Dagur - 08.11.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 08.11.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H6berg" pantanir. Ferða- Ekrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 8. nóvember 1967 — 69. tölubl. FerðaskrifstofanÆ^" Skipuleggjum ódýrustu IMSði ferSirnar 8E?^PtIhs1 nnnarra »J Jjjsj - ^M landa. W&ÍJfSJStjmm Kjördæmisþingið KJÖRDÆMISÞING Framsóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra verður haldið á Akureyri, laugardaginn og sunnudaginn 11. og 12. nóvember. Þingið hefst kl. 14.00 og fundirnir verða að Hótel KEA. Stjórn kjördæmissambandsins. Siguröur Jóhannesson formaður Framsóknarfél. Akureyrar áfram AÐALFUNDUR Framsóknar- félags Akureyrar var haldinn Sigurður Jóhannesson. sl. mánudag. Formaður félags- ins, Sigurður Jóhannesson, stjórnaði fundi. Hann flutti skýrslu stjórnarinnar, en Hauk ur Árnaspn formaður fulltrúa- ráðs sagði frá starfi ráðsins og gjaldkeri félagsins, Jón Samúels son, las reikninga og skýrði þá og voru þeir samþykktir. Kosið var fulltrúaráð, enn- fremur fulltrúar á kjördæmis- þingið og stjórnin var endur- kjörin. Hana skipa: Sigurður Jóhannesson formaður, Sigurð- ur Óli Brynjólfsson ritari og Jón Samúelsson gjaldkeri. Með stjórnendur Haukur Árnason og Jón Aspar. Umræður urðu nokkrar, bæði ium félagsstarfið og stjórnmálaviðhorfið. Q Hafnargerð á Hofsósi. (Ljósm.: E. D.) Sfefnt að því a§ gera góða bátahöfn á Hofsósi Hofsósi 6. nóv. Hér er orðið nær haglaust og svo mun það allvíða í héraðinu. Snjóa lagði misjafn- lega eins og raunar oftast. En einkum er það bleytan í snjón- um, sem úrslitum réði með beit ina, því þegar frysti varð hjarn. Hér var í sumar unnið að því að byggja grjótgarð mikinn í höfninni og er hann um 100 metra lángur og er norðan Hofs ár. Ekki er þessu verki lokið ennþá og á að lengja hann í sömu stefnu þar til 60 metra hlið er milli hans og hins hafn- argarðsins, sem einnig verður lengdur en aðeins um 20 metra. Myndast þarna þá allgóð báta- höfn, sem er lífsnauðsyn. Verk- stjóri við hafnarframkvæmdim ar var í sumar Jón Forberg frá Akureyri. Vonandi verður fjár- magn til þess næsta sumar, að halda þessu verki áfram. Ógæftir hafa verið undanfar- ið og tregur fiskur. Aðeins einn bátur rær héðan með línu eins og er. N. H. SJÖNVARP0MLANDALLT1969 Fóðurþörfin er mesl I N-Þíngeyjarsýslu í SKÝRSLU Harðærisnefndar segir, að 20% fóðurs vanti hjá 500 bændum, miðað við venju- legan heyforða. Er hér um að ræða svæði á Norður- og Norð- austurlandi, þar sem kal hefur verið mest. En harðast hafa bændur í Norður-Þingeyjar- sýslu orðið úti. Á Vestfjörðum er einnig töluverður fóður- skortur. Dr. Halldór Pálsson búnaðar- málastjóri hefur skýrt tillögur Harðærisnefndarinnar til ríkis- Miklar skentmdir urðu á bryggju Hrísey 6. nóv. Þegar Goðafoss kom hér síðast og tók frosinn fisk, stóð hann fastur þegar hann ætlaði að leggja frá, enda lágsjávað. Hafnarvörður, Hilm- ar Símonarson, varaði skipstjór ann við því að hreyfa skipið fyrr en á flóði og bannaði það. Því var ekki sinnt og var skips- skrúfan látin ganga svo mjög, að skemmdir urðu á hafnar- mannvirkjum. Sandur grófst undan stálþili bryggjunnar og rann uppfyllingin þá út, en bryggjudekkið brotnaði og seig niður. Er hluti bryggjunnar því algerlega ónothæfur. Skemmdir þessar eru miklar. Björgvin frá Siglufirði er væntanlegur til að dæla og fylla bryggjuna á ný. Enn er unnið við nýja hafnar garðinn og er verkið langt kom ið. Dauft er yfir aflabrögðum, snurvoðaveiði lokið og aðeins stundað færi og afli mjög lítill, enda stopular gæftir. S. F. stjórnarinnar. Nefndin leggur til, að tvennskonar