Dagur - 25.10.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 25.10.1967, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT BíII þessi kom niður Löngumýrarbrekkuna og hafnaði á liúsinu nr. 148 við Byggðaveg. Brekku þessari þarf að loka í snjóum. (Ljósmynd: G. P. K.) 5$S$$$$$$$í5S$$í$$$S5$$$$$í5æíí35Í33S3535WSS$«SSÍSÍ$«5$$$SÍ$$$$5SS$$$« Stofn að vísindalesfu bólcasafni Frá aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands AÐALFUNDUR . Ræktunarfé- lags Norðurlands var haldinn að Hótel KEA á Akureyri þann 20. október sl. Á fundinum mættu, auk stjórnar félagsins, fulltrúar frá öllum sýslum fé- lagssvæðisins, en það nær yfir allt Norðurland frá N.-Þing- eyjarsýslu til V.-Húnavatns- sýslu að báðum meðtöldum, eða 6 sýslur. Auk þessara fulltrúa imættu fulltrúar frá Ævifélaga- deild Ræktunarfélagsins á Ak- ureyri svo og nokkrir ráðunaut ar og tilraunastjórar á sviði landbúnaðarins. Foi'maður félagsins, Steindór Steindórsson yfirkennari, setti fundinn og stjórnaði honum og bauð alla fulltrúa og fundar- gesti velkomna. Síðan ræddi hann um ýms mál varðandi starf Ræktunarfélags Norður- ÚM ÞAÐ LEYTI sem bæjar- yfirvöld héðan frá Akureyri þágu vinarboð borgaryfirvalda Reykjavíkur, birti Morgunblað ið kveðju að norðan. Hún var í viðtalsformi, viðtal Sverris Pálssonar fréttaritara Mbl. og skólastjóra við tvo svínabús- eigenduf, þar sem KEA er á ósvífinn hátt ásakað í sam- bandi við viðskipti sín við svína eigendurna. . Það slys henti fréttamanninn, Sverri Pálsson skólastjóra, að þessu sinni, þótt hann sé maður sómakær, að hann leitaði aðeins fregna af FRYSTIHÚS SH BOÐA REKST- URSSTÖÐVUN Á MÁNUDAGINN samþykkti aukafundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna eftirfarandi: „Með tilliti til hins alvarlega rekstrarástands hraðfrystihús- anna heimilar aukafundur SH, haldinn í Reykjavík 23. okt., 19G7, stjórn SH að ákveða kaup stöðvun á fiski til vinnslu hjá hraðfrystihúsunum innan sam- takanna frá 1. janúar 1968, hafi ekki verið tryggður viðunandi rekstrargrundvöllur fyrir þann tíma.“ □ lands í nútíð og í framtíð. Að þessu loknu skýrði formaður frá, að félaginu hefði nýlega bor izt mikilvæg gjöf sem er alfræði orða’bókin Encylopoedia Britan nica í 24 bindum, var gefandinn hið enska útgáfufyrirtæki sjálft. í tilefni af þessu samþvkkti fundurinn svohljóðandi álykt- un: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn 20. októ- ber 1967 þakkar útgáfufélagi Encylopaedia Britannica þann höfðingsskap og vinsemd, er það sýndi R. N. með því að færa því alfræðiorðabókina að gjöf. Væntir fundurinn þess, að þetta megi verða stofn að vísinda- legu handbókasafni, sem ómet- anlegt er slíkri stofnun.“ Framkvæmdastjóri R. N.. Jó- hannes Sigvaldason, lagði fram máli því, sem hér um ræðir, hjá öðrum málsaðila. Ásakanir þær, sem Sv. P. mat býr með nefndu viðtali, þykir Mbl. mata beztur, prentar þær undir stórri fyrirsögn og setur síðan kjaiman úr þeim upp á Öðrum stað, prentaðan stóru letri og rammi settur utan um. Ásakanir þær, sem í viðtalinu felast eru m. a. þessar: 1. KEA er hætt að taka á (Framhald á blaðsíðu 5). reikninga félagsins fyrir árið 1986, en það voru bæði reikn- ingar félagsins sjálfs svo og reikningar Rannsóknarstofu Norðurlands. Reikningarnir sýndu rekstursafgang hjá Rækt unarfélaginu, er nam kr. 33.592.50, en hins vegar varð reksturshalli hjá Rannsóknar- stofunni kr. 109.005.26. Þessu næst flutti Jóhannes Sigvalda- son greinagóða skýrslu um störf og rekstur Rannsóknar- stofunnar á árinu 1966. Skvrsla þessi bar með sér, að haustið 1965 höfðu borizt alls 1.780 jarð (Framhald á blaðsíðu 5). MJÚK LENDING Á VENUSI Hinn 18. þ. m. lenti Venus IV. mjúkri lendingu á sanmefndri plánetu. Og frá Venusi IV. tóku brátt að berast fregnir af um- hverfinu, þótt geimfarið væri mannlaust. í þessum fregnum var: Hitinn er ofsaleaur, súr- efni nær ekkert, loftþrýsting- lírinn 15 sinnum meiri en á yf- irborði jarðar. Sem sagt, heldur óaðgengi- legur staður mannlegum ver- um. SAMGÖNGUR Ekki nægja hinar strjálu strand ferðir mikilli flutningaþörf Ak ureyrar, sízt þegar vetur geng- ur í garð. Hinar ýmsu fram- leiðsluvörur bíða þá oft