Dagur - 08.11.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 08.11.1967, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. ÓTÍÐINDI í ÍBÚÐALÁNA- MÁLUM í SUMAR bauð bæjarstjóm Akur- eyrar húsnæðismálastjórn ríkisins, er úthlutar íbúðalánum, að koma til Akureyrar til að kynna sér húsnæð- isframkvæmdir hér í bæ og ræða um lánaúthlutunarmöguleika við bæjar- stjórnina. Tilefni heimboðsins mun hafa verið það, að í ljós kom, að Akur- eyri liafði verið mjög afskipt við út- hlutun íbúðalána — og þá trúlega fleiri staðir hér norðanlands — mið- að við útlilutunina á Reykjavíkur- svæðinu, sem þó mun ekki þykja um of þar um slóðir. En húsnæðis- málastjórn lét undir höfuð leggjast að þiggja boðið og kom ekki. Nýlega urðu umræður á Alþingi um þessi mál. Einar Ágústsson, al- þingismaður og borgarráðsmaður í Reykjavík, skýrði þá m. a. frá.því, að á útmánuðum í ár hefði farið fram talning á umsóknum um ný lán hjá liúsnæðismálastjóm. Hefðu þá legið fyrir um 1400 umsóknir. Af þeim hefðu 600 UMSÆKJENDUR FENGIÐ LOFORÐ UM LÁN, EFTIR 1. MAf 1968 EN AÐ 800 HEFÐU ENGIN LOFORÐ FENG- IÐ (!) — Síðan hafa umsóknir ekki verið taldar, sagði E. Á. og sagði jafnframt, að útlit væri fyrir, að þeir, sem við hefðu bætzt/SÍðan á út- mánuðum, fengju ekki lán fyrr en á árinu 1970, ef fjármagn bygginga- sjóðs ríkisins yrði ekki aukið. Það kemur fram í jjessum um- ræðum, að einstök lán til íbúða, sem húsnæðismálastjóm veitir, ættu að lögum á Jæssu ári að geta komizt upp í 380 Jrús. kr. vegna dýrtíðar- aukningar en enginn hefði hingað til fengið það hátt lán. Auk Jiess eiga félagar í Alþýðusambandi íslands að geta fengið 75 þús. kr. lán til við- bótar. Hafstofan segir, að 370 rúmmetra íbúð kosti nú rúmlega 1 millj. króna en kostaði 1959 um 450 Jnis. kr. Það sem nú gerir húsnæðismálastjóm m. a. erfitt fyrir er framkvæmd hinn ar svonefndu „byggingaáætlunar" í Breiðholtshverfi í Reykjavík. En fé til að byggja þann f jölda íbúða, sem þar er um að ræða, hefur verið tekið af því fjármagni, sem til úthlutunar er ætlað og munar um minna Jjví tal- ið er, að kostnaður við fyrsta áfanga áætlunarinnar verði ca. 225 millj. kr. og sennilega lágt áætlað, Jjví Eggert félagsmálaráðlierra hefur sagt á Alþingi, að ekki væri rétt að gera sér vonir um, að Jjessar Breiðholts- íbúðir yrðu sérstaklega ódýrar fyrst um sinn. (Framhald á blaðsíðu 7). S Yfirlýsing frá sfjórn S.N.E. Ungtemplarar eru að hefja þrótfmikið vetrarsfarf í MORGUNBLAÐINU frá 22. okt. sl. er birt viðtal við tvo svínabúseigendur á Akureyri, þá Víking Guðmundsson og Oskar Hermannsson, þar sem deilt er harðlega á Kaupfélag Eyfirðinga og Samband naut- griparæktarfélaga Eyjafjarðar fyrir það, að hafa í sameiningu neytt „tvo unga og framtaks- sama menn“, þá Oskar Her- mannsson og Jónas Ellertsson til að selja SNE svínabú sitt fyrir hálfvii'ði, eins og það er orðað. Ennfremur er í vikublað inu „Alþýðumaðurinn“ á Akur- eyri frá 26. okt. «1. skrifað um þetta mál, þar sem Óskar Her- mannsson segir m. a. að SNE eða KEA hafi keypt svínabúið Lón af tveimur fátækum eig- endum og „notað sér neyð þeirra til að komast yfir eignir þeirra fyrir hálfvirði". í þessu sambandi segir hann ennfrem- ur: „Það er ekki alltaf lengi gert að gera útaf við smælingj- ana“. Þar sem þau ummæli og ályktanir, sem hér er vísað til og birzt hafa í framangreindum blöðum um þetta svínabúsmál og hlutdeild SNE og KEA þar að lútandi, eru í aðalatriðum algjörlega röng, þá telur stjórn SNE nauðsynlegt að skýrt sé satt og rétt