Dagur


Dagur - 01.11.1967, Qupperneq 4

Dagur - 01.11.1967, Qupperneq 4
4 K Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÉJELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. SYRTIR AÐ EFTIR margra ára afla- og markaðs- góðæri í röð er nú aftur svo komið, að sjávaraflinn nálgast það, sem hann var áður en góðæristímabilið hófst og markaðsverð sjávarafurð- anna svipað því og það var þá. f þess um spegli raunveruleikans kemur það nú glöggt í ljós, hvernig stjórnar- farið er í landinu, livernig efnahags- og atvinnulífið er á sig komið og hvernig haldið hefur verið á mál- efnum þjóðarinnar á undanförnum árum. Svo mjög hefur verðbólgan magn- azt á þessu tímabili, að útflutnings- framleiðslan varð, jafnvel áður en útflutningsverðið lækkaði og aflinn minnkaði, að styðjast við uppbætur úr ríkissjóði. Til að gera ríkissjóði mögulegt að standast hraðvaxandi útgjöld, og sér í lagi til að fela dýr- tíðarvöxtinn fram yfir kosningar, hefur innflutningur tollvara og þar með innflutningurinn í heild, verið spenntur upp til hins ítrasta og ekki hirt um þau uggvænlegu álirif, sem sívaxandi innstreymi erlendra vara hefur liaft á hinn unga iðnað lands- manna, sem byggður hefur verið upp á þessari öld. Þetta hafa stjómar völdin kallað frelsi og látið vel yfir. Milljarðarnir, sem streymt hafa í ríkisfjárhirzluna, hafa blindað þá, sem áttu að gæta sparnaðar í ríkis- rekstrinum. Þegar að því kom, að setja saman fjárlagafrumvarp ríkisins nú í haust, gerðist það, að boginn brast. Þá vant aði hvorki meira né minna en 750 millj. kr. til þess, að tekjur og gjöld stæðust á. Og meira en það. Eftir var að tryggja áframhaldandi rekstur út- flutningsframleiðslunnar, og eftir var að reikna út verð búvara í sam- ræmi við gildandi lög. Þá var það, sem stjórnin ákvað að fella niður 410 millj. kr. af niðurgreiðslum og láta almenning borga þá upphæð, en 340 milljónir ætlaði hún almenningi að greiða á annan hátt. En þó að allt þetta hefði náð fram að ganga, var vandinn ekki leystur, því að ekkert hafði verið hugsað fyrir því, að at- vinnuvegimir gætu haldið áfrarn starfsemi sinni og ósamið við stéttar- félögin um að una því, að kaupmátt- ur launa yrði lækkaður. Stéttarsamtökin hafa nú öll sem eitt risið upp til andstöðu við efna- hagsmálafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar og þar hefur strandað um sinn. Frystihúsin hafa liótað lokun, frá ára mótum, sunnlenzkar verksmiðjur neitað að kaupa síld, verðlagsnefnd landbúnaðarins liætt störfum í bráð og forsætisráðherra leggur nú málin fyrir „Alþingi götunnar“, sem hann fyrmm nefndi svo. □ Kristneshæli. ÞEGAR HUGSJÓNIR RÆTAST í TILEFNI af 40 ára afmæli Kristneshælis er ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði um tildrögin að stofnun þess og hversu ötullega var að unnið'að það fengi risið af grunni og þannig búið að það fengi sem bezt gegnt sínu mikilvæga hlutvcrki. Um þetta var að vísu mikið ritað og rætt á sínum tíma, en mun nú vera farið að fymast svo í vitund sumra, en öðrum lítt kunnugt, að margir munu þeir vera, sem ekki hafa neina örugga vitne9kju um hverjir stóðu í eldlínunni í baráttu „heilsuhælismálsins11 og hverjir ruddu grunn í brekkunni