Dagur - 14.10.1967, Síða 1

Dagur - 14.10.1967, Síða 1
HOTEL Herbergl*- pantanir. Ferða- Bkrifstofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 Ferðaskrifstofan srJnVs Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. HiKIÐ KEYPT AF ÁFENGI FRÁ 1. júlí til 30. september seldi Áfengis- og tóbakssala rík isins áfengi fyrir samtals 141.375.860.00 kr. og var áfengis salan frá áramótum orðin ná- iega 389 millj. kr. móti 356 millj. kr. í fyrra á sama tíma. Sölu- aukningin er um 9%. Hér á Akureyri var salan í’úmar 15 millj. kr. frá 1. júlí til 30. september, en 104 í Reykja- vík, 4 á ísafirði, 2.4 á Siglufirði, tæpar 5 millj. á Seyðisfirði og álíka mikið í Vestmannaeyjum og Keflavík. Vinnutap af vín- drykkju er óreiknað. □ Mikil síldarsöltun Ólafsfirði 12. okt. Jökull h.f. saltaði í dag 600 tunnur og hef ur þá alls saltað 2100 tunnur. Stígandi s.f. saltaði 340 tunnur í dag og hofur þá saltað 1100 tunnur. Auðbjörg saltaði í dag 160 tunnur og hefur alls saltað BORN DALANNA ÚT ER KOMIN bókin Böm dalanna eftir Axel Thor- steinsson ritliöfund, endur- prentuð. Hún var gefin út 1918 og hefur verið ófáanleg um áratugaskeið. En til við- bótar í þessari endurútgáfu eru aðrar sveitasögur, flest- ar skráðar 1931—1934. Aðalsagan, samnefnd bók- inni er ástarsaga unglinga og fékk hina lofsamlegustu dóma á sinni tíð. Hún á ekk- ert síður erindi til lesenda nú en áður, og mun eflaust eignast stóran hóp nýrra les enda. □ 800 tunnur. Alls var söltunin því 1100 tunnur þennan dag. En söltun í Ólafsfirði er orðin 4000 tunnur. Sigurbjörg kom með 210 tonn, ísað í afturlest. Allt saltað nema 10 tonn, sem fóru í frystingu. Sæþór kom með 40 tonn í fryst- ingu og bræðslu, Ólafur bekkur kom með 130 tonn, mest í söltun. Mjög treg veiði hefur verið (Framhald á blaðsíðu 2). Það er víst gott að sitja í stólu-m skíðalyftunnar í Hlíðarfjalli. Bráðlega gefst bæjarbúum kostur á að reyna lyftuna og fagna því eflaus margir. — Siá bls. 2. Ljósm.: Hermann Sigtryggsson. BOÐSKAPUR RlKISSTJÓRNARINNAR FELUR í SÉR 750 MILLJ. KR. ÁLÖGUR Á FIMMTUDAGINN f 1 u 11 i forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson „hásæt- isræðu“ sína á Alþingi og þar með boðskap stjómar sinnar um það, hvernig hún ætlar að efna kosningalof- orðin frá í vor — og hvemig „viðreisnin“ verður fram- kvæmd í næstu framtíð, svo og marglofuð verðstöðvun. Hel/.tu atriði hins nýja oðskapar fara hér á eftir: 1. Felldar verða niður allar niðurgreiðslur á vöru- verði, sem teknar voru Meðalvigt dilka í Keldudal var 17.5 kg, Sauðárkróki 13. okt. Slátrun hófst hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga 11. sept. og lýkur um miðja næstu viku. Lógað verður um 41 þús. fjár. Féð er með vænna móti. Um 9. þ. m. var meðaltals vigt dilka 14.24 kg. Vænsti dilk urinn vóg 33 kg. og átti frú Kristín Ólafsdóttir dilk þennan. Lambið vóg 7.5 kg. nýfætt. Mað ur Kristínar, Leifur Þórarins- son í Keldudal hefur sennilega þyngsta meðalvigt 17.5 kg. og allir dilkar hans, að þrem und- anskildum, fóru í fyrsta flokk, og var þó margt lambana tví- lembingar, en alls lógaði Leifur hátt á annað hundrað. Sláturhússtjóri er Friðyin G. Þorsteinsson en Sveinn Guð- mundsson er yfirkjötmatsmað- ur. Um 120 manns vinna á slát- V erðhækkanirnar dynja nú yfir SAMKVÆMT ákvörðun rík