonar vetrardvala og kemur upp í sjó kvölds og morgna. í Hrísey var í gær búið að salta í 530 tunnur og verið að salta. Á Dalvík er foúið að salta 4600 tunnur. Síldarsöltun er undirbúin í Krossanesi. í Ólafsfirði er fopið að salta (Framhald á blaðsíðu 2). REIKNAÐ MEÐ HÁLF6ERÐUM NIÐURSKURÐI GUÐMUNDUR KNUTSEN héraðsdýralæknir á Akur- eyri lét hafa það eftir sér í Mbl. í fyrradag, að fjórir hestar hefðu nú tekið hring- ormaveikina. Má því segja, að hinn nýi búfjársjúkdóm- ur hafi fært sig töluvert upp á skaftið. Staðreyndin er því sú, að nautgripir, sauðfé, hross eg fólk hefur sýkzt af veiki þessari, svo ekki verð- ur um villist. Héraðsdýra- læknirinn kvaðst reikna með því, að öllu sauðfé og hross- um á liinu sýkta svæði yrði lógað áður en vetur gengur í garð. En nautgripirnir eiga að fá að lifa þótt þeir séu mun næmari fyrir þess- ari veiki en önnur húsdýr og að veikin valdi þar mestum skaða. Er hér um enn eina kákráðstöfun að ræða —¦ hálfgerður niðurskurður og byrjað á öfugum enda —. K»3*W3«3$J$$$$$$$Í3$ÍÍ3$S$$$Í$$53$Í$S^^ . Árni Friðrikssori Eva Kristjánsdóttir gefur sér tíma til að lita upp. (Ljósm.: E. D.) M.S. ÁRNI FRIÐRIKSSON, nýja hafrannsóknar- og leitar- skipið, kom til Akureyrar fyrir helgina úr fyrsta síldarleitar- leiðangri sínum. Þetta er fallegt skip, góðum tækjum búið og reyndist gott sjóskip. Eyfirðingar áttu hugmyndina að því, hversu leysa mætti fjár- hagsvanda við smíði nýs haf- rannsóknar- og síldarleitar- skips, komu henni á framfæri og hlaut hún það fylgi er dugði. Útvegsmannafélag Eyjafjarðar og nágrennis, saniþykkti tillögu um, að síldarútvegurinn legði fram Vz% af verði brúttóafla, síldarseljendur Vi% og síldar- kaupendur Yi%, þar til skipið væri greitt. Á aðalfundi LÍU 1965 var tillagan flutt og var hún samþykkt mótatkvæða- laust. Þetta var merkilegt spor og öllum til sóma, er að því stóðu, það fól í sér lausn fjár- hagsvanda og flýtti þessunr nauðsynlegu skipakaupum. Rík isvaldið gerði skyldu sína í mál inu og m.s. Árni Friðriksson kom fullbúinn til landsins nú í sumar og fór eftir nokkra daga sína fyrstu leitarferð með Jaköb Jakobsson fiskifræðing sem leitarstjóra, innanborðs. Útvegsmannafélag Eyjafjarð- ar afhenti skipstjóranum, Jóni Einarssyni, gestafoók til að hafa í skipinu, með áletruðum silfur skildi. En á fyrstu síðu bókar- (-Framhald á blaðsíðu 4). ¦Daguit- kemur næst út á laugardaginnu Auglýsingar þurfa að berast tímanlega, svo og annað, sem birta á í blaðinu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.