á landnámsjörð Helga magra og reistu þar húsið, sem vígt var við hátíðlega athöfn þann 1. nóvember 1927. Um þetta hefi ég að undanfömu grafið upp nokkum fróðleik úr skýrslum, bréfum, blaðagreinum og frétta tilkynningum frá árunum 1918 til 1927 óg verður stuðzt við það í eftirfarandi frásögn, en stiklað á stóru og fjölmörgu sleppt, sem fróðleikur hefði verið að. Fyrstu drög að stofnun heilsu hælis á Norðurlandi koma fram árið 1918. Það voru konur, sem í þessu, eins og svo mörgum öðrum mannúðar- og menning- armálum, stigu fyrsta skrefið. Upptökin munu hafa átt sér stað í Saurbæjarhreppi, en þar var á þessum árum starfandi hjúkrunarfélagið „Hjálpin“. Á aðalfundi þess, sem haldinn var að Saurbæ 10. júní 1918 var samþykkt að félagið beitti sér fyrir því að hafin yrði fjár- , söfnun um Norðlendingafjórð- ung til byggingar heilsuhælis fyrir Norðurland og ljósastofu við sjúkrahúsið á Akureyri. Var þessi samþykkt send sam- bandsfundi norðlenzkra kvenna sem haldinn var á Akureyri sama vor. Var þessu sérlega vel tekið, aðeins fannst sumum í of mikið ráðizt að hafa hvort tveggja í takinu, heilsuhælið og ljósastofuna. Var þess vegna kosin þriggja kvenna nefnd til að fara á fund héraðslæknisins, Steingríms Matthíassonar, og fá að heyra álit hans um málið. í þessa nefnd voru kosnar: Anna Magnúsdóttir, Akureyri, Védis Jónsdóttir, Litluströnd og Sig- urlína Sigtryggsdóttir, Æsu- stöðum. í viðræðum nefndar- innar við héraðslækni lagði hann til, að aðaláherzla yrði lögð á það að safna til heilsu- hælis. En vegna þess, að svo margir höfðu áhuga fyrir ljósa- stofu varð að ráði að safna til hvorts tveggja. Var svo hafizt handa um haustið og sendir söfnunarlistar um allan Norð- lendingaf j órðung. Á aðalfundi SNK þetta ár var kosin nefnd, skipuð 9 kon- um, 3 úr hverju kvenfélagi bæjarins, og var hlutverk henn ar að hafa forgöngu um fjár- söfnun með stofnun heilsuhæl- is á Norðurlandi fyrir augum. Anna Magnúsdóttir var eink- um fyrir konum á Akureyri í þessu máli og skipaði sér þann- ig við hlið húsfreyjunnar á Æsustöðum, Sigurlínu Sig- tryggsdóttur, sem á áðurnefnd- um fundi hjúkrunarfélagsins „Hjálpin" mun hafa verið frum mælandi í hinu mikilvæga máli og var æ síðan í hópi þeirra, sem veittu því öruggastan stuðning. Árangurinn af þess- um samtökum var stofnun Heilsuhælissjóðs Norðurlands og söfnuðust í sjóðinn, þegar í öndverðu, verulegar upphæðir. Fyrsta átakið var mest, eins og oft ber við. Allir tóku höndum saman: Kvenfélög, ungmenna- félög og einstaklingar, að 'ó- gleymdum ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. Helztu tekjur sjóðsins fengust með fjársöfnun kvenfélaganna á Akureyri og Ungmennafélags Akureyrar, er höfðu um nokkurt árabil sam- eigmlegan fjáröflunardag í sam bandi við hátíðarfagnað 17. júní. Þá voru árið 1919 prentuð minningarspjöld til ágóða fyrir hælið. Aðalútsala þeirra var á Akureyri, en einnig voru þau seld á fleiri stöðum á Norður- landi. Alls mun Heilsuhælis- sjóðnum hafa áskotnast fyrir sölu þeirra um 15 þús. kr. Ár- ið 1920 var sjóðurinn orðinn rösklega 31 þús. kr. að meðtöld- um loforðjum frá stofnunum eins og Eimskipafélagi íslands 10 þús. kr. og Kaupfkélagi Ey- firðinga einnig 10 þús. kr. — Næstu árin vex sjóðurinn hægt, en áfram þokast þó og eftir 6 ára fjáröflunarstarf var talið, að hann næmi um 100 þús. kr. Þetta var að vísu álitleg, upp- hæð en myndi þó hrökkva skammt og málið var komið í einskonar sjálfheldu. Áhuginn dofnaði og engin viðhlítandi forganga um frekari fram- kvæmdir. En í ársbyrjun 1925 verður viss breyting til þess að blása nýju lífi í málið. Fyrsti landskjörinn þingmaður, Jónas Jónsson frá Hriflu hefur sam- band við sýslunga sinn, Jónas Þorbergsson, sem þá var rit- stjóri Dags og bendir honum á að tímabært sé að hefjast handa í þessu nauðsynjamáli Norðlend inga. Hvatti hann nefna sinn til að beita sér fyrir málinu og leitast við að sameina áhuga- menn og alla þá er líklegt þætti að gætu rðið málinu að liði. Þann 10. janúar þetta ár (þ. e. 1925) var svo haldinn fyrsti fundur um málið. Stjórnar- nefnd Heilsuhælissjóðsins boð- aði á fundinn lækna Akureyr- arbæjar, ritstjóra blaðanna og nokkra menn úr Ungmennafé- lagi Akureyrar. Var þar ákveð- ið að hefjast handa um nýtt átak í málinu og láta starfið ekki niður falla unz sigur ynn- ist. Jónas Þorbergsson hóf þá m. a. að rita langan greinaflokk um málið (sjá Dag 15. janúar 1925) og reyndist hans snjalli penni eitthvera beittasta vopn- ið í þessu mikla baráttumáli. Um þessar mrmdir var ástand ið í heilbrigðismálum Norðlend inga vægast sagt ömurlegt og berklamir herjuðu svo, að heil ar fjölskyldur hrundu niður og heimilin sundruðust. — Sam- kvæmt skýrslu héraðslæknisins á Akureyri, Steingríms Matt- híassonar, voru skráðir 119 berklasjúklingar í héraðinu ár- ið 1924. Og á árinu 1925 eru af 59 sjúklingum, sem dvöldust í Sjúkráhúsi Akureyrar, 44 berklaveikir eða nálega 75%. Auk þess geghu 10 sjúklingar til Ijóslækninga í sjúkrahúsið. Allt var gert sem unnt var til að opna sjúkrahúsið fyrir þeim, sem háðir voru þessum skæða sjúkdómi. í kjallara byggingar- innar voru brotnir niður veggir og skot og geymslur rýmdar til þess að koma þar fyrir nýjum sjúkrastofum. En allt kom fyrir ekki. Aðsóknin var óviðráðan- leg og auk þess fullnægði sjúkrahúsið í engu þeim kröf- um, sem gerðar voru til dvalar- staðar berklaveiks fólks. Eh þetta neyðarástand annars vegar og hugsjónin um heilsu- hælisbygginguna hins vegar, snart því miður alltof fáa af þeim, sem þá fóru með völd í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Milliþinganefndin í berklavam armálum, sem skipuð var árið 1919, eða ári síðar en fyrst var hafist handa norðanlands í heilsuhælismálinu, lauk störí- um, án þess að gefa þessari áhugaöldu og brýnum þörfum Norðlendinga um úrbætur — nokkum varanlegan gaum. Höfðu þó, þá þegar safnazt tug- ir þúsunda í heilsuhælissjóðinn. Og til dæmis um það hversu óvænlega virtist horfa má geta þess, að Guðmundur Björnsson landlæknir, sem var stórhuga maður og hafði beitt sér ötul- lega fyrir stofnun Vífilsstaða- hælis, taldi um þessar mundir, að Norðlendingar myndu þurfa að bíða eftir heilsuhæli sínu um 30 ára skeið, ef ekkert óvænt kæmi fyrir. Þessar undirtektir valdamanna í málinu og dapur- legar horfur um úrlausnir, ef ekkert sérstakt yrði að gert, eggjuðu Norðlendinga og aðra unnendur málsins til átaka meira en nokkuð