frá viðskiptum eig- enda svínabúsins Lóns s.f., og SNE — og ekki hvað sízt með tilliti til bændanna, sem stofnað hafa og starfrækja SNE. En auk þess skal það tekið fram, að þessi viðskipti eru Kaupfélagi Eyfirðinga algjörlega óviðkom- andi. Af framangreindu vill stjóm SNE hrinda, af sinni hálfu, þeim ósannindum, sem birzt hafa í áðurnefndum blöðum, og tekur fram eftirfarandi: I. Síðastliðið haust kom fyrr- nefndur Óskar Hermannsson til forráðamanna SNE og óskaði eftir að keypt yrði af þeim fé- lögum öll svínaeign þeirra, sem hann taldi að væri, ásamt öllum grísum, rúmlega 120 að tölu. Var lionum þá þegar skýrt frá, að SNE hefði engan áhuga fyrir slíkum kaupum, bæði vegna þess að ekki væri fyrir hendi húsrými á Grísabóli fyrir þessi svín, en auk þess væri nú mark aður fyrir svínakjöt mjög treg- ur og óviss. Var Óskari bent á, að leita frekar til annarra aðila um kaup á þessum svínum. — Að fáum dögum liðnum kemur Óskar aftur, kvaðst hann nauð- synlega þurfa að selja, en hafi engan kaupanda getað fengið og biður SNE enn á ný að gera verðtilboð í svínin. Býðst hann til að leggja til húsnæði fyrir svínin þar til þau væru orðin hæf til slátrunar. II. Okkur undirrituðum var, af þessum aðilum skýrt frá, að þeir væru í miklum fjárhags- vandræðum, þar sem m.a. svína hús þeirra Lón hefði verið aug- lýst til nauðungaruppboðs af sýslumanni Eyj af j arðarsýsl u vegna vangreiðslu á vöxtum og afborgunum af föstum lánum hjá Búnaðarbanka íslands. Að athuguðu máli, og af fram angreindum ástæðum þeirra félaga, töldum við rétt að gera þessum mönnum greiða og sam þykktum því að gera þeim til- boð í svínaeign þeirra fyrir alls kr. 250.000.00. Svo virtist sem þessu tilboði okkar væri þá tek ið með þökkum, þó að seljend- umir og félagar þeirra telji sér nú henta að ausa okkur ixSgi og svívii-ðingum í sambandi við framangreint mál. Þessu næst var gengið frá skriflegum og vottföstum samningi um kaup og sölu svínanna, er tók gildi þann 1. okt. sl. III. Tala og aldur hinna seldu svína var svo sem hér segir: 1 Göltur fullorðinn 13 Gyltur fullorðnar 28 Grísir 4—5 mánaða gamlir 27 Grísir 3ja mánaða gamlir 53 Grísir 2ja mánaða gamlir 13 Grísir 14 daga gamlir 135 stk. alls. Tala grísanna hafði aukizt á samningstímabilinu úr 122 í 135, þar sem tvær af fullorðnu gyltunum höfðu gotið á þessu tímabili. IV. í umræddum blaðaskrifum segir Óskar Hennannsson, að SNE hafi notað sér neyð þeirra félaga til að komast yfir eignir þeirra fyrir hálfvirði. Hann tel- ur svínahjörðina hafa verið 340 þúsund króna virði, því í þess- um hópi hafi verið 80—85 grís- ir, er hefðu orðið sláturhæfir í desember—janúar n. k. og gætu þá skilað um 60 kg. skrokk- þunga. Þessi fullyrðing um tölu sláturhæfra grísa á þessu tíma- bili er mikil fjarstæða, því af þessum grísum koma aðeins 28 til greina sem sláturhæfir í des ember og 27 grísir í febrúar. Auk þess er ekki talað um fóð- ur- og hirðingarkostnað svín- anna á fyrrgreindu tímabili. Þetta má öllum vera ljóst, sem líta á ofangreindan aldur grís- anna og eitthvað þekkja til svínaeldis. Með tilvísun til framanritaðs verðum við að láta í ljósi mikla undrun okkar á allri þessari málsmeðferð. Akureyri 4. nóvember 1967. pr. Samb. nautgriparæktar- félaga Eyjafjarðar. Vemharður Sveinsson, Ámi Jónsson, Kristinn Sigmundsson. Saltað í 7 þ ús. tunnur Dalvík 6. nóvember. Hér á Dal- vík var lógað 9766 kindum og var meðalvigt dilka rúmu kilói meiri en í fyrrahaust eða 13.77 kg. Þyngsta dilka átti Stein- grímur Þorsteinsson Vