Dagur - 25.10.1967, Page 1

Dagur - 25.10.1967, Page 1
Herbergla- pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 25. október 1967 — 67. tölublað Ferðaskrifsfofan Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. STÓRFELLT 5MY6LMÁL SYDRA r V Aætlað útsöluverð áfengisins um 5 millj. króna I EITX meiriháttar smyglmál er nú í rannsókn fyrir sunnan. Bát urinn Ásmundur GK 30, 60 tonna, kom- sl. fimmtudag til Háfnarfjarðár og fannst þá í honum nokkurt magn áfengis. Bátnum hafði verið siglt utan af fimm manna áhöfn og vín- föngin keypt í Belgíu. Tvö þús- und flöskur áfengis fundust við leit í bátnum, en á mánudags- kvöldið var búið að finna yfir 10 tonn af þessari vöru, mest af því fannst í gömlu bátsflaki, ennfremur nokkurt magn heima hjá skipverjum, sem þegar voru handteknir og sitja í gæzluvarð haldi. Er liér því um stórfellt smyglmál að ræða. Ólíklegt er, að fimm manna áhöfn bátsins sé hér ein í ráðum, en líklegra, að um víðtækari samtök sé að ræða, einkum varðandi sölu áfengisins í landi. Utsöluverð þessa áfengis, sem að mestu er genever, gæti verið um 5 millj. kr. virði, miðað við áætlað magn, sem ekki er allt ennþá fundið. Rannsókn þessa máls er ekki lokið. □ Skðttsvikin almenn og stórfelld KAUPMAÐUR einn í Reykja- vík varð nýlega uppvís að því, að hafa stungið söluskatti af 10 millj. kr. viðskiptum í sinn vasa. Hlaut hann allþungan dóm fyrir. Þetta er eitt af þeim hundruðum mála, sem skatta- rannsóknardeildin undir stjórn Guðmundar Skaftasonar tók til meðferðar. í nýlegum útvarpsumræðum frá Alþingi, kom það fram, að skattarannsóknardeildin hafði á skömmum tíma, en hún var stofnuð 1964, endurheimt svikna skatta sem námu allt að 40 millj. kr. og er þó talið, að einkum hafi verið rannsakað lijá minni spámönnunum í kaup mannastétt. Jafnframt er haft á orði, að torveldað hafi verið starf skattarannsóknarstjóra er hann vildi ráðast á garðinn þar sem hann var hærri og meiri von hinna stórfelldustu skatt- svika. En Guðmundur Skafta- son sagði upp starfi og þrír af fjórum fulltrúum hans einnig. Styður það þá skoðun manna, að starf hans hafi verið torveld- að á einhvern hátt, en slíku er hann manna ólíklegastur að una. En rannsóknardeild hans hefur bæði sýnt og sannað, að hér á landi eru framin ótrúlega mikil, almenn og stórfelld skatt svik, sem þjóðamauðsyn er að uppræta. □ KA-menn á ferðinni með liús, er þeir drógu upp á grunn á liinu nýja íþróttasvæði félagsins. «x$x$>^x$xsX$<$x$>^x$k$x$x$><Sx3>^<S>$x$k$x$xSx$x$x$>3x^$x$k$x$x$k$><£<£<S>3>^>^$3>$>3x$xí>3>3x$xSx$x$x^$x^^^<$x^®*$*^<$>3x$x$x$kSx^ Efnaliagsmálin eru nú komin í sjálfheldu Forsætisráðherra auglýsir eftir góðum ráðum ÍSLENZK stjómmál virðast vera í sjálfheldu eftir kosning- arnar á sl. vori. Ríkisstjórnin getu-r ekki stjórnað landinu. Og stjórnarandstæðingar skortir þingfylgi til að mynda nýja stjórn. Þjóðkunnur maður, sem ekki tekur þátt í stjórnmála- haráttunni ritar blaðagrein um 'þetta efni 19. þ. m. og snýr sér til forsætisráðherrans. Greinar- liöfundur spyr: „Hefur í annan tíma í íslands sögu, eftir að ráðherrar urðu fleiri en einn og eftir að skipu- legir stjórnmálaflokkar mynd- uðust hér á landi, verið meiri þörf á þjóðstjóm?