flutn- ings vikum saman til óhagræð- is og beins fjárhagslegs tjóns. Koma þarf upp skipaferðum frá Akureyri austur og vestur. Póstbáturinn Drangur, sem nú er rætt um að seldur verði e. t. v. úr landi, gæti sennilega leyst þessa flutningaþörf. FLEYTA RJÓMANN Akureyringar höfðu sæmilega aðstöðu til að taka á móti ferðamannastraumi. Hótelin í bænum byggðu einkum rekstur sinn á sumarferðafólki en áttu í erfiðleikum að vetrinum. — Ferðdskrifstofa ríkisins hefur á sumum stöðum gert góða hluti og bætt úr brýnni þörf gesta- móttöku. En hér á Akureyri fleytir hún rjómann ofan af með því að annast gestamót- töku á sumrin aðeins. Kemur þetta hart niður á þeim hótel- um, sem opið hafa allt árið, en missa verulegan hluta tekna sinna á þeim túna, sem mest er um ferðafólk. ANNARIIVEH JARÐARBÚI ÓLÆS U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í ávarpi, sem birt var í haust, að stofnskrá SÞ um félagslegar framfarir og betri lífskjör allra jarðarbúa væri merkingarlaus fyrir meira en 40% mannkyns, þ. e. fólks, sem hvorki kann við lesa eða skrifa. Þetta fólk stæði fyrir utan hóp hinna lánsömu og möguleikar þess á framför- um væru hverfandi litlir. „En getum við“, sagði hann, „náð árangri í viðleitni okkar til friðar og framfara án þessa fólks?“ Víðast hafa menn gert sér ljóst, að læsið er nátengt hinni efnaliagslegu þróun. F AGN AÐARBOÐSKAPUR Markviss spamúður, hárná- kvæm hagsýsla í ríkisbúskapn- um, margháttaðar sparnaðar- athuganir, markviss sókn til aukins sparnaðar og hagræðing ar, hljóðlát bylting í ráðuneyti M. J. — og margt fleira í þess- um dúr eru slágorð stjórnar- flokkanna um ríkisbúskapinn og fjármálastjómina hjá Magn- úsi ráðherra frá Mel. Morgun- blaðið birtir ræðu ráðherrans, er hann flutti í útvarpsumræð- um nýlega, með þessari fyrir- sögn: Strangár spamaðarráð- stafanir og aukin hagsýni í ríkis rekstrinum — með tilkomu nýrra hagstjórnaraðgerða. 59 LOFORÐIN FRÆGU Þjóðin kannast við spamaðar- loforð G. Th. Þau voru 59 og boðuð með yfirlæti. Efndimar urðu á þann veg, að þögnin var talin liæfa þeim bezt. Loforð núverandi ráðherra eru senni- lega álíka þýðingarmikil þegar fram í sækir, en þáu hafa þann sérstaka tilgang nú, að breiða yfir hin mestu mistök í stjórn efnahagsmála, sem átt hafa sér stað á íslandi, og ná þó hvergi út yfir. SPURNINGAKEPPNI UMSE UNGMENNASAMBAND Eyja fjarðar er nú að undirbúa spurn ingakeppni milli sveitarfélag- anna á sambandssvæðinu ásamt Olafsfirði, með svipuðu fyrir- komulagi og var milli sýslnanna fyrir skömmu. Verða þrír kepp endur frá hverjum aðila. Efnt verður til sérstakra skemmtana í sambandi við þessar keppnir. Verða þar ýmiss skemmtiatriði á boðstólum. Hin vinsæla hljóm sveit Póló ásamt söngvurunum (Framhald á blaðsíðu 2). Illur endi hlaupinn í svínaeig- endur cg Sv. Pálsson? Jóhannes Sigvaldason virðir fyrir sér hina ágætu bókagjöf. Seðlabankastjóri staðíeslir upplýsinpr Dags ÞAÐ sem Dagur sagði fyrir fáum mánuðum um ’saman- burð á skuldum erlendis í árslok 1958 (þegar vinstri stjórnin fór frá) og 1966, hef ur nú verið staðfest í megin- atriðum í athyglisverðri grein, sem Jóhannes Nordal seðlabankastjóri ritar í 1. hefti Fjármálatíðinda á þessu ári, bls. 38—44. Samkvæmt upplýsingum bankastjórans var gjaldeyris varasjóður bankanna 228.5 millj. kr. í árslok 1958, en skuldir út á við, að gjald- eyrisvarasjóði frádregnum ca. 2044.5 millj. kr. En í árslok 1966 var gjald- eyrisvarasjóðurinn 1915 millj. kr. og skuldir, að frá- dregnum gjaldeyrisvarasjóði 2970 millj. kr. Skuldir út á við höfðu því aukizt síðan 1958 um 925.5 millj. kr. Á árinu 1967 hefur svo gjaldeyrisvarasjóðurinn minnkað mjög og ný lán hafa verið tekin erlendis, og er sú breyting ekki talin hér að framan. Þess má geta, að á árinu 1959 þegar „Alþýðuflokkur- inn fór með stjórn“ virðast skuldir út á við hafa aukizt um 640 millj. kr. frá árinu 1958, samkvæmt upplýsing- um bankastjórans. Það er þess vegna, sem viðreisnar- menn vilja oft miða við lok þess árs, þegar þeir gera samanburð á þessu sviði. Allar tölur hér að framan eru miðaðar við núverandi gengi erlends gjaldeyris. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.