Dagur


Dagur - 14.10.1967, Qupperneq 5

Dagur - 14.10.1967, Qupperneq 5
4 Si Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síinar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðannaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAM ÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Bjarni hefur orðið í DAG gefum við forsætisráðherra orðið, svo ekkert fari milli mála af því sem um ræðu hans á fimmtudag- inn og vandræða-aðgerðir stjórnar- innar verður sagt. Eru menn góðfús- lega beðnir að hafa fyrri orð stjórnar flokkanna, t. d. áður en kosið var til þings og oft síðan, í huga við lestur- inn. Forsætisráðherrann sagði m. a. á Alþingi 12. október eftir að liafa rakið eymdarástand atvinnuveganna og þörfina á að afla 750 millj. kr. tekna í ríkissjóð: „Jafnhliða fjárlagafrumvarpinu. mun. ríkisstjórnin leggja fyrir Al- þingi frumvarp um sérstaka tekju- öflun og aðrar nauðsynlegar ráðstaf- anir vegna efnahagsörðugleikanna. Ætlunin er að leggja skatt á farmiða til útlanda 3000 krónur á hvem miða og er gert ráð fyrir að þessi skattur afli ríkissjóði uin 60 millj. kr. tekna á ári. Ennfremur verður lagt til, að við álagningu eignaskatts verði fasteignamat í kaupstöðum og kauptúnum tólf-faldað í stað þess, að það er nú sex-faldað, en sexfaldað í sveitum, þar sem engin matshækkun er nú, og verður þessi hækkun þó lægri en hins nýja fasteignamats. Jafnframt verður lágmarks skatt- skylda nettoeigna tvöfaldað til þess að liækkun fasteignamatsins komi niður á fólki, sem er tiltölulega eigna lítið. Auk þess munu verða gerðar ýmsar ráðstafanir til sparnaðar í opinberum rekstri. Með framangreindum ráðstöfun- um á ríkisbúskapurinn að geta orðið hallalaus á næsta ári, en það er frum- skilyrði þess, að hægt sé að ráða við þá efnahagsörðugleika, sem nú steðja að. Þess vegna hefur ríkisstjórnin ákveðið, að fella niður þær niður- greiðslur á íslenzkum landbúnaðar- afurðum, sem ákveðnar hafa verið vegna vei ðstöðvunarinnar. Er hér um að ræða niðurgreiðslur að upp- hæð 410 millj. kr. á ársgrundvelli. Þá hefur verð áfengis og tóbaks nú verið hækkað, og er áætlað, að það auki tekjur ríkssjóðs á næsta ári um 75 millj. kr. Óhjákvæmilegt er að fallast á tillögu Tryggingastofnunar ríkisins um hækkun iðgjalda um rúmlega 60 millj. króna því að ella væri fjárhag stofnnnarinnar stefnt í voða. Leyfð verður hækkun dag- gjalda sjúkrahúsa, sem frestað var í ár með sérstökum greiðslum úr ríkis- sjóði. Þá munu afnumdar undanþág- ur sem í gildi hafa verið um greiðslu söluskatts af póst- og símagjöldum og afnotagjaldi af hljóðvarpi og sjón- varpi. Eykur það tekjur ríkisins um 40 millj. kr.“ (Framhald á blaðsíðu 7). Ameríkubréf 11. september. — HÚSIÐ nr. 26—28 við Crafts Avenue í West Lebanon er rauð málað timburhús, líklega nokk- uð við aldur. í því eru tvær íbúðir og bílageymsla, en hér úti á hlaði standa fjórir fólks- bílar og notar húseigandinn og fjölskylda hans þrjá af þeirn. Þó að bærinn sé lítill — íbúar um 3 þús. — og umferð öku- tækja ekki mikil nema á aðal- götunni, er hér fátt um gang- andi fólk, strætisvagn enginn og bifreiðastöð engin. Það