isstjómarinnar um að hætta niðurgreiðslum á vöruverði til neytenda dynja verð- hækkanimar yfir. KARTÖFLUR liækka til neytenda um G kr. kg. en sama verð er til bænda. KINDAKJÖT hækkar í verði, sem niðurgreiðslum nemur, eða allt að 6 kr. á hvert kg. í smásölu. MJÓLK hækkar um 2 kr. SMJÖR hækkar úr 65 kr. í 108.20 kr. kílóið. OSTAR hækka um 30%. Mælt er, að forsætisráð- herra liafi ekki verið upp- litsdjarfur er hann flutti liina einstæðu ræðu sína og Iofaði um leið áframhald- andi verðstöðvun. □ urhúsinu og er um 1500 fjár lógað á dag og gengur vel. Skólamir. í vetur eru 200 nemendur í barnaskólanum. Skólastjóri er Guðjón Ingimundarson, á með- an Björn Daníelsson skóla- stjóri er í ársfríi. í gagnfræða- skólanum eru 100 nemendur, skólastjóri er Friðrik Margeirs- son og í Tónlistarskóla Skag- firðinga eru 33 nemendur, skóla stjóri Eyþór Stefánsson. Skól- inn var settur í gær. G. Ó. Hjartavemd KOMIÐ hefur verið á fót rann- sóknarstöð Hjartaverndar og mun þar hefjast starf í næsta mánuði. Verður fyrsta verkefni stöðvarinnar að rannsaka nokk ur þús. manns og á sú hóprann sókn að verða leiðarvísir í áframhaldandi starfi. En svo sem nafnið Hjartaverad bendir til, eru hjarta- og æðasjúkdóm- ar aðalviðfangsefnið. Og það er höfuðatriði að uppgötva sjúk- dómana á byrjunarstigi, svo lækning megi takast. Hjarta- vernd er til húsa í Lágmúla 9, Reykjavík. □ npp eftir 1. ágúst 1966, samtals 410 millj. kr. 2. Fasteignagjölcl í eigna- skatti hækki um 60 millj. kr. (Fasteignamat 12 fald- að). 3. Lagður á nýr 3 þús. kr. skattur á farmiða til út- landa. Áætlaðar tekjur af því 60 millj. kr. 4. Tóbak og áfangi hækkar um 13% og á hækkunin að gefa 60 millj. í ríkis- sjóð. 5. Iðgjöld til almannatrygg- inga hækka um 63 millj. kr. 6. Sjúkrasamlagsgjöld og daggjölcl á sjúkrahúsum hækka um 40 millj. kr. 7. Söluskattur á að leggjast á póst, síma og útvarps- gjöld — áætlað 40 millj. kr. 8. Nýr vísitölugrundvöllur verður tekinn upp 1. marz í vetur, en hækkanir þær, sem framangreint ber með sér, verða að engu bættar. Björguðu fjórum börnum neumlega frá drukknun FRÉTTARITARI blaðsins á Skagaströnd segir svo frá á fimmtudaginn: Um hádegi í gær, þegar far- ið var að huga að nokkrum börnum, sáust þau á pramma eða fleka framan við landstein- ana og rak hann frá landi. 14 ára telpa, sem var að leita þriggja bamanna, systkina, óð þegar út í sjóinn og ætlaði að leggja til sunds út að pramm- anum. Ein í sama mund sá 15 ára piltur, Frits Björnsson, hvernig komið var, þaut af stað til jafnaldra síns, Rúnars Krist- jánssonar, en hjá honum voru geymdar árar lítils báts þeirra félaga. Hrundu þeir báti á flot en þá sökk fleki barnanna. Börnin, er þar höfðu verið, voru 8, 6, 5 og 4 ára gömul og hélt hið elzta sér uppi á sundi en hin voru meðvitundarlaus, er þeim var bjargað og höfðu verið nokkrar mínútur í sjó. Björgunina má þakka snar- ræði hinna ungu pilta. Bömin hlutu strax nauðsynlega með- ferð og var blástursaðferðin notuð og auk þess súrefnistæki kvenfélagsins, þar til læknir kom á staðinn og tók sjúkling- ana í sína umsjá. Bömin voru öll sæmilega hress í dag. Q HAMSTUR VÍÐA berast þær fregnir, að mjög mikið hafi verið keypt af smjöri nú fyrir hækkunina. Verðhækkunin hafi síazt ú.t □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.