Dagur - 14.10.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 14.10.1967, Blaðsíða 2
Hér ér vcriö að byrja að reisa nýja húsið á Stromphæðinni. Ljósm.: Hermann Sigtryggsson. ,NTýtí lnis risið á Strompliæðiimi g og stór verkefni framundaíi hjá skíðafólki á Akureyri SÖKUM ÞESS að íyrirsjáanlegt er að skíðaíþróttin á Akureyri stendur með meiri blóma í vetur en nokkru sinni fyrr m. a. vegna tilkomu hinnar nýju skíðalyftu í Hlíðarfjalli og mikilla fram- kvæmda Skíðaráðs Akureyrar þar efra náði blaðið tali af Frí- manni Gunnlaugssyni formanni Skíðaráðs og bað hann að segja frá því í stórum dráttum livað framundan væri, og varð hann góö- fúslega við því. Þú fagnar auðvitað skíðalyft- unni? Já það geri ég tvímælalaust, Og skí'ðalyftan gerir það að verk um að Hlíðarfjall fer að nálgast það að hafa alþjóðlega sam- keppnisfæra aðstöðu. Það leiðir svo aftur af sér að fólksstraum- urinn hlýtur að stóraukast í Hlíðarfjalli og bæði þeim, sem fara á skíði sér til heilsu'bótar og eins þeim sem æfa með keppni í huga hlýtur að fjölga mjög, og það ætti einnig að gefa vonir um batnandi rekstraraf- komu hótelsins. Hefur Skíðaráð hafið undir- búriing að vetrarstarfinu? Þjálfun hafin. Undirbúningur er þegar haf- inn. Keppendur hafa fyrir nokkru hafið undirbúningsþjálf un fyrir veturinn og bíða nú þess að fyrstu snjóar falli. Skíðamót íslands. Skipuð hefur verið undirbún ingsnefnd fyrir Skíðamót ís- lands, sem hér fer fram um páskana í vetur og hana skipa: Hérmann Srgtryggsson, Ólafur Stefánsson og Frímann Gunn- Íaugksðn.ý ' j . \ ; Stórframkvæmdir á Stromp- hæð. Skíðamenn hafa unnið undan farnar helgar að því að gera togbrautina við Stromp tilbúna und.ir vetrarstarfið. Einnig hef- u-r hópur stuðningsmanna skíða íþróttarinnar unnið að bygg- ingu húss á Stromphæð, sem er 50 ferm. að stærð og er húsi þessu ætlað það hlutverk að skapa aðstöðu fyrir sjónvarp, blaðamenn, lækna, ef slys ber að höndum, sem húsaskjól fyrir keppendur ef illa viðrar og fyr- ir greiðasölu. Vonir standa til að hús þetta verði fokhelt nú um helgina. Ekki búið að skipuleggja skíða- mótin. Skipulag á mótum hefur ekki verið gert enn, en öll föst mót, sem verið hafa undanfarna vet- ur, fara fram í vetur. Þá verður Unglingameistaramót íslands á Fengu Rafn Hjaltalín aftur LAUGARDAGINN 7. október dæmdi Rafn Hjaltalín, Akur- eyri, leik Fram og KR í bikar- keppninni í knattspyrnu. — En liðin skildu jöfn og leika aftur í dag og verður Hjaltalín aftur dómari. Þótt dómari snerti sjaldan á knettinum, er hans hlutverk mikið í hverjum knattspyrnu- leik. Um það hlutverk sögðu blöðin m. a. þetta frá leiknum 7. október: Vísir (231. tbl. mánudagur 9. okt.): „Rafn Hjaltalín dæmdi og var ákveðinn, en samræmið í dómunum ekki upp á það bezta. Smámunasemi í dómum er heldur ekki góð.