lítur út fyrir, að hvert heimili eigi einkabíl, einn eða fleiri. Allar götur eru malbikaðar, og West Lebanon má heita ryklaus bær. Við sumar götur eru engar gangstéttir. Mér er sagt, að til sé göngubraut yfir þvert landið austanvert, alla leið norður úr Maine suður á Florida. En yfir_ leitt sýnist mér, að hér vanti vegi fyrir gangandi fólk. Við erum í fremur lítilli íbúð á 2. hæð, sem undanfarin ár 'hefir verið leigð læknum frá spítalanum í Hannover, sem er skammt héðan. Leigan er 100 dollarar á mánuði, og fylgja þá íbúðinni nauðsynlegustu hús- gögn, ljós og upphitun að hálfu. í aðalíbúðinni eru 3 herbergi, eldhús og baðherbergi, en þar fyrir framan og til afnota fyrir leigendur, allstór skáli með gluggum í þrjár áttir. í þessum gluggum er ekki gler, heldur gagnsætt flugnanet, og þama því nokkurn veginn jafnheitt úti og inni. f þessum skála borð um við að jafnaði. í gegnum hann er gengið inn í íbúðina. Skálinn snýr frá götu og sézt út í rjóður milli hússins og lauf trjánna, sem þal-na standa, en á milli trjánna glittir í önnur hús. Þessi tré eru sum miklu hærri en húsin. Eit't þeirra er grátviður með mjög ljósgræn- um, drjúpandi blöðum. Fyrstu dagana gat ég horft tímum sam an á dýi'ð hinna grænu lita og á himinblámann yfir trjánum, þegar sólin skein í heiði. Þegar ég kem út í rjóðrið og horfi niður á götuna, sé ég gegn um breitt húsasund, undir trjá- krónum, bratta brekku niður á við, síðan stóran og dökkan skuggaflöt, þá iðjagrænan vegg mjög háan. Enginn skógarjaðar getur verið svona hár, enda er þetta fjall, skógi vaxið og skammt héðan, en skuggaflöt- urinn er fljótið. í sjónaukanum sé ég hinn hæga, þunga straum frá hægri til vinstri og laufblað sem kemur og hverfur. Sjálfur er ég ennþá áttavilltur hér. En svo þegar ég sný mér við, sé ég þar líka hér og þar brún á öðr- um iðjagrænum vegg bera yfir bæinn. Það er líka fjall. West Lebanon stendur undir því fjalli og bæjarstæðið hallar í átt til fljótsins. Við erum hér stödd í fljótsdal, og fljótið sem hér er um að ræða — Conne- ctisut — á upptök sin norður undir landamærum Kanada. Það fellur frá norðri til suðurs eða því sem næst, gegnum lönd fjögurra sambandsríkja og syðsta ríkið ber nafn þess, upp- runnið hjá frumbyggjum lands- in,s. Hér og á löngu svæði skipt ir það löndum milli Vermounth ríkis og New Hampshireríkis, þar sem við dveljum nú'. Þessi tvö ríki eru, ásamt fjórum öðr- um, í þeim hluta Bandaríkjanna sem kallaður er Nýja England. Crafts Avenue er malbikuð eins og allar aðrar götur hér í bæ og líklega álíka breið og steinsteypan á Keflavíkurveg- inum, enda mætast bílar þar greiðlega, en umferðin er lítil. st út að þjoSvegunum Eftir lóðagörðunum öðru meg- in götunnar liggur heillulögð gangstétt. Inni á lóðunum þeim megin standa hávaxin tré nieð stórar laufkrónur, eitt eða svo á hverri lóð, auk annars trjá- gróðurs, og mynda beina línu meðfram götunni endilangri. Þetta eru möplutré (maple) með stórskörðótt blöð. 1 möplu- trjám myndast sætur safi. Á sveitabæ í Vermount sá ég 20 slík tré, sem eru nytjuð árlega. Möplutré er mjólkað í marz og apríl. Boruð er hola eða