“ Með orðinu þjóðstjóm mun hann eiga við stjóm allra flokka. Þegar efnaliagsmálalöggjöf sú, sem kennd hefur verið við viðreisn, var til umræðu- á Al- þingi í febrúarmánuði 1960 flutti Karl Kristjánsson í efri deild fyrir hönd Framsóknar- flokksins svoliljóðandi tillögu um frávísun málsins: „Þar sem deildin lítur svo á, að þjóðarnauðsyn sé, að unnið verði að skipan efnahagsmál- anna með sem víðtækustu sam- starfi, ályktar hún að beina því til ríkisstjómarinnar að skipa nú þegar átta manna nefnd — tvo frá hverjum stjómmála- flokki eftir tilnefningu þeirra, og verði verkefni nefndarinnar: 1. Að gera tillögur og leggja þær fram á þessu þingi, innan þriggja vikna, um ráðstafanir, er miðist við að halda verðbólg imni í skefjum og atvinnulífinu í fullum gangi. 2. Að starfa á milli þinga á þessu ári og hafa tilbúnar fyrir næsta reglulegt Alþingi heildar tillögur um skipan efnahags- málanna. Og með skírskotun til þess, er að framan segir, tekur deild- in fyrir næsta mál á dagskrá“. (Framhald á blaðsíðu 5) Fyrsfi leikurinn frumsýndur um hel Það er sakamálagamanleikurinn Frú Álvís STJÓRN Leikfélags Akureyrar tjáði fréttamönnum það í kaffi- boði á Hótel KEA á mánudag- inn, að frumsýning á fyrsta verkefni félagsins yrði að for- fallalausu næstkomandi sunnu- dag. Er þar um að ræða saka- málagamanleikinn Frú Alvís eftir Jack Poppelwell en þýð- inguna annaðist Sigurður Kristj ánsson, Akureyri. Leikstjóri er Ragnhildur Steingrímsdóttir og er þetta 14. leikritið, sem hún sviðsetur hjá L. A. Leikendur eru aðeins átta talsins og með aðalhlutverkin fara þau, Þórhalla Þorsteins- dóttir og Marinó Þorsteinsson. Aðrir leikendur eru: Þórey Aðalsteinsdóttir, Jón Kristins- son, Guðlaug Hermannscjóttir, Sæmundur Guðvinsson, Saga Jónsdóttirog Árni Valur Viggós son. ' Leikár það, sem nú fer í hönd, er 51. starfsár félagsins. Alls hef ur félagið tekið 122 verkefni til meðferðar og haft 1238 sýning- ar. (Framhald á bls. 5.) <—•• Kj ördæmisþingið 11. cg 12. nóvember KJÖRDÆMISÞING Framsóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldið á Akureyri, laugardaginn og sunnudaginn 11. og 12. nóvember. Þingið hefst kl. 14.00 og fundirnir verða að Hótel-KEA. Formenn Framsóknarfélaganna í kjördæminu eru sér- staklega minntir á þingið, og vinsamlega beðnir að sjá vun að fulltrúakjör fari fram sem fyrst. Tilkynningar um kjörna fulltrúa óskast sendar tU skrif- stofu Framsóknarflokksins á Akureyri. Kjördæmisráð. Krefjast niðurskurðar nautgripa Ragnhildur Steingrímsdóttir leikstjóri og Jón Kristinsson formað- ur Leikfélags Akureyrar. (Ljósm.: E. D.) STJÓRN Búnaðarsambands S,- Þingeyinga samþykkti eftirfar- andi á fundi sínum nýlega: „Með skírskotun til áður gerðrar samþykktar aðalfundar Búnaðarsambands S.-Þing. á sl. vori um útrýmingu á búfjár- sjúkdómnum hringskyrfi í Eyja firði, vill stjórn Búnaðarsam- bands S.-Þingeyinga að gefnu tilefni leyfa sér að endurtaka áskorun Búnaðarsambandsins til landbúnaðarráðherra, yfir- dýralæknis og búfjársjúkdóma nefndar, að ekkert verði til sparað til algerrar útrýmingar á sjúkdómi þessum, nú þegar á þessu hausti. Verður að líta svo á, að niðurskurður á sauðfé og hrossum á hinu sýkta svæði sé allsendis ófullnægjandi, nema niðurskurður á nautgripum fari þar einnig fram samtímis".

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.