“ Tíminn (230. tbl. þriðjudagur 10. október): „Leikinn dæmdi Rafn Hjaltalín frá Akureyri. Og aftur gefst tækifæri til að hrósa honum fyrir góða frammistöðu. Hann leyfði mönnum aldrei að komast upp með grófan leik en fyrir bragðið varð hann fyrir aðkasti leikmanna." Þjóðviljinn (227. tbl. þriðju- dagur 10. okt.): „Dómari var Rafn Hjaltalín og dæmdi hann sérstaklega vel, enda leikurinn prúður og auðdæmdur." Morgunblaðið nefndi ekki dómarann. (Aðsent). Ólafsfirði og Skíðamót íslands hér, eins og áður segir. Þrír Akureyringar sérþjálfaðir. Eins og menn eflaust muna voru valdir á seinasta ári 14 menn til undirbúningsæfinga fyrir Vetrar-Olympíuleikana, sem fram fara í Grenoble í Frakklandi 8.—18. febrúar 1968. Nú nýlega hefur Skíðasamband íslands fækkað í þeim hóp nið- ur í 6 menn, en það eru: ívar Sigmundsson, Re.ynir Brynjólfs son og Magnús Ingólfsson frá Akureyri, Kristinn Benedikts- son og Hafsteinn Sigurðsson frá ísafh‘ði ‘ög 'Bj'orri Ól'sén' frá Reykjavík. Áætlað,er. að'þessii* 6 m’enn verði við æfingar í Frakklandi frá 20. nóv. til 17. des. n.k. undir leiðsögn Magnús ar Guðmundssonar, sem er ráð- inn þjálfari SKÍ í vetur. Mætið öll um helgina. Skíðaráð vonast til, að þar . sem framkvæmdir undir vetur- inn á Stromphæð eru á loka- stigi þá fjölmenni allir velunn- arar skíðaíþróttarinnar í fjallið um helgina og geri mikið verk létt, sagði Frímann að lokum, og þakkar blaðið upplýsingarn- ar. Af því sem komið hefur fram hér á undan sést, að það eru stórir hlutir, sem skíðafólk og skíðaunnendur eru að gera í Hlíðarfjalli, og að öllum öðrum íþróttamönnum ólöstuðum, þá hafa skíðamenn alltaf verið dug legir að vinna að sínum áhuga- málum og sýnt mjög lofsverðan augnað og sjálfboðaliðsstarf við að búa í haginn fyrir sig í Hlíð- arfjalli og er sjálfsagt að óska þeim til hamingju með þennan nýja áfanga. Sv. O. Úrslit í Bikarkeppni í körfu um helgina Á LAUGARDAGINN kl. 3 e. h. fara fram í íþróttaskemm- unni úrslit í Bikarkeppni Körfu knattleikssambands íslands. Lið in sem taka þátt í Bikarkeppn- inni hafa leikið í 4 riðlum, og það lið sem unnið hefur sinn riðil keppir svo hér til úrslita. Liðin eru þessi: Laugdælir, Laugarvatni, 1. flokkur KR, ísfirðingar og Tindastóll, Sauð- árkróki. I. deildar liðin hafa ekki þátttökurétt í Bikarkeppn irini: Koma þarf föstu skipulagi á Norðurlands- mótin í hinum ýinsu íþróttagreinum ALGJÖRLEGA óviðunandi skipulagsleysi er á Norður- landsmótum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það á ekki að vera hreint happdrætti hvort tekst t. d. að Ijúka Knattspyrnumóti Norður- lands, eins og nú er útlit fyrir. Þessi mál þurfa for- ystumenn íþróttamála á Norðurlandi að taka fyrir strax nú í haust og ættu Ak- ureyringar að boða til fund- ar þar sem gengið er frá skipulagi um framkvæmd þessara móta. Norðurlands- mótin eiga að vera glæsileg mót, og eiga allir að leggjast á eitt að gera þau sem veg- legust. Þau eiga ekki að vera nein hornreka, og það á ekki að vera tilviljun háð hvorfþau fara yfirleitt fram. Koma þarf föstu skipulagi á framkvæmd Norðurlands- mótanna, og ákveðnum aðil- um falið að sjá um þau á hverju ári. Þau eiga að vera aðalhátíð norðlenzks íþróttafólks og keppikefli allra íþróttamanna: að taka þátt í þeim. Sv. O. Frá Golfklúbbi Akureyrar HINNI árlegu „Firmakeppni“ lauk nú um síðustu helgi. Um 120 „firmu“ tóku þátt í