holur í stofninn, pípu atungið í hol- una og mjólkurfatan hengd á pípuna. Að sólarhring liðnum eða svo er fatan tæmd. Safinn er soðinn, og þegar vatnið, sem í honum er, gufar upp, verður eftir möplusíróp, sem er fræg vara og kostar um 120 kr. líter- inn í búð. Hér við Craft Avenue eru 30 íbúðarhús, öll úr timbri, líka þakflísamar, máluð, en timburklæðningin að öðru leyti óvarin, hvít, græn, brún, rauð og grágræn, litir yfirleitt ekki skærir og þökin dökk. Ein hæð, og víða brotið ris eða port, kjall ari að mestu í jörð með litlum gluggum. Hér í bæ eru allar lóðir ógirtar og grasi grónar milli trjánna, en ekki mikið um garðblóm. Allstaðar sýnast þess ir fallegu blettir kringum húsin vel hirtir og vel um þá gengið. Annar endi götunnar veit út að Brúarstræti, þar sem farið er yfir fljótið. Hinumegin er hún blindgata og endar við „vegg“ af hávöxnum furutrjám. Gegn- um þann vegg sézt allstórt rjóður og handan við það er annar trjáveggur. Héðan að heiman sézt upp í Aðalstræti (Main Street), sem er samhliða Crafts Avenue, og leynir sér ekki, að þar er um- ferðin miklu meiri, enda er þetta aðalgata bæjarins, og þar að auki er hún þjóðvegur nr. 10, sem raunar er ekki hraðbraut, og mætast bifreiðar á þeim vegi, en akreinar aðgreindar með gulu striki. Yfir grasflötinn milli trjánna upp í Aðalstræti eru ekki nema 15—20 metrar, og við eigum oft leið þangað. Stundum þurfum við að láta bréf eða kort í póstkassa, sem þar stendur á grasbletti hinu megin við strætið, allmikill fyr irferðar, meir en metri á hæð, blár með rauðum kolli og hvergi naglfastur. Ekki væri það þrekvirki að hafa hann á brott með sér, ef vilji væri fyrir hendi. En hér í bæ virðast menn ekki hræddir við gripdeildir, því að ekki er óalgengt að fólk fari frá íbúðum sínum ólæstum a. m. k. á daginn. Skammt frá póstkassanum liggur Brekku- gata, sem við nefnum svo, í áttina til fjalls, nokkuð brött sumstaðar og án gangstétta, þessa götu förum við oft og þvergöturnar, sem að henni liggja, köllum við lauslegri þýð ingu Perlustræti, Vetrarbraut, Grænuhlíð og Hörpugötu (Spring Street). í Grænuhlið 15 búa íslenzk hjón, sem við heim- sækjum næstum daglega. Hús- bóndinn er frá Reykjavík og vinnur í Hannover en konan úr Norður-Þingeyjarsýslu, þau eiga þrjú börn ung, og tvö hin eldri læra allt á ensku í skól- anum en íslenzku heima. í staðinn fyrir að fara Brekku götu höldum við stundum áfram eftir Aðalstræti til hægri, sem mun vera nálægt suðurátt, en í þeim enda strætisins er við skiptahverfi bæjarins. Fyrst koma benzínstöðvamar báðu- megin, Esso og Shell og eitt- hvað fleii-a, og benzíntegundin (Regular), sem við kaupum, kostar þar ca. 32 sent gallóið, sem er eitthvað innan við 4 lítra. En sumstaðar er það dýr- ara, og í Kanada kostaði það yfir 40 kanadísk cent, mig minn ir 45 cent. Þarna er líka bif- reiðaverzlun, sem kennd er við Mac Namara, og eigi allfjarri útfararheimili (funeral hóme) kennt við Paul Mac Namara. Svo kemur Bob’s Market, sem er matvörukjörbúð, apótekið, sem selur ýmiskonar varning, þ. á. m. dagblöð, og í því er líka „bar“ með kaffi og köldum drykkjum, ekki þó áfengi. Enn er þarna lítil búð, þar sem mörgu ægir saman, og „Voice and vission", sem selur viðtæki fyrir hljóðvarp og sjónvarp, að ógleymdu vöruhúsi Barbers, sem kaupir vörur af þrotabúum og uppgjafakaupmönnum á „slump“-verði og selur ódýrt án ábyrgðar. Þarna er oft hægt að gera góð kaup á fatnaði, skóm og mörgu öðru. Miklu meira úrval er samt í vöruhúsi Sem kennt er við fjölskyldu sem heitir Rockdale, í Lebanon hinu megin við fjallið. Þar er nú sumarfatnaðurinn úr borgar- búðunum seldur á lækkuðu verði, svo sem margt annað á útsölu, og þetta eru víst góðar vörur. í Aðalstræti er líka bankaútibú, pósthús og bæjar- bókasafn. West Lebanon og Lebanon eru saman í bæjar- félagi, sem er álíka fjölmennt og Akureyri, enda bæirnir nærri sambyggðir. Venjulega kaupum við ekki í matinn í Aðalstræti, heldur í mjög stórri matvörukjörbúð, í bæ sem heitir Hartfasd, hinu- megin við fljótið, í Vermount. Við förum þetta oft gangandi, yfir brúna, og erum svona 10 mínútur á leiðinni. Allt er þar í umbúðum, þ. á. m. kjötið, úr pappa eða plasti, og verð skráð á hvern pakka. Fjöldinn af til- búnum matvörum, allavega til- reiddum, samanhrærðum, og oft blönduðum vítamínum, er svo mikill, að ég kann þar lítil skil á. Lengi gekk mér illa að finna molasykur, en tókst þó. Mikið er um ýmiskonar ávaxta. drykki, og áfengi er þarna á boðstólum a. m. k. borðvín, svo og Coca-Cola, en ekki held ég, að það sé meira drukkið hér en á íslandi, líklega minna. Mjólk- in er í ferköntuðum pappaum- búðum á hæð við þriggja pela flösku, 14 eða V2 gallón algengt, en gallónið kostar í þessari búð 98 cent (100 cent í dollar). Þessi búð og nokkrar aðrar hér í nágrenninu, eða fyrirtækið, sem í hlut á, heitir Super Duper. Super mun eiga að þýða Super Market, sem er samheiti á stór- um búðum hér og þar með miklu vöruúrvali, en Duper á víst að ríma við Super, eða svo er mér sagt, og hefir víst enga sérstaka merkingu. Þeir eru sem sé hagmæltir hér líka. Búð in er kæld eða upphituð eftir veðri. Kjötið, sem hér fæst, er einkum nautakjöt, svínakjöt og hænsnakjöt. Þetta er ágætis- matur, en ekki er ég viss um, að það sé neitt betra en það sem hægt er að fá hér heima af sömu skepnum. Sama er að segja um mjólkina, en hér er líka seld 2% feit mjólk eða undanrenna. Kindakjöt hefi ég líka séð hér. Ég hefi stundum lent í því með öðrum að steikja kjöt úti, á rist yfir hægum viðar kolaeldi, sem hér er talið karl- mannsverk og þykir víst öðrum þræði góð skemmtun í blíð- viðrinu, sem hér er að jafnaði á sumrum. Flestir borða aðal- Úraniumnámur í New Hampshire. Gémmissm sjötugur máltíðina á kvöldin, eða kl. 6— 7 síðdegis, og húsbóndinn byrj- ar þá á því að kveikja í viðar- kolunum, á þar til gerðri djúpri pönnu, þegar hann kemur heim úr vinnu sinni. Pannan stendur á fjórum fótum eða stundum á þrífæti, misjafnlega háum. Þeg- ar viðarkolin eru orðin hvít, er ristin með kjötinu á sett á sinn stað. Algengt er á þessum tíma árs að steikja maísstengur yfir glæðunum á eftir kjötinu. Steikt maískomið er notað sem eftirmatur, og nagar hver utan af sinni stöng. Mörgum þykir það heiTamannsmatur. Máltíð með eldsteiktu