annað. Úr- tölur allar voru kveðnar niður og þess varð þá skammt að bíða, að ýmsir ágætismenn í valdastöðum landsins veittu málinu stuðning. Má þar sér- staklega nefna Guðmund Björnsson landlæknir, sem gerð ist mikill áhugamaður í málinu og veitti því öruggt fylgi. Var hann í broddi fylkingar í félags deild þeirri, sem stofnuð var í Reykjavík, málinu til framdrátt ar. Á vígsludegi Kristneshælis lýsti landlæknir því yfir í ágætri ræðu, sem hann flutti við það tækifæri, að stefnu- breyting hans í málinu 'hafi staf að af því — fyrst og fremst, að „hann hafi aldrei séð sannleik- anúm borið hispurslausar vitni“ en í þessari baráttu. Um fylgi manna við málið og þá festu og samstöðu, sem þeir sýndu, seg- ir Jónas Þorbergsson: „Pólitísk ar deilur risu þá hátt í landinu og voru viðskiptin oft óvægileg. Ymsir þeir menn, sem nauðsyn legt var a'ð sameina í þessu máli tö'ldust því miklir andstæðing- ar. En alvara berklavarnarmáls ins og sameiginlegur sársauki brúaði öll djúp og ber að segja það mönnum til verðugs lófs, að þeir rýmdu til hliðar allri per- sónulegri og pólitískri óvild og stóðu eins og bræður saman í þessu máli“. Á Alþingi var Jón- as Jónsson frá Hriflu ötulastur fylgismaður málsins og Björn Líndal þingmaður Akureyrar fylgdi málinu fram af mikilli festu. Heima í héraði er stofnun Heilsuhælisfélags Norðurlands eitthvert merkasta sporið á braut sóknarinnar. Það var stofnað á almennum fundi á Akureyri 22. febrúar 1925, er haldinn var samkvæmt fundar- boði frá 18 borgurum í Akur- eyrarbæ. Fundarstjóri var Stein grímur Jónsson bæjarfógeti, en Jónas Þorbergsson ritstjóri reif aði málið. Að lokinni ræðu hans var félagið stofnað og lög þess samþykkt. Stofnendur voru 340. Þá var kosin stjórn félagsins og framkvæmdanefnd. Stjórnina skipuðu: Ragnar Ólafsson, konsúll, fonmaður, Böðvar Bjarkan, lögmaður, féhirðir, og Kristbjörg Jónatansdóttir, kennslukona, ritari. í fram- kvæmdanefndinni áttu sæti. Anna Magnúsdóttir, Hallgrímur Davíðsson, Jónas Rafnar, Jónas Þorbergsson, Kristján Karlsson, Sveinbjörn Jónsson og Vil- hjálmur Þór. Hinn 9Íðastnefndi innti mikið og nauðasamt starf af höndum, sem formaður nefnd arinnar fj-á byrjun. En allir munu hafa unnið vel og af ein- lægum áliuga. Stjórn og framkvæmdanefnd hófu starf þegar næsta dag (23. febrúar) og gáfu út ýtarlegt ávarp til Norðlendinga (Sjá Dag 26. febrúar 1925). Deildir í félaginu voru stofnaðar víðs- vegar og fjársöfnun hafin um land allt og nú streymdu fram- lögin inn, frá lærðum og leik- um, ríkurri og fátækum — jafnt einstaklingum og félögum. Við árslok 1925 höfðu safnazt að nýju í greiddu fé og tryggðum loforðum rösklega 100 þús. kr. ög var þá sjóðurinn orðinn á þriðja hundrað þús. kr. Á fundi stjórnar og framkvæmdanefnd- ar Heilsuhælisfélagsins var ákveðið að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að hún sendi húsameistara ríkisins hið fyrsta norður, til þess að vera með í ráðum um val á stað fyrir hæl- ið, ákveða stærð þess og fyrir- komulag og síðar gjöra teikn- ingar og áætlun um byggingar- kostnað. Ennfremur var, með símskeyti til Alþingis, farið fram á 150 þús. kr. á fjárlögum 1926 til byggingar hælisins, gegn jafnmiklu framlagi frá fé- laginu. Um miðjan marz 1925 kom húsameistari norður til nefndra athugana. Þann 17. marz var landlækni ritað rök- stutt erindi um málið. Og í júlí- mánuði sama ár komu þeir landlæknir og húsameistari norður og rannsökuðu þá, ásamt stjórn og framkvæmdanefnd Heilsuhælisfélagsins, alla þá staði í grennd við Akureyri, er líklegir þóttu fyrir hælir. Varð Kristnes — landnámsjörð Helga magra — fyrir valinu. Um haustið var byijað á að undir- búa byggingu og vegur lagður frá þjóðbrautinni upp að þeim stað, sem hælið átti að standa. Þann 26. apríl 1926 var sam- þykkt að taka tilboði þeirra Jóns Guðmundssonar og Einars Jóhannssonar um byggingu á hælinu sjálfu fyrir 222 þús. kr„ auk leguskála fyrir um 12 þús. kr. Höfðu komið fram fjögur tilboð í bygginguna og var þetta langlægst. En 17. apríl þetta ár hafði rikisstjórnin samþykkt að hælið yrði byggt í Kristnesi og jafnframt samþykkt teikningar og kostnaðaráætlun húsameist- ara um bygginguna o. fl. Þann 25. maí 1926 lagði svo Stein- grímur Jónsson bæjarfógeti á Akui’eyri homstein Kristnes- hælis að vi'ðstöddu fjölmenni. Áætlað var að byggingin yrði fullgerð 1. okt. 1927. Stöðugt var unnið að henni, allir veggir steyptir, húsinu komið undir þak, jarðhitunarleiðslur lagðar og lýsingartækjum komið fyrir. Verkinu miðaði áfram jafnt og þétt, án nokkurra óhappa fyrr eða síðar. Áætlunin stóðst og 2. okt. 1927 tók stjórn Heilsu- hælisfélagsins við byggingunni af þeim Jóni Guðmundssyni og Einari Jóhannssyni, sem höfðu sýnt frábæra trúmennsku og velvild í starfi sínu. Þá ber og að geta þess, að húsameistari, Guðjón Samúelsson, sýndi þá vinsemd að taka enga greiðslu fyrir þá miklu vinnu, sem hann lagði af mörkum vegna þessar- ar framkvæmdar. Og Geir Zöega vegamálastjóri, Ámi Pálsson verkfræðingur og Guð- mundur Hlíðar símaverkfræð- ingur, lögðu einnig allir fram vinnu án endurgjalds. Enda varð sú reyndin, að kostnaðar- áætlunin, sem húsameistari gjörði í upphafi — um 512 þús. kr„ stóðst að verulegu leyti. Þann 1. nóv. 1927 var hælið svo vígt að viðstöddu fjölmenni. Mun það hafa verið regluleg hátíðarstund fyrir marga. Vígsluathöfnin, sem fór fram á II. hæð hússins hófst kl. 1 e. h. með því, að söngflokkurinn Geysir söng sálminn „Faðir and anna“, en því næst flutti sóknar presturinn sr. Gunnar Bene- diktsson predikun. Á eftir söng Geysir „Á hendur fel þú hon- um“. Þá flutti formaður Heilsu- hælisfélagsins, Ragnar Ólafs- son, konsúll, langa og ýtarlega ræðu og afhenti bygginguna, í nafni félagsins, þáverandi heil- brigðismálaráðherra, Jónasi Jónssyni, sem veitti henni við- töku fyrir hönd ríkisstjórnar- Gamaiisamur sakamálaleikur innar og flutti vígsluræðu. Enn fremur fluttu ræður þeir Guð- mundur Björnsson landlæknir og Guðjón Samúelsson húsa- meistari. Ræðurnar birtust all- ar í blaðinu Degi, sem frá upp- hafi heilsuhælismálsins hafði verið beitt vopn í baráttunni fyrir því. Að lesa þær er eins og að bergja af lifandi brunni. Svo auðugar eru þær af fróð- leik, yljaðar af fögnuði og glitr- andi af fegurð máls og stíls. Þann 17. nóv. 1927 var fyrsti sjúklingurinn lagður inn á hæl- ið, sem upphaflega var ætlað fyrir 60 rúm. En fljótt fór sú tala upp í 70 og varð þá þegar of þröngt og lengi framan af mun hælið hafa verið yfirfullt — svo fast herjuðu berklarnir á heilsu fólksins. Margir komu helsjúkir og létust eftir ör- skamma dvöl á hælinu. En smám saman fór að rofa til og árangur markvissrar baráttu kom í Ijós. Og er árin liðu gafst sá sigur, sem öllum er kunnur. Jónas Rafnar réðist yfirlæknir að Kristneshæli við stofnun þess og gegndi því starfi til árs- ins 1955 eða í 28 ár, við mikla sæmd og vinsældir. Frá þeirri ævi, sem svo er varið, stafar þeim geislum, sem lengi og víða lýsa og verma. — Megi hann nú með 80 ár að baki njóta endur- skins og ávaxta sinna góðu verka. Ágætir menn og mætar konur unnu með Jónasi Rafnar og stóðu við hlið hans í þunga þrotlausrar baráttu. Þeirra hlut ur má ekki gleymast enda myndi það honum sízt að skapi. Hér skulu aðeins nefndir tveir læknar, þeir Richard Krist- mundsson aðstoðarlæknir um árabil og Snorri Ólafsson, sem varð yfirlæknir árið 1955 og tók þannig við merkinu af Jónasi Rafnar í starfinU fýa-ir Krestnes. Megi hann og starfsliði hans vel farnast í mikilvægu hlutverki. Á þessum hátíðisdegi hælisins skulu bornar fram þær óskir, að frá starfinu þar megi ætíð leggja loga bjarta, skylda þeim, sem hugsjónir og hjartahlýja kveiktu fyrir fjörutíu. árum. ÞAU tíðindi hafa gerzt í svo- kölluðu svínamáli hér á Akur- eyri, sem innleitt var í Morgun blaðinu með viðtali Sv. Pálsson ar við tvo svínaframleiðendur, að Alþýðumaðurinn tók við, þar sem Sv. P. lét staðar num- ið og birtir þessháttar grein um málið, að furðu gegnir. Gerir blaðið samanburð á forráða- mönnum KEA og þeim, sem stóðu fyrrum fyrir því, að leggja lifandi fólk á bál, enn- fremur, að tilþrif ritstjóra Dags minni á hund fyrir það að þykja málið umtalsvert. í blaði sínu leiðir svo ritstjórinn Óskar Her mannsson fram á ritvöllinn, sem enn bætir við fyrri ásak- anir í garð KEA og SNE. Dagur spurðist fyrir um það í gær hjá fulltrúa framkvæmda stjóra KEA, Val Amþórssyni, hvort yfirlýsingar væri að vænta um þetta mál. Hann svaraði á þessa leið: „Einn af forráðamönnum SNE, sem að verulegu leyti ann aðist fyrir þess hönd samning- LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýndi fyrsta leik vetrarins í Samkomuhúsi bæjarins á sunnudagskvöldið fyrir fullu húsi og við góðar viðtökur. Þetta fyrsta verkefni L. A. er sakamálagamanleikurinn Frú Alvís eft’ir Englendmginn Jack Poppewell, en leikstjórn annað ist Ragnhildur Steingrímsdótt- ir. Sjónleik þennan, sem ekki hefur áður verið sýndur hér á landi, þýddi Sigurður Kristjáns son á Akureyri. Leikritið mun naumast talið mikið bókmenntaverk og ekki flytur það neitt sérstæðan boð- skap eða áhrifamikinn. En það er fullt af kímni og brandar- arnir fleiri en tölu verði á kom- ið. Tilgangur þess er að skemmta leikhúsgestum kvöld- stund, og L. A. tekst það vel. Leikstjórinn, frk. Ragnhildur Steingrímsdóttir, lætur leikinn ganga hratt þótt hljómlistin sé e. t. v. á sumum stöðum óþarf- lega langdregin, og hún hefur hér sviðsett snurðulausan gam- anleik af sinni kunnu smekk- vísi. Þórhalla Þorsteinsdóttir „slær í gegn“ í þessum leik, enda Guðmundur Frhnann: RAUTT SORTULYNG Almenna bókafélagið 1967. ÞESSI BÓK er safn smásagna, 8 talsins, og er anna'ð í röðinni sinnar tegundar frá hendi höf- undarins. Hann er þó alls eng- inn nýliði á vettvangi íslenzkra bókmennta. Alls er þetta 10. bókm hans. Áður hefur hann sent frá sér sex ljóðabækur — hin fyrsta kom út 1922 — og einnig 'hafa komið út frá hans hendi tvær bækur með þýðing- um á erlendum skáldskap: Ijóðaþýðingar, Undir bergmáls- fjöllum, 1958 og safn þýddra smásagna 1959. ana um kaup á svínastofni Lóns s.f„ er sem stendur fjarverandi úr bænum. Hafa KEA og SNE að höfðu samráði, ákveðið að bíða heimkomu hans áður en gengið verður frá svari við þess um rakalausa þvættingi Óskars Hermannssonar o.fl. í sambandi við umræddan samning. Verð- ur það væntanlega í vikulokin, að blöðunum verður afhent ítar leg greinargerð um málið, en hinar furðulegu ásakanir Ósk- ars Hermannssonar á hendur KEA, SNE og starfsmanna þess ara stofnana verða síðar vænt- anlega afhentar lögfræðingi til athugunar, en erfitt virðist vera að sleppa umræddum Óskari við að svara opinberlega til saka fyrir ummæli hans, sér- stasklega eftir að hann í lok at- hugasemdar sinnar í „Alþýðu- manninum“ þann 26. okt. sl. gefur í skyn, að forráðamenn þessara stofnana hafi „notfært sér neyð hans sjálfum sér til auðgunar“. Fleira vil ég ekki um málið segja á þessi stigi“. leggur höfundur henni margt prýðilegt í munn. Hún er, ásamt mótleikara sínum, Mar- inó Þorsteinssyni, þungamiðja leiksins og í áður óþekktu gervi, sem sýnir fjölhæfni hennar á sviðinu og jafnframt mýkri og öruggari tök á viðfangsefninu en oft áður. Frú Alvís er merki leg og snjöll kona í hennar höndum. Marinó Þorsteinsson leikur yfirlögregluforingja, dálítið harðan og brokkgengan allt í gegn, eftirminnilegan og sjálf- um sér samkvæman — ólikan öllum öðrunv—. En ég saknaði meiri ■ veðrabrigða hjá þessum lögerglumanni í samskiptum sínum við Frú Alvís, bæði meiri hörku og undirgefni. En í sam- einingu tekst þeim að halda leiknum uppi og skapa þá spennu í leit að morðingjanum, sem til er ætlást. Óv'íst ér, áð Marinó hafi öðr’ú sinni- sýnt heil steyptari persónu undir' sviðs- Ijósinu. Þórey Aðalsteinsdóttir og Jón Kristinsson leika Marshallhjón- in, en á skrifstofu húsbóndans fer leikurinn fram og þar eru morðmálin efst á baúgi. Hann Guðmundur Frímann er mik ill elskhugi íslenzkrar náttúru og íslenzkrar tungu. Þó að hann hafi alið meginhluta aldurs síns í kaupstað, er hugur hans allur í sveitinni, úti í náttúrunni. Vorið er árstíð hans. Hann lifir æ ofan í æ undur bernsku sinn_ ar og æsku í ljóðum sínum og sögum. Stíll hans ber ótvíræð merki langrar þjónustu í hofi ljóðagyðjunnar; , auðugur, ljóð- rænn og myndríkur, stundum næstum um of. Orðgnótt háns er eins og hafsjór. En fram- vindan í sögum hans hindrast stundum og spenningur þeirra slævist af )því, að höfundur þeirra er önnum kafinn við að elta litbrigði jarðarinnar út um allar þorpagrundir og hlusta á blæinn leika á fiðlur sínar í lynginu og reyrnum og gleymir því, að lesandinn bíður óþolin- móður eftir framhaldi atburð- anna og er jafnvel farinn að ruglast í því, sem gerzt hefur, þegar höf. tekur til við söguna á ný. Hann nostrar líka stund- um óþarflega mikið við myndir sinar, vmnur þær svo nákvæm- lega út, að