Dagur - 18.10.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 18.10.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergu-pantanir. IjPffiNfgl FerSa- BKwijKJ^íj skríístoían |B:#»án Túngötu 1. {S^wi^fö Akureyri. KEiasá^ Sími 11475 L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 18. október 1967 — 66. tölublað Ferðaskrifsfofan símfnVs Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. STÓRHRÍÐ Á Þórshöfn 17. okt. Stórhríð og hörkufrost var hér í gær og nokkur snjór kominn. Hálsa- vegur er þó fær talinn en Æxar fjarðarheiði ófær. Slátrun stendur enn yfir og er féð jafnara og vænna en í fyrra svo að munar allt að einu kílói. Þyngstu dilkar, sem hér hefur verið tekið á móti vógu 26.3 kg., gráir að lit. Eigendur Árni Sigfússon og Sigfús A. Jóhannsson á Gunnarsstöðum. Hæsta meðalvigt nú, er hjá Kristveigu Guðbjornsdóttur, Syðra-Álandi, 19.25" kg. Síðar nánar um slátrun og e. t. v. fleira. Ó. H. Lofað var stuðningi við STALSIOPASMIÐ- AR Á AKUREYRI. Hverjar verða efndir? HÉR á Akureyri er ný og vönduð stálskipasmíðastöð, Slippstöðin h.f., sem í sumar lauk smíði 560 lesta fiski- skips, hins stærsta og full- komnasta er smíðað hefur verið hérlendis. Skip þetta er Eldborg í Hafnarfirði. Unnt er í þessari stöð að smíða í húsi 2 þús. lesta skip. Þetta hús stendur nú autt og á annað hundrað manns skipasmíðastöðvarinnar bíða næsta verkefnis. {ðnaðarmálaráðherra og fleiri ráðherrar hafa marg- sinnis lýst ánægju sinni yfir byggingu þessarar stóðvar og heitið síuðningi sínum við hana, m. a. með fyrirgreiðslu stórra verkefna. Ekkert ból- ar á efndum þessum ennþá. Það er krafa Akureyringa, að staðið verði við gefin lof- orð og skipasmíðastöðinni tryggð verkemi við hennar hæfi. ? Haganesvík 16. okt. Sláturtíð er að ljúka. Lógað er á 4. þús. fjár. Féð er vænna en í fyrra og flokkast mun foetur. Hey- skaparlok urðu góð í Fljótum og eru bændur sæmilega stadd- ir hvað hey snertir. Siglufjarðarskarð hefur ver- ið lokað um tíma og Stráka- göng líka, því þar stendur vega gerð yfir og á henni að ljúka um mánaðamót. Vegurinn um göngin er steyptur og er bíla- umferð þar í gegn ekki leyfð á Vatnsveitan mikla til Vestmannaeyja í ÁGÚST í sumar voru undir- ritaðir samningar um lagningu 13.5 km. vatnsleiðslu frá Kross- sandi til Vestmannaeyja. En vatnið er fyrst leitt frá Syðstu- Mörk undir Eyjafjóllum á Krosssand, og hefur mikið ver- ið unnið að vatnsveitunni á þeirri leið í sumar, og er þar um að ræða 22 km. leið og þar ýmsar torfærur. Framkvæmdakostnaður við þessa nýju og nauðsynlegu vatnsveitu er áætlaður 100 rnillj. kr., lögn og dreifikostn- aður, og verður það þungur baggi á íbúunum þótt hluttaka ríkisins í kostnaði dragist frá. Það eru Danir, sem leggja ieiðsluna milli lands og eyja — og eiga að gera það næsta sum- ar.! ? Húsavik. (Ljósm.: E. D.) Lítil riúpsiaveiði fvrsta dagiim meðan, en gangandi fólk fer þar eitthvað um. Eftir miðjan ágúst fór að veiðast vel í Fljótaá og veiddist ágætlega eftir það. í Mikla- vatni var ágæt veiði, ennfrem- ur nokkur veiði í vatninu hér við kauptúnið, Hópsvatni. Skagfirzkur bíll á leið til Siglufjarðar ók út af ræsi og eyðilagðist. Bifreiðastjórinn slapp að mestu ómeiddur og má furðulegt heita. Barnaskólarnir, Sólgarðar og Nýrækt, hefja bráðlega starf. Ofurlítill snjór er kominn. — Nær engar byggingafram- kvæmdir voru hér í sumar. E. Á. SÆTTIR KOMIÐ er fram, að stjórnar- flokkarnir sögðu þjóðinni ekki rétt frá í vor, áður en gengið var til kosninga. Þeir sögðu hiklaust — og margendurtóku það — að verðstöðvunin yrði varanleg, atvinnuvegirnir stæðu á vel traustum grunni og að lífs- kjörin myndu batna ef stjórn- arflokkarnir héldu áfram að standa við stýrið. Þeir sögðu líka, a'ð gjald- eyrisvarasjóðurinn bægði frá dyrum þeim áföllum, sem verða kynnu, svo sem erfið- leikum í sölu íslenzkra afurða Húsavík 17. okt. Á mánudaginn