kjöti er við- hafnarmáltíð, og mun oft reidd fram, ef aufúsugest ber að garði. Stundum göngum við lengra, og förum yfir brúna á Hvítá, sem fellur í Comecticut, en Hartford er í tungunni milli ánna. Handan við Hvítá er ann- ar bær, sem heitir á íslenzku: Vegamót við Hvítá. Mætast þar fjölfarnir þjóðvegir. Á Vega- mótum er bílabíó undir beru lofti. Þar eru sýningar á sumr- in. Þarna er mjög gott bíla- stæði og heljarstórt sýningarþil, en bílunum er skipað í raðir. Aðgangur er 1 dollar og 25 sent fyrir fullorðna og situr hver í sínurn bíl. Kl. 9 er orðið dimmt og þá er hægt að byrja sýninguna. Við höfum farið þangað einu sinni, og þá voru, að ég hygg, nokkur hundruð bíla úr ýmsum áttum. Á laug- ardagsmorgni fór ég í „bíla- banka“. Bíllinn okkar var sá tíundi í röðinni í bílabiðröðinni. En þetta gekk fljótt. Ávísanir borgaðar út og tekið við inn- lögum gegnum afgreiðsluop á vegg, og viðskiptamennimir þurfa ekki að fara út úr bílum sínum. Einu sinni stóðum við á Connericut-brúnni og sáum þá allt í einu vöruflutningalest koma út úr skóginum í fjalls- hlíðinni okkar megin og fara yfir járnbrautarbrúna neðar á fljótinu og áfram inn á milli skógarásanna í Vérmont. Vöru- vagnarnir á járnbrautinni voru af ýmsu taki og með ýmsum litum. Við dokuðum við til að sjá, hve löng lestin væri. En biðin varð lengri en ég hugði. Því miður datt mér ekki í hug að telja vagnana, en gæti trúað að þeir hefðu verið kringum eitt hundrað talsins. Canada- Pacific (Kanada - Kyrrahaf) stóð á vögnunum. En ég hefi aðallega orðið var við vöru- flutninga með bifreiðum. I Lebanon er flugvöllur. Þangað koma stórar farþegavélar frá New York. Hér í bæ er yfirleitt myndar- legt fólk, prúðmannlegt og vin- gjarnlegt, að mér virðist. Hygg ég, að íbúar New-Hampshire, og nJja Englands yfirleitt, séu mestmegnis af brezkum stofni, en þó er hér einnig talsvert af fólki af öðrum uppruna. Jap- önsk hjón með 5 börn eiga heima í Grænuhlíð. Bæði hjón- in fædd í Ameríku, vestur við Kyrraliaf, og hafa aldrei séð ættland sitt. Svertingjar eru hér mjög fáir. Kirkjur eru tvær hér í bænum, önnur katólsk. Vel virðist hér séð fyrir skóla- húsum, en börnin hér í New- Hampslxire verða víst skóla- skyld fyrr en heima og árlegur skólatími lengri. — Opinberar byggingar eru hér yfirleitt úr rauðum múrsteini. Eitt af því, sem mér sýnist frásagnarvert hér vestra, eru hin nýju verzlunarhverfi í út- jöðrum borga eða við þjóðveg- ina, þar sem fáar eða engar íbúðir eru nálægar, Sumsstað- ar eru í þessum hverfum margs konar búðir, og er þar þá köll- uð búðamiðstöð — Shopping Center. Við þjóðveginn milli ÉG, SEM þessar línur rita, þurfti að dvelja á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri um tíma í sumar, og var þá svo lán- söm að búa á stofu með þremur ágætis konum, sem mér verða lengi hugstæðar. Ein þeirra, Sigríður Jónína Júlíusdóttir, Klettaborg 4, Ak- ureyri, átti ekki afturkvæmt þaðan til heimilis síns og hús- móðurstarfa, hún andaðist að áliðnu sumri. Stofan okkar var með stórum suðurgluggum og fögru útsýni suður um Eyjafjörðinn. Var okkur mikill jmdisauki og af- þreying að