Dagur - 01.11.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 01.11.1967, Blaðsíða 8
JACK GLATZER, kunnur foandarískur fiðlusnillinugur, heldur hljómleika í Borgarbíói á Akureyri næstkomandi laug- ardag, 4. nóvemfoer, kl. 3 e. h. Píanóundirleik annast Ásgeir Beinteinsson. Glatzer hélt fyrstu opinber- legu hljómleika sína þegar hann var aðeins 13 ára gamall, en ári seinna kom hann fram sem ein- leikari með Dallas (Texas) sinfóníunni undir stjórn Walter He'ndls, eftir að hafa unnið márgskonar verðlaun og hlotið viðurkenningu fyrir frábæran fiðluleik. Jack Glatzer hefur hlotið mik ið lof fyrir snilld sína sem fiðlu leikari beggja megin Atlants- hafsins og hefur komið fram víðsvegar um Bandaríkin og Kanada svo og í mörgum lönd- ÐLUSNILLINGU ÍIR AKUREYRI um Evrópu. Listamaðurinn hefur sérstak- lega lagt stund á að leika fiðlu- tónverk eftir Back og Beet- hoven cg þykir túlka hina gömlu meistara frábærlega vel. Tónlistarnám sitt stundaði Glatzer í Dallas, Texas, hjá Josef Fuohs, hjá Eli Goren í London og Sandor Vegh í Basel. Auk'tónlistarinnar er Glatzer sagnfræðingur með próf bæði frá'Yale háskólanum og Ox- ford. Jack Glatzer starfar' sem fiðlukennari við háskóla í Bandaríkjunum en ferðast auk þess víða um- heim og heldur sjálfstæða.'tónleika. Slær hann þá stundum tvær flugur í einu höggi með því- að halda fyrir- lestra í skólum og tónlistarskól - KÍSILIDJAN VID MÝVATi Jack Glatzer. um þar sem orð hans og fiðlu- tónar sameinast í eitt. Mun hann flytja fyrirlestur hér fyrir nemendur Tónlistarskólans og aðra tónlistarunnendur í Lóni, föstudaginn 3. þ. m. kl. 6 e. h. Hr. Glatzer kemur hingað á vegum íslenzk-ameríska félags ins á Akureyri. Blönduósi 31. okt. Hér er snjó- föl-og hálka á vegum. Jörð enn víðast góð til beitar. Sauðfjár- slátrun lauk 26. okt. og var tek ið á móti 45 þús. fjár. Meðal- þungi var rúmlega 700 gr. meiri en í fyrra éða 14.42 kg. Naut- gripaslátrun stendur yfir og síðan verður hrossum lógað. i Kjördæmisbing Framsóknar- manna hér í kjördæminu verð- ur h.aldið í Miðgarði, Varma- hlíð '5. nóv. og hefst það kl. 2 eftir hádegi. Laugardaginn 11. nóv. verð- ur miki} hátíð í félagsheimilinu á Blönduósi. Það er kveðjusam sæti, sem þrófastshjónunum í Steinnesi, séra Þorsteini B. Gíslasyni og Ólínu Benedikts- Unglingamóí að Hófavafni og krisfniboðsvika í Zion VETRARSTARF KFUM og K hófst í byrjun október. Félögin halda fundi fyrir drengi og stúlkur í þrem deildum hvort félag. Yngsta deild fyrir 9—12 ára börn, Unglingadeild fyrir 13—17 ára og Aðaldeild fyrir 17 ára og eldri. Félög iþessi hafa nú starfað hér á Akureyri um það bil 15 ár'.og hefur starf þeirra senni- iega aldrei.verið eins blómlegt og nú. ÖU starfsemi félaganna fer fram í húsi Kristniboðsfé- lags kvenna Akureyri, Kristni- boðshúsinu Zion. Eins og flest- um mun kunnugt eiga félögin Kindur lentu í fönn VEÐUR var hart á Skagaströnd fyrir helgina, einkum á föstu- daginn. Nokkrar kindur fenntu, enda mikil snjókoma. Þegar á sjó gefur er róið og þótt fiskur sé tregur, skapar sjósóknin þó- nokkra vinnu í landi og veitír ekki af því. Annars er atvinnu- ástandið ekki verra en oft hefur verið. Einn maður hefur fengið sér sjónvarpstæki, sá fyrsti þar um slóðir, að því er fréttamað- ur blaðsins tjáði. O FUF-FELAGAR FÉLAG ungra Framsóknar- manna á Akureyri heldur fund í skrifstofu flokksins, Hafnarstræti 95, fimmtudag inn 2. nóv. kl. 8 e. h. Fundarefni: Kosnir full- trúar á Kjördæmisþing. Önnur mál. myndarlegan skála að Hóla- vatni í Eyjafirði þar sem rekið hefur verið sumarstarf undan- farin 3 sumur. Nú er fyrirhugað Unglinga-r mót að Hólavatni um næstu helgi, 4. og 5. nóv. Slík mót hafa verið haldin tvisvar áður og jafnan verið mjóg ánægjuleg. Þar eru samverustundir til gagns, gamans og uppbygging- ar...... Mót þetta er öllum opið. sem fæ'ddir eru árið 1953 og fyrr, hvort. sem um er að ræða félaga í KFUM og K eða ekki en rúm er þó ekki ótakmarkað í skál- anum. Upplýsingar eru gefnar á fundum í Unglingadeild KFUM á miðvikudagskvöld kl. 8 og í Unglingadeild KFUK á fimmtu dagskvöld kl. 8, eða í síma 2-14-16. í foeinu framhaldi af Unglinga mótinu verður Samkomuvika á vegum KFUM og K og Kristni- boðsfélags kvenna í Zion. Þar kemur fram mai'gt ungt fólk og einnig Gunnar Sigurjónsson guðfræðingur ásamt Lngunni Gísladóttur hjúkrunarkonu sem dvalizt hefuf lengst allra ís- lendinga, "á íslenzku Kristni- boðsstöðinni í Konsó í Ethíópíu, og mun hún segja frá starfinu þar og sýna litskuggamyndir þaðan. Tekið verður á móti gjöfum til starfsins í Konsó sem nú er orðið mjö'g viðamikið. Eins og Akureyringum er kunnugt dvel ur nú einn Akureyringur úti í Ethíópíu, þaðer Skúli Svavars- son en hann er að ljúka Amharísku námi áður en hann tekur til starfa við kristniboðið. Samkomurnar verða haldnar hvért kvöld frá 5. til 12. nóv.' í Kristniboðshúsinu Zion, og hefjast þær kl. 8.30. ? dóttur, er haldið, en séra Þor- steinn lætur nú af prestskap eftir 45 ára þjónustu. Einnig er þetta samsæti haldið til heiðurs Jóni Pálmasyni fyrrum bónda á Þingeyrum og Huldu Stefáns- dóttur konu hans, sem lengi hef ur veitt Kvennaskólanum á Blönduósi forstöðu en lét af því starfi nú í haust. Ó. S. í samtali við bóndann á Skeggstöðum í Svartárdal, Pét- ur Sigurðsson, kom það fram, að þar um slóðir og í Langadal eru nokkur útihús í byggingu og verið er að byggja 27 m. brú yfir Svartá sunnan við Stafn, skammt frá Stafnsrétt. Q (Framhald af blaðsíðu 1). og ber að hafa þær viðvaranir í heið2-i á þeim forsendum, að þótt verksmiðjurekstur við Mý vatn geti verið hagkvæmur, er „ósnortin náttúra" Mývatns- sveitar með sína dreifðu byggð, sitt sérstæða og auðuga mann- líf og mikla dýralíf, einnig dýr- mætt En verksmiðjan er stað- reynd, ört vaxandi byggða- kjarni einnig. Spumingunni um það, hve vel hinir nýju innflytj- endur laga sig umhverfinu og hvort Mývetningar eru þeim vanda vaxnir að taka við mik- illi fólksfjölgun í nýrri atvinnu- grein innan sveitar sinnar, án þess að röskun verði tilfinnan- leg á rótgróinni menningu sveit arinnar, verður framtíðin að svara. Ég var að hugleiða þessa hluti á meðan setið var að snæð ingi í Reynihlíð, með nokkur ung og myndarleg hjón úr inn- flytjendáhópnum að. sessunaut- \im. .