keppn- inni. Var hún, sem fyrr, bæði löng og hörð, en þar kom að 2 „firmu“ stcðu uppi, en það voru Verzlunin Brekka og Valbjörk h.f. Fyrir Brekku lék Jóhann Þorkelsson, en fyrir Valbjörk Jóhann Guðmundsson. Léku þeir svo til úrslita, sem voru tvísýn lengi vel, en lauk með sigri Brekku. Þakkar Golfklúbburinn öllum þeim fyrirtækjum, er þátt tóku, fyrir stuðning þeirra við mál- efnið, og óskar þeim góðrar hagsældar á komandi tímum. BÆNDAGLÍMA. í dag, laugardag, fer fram hin árlega „Bændaglíma“ klúbbsins og hefst hún kl. 1,30. Bændur verða, sem fyrr, þeir nafnarnir Jón G. Sólnes og Jón Guð- mundsson. S.l. ár sigraði sveit Jóns G. Sólnes, en nú hefir nafni hans brýnt vopnin í sumar og hygg- ur á hinar grimmilegustu hefnd ir.. — Að leik hálfnuðum verður drukkið kaffi í skálanum á kostnað þeirra, er tapa. H. G. Mikið sfarf framundan hjá B. A. i *. • • /' Bæjakeppni milli Húsvíkinga og Akureyringa SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudags- kvöld hófst tvímenningskeppni Bridgefélagsins. í þetta skipti var keppt að Bjargi, en eftir- leiðis verður keppt í Lands- bankasalnum á þriðjudagskvöld um kl. 8. Keppni þessi verður fimm kvölda keppni. Röð efstu manna er þessi: stig Dísa P.—Mikael J. 195 Sveinbjörn—Björn A. 191 Óðinn—Adam 171 Sveinn Tr.—Jóhannes S. 168 Júlíus—Pétur 168 Stefán G.—Frímann 167 Guðmundur—Alfreð 166 Gunnlaugur—Magnús 164 Sigurbjörn—Baldur Á. 163 Ármann H.—Jóhann H. 163 Stefán V.—Jóhann J. 161 Baldur Þ.—Baldvin 161 Þorsteinn—Jóhannes Kr. 161 Páll P,—Ævar 159 Næsta umferð verður í Lands bankasalnum n. k. þriðjudag kl. 8 e. h. - Mikil síldarsöltun (Framhald af blaðsíðu 1). hjá línuveiðibátum og heldur tregur afli hjá trillubátum, nú uppá síðkastið. Lógað var hér 1943 fjár. Féð reyndist mikið vænna en sl. haust. Meðalvigt dilka var 15.94 kg., en var í fyrra 14.33 kg. Vænsta dilka átti Ásta Jóns- dóttir, Brimnesi, 18.57 kg. og næstþyngstu dilka Hartmann á Þrastastöðum, 17.68 kg., en hann lógaði rösklega 200 dilk- um. B. S. Bæjarkeppni milli Húsavíkur og Akureyrar. Bæjarkeppni milli fyrr- nefndra staða fór fram upp í Reynihlíð í Mývatnssveit um síðustu helgi. í sveitakeppninni sigruðu Húsvíkingar með 30 stigum gegn 18 stigum Akur- eyringa. En í tvímenningskeppn inni urðu þeir Óli Þorbergsson og Bjarni Sveinsson frá Akur- eyri hlutskarpastir, í öðru sæti urðu Húsvíkingar, en Akureyr- ingar síðan í 3., 4. og 5 sæti. - Odtleyrarskóli settur (Framhald af blaðsíðu 8). deildum og eru nemendur 470. Kennarar við skólann eru 16 auk skólastjóra. Eftir skólasetningu bauð starfslið skólans þeim Eiríki Sigurðssyni fyrrv. skólastjóra og konu hans til kaffidrykkju og færðu þeim að gjöf silfur- skjöld með ígreiptri mynd af skólanum. ' □ - Frá Siglufirði (Framhald af blaðsíðu 8). stjóri er Hlöðver Sigurðsson. Gagnfræðaskólinn var settur sama dag. Nemendur eru 207 í 4 bekkjum og 8 bekkjardeild- um. Fastir kennarar eru 8. Skólastjóri er Jóhann Jóhanns- son. Tónlistarskóli Siglufjarðar byrjaði urn mánaðamótin. — Skólastjóri er Gerhard Smith. J. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.