horfa út um glugg- ann og tala um það sem þar var að sjá. Grafreitur bæjarins blasti þar einnig við augum. Oft sá ég fólk á leið þangað að vitja um leiði ástvina og hlúa að þeim. Hversu órafjarri var hug mínum þá, að svo skammt væri eftir af ævidögum hennar, svo skammt þar til henni yrði búin þar hinzta hvíla; mér fannst að lífsgleði hennar og hetjuleg barátta við sjúkdóminn hlyti að vinna sigur. Oft sagði hún við mig: Þú heimsækir mig, þegar þú kem- ur í bæinn. Ekki verður það á þann hátt sem hún meinti, en oft verður mér hugsað til hennar. - Kæra nafna mín, mig'langar að þakka þér með þessum fáu, fátæklegu orðum alla hlýjuna, sem þú auðsýndir mér, öll Boston og Worcester í Mass. sá ég tvö eða þrjú mjög stór vöru- hús með stæðum fyrir þúsund- ir bíla að ég ætla. Þarna er um landskunnar stórverzlanir að ræða. Það lítur út fyrir, að svona stórvérzlanir telji sig jafn vel betur staðsettar við fjölfar- irin þjóðveg utan borgar en við borgargötu. Borgarfólk í bíl hefur líklega ekkert á móti því að skreppa út fyrir borgina til að verzla. Það tekur ekki lang- an tíma á hraðbraut, þar sem ekið er með 75—100 km hraða, og benzínið er ódýrt. Og á að- alþjóðvegunum er alltaf fjöldi fólks á ferð landshorna á milli og úr einni borg í aðra. Þama getur það skotizt inn og verzl- að án þess að tefjast í hinni flóknu umferð meira og minna ókunnrar stórborgar. Verá má, að hér sé á ferðinni fyrirboði þess, sem koma skal, að tæknin dreifi borgai’byggðinni, þó hún (Framhald á blaðsíðu 7). björtu brosin og skemmtilegu viðræðurnar. Þaðan stafar geisl um inn í hugskotið, sem ekki gleymast. Ég sá að þú varst oft sárþjáð og spurði þá: Líður þér ósköp illa núna? Þá sagðir þú með þinni mildu ró: Nei, nei, þetta lagast. Svo geisluðu fallegu aug un þín, og þú sagðir brosandi: Þetta er búið. Oft var glatt hjá okkur í stof- unni, og lézt þú sannarlega þitt ekki eftir liggja í gamanmálum. Fallegt fannst mér það sem þú sagðir, þegar hljóðnaður var is dagsins og við áttum að fara að sofa, sem gekk þó misjafnlega. Nú fer ég að sofa, guð gefi ykk- ur góða nótt, sagðir þú. Þú hafð ir varðveitt þinn bjarta bænar- kyndil. Ég sá hve þú varst virt og elskuð af ástvinum þínum, þeg- ar þeir hópuðust um hvíluna þína í heimsóknartímum. Heim sóknir og ástúð hinna mörgu vina þinna voru uppskera, sem þú hafðir sáð til með breytni þinni. Svo sem rnaður sáir mun hann upp skera. Það eru orðin þáttaskil, þú ert horfin bak við tjaldið mikla. Þegar sumri fór að halla lokað- ist lífsblóm þitt hér á jörð, en opnaðist aftur og breiddi út blöðin í hinu eilifa vori, sem fagnar góðurn sálum. Hjartans kveðja og þökk til þín. Guð blessi þig og varðveiti á landi lífs og Ijóss. S. P. KYNNI MÍN af dr. Kristpi Guð mundssyni hófust, er ég settist í III. bekk Menntaskólans á Ak ureyri haustið 1933. Ég man enn, hvað mér leizt strax vel á hann, þennan stóra, fríða og myndarlega mann, dálítið hæru skotinn þá þegar, og það jók honum virðuleik í mínum ungu augum. Það stafaði frá honum hóglátri karlmennskuró og hlýrri velvild, sem olli því, að öllum leið strax vel í návist hans. Hann var margfróður og