Dagur - 11.10.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 11.10.1967, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT í malamámu Norðurverks h.f. er verklega að unnið. (Ljósm.: E. D.) Á SUNNUDAGINN bauð Norð urve'rk h.f. hluthöfum og frétta mönnum að sjá hinn nýja veg um Hólasand í S.-Þing., sem kenndur er við Kísiliðjuna og hennar vegna er gerður milli Mývatnssveitar og Húsavíkur og er mikið mannvirki — nær 50 manna hópi —. Við fengum hið ákjósanleg- asta veður, sól og sunnangolu, ókum fyrst í Reynihlíð, þar sem Norðurverk h.f. bauð kaffi, en þaðan á nýja kísilveginn hjá Grímsstöðum og norður að Geitafelli, þar vestur yfir háls- inn og niður hjá Laxárvirkjun og þaðan heim. í Mývatnssveit sáum við vega lagninguna yfir Eldhraun, sem mestum deilum olli milli skipu- lagsnefnda og Náttúruverndar- ráðs og hér verða ekki raktar. En sú vegagerð er utan þess mikla venkefnis, sem Norður- verk vinnur við, og áður en far- ið er að lýsa því, er rétt að taka fram, að nýi, umdeildi vegur- inn milli Grímsstaða og Reykja hlíðar, um hraunið, er langt kominn og snyrtilegar gerður en flestir aðrir végir því að efni í veginn er aðflutt og hrauninu ekki raskað með venjulegum hætti vegagerðarmanna. Vegur inn er samlitur hrauninu og liggur eins og band yfir það. Vegagerð sú, sem Norður- verk h.f. tók að sér og á að ljúka næsta sumar er nýr vegur frá Grímsstöðum, norður Hóla- sand, um Reykjahverfi og á (Framhald á blaðsíðu 2) Hörmuleg sjórs á Öxnadalsheiði ÞANN 26. f. m. var maður nokk ur á ferð í jeppa vestur yfir Oxnadalsheiði, síðla dags og skein sól beint í augun. Opnaði hann glugga og heyrði þá kind jarma, en sér enga. Stöðvar hann þá bílinn og fer að gæta betur að. Sér þá á haus á lambi út úr ræsi. Ræsið var hálffullt af aur og leir vegna þess að frárennslishalla vantaði og þess ekki verið gætt, að vatn liefði þar greiða framrás. Brátt komu fleiri bílar og námu staðar fyrir forvitnissakir. Einhver hafði skóflu í bíl sínum og var nú grafið frá lambinu, og kom þá annað lamb í ljós þar inni í ræsinu. Það var lifandi. Bæði lömbin voru eifilétt og. hafa solt ið lengi. Hörmulegast var að sjá faetur lambanna, sem voru (Framhald á blaðsíðu 4). HÆGRI UMFERÐ Umferðarslysum hefur fækkað í Svíþjóð eftir breytingu í hægri handar umferð, segir í opinberum tilkynninguin. Þetta eru að sjálfsögðu góðar fréttir fyrir okkur hér á landi, sem bíðum sömu brevtingar að vorL Þetta mun þó ekki stáfa af því, að hægri handar umferð sé í sjálfu sér öruggari, heldur af hinum gífurlega umferðaráróðri í Svíþjóð fyrir breytinguna, áróðri, sem beindist að breyt- ingunni sjálfri og einnig að auk inni umferðarmenningu. UNDIRBÚNINGUR HÉR í vetur þarf hér á landi að hefja markvissa umferðarfræðslu í sambandi við væntanlega breyt ingu frá vinstri — I hægri hand ar umferð og er tími til þess kominn að búa almenning und- ir þessa breytingu. Blöð, útvarp og sjónvarp er vettvangur fyrir Jietta mál og síðan eða jafnhliða þarf lögregla og umferðamefnd að vinna að undirbúningi á hverjum stað. ALÞ JÓÐ AFLU G V ÖLLUR í AÐALDAL? Sigurður Magnússon fulltrúi hjá Loftleiðum sagði m. a. í erindi, nýlega fluttu: „Það er alkunna, að Kefla- víkurflugvöllur er eini alþjóða- flugvöllurinn sem við eigum. Þess vegna má engin flugvél stefna þangað ferð, nema hún flytji nægjanlegt orkumagn til þess að komast til varaflug- vallar, ef Keflavíkurflugvöllur skyldi fyrirvaralítið lokast vegna veðurs. í reyndinni er hér oftast um að ræða flugvelli á Skotlandi, stundum vestan SKÓLASETNING AÐ BIFRÖST Flugvél týndist sl. þriðjudag Flugmaðurinn, Lárus Guðmundsson, var einn í vélinni SAMVINNUSKÓLINN Bifröst var settur mánudagimx. 2. okt. sl. með athöfn í hátíðasal skól- ans. í setningarræðu sinni gat skólastjórinn, Guðmundur Sveinsson, þess, að hafið væri 50. starfsár skólans frá stofnun hans haustið 1918. í vetur stunda 74 nemendur nám í skól anum, 38 í fyrsta bekk, en 36 í öðrum bekk. Skólinn var þegar sumarið 1966 fullskipaður tvo vetur fram í tímann og varð þrátt fyrir það að vísa stórum hópi umsækjenda frá. Verulegar breytingar verða gerðar á námsskrá skólans. Skal með þeim tryggt að menntun nemenda verði framvegis sem hingað til sambærileg við menntun þá, er hliðstæðir skól- ar á Norðurlöndum veita. A ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 3. október týndist lítil flug- vél af gerðinni Piper