Þetta unga fólk, sumt eða e. t. v. flest vel menntað og allt mannvænlegt, kynni að geta auðgað líf sveitarinnar veru- lega. Náttúruöflin voru ekki í góðu skapi þennan dag, hafa kannski gott veður í huga þegar verk- smiðjan í Bjarnarflagi verður vígð, væntanlega á næsta voH. Við lögðum upp frá Akureyri á föstudagsmorguninn, á átt- unda tímanum, 11 talsinn, sunn anmenn og fréttamenn frá Ak- ureyri, með Magnús ráðherra í broddi fylkingar. Stór, nýr og fallegur fólksflutningavagn Jóns Egilssonar beið við dym- ar á Hótel KEA með hægri- handar dyr og keðjur á hjólum. Jón sat sjálfur undir stýri og hafði óbilandi trú á farartæk- inu. Norðanáttin var hvöss og bleytuhríðin mikil. Allt gekk þó vel austur í Dalsmynni. Þar tók að þyngjast færið. Hjá Végeirsstöðum mættum við Kalf og dimmf í Fljófum Á FOSTUDAGSMORGUN- IN brotnuðu margir síma- staurar í Haganesvík, enn- fremur 13 raflínustaurar í V.-Fljótum og nokkrir í A.- Fljótum. Var því bæði dimmt og kalt. Rafmagn er komið á ný en í gær var enn verið að gera við símann. Mikinn snjó setti niður og er jarðlaust með öllu. Bændur eru ekki enn búnir að ná fé sínu öllu í hús. Um leið og staurar raflínu og síma brotnuðu, slitnuðu strengir einnig og er öll við- gerð erfið í hinum mikla snjó, sem kominn er. ? HAUKAR LEIKA Á AKUREYRI EITT BEZTA handknattleiks lið landsins, Haukar fr Hafn- arfirði, kemur til Akureyrar um næstu helgi í boði KA og leikur við handknattleiks- menn hér. Haukar hafa ekki áður leikið í íþróttaskemm- unni, en þeir komu hér fyrir 2 árum og léku í Rafveitu- skemmunni og var þá hús- fyllir. Á laugardag, 4. nóv., leika Haukar kl. 4 e. h. við lið ÍBA, en með liðinu leikur nú í fyrsta sinn Matthías Ásgeirs- son. Lið ÍBA verður nú nokk- uð breytt frá í fyrra, en liðið hefur æft vel að undanförnu og bíða handluiattleiksunnend ur með óþreyju eftir að sjá liðið leika, og vænta þess að liðið standi hinum 2. deildar- liðum á sporði í íslandsmót- inu. Á sunnudag kl. 1.30 e. h. verður svo hraðkeppni í hand knattleik, og taka 3 lið þátt í þeirri keppni: Haukar, Þór og KA. Eflaust getur orðið um skemmtilega keppni að ræða. FJÁRLEITUMEKKI ENN LOKIÐ Þórshöfn 31. okt. Lógað var 12763 fjár og var meðalþunginn tæp 15.67 kg. Dálítill snjór er kominn en meiri til heiða og fjalla. Munu hættur nokkrar fyrir sauðfé. Enn eru þriðju göngur eftir og er því fjárleitum alls ekki lok- ið. Flest af fénu er þó heima við og farið að gefa síldarmjöl til að spara hey. Bátar réru um 'helgina og öfluðu sæmilega. Rjúpa sézt varla. Ó. H. Ólafi nokkrum Þorbergssýni á heppilegri bíl til vetrarferða. Hafði bíll hans drif á öllum hjól um. Skiptum við þegar um og voru þá liðnar tvær stundir frá upphafi ferðar. Ókum við sem leið liggur