skemmtilegur kennari, og mest gaman þótti okkur, þegar hann ýtti kennslubókinni til hliðar og sagði okkur frá hinu og öðru, sem hann hafði séð og kynnzt af dvöl sinni erlendis á náms- árunum (hann kenndi okkur landafræði í III. bekk). Við reyndum auk heldur stundum að gera samtök um að „halda doktornum uppi á snakki“. Það tókst nú misjafnlega. En ég held, að hann hafi haft gaman af þessum tilburðum okkar, þótt hann létist aldrei verða þeirra var. — Við vorum auð- vitað ærslakálfar, og ástundun- in var misjöfn, en hann tók því með stillingu og vinsamlegri festu. Við vissum það og fund- um, að hann var skapstór, þótt hann stillti sig ætíð vel. Ég er viss um, að okkur hefði fallið þungt, ef hann hefði reiðzt við okkur. Sem betur fór kom það aldrei fyrir, svo að ég muni til. — Það' gengu líka tröllasögur um skólann af kröftum hans. Ég minnist líka prófsins um vorið. Ég var svo taugaóstyrk- ur, að ég vissi ekki mitt rjúk- andi róð. Ég gat ekki lesið á miðann, hvaða efni ég dró. En ég man það, að prófdómarinn stóð upp og breiddi búk sinn fyrir landakortið, sem hékk andspænis mér. — En þá varð mér, góðu heilli, litið framan í dr. Kristin. Hann leit til hliðar á prófdómarann og síðan fram- an í mig og kímdi. Og í sömu svipan var eins og belgur væri dreginn af höfði mér. Ég fann, að ég var í vinarhöndum og kunni það, sem um var spurt, og stóð mig vel. — Frá þeim degi hefur mér þótt vænt um hann. Ég man einnig eftir öðru at- viki, sem gerðist alllöngu síðar. Dr. Kristinn Guðmundsson var þá orðinn utanríkisráðherra Is- lands. — Það var um haust í Reykjavík í austan hráslaga- legu hryðjuveðri, eins og þau gerast nöturlegust á því lands- homi. Ég var að brjótast gegn- um mannþröng við hornið á Reykjavíkur-Apóteki og setti hausinn undir mig, því að rokið lamdi slyddunni framan í mig, svo að sveið undan. — Allt í einu var eins og ég rækist á vegg, og þegar ég leit upp, stóð ég í fanginu á utanríkisráðherr anum, sem tók brosandi. utan um mig báðum höndum og bað mig að koma blessaðan og sæl- an, og mér fannst eins og ég væri lítill strákur, sem væri kominn heim. Síðan þetta var, hefur fund- um okkar sjaldan boi-ið saman, enda hefur hann dvalizt erlend- is lengst af síðan sem sendi- herra og ambassador íslands, fyrst í Lundúnum 1956—-1961 og síðan í Moskvu allt til þessa dags. Ég get ekki hugsað mér, að margir íslendingar hefðu ver ið betur til þess fallnir en hann að vera fulltrúi lands síns út á við og get vel skilið, að rúss- neski björninn hafi kunnað sam Dr. Kristinn Guðmundsson. vistum hans vel, slíkan bjarnyl sem leggur frá honum, hvar sem hann fer. Ef þessar línur skyldu berast í hendur hans, tek ég mér það hessaleyfi að flytja honum ham ingjuósk og alúðai'þökk frá Menntaskólanum á Akureyri fyrir langt og gott starf hans í þágu þeirrar stofnunár og læt fylgja orðsendingu um það, að fáir mundu vera meiri aufúsu- gestir en hann á kennarastofu M. A. í löngu frímínútunum, hvenær sem leið hans liggur um Norðurland. Sjálfur sendi ég honum og fjölskyldu hans inni- legar hamingjuóskir af tilefni sjötugsafmælisins og einlæga þökk fyrir okkar