var opnaði Fiskiðjusamlag Húsa víkur nýja fiskbúð í byggingu sinni. Hún er á jarðhæð ofan bakka svo að húsmæður á Húsa vík þurfa ekki lengur að fara niður fyrir bakka til að ná sér í soðið, en það gat oft verið erfitt í snjó og hálku. Búðin er búin góðum kæliskápum og mjög snyrtileg. Afgreiðslumenn eru Bjarni Þorkelsson og Þor- grímur Jóelsson. - Rjúpnavertíðin hófst 15. októ ber og gengu þá allmargir Hús- víkingar til rjúpna. En eftir- tekjan varð mjög rýr enda veð- ur slæmt til veiða, hríð og snjó- að hafði allt niður í byggð und- anfarin dægur. Sumir fengu enga rjúpu, aðrir eina eða tvær, en mesta veiði var 6 rjúpur. Skot- og veiðifélag Húsavíkur hefur veiðileyfi í löndum nokk- urra jarða í Reykjahverfi, auk Húsavíkurlands og í sunnan- verðu landi Fjalla í Keldu- hverfi, en lönd þessi koma sam an á Reykjaheiði. Ekki hef ég fregnað af veiði í Aðaldals- hrauni, en Skot- og veiðifélag Húsavíkur hefur ekki leyfi til að veiða þar. Þ. J. Egilsstöðum 16. okt. Eiðaskóli var settur í gær. Nemendur eru 114, skólastjóri er Þorkell Stein ar Ellertsson eins og áður. Skólinn er fullsetinn og þurfti að vísa allmörgum frá, einkum í öðrum bekk. Fyrsti bekkur 'skólans var lagður niður í sam Landbúnaðarsýning næsfa sumar BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS og Framleiðsluráð landbúnaðar ins hafa ákveðið að efna til land búnaðarsýningar í Reykjavík á sumri komandi. Opnunardagur sýningarinnar er ekki ákveðinn ennþá, en ráðgert er að hann verði um miðjan ágústmánuð, og að sýningin verði haldrn á sýningarsvæði atvinnuveganna inni í Laugardal. Sýningin mun verða lík bðr- um stórum landbúnaðarsýning- um þar sem sýnd er þróunar- saga landbúnaðarins, fram- leiðsla hinna einstöku greina hans, vísindastörf í þágu land- búnaðarins, vélar, verkfæri og húsbyggingar o. m. fl. Síðast en (Framhald á blaðsíðu 5) ráði við yfirstjórn menntamála. Kennslustofuálma, ný viðbygg- ing við skólann, með 5 kennslu- stofum er fullgerð að utan og miðstöð komin í, en vinna þar hefur legið niðri vegna fjár- skorts og kemur þessi bygging því ekki að notum að þessu sinni. Væntanlega hefst vinna þarna að nýju eftir áramót svo bygginguna verði unnt að nota skólaárið 1968—1969. En að- staða batnar stórlega þegar kennsluálman er f ullfoúin. Hallormsstaðaskóli verður settur fyrsta dag vetrar. Náms- meyjar eldri deildar eru komn- ar í skólann og byrjaðar á námi sínu. Skólinn er fullskip- aður. Skólastjóri er Ingunn (Framhald á blaðsíðu 5). erlendis við hagstæðu verði o. s. frv. Þeir menn, sem ekki voru já-bræður stjórnarflokkanna, og vöruðu við, voru taldir bölsýnismenn og aumingjar. Allt er þetta í fersku minni, enda skammt um liðið. Svo kemur forsætisráðherra með boðskap sinn um 750 millj. kr. nýjar álögur á al- menning. Þær álögur koma þyngst niður á barnmörgum heimilum. Það er bókstaflega seilst á matborð hinna fátæk- ari til að ná þessum 750 millj. kr. skatti. Jafnframt gerir boðskapur forsætisráðherra ráð fyrir, að þetta verði á engan hátt bætt upp og verki sem bein kjara- skerðing. Sem dæmi um skattheimt- una er hið nýja verð margra nauðsynjavara, sem á að bæta hag ríkissjóðs um 410 millj. króna. En þrátt fyrir þessar stór- felldu hækkanir boðar Bjarni Ben. að verðstöðvunarstefnan sé enn í l'villu gildi!'. Af hinni nýju skattheimtu fá atvinnuvegirnir ekki neitt, en er gefið það heilræði, að endurskoða megi rekstur fyrir tækjanna. Það munu heimilin einnig þurfa að gera, samkvæmt al- gerlega óleyfilegum efnahags- aðgerðum, sem dynja yfir í formi bótaluusrar dýrtiðar- öldu. Ein er sú stofnun, sem öðr- um fremur þyrfti endurskoð- unar við, en það er ríkis- stjórnin. Húiar nýju ráðstafanir eru bein svik við kjósendur. VaM til að framkvæma þær, var fengið á röngum forsend- um. ? ?««í««««««S««44««S4í«»««4«S««ÍÍSSÍ«^^ '1*t*$$SÍSí*

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.