aðstoð verði veitt í' gegn um Bjargráðasjóð íslands. í fyrsta lagi úr sjóðn- um til að greiða verulega óaftur kræft framlag, einkum til að mæta kostnaði við heyflutning- ana, þar sem þeir eru 40—50 km. eða lengri. í öðru lagi legg- ur nefndin til, að sveitarfélög- um verði veitt vaxtalaus lán til fóðurkaupa, sem greiðist á næstu 5 árum, samkvæmt til- lögum nefndarinnar. Aðstoðin (Framhald á blaðsíðu 5). MENNTAMÁLARADHERRA gaf í síðustu viku ýmsar upp- lýsingar á Alþingi varðandi sjónvarpsmálið, og svaraði með því fyrirspurn Ingvars Gísla- sonar. M. a. sagði hann, að næsta haust yrði komið upp bráðabyrgðastöð á Vaðlaheiði, en fyrir árslok 1969 yrði komið þar upp varanlegri stöð. Búið væri að bjóða út tækin fyrir Skálafellsstöðina. — Gerði ráð- herra ráð fyrir því, að sjón- varp yrði komið í alla lands- hluta 1969. í umræðum þessum kom fram, að erlendir sérfræð- ingar draga í efa, að hægt sé að senda sjónvarpsgeislann frá Skálafelli til Vaðlaheiðar, en að íslenzkir verkfræðingar telja þar ekki tormerki á. Gert hef- ur verið ráð fyrir, að aðalsendi- stöðvar á Skálafelli, Vaðla- heiði, Fjarðarheiði og í Stykk- ishólmi yrðu reistar samtímis og ekki gert upp á milli lands- hluta í því efni. Framsóknar- menn lögðu áherzlu á það at- riði í þessum umræðum, og að hraðað verði framkvæmdum. Q Yerkfallsheimild UM SÍÐUSTU HELGI mót- mælti fjölmennur fundur í Dags brún ráðstöfunum ríkisstjórnar innar í efnahagsmálum og heimilaði trúnaðarmannaráði að taka ákvörðun um vinnustöðv- un í samráði við önnur verka- lýðsfélög, ef nauðsynlegt teld- ist. Fleiri slíkar heimildir hafa verið samþykktar í launþega- samtökum. Talið er af ýmsuni, að ríkisstjórnin hafi gengis- breytingu í huga, sem svar við andstöðunni. O UM ATVINNUMÁL Á AKUREYRI SAGT ER, að af þeim verk- smiðjum íslervzkum, sem til skamms tíma framleiddu skó- fatnað og vinnufot, séu nú samvinnuverksmiðjurnar á Akureyri einar eftir við þá framleiðslu. Hinar hafi þurft að hætta stórfum vegna óhindraðs innflutnings á er- lendum vörum af þessu tagi og annarra rekstrarörðug- leika. Hér í bænum er mikið í húfi, ef iðnaður heldur áfram að dragast saman og verk- smiðjur, sem veitt hafa fjólda fólks atvinnu, neyðast til að hitt, að iðnfyrirtæki, sem enn minnka framleiðslu sína og eða gefast upp við reksturinn vegna óhagstæðra skilyrða. Sjálfsagt yrði af opinberum aðilum reynt að finna upp önn ur verkefni, a. m. k. til ígripa eða greiða stýrk úr Atvinnu- leysissjóði, en allmikil myndu viðbrigðin verða fyrir þá, sem haft hafa fasta verksmiðju- vinnu. Hitt virðist þá skyn- samlegra, bæði fyrir þjóðfé- lagið og Atvinnuleysistrygg- ingasjóðinn, að stuðla að því með fjármunum og á annan þrauka og munu gera það. í lengstu lög, af.því þau eru byggð upp af almenningi og með hag hans fyrir augum, geti haldið áfram starfsemi sinni a. m. k. í svipuðu formi og þau enn gera. Það væri skynsamlegra fyr- ir Atvinnuleysistryggingasjóð inn að gefa traustum fyrir- tækjum eins og samvinnuverk smiðjunum kost á nýjum stofnlánum út á eignir þeirra en að eiga það á hættu að þurfa að greiða verksmiðju- fólki atvinnuleysisstyrki. Á það má líka minna, að þessar verksmiðjur hafa aflað sér er- lendra markaða og undanfarið flutt út vörur, sem um mun- ar. Nú mun vera hæpið, að sá útflutningur geti haldið áfram nema til komi útflutningsbæt- ur. Óvíst er, hve miklar þær þyrftu að vera til að hindra samdrátt verksmiðjanna, sem útflutningnum nemur. Vera má, að þar dygðu svipaðar bæ'tur og nú eru greiddar á verulegan hluta af útflutningi (Framhald á blaðsíðu 4).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.