görnlu kynni. Ámi Kristjánsson. DR. KRISTINSSON ambassa- dor íslands í Moskvu er sjötug- ur í, dag, 14. október. Hann fæddist á Króki á Rauðasandi og voru foreldrar hans þau Guð mundur Sigfreðsson bóndi og hreppstjóri og Guðrún Einars- dóttir Thoroddsen ljósmóðir. Kristinn fór fyrst í Núpsskóla EINS OG undanfarin ár heldur félagið námskeið í ensku, og verður nú tekin upp sú nýjung, að kennsla verður einnig fyrir börn og unglinga. Námskeiðið hefst miðvikudag imi 18. október n.k. og stendur í 8 vikur. Kennslu verður hagað þann- ig: 8 og 9 ára börn: Mánu- daga, miðvikudaga og föstu- daga kl. 10 árdegis. Kennslu- gjald ki'. 300.00. — 10—13 ára: í Dýrafirði en stúdentsprófi lauk hann í Reykjavík árið 1920. Síðan fór hann utan og las hagfræði við háskólann í Kiel og síðan í Berlín og hlaut doktorsnafnbót við Kilarhá- skóla árið 1926. Eftir það fékkst hann urn skeið við kaup- sýslu í Hamborg en var settur kennari við Menntaskólann á Akureyri haustið 1929 og fékk veitingu fyrir þeirri stöðu tveim árum síðar. Hann var endur- skoðandi hjá sýslumönnum á vegum ríkisstjórnarinnar um þriggja ára skeið og var endur- skoðandi hjá Kaupfélagi Eyfirð inga, formaður fasteignamats- nefndar, vann í skattanefnd bæjarins og ýmsum öðrum opin berum nefndum á Akureyri er hann dvaldi þar. Þegar embætti skattstjóra var stofnað, varð Kristinn Guðmundsson skatt- stjóri á Akureyri og gengdi því frá 1. febrúar 1944 til 1. október- 1953 og varð þá untanríkisráð- herra. Því starfi gengdi hann til ársins 1956 en varð þá sendi- herra í Bretlandi og ambassa- dor í Sovétríkjunum frá 1961 en fær lausn frá störfum urr, næstu áramót vegna aldurs. — Kona dr. Kristins er Elsa Alma kaupmannsdóttir frá Berlín. Dr. Kristinn Guðmundsson er mikill maður að vallarsýn, bæði hár og þrekinn og hinn gjörvilegasti. Hann vekur hvar vetna traust manna enda ex’ hann mikill drengskaparmaður, Gáfur hans og skarpskyggni dregur enginn í efa, ekki heldux' skapfestuna. Og ljúfmennskuna þekkja þeir, sem átt hafa við' hann einhver skipti. Þótt rosk- inn væri hann orðinn þegar hon um var falið anibassadors- embættið í Moskvu tók hann þegar að læra rússnesku og hef ur það vakið athygli, að hann flytur ræður sinar á rússnesku, ensku og þýzku, eftir því sem við á hvei'ju sinni. Dr. Kristinn hefur verið virðu legur og farsæll fulltrúi þjóðar sinnar í hinum þýðingarmiklu embættum ísenzku utanríkis- þjónustunnar. Dr. Kristinn Guðmundsson var vinmargur hér á Akureyri og er ennþá. Munu honum send ar hlýjar kveðjur að heiman á sjötugasta afmælisdegi hans. E. D. Mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 2 s. d. Kennslu- gjald kr. 400.00. — Fullorðnir: Mánudaga og föstudaga kl. 8 s. d. Kennslugjald kr. 500.00. Kennari verður frú Victoría Guðmundsson. Innritun fer fram mánudag- inn 16. okt. ld. 8 s. d. í lesstofr, félagsins, Geislagötu 5. Nem- endafjöldi verður takmarkaður, íslenzk-ameríska félagið á Akureyri. Sigríður Jðnína Júlíusdótfir Fædd 2. nóv. 1917 - Dáin 27. ágúst 1967 MINNING Talkennsla í ensku Kennari frú Viktoría Guðmundsson

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.