þær missa áhrifa- mátt við það. Glitvefnaður hans í náttúrulýsingum er vissulega listrænn og mikil íþrótt í sjálfu sér og margar myndirnar ilm- andi skáldskapur, en getur stundum nálgazt ofhlæði. Það flækist í málið, er raunar tal- inn myrtur, en síðar grunaður um annað morð. Hún berst í hringiðu morðmálanna vegna ástalífs síns. í öngþveiti þess- ara mála kemur margt í Ijós, sem áður var hulið og snertir það fólk, sem kemur við sögu. Það 'hlýtur þama sína eldskírn og kemur til dyranna eins og það er klætt. Hlutverkum Mars hallhjóna er vel skilað. Guðlaug Hermannsdóttir, Sæ niundur Guðvinsson og Saga Jónsdóttir leika starfsfólk fyrir tækisins. Guðlaug einkaritara, „komplexafulla" og auðvitað ástfangna stúlku, Sæmundur snyrtilegan, ungan fulltrúa, og Saga áhyggjulitla vélritunar- stúlku. Hlutverkin eru í góðum höndum. Þau gefa margvísleg tækifæri, sem notuð eru af smekkvísi, fremur en krafti. Ámi Valur Viggósson leikur aðstoðarmann lögreglunnar og kemst allvel frá því. Þótt leikurinn sé nefndur sakamálaleikur er hann fyrst og fremst skopleikur og engin hætta á yfirliðum, já skemmti- legur skopleikur, sem líklegur er til vinsælda. E. D„ skiptir oft miklu máli að segja ekki of mikið, ofskýra ekki, og' í þvi virðist mér höf. stundum. tefla á tæpasta vað. Að einni undanskilinni, sem gerist í óskilgreindu sjávar- þorpi (Stórþvottur á hausti) gerast allar sögurnar í sveit á alllöngu liðnum tíma. Það er einnig eftirtektarvert, að fimm af þessum átta sögum fjalla um böm og unglinga, eða að atburð ir þeirra eru séðir með augum þeirra. Það virðist því ekki fara á milli mála, að höf. er hér að vinna úr æskuminningum sín- um. Þessi fjarlægð frá atburðun- um á mikinn þátt í svipmóti sagnanna og viðmóti. í flestum þeirra ómar viðkvæmur sökn- uður þess, sem var og kemur ekki aftur. Þrátt fyrir fjarlægð- ina í tíma eru stemningar og svipmót náttúrunnar og hug- blær atburða og aðstæðna víða svo lifandi og ferskt, að ég er illa svikinn, ef jafnaldrar höf- undar, gamlir sveitadrengir, finna ekki til bergmáls frá liðn- um dögum, þegar þeir skynjuðu umhverfi sitt og lífshræringar þess á sarna hátt. — En ég geri mér í hugarlund, að það geti e. t. v. verið vegna þessarar fjar lægðar, að mér finnst persón- urnar, sem við atburðina koma, margar hverjar heldur litdauf- ar og athafnalitlar, einkum þær fullorðnu, líkt og séðar í gegn- um mistur. Ein sagan er þó alger undan- tekning frá þessu. Það er fyrsta sagan, Burðarlaunin hans Rugludals-Tomma. Hún er snjöll. Það er spenningur og hraði í henni frá upphafi. Sögu- sviðið, áætlunarbíllinn, er svo afmarkað, að lesandinn hefur það og allt, sem er innan tak- marka þess, á tilfinningunni all an tímann. Lýsingin á rigning- unni er svo lifandi, að maður finnur rakann í loftinu í nefi sér, meðan á lestrinum stend- ur. Sögumaðurinn er hæfilega óvirkur á baksviðinu, og frá- sagnarstíllinn er iðandi af hlý- legum gáska. Og lesandinn er orðinn einn af Norðurleiðar- fjölskyldunni, áður en hann veit af, og nýtur þessarar kær-t (Framhald á blaðsíðu 7). Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Svínamálið aflient lögfræðingi? *

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.