austur að Djúpá en þaðan Kinnarveg því Fljóts- heiði var talin erfið yfirferðar. En bæði Vaðlaheiði og Fljóts- heiði hafa þá ágætu eiginleika, að vera ekki endalausar svo hægt er að krækja fyrir þær. Ferðin gekk hægt en slysalaust allt þar til kom undir skógar- hlíð Ketils á Fjalli og þó aðeins lengi'a. Þar bilaði bíllinn. Þrír kempulegir menn gengu nú að næsta bæ, Syðra-Fjalli og pönt uðu þrjá jeppabíla frá Laugum til að flytja okkur til Mývatns- sveitar. Komið var þá fast að. hádegi og var einhver svo ónær gætinn að minnast á svið og aðra ljúffenga rétti, sem tíðum eru á borðum góðbýla í lok sláturtíðar. Annar tók skjóðu sína, fór í aftursæti og svalg eldvatn af stút. Ráðherra notaði tímann vel, dró hettu úlpu sinn ar fram yfir höfuð sér og svaf. Engum sagði hann drauma sína og allir unnu honum hvíldar- innar. Eftir stundarbið komu þrír Bronkóbílar frá Laugum. Þeim óku: Arngrímur Konráðs son, Snæbjörn Kristjánsson og Sigtryggur Jósepsson og skil- uðu þeir okkur upp í Reynihlíð. Vorum við fegnir þangaðkom- unni eftir sjö tíma ferð. Þar efra var hríð og skafrenningur. Hóf- ust þar miklar veitingar í boði Kísiliðjunnar, fyrst brennivín á fastandi maga en síðan mikil og góð kjötmáltíð. Menningin hafði haldið þar innreið sína. Ræðu- höld þau, sem. áður greinir, fóru fram að máltíð lokinni og tóku sjónvarps- og hljóðvarps- menn þá til sinna starfa, Reyk- dælingarnir höfðu þegar haldið heim en þrír Mývetningar voru fengnir til að flytja ferðamenn- ina til Akureyrar í Bronkóbíl og tveim Landróverbílum. Bíl- stjórnarnir voru: Jón Illugason, Sverrir Tryggvason og Hall- grímur Þórhallsson, þaulvanir ferðamenn. Heimferðin tók litlu skemmri tíma en austurferðin, enda hafði færi mjög versnað. Fórum við nú Fljótsheiði og gekk það sæmilega, en á sumum stöðum þurftu þó bílstjórarnir að fara út til að glöggva sig á vegin- um, vegna þess hve hríðarkófið var mikið. Segir lítt af þessari för, þar til við komum að Veisuseli. Þar lá fyrir okkur aðvörun. Talin var snjóflóðahætta á Dalsmynn isvegi og óráðlegt að fara* þá leið. Var nú farið að spyrjast fyrir um snjóbíla til að fara á yfir Vaðlaheiði. En hvort sem þær fyrirspurnir stóðu lengur eða skemur ákváðum við í okk ar ibíl, Bronkóbíl Jóns Uluga- sonar, að halda förinni áfram og taka auk þess Folksvagn, sem ekki reyndist fær um að komast af eigin rammleik, á slef. Áfram var haldið, innan stundar náðu ferðafélagarnir okkur og höfðu tekið snjóbílshugmyndina af dagskrá, snjóflóðin héldu sér í skefjum, færið var mjög erfitt en léttist þegar nálgaðist sjóinn og til Akureyrar var komið snemma nætur og hafði heim- ferðin tekið á sjöunda klukku- stund, naumast saga til næsta bæjar í norðlenzkum byggðum á þeim tíma ársþegar mætast sumar og vetur. En atburður- inn í Mývatnssveit, er ný verk- smiðja tekur til starfa, sú fyrsfca sinnar tegundar, er vinnur úr hráefni, sem dælt er úr vatni, mun hins vegar talinn merkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.