Tripa- cer. Flugmaðurinn var Lárus Guðmundsson, Reykjavík. Hann var einn í vélinni og fór frá Ilúsavík kl. rúmlega 3 e. h. á þriðjudaginn áleiðis til Reykjavíkur en kom ekki fram. Hans var leitað á sjó, úr lofti og á landi næstu daga en án árangurs. Lárus Guðmundsson var 1.9 ára gamall, dóttursonur Lárusar Rists sundkappa. □ Ekki má rýra kjör verkafólks NÝ LJÓÐABÓK ÞANKAR ÚT ER KOMIN ný Ijóðabók eftir Katrím: Jósepsdóttur á Akureyri og nefnist hún Þankar, yfir 100 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðju Björns Jónssoriar li.f. Marg- vísleg efni eru tekin til með- ferðar í þessari nýju ljóða- bók. □ ALMENNUR fundur haldinn í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, 8. okt. 1967 leyfir sér enn á ný að minna á fyrri sam- þykktir félagsins varðandi upp- byggingu og rekstur iðnaðarins í landinu, og telur nú sem fyrr eigi iðnaðurinn í erfiðleikum vegna hins rhikla innflutnings erlendrar iðnaðarvöru í landið, sem haft hefur þær afleiðingar m.-a. að iðnaðurinn hefur dreg- izt saman verulega og dregið hefur ur möguleikum samtak- anna nú um sinn til að ná fram ibættum kjörum, mót vaxandi dýrtíð. Nú liggur það nokkurn veg- inn ljóst fyrir, að stjómarvöld landsins hafa á prjónunum ráð- stafanir, sem hafa í för með sér lækkun á kjörum alls almenn- ings í landinu í gegnum hækk- aðan söluskatt, gengisfellingu eða aðrar skatta álögur, sem til tækar eru og hafa sama tilgang. Fundurinn lýsir því yfir ein- dreginni skoðun sinni, að ekki komi til mála að líða það að stjórnarvöld landsins rýri kjör verkafólks á þennan hátt og skorar á alla alþýðu í landinu að þola ekki þær ráðstafanir ef gerðar yrðu, og sameinast í alls herjar baráttu til varnar slikum aðgerðum. (Aðsent) FÉLAG DRATTARBRAUTA OG SKIPASMIÐJA HINN 1. þ. m. stofnuðu eigend- ur dráttarbrauta og og skipa- smíðastöðva félag og er það landssamband. Félaginu er ætl- að að vinna að hagsmunamál- um félagsmanna og fyrirtækj- anna, m. a. með því að koma á fót upplýsingamiðstöð, inn- kaupastofnun, tæknideild o. fl. (Framhald á blaðsíðu 4). hafs. Þungi þessa gífurlega elds neytismagns er mjög mikill, og hann lækkar vitanlega arðbæra hleðslu flugvélanna um jafn- þyngd sína, en af beim sökum er hann ákaflega dýr. Þegar þetta er skrifað hafði ég, vegna þess hve áliðið var orðið, ekki aðstöðu til að afla mér upplýs- inga um það hve marga tugi milljóna það myndi spara Loft- leiðum árlega ef hér á landi — og þá norðanlands — væri ann- ar flugvöllur.“ EINN FYRIR SUNNAN. ANNAR FYRIR NORÐAN. „Eins og allir vita er veðurfar oftast þannig hér á landi að sæmilega bjart er annað hvort fyrir suiman eða norðan en af þeim sökum rnundi fylgt öllum öryggisregliun með því að fljúga til íslands eftir ferða- áætlun, þar sem reiknað væri með öðrum hvorum þessara tveggja flugvalla sem vara- velli . .. .“ ENN SEGIR SIGURÐUR „Fróðir menn segja mér, að urn þrjú þúsund metra flugbraut með nauðsynlegum byggingum og tækjum í Aðaldalnum þurfi ekki að kosta nema rúmar fimmtíu milljónir króna, og þó að það séu náttúrlega margxr peningar, þá held ég að í þessu sambandi séu þeir smápeningar tómir. Svo brýn er nauðsynin nú orðin á að betta verði gert, að í þessari fi-amkvæmd felst framtíðartrygging fyrir því að landið verði áfram á krossgöt- um.“ DEILT UM ÞAÐ, SEM EKKI ER TIL Stjórnarblöðin, sem nú tala mikið um margskonar erfið- Ieika, segja jafnframt, að traust ur sé grunnur atvúmuveganna. LÍÚ segir hins vegar, að rekstr- argrundvöllur útgerðar og fisk- iðnaðar sé enginn til — fyrir- fiimist bókstaflega ekki í land- KRYPPLINGURINN Krypplingur einn var handtek- inn í Sviss, ekki alls fyrir löngu, en vakti grun á sér vegna ger- breytmgar er liann hafði slopp- ið í gegn um tollinn. Var hann því eltur og athuggður nánar. Hann reyndist liafa á sér 5 kg. af heróini og í farangri hans 13 kg. af eiturlyfjum, sem metið var á upphæð, sem svarar til 250 millj. ísl. lcróna. Fylgikona þessa manns var föðurmorðingi. Þóttust yfirvöldin hafa veitt vel. IIÆTTUR VIÐ GLERÁRBRÚ Það má ekki dragast lengur að lýsa svæðið sunnan Glerárbrú- ar, sagði bæjarbúi, sem daglega á leið xun þessi margföldu og fjölförnu vegamót. Og hann er ekki einn um þá skoðun. Um- ferðahætlur eru miklar á þess- um stað. Góð lýsing dregur úr þeim. Þess er fastlega óskað, að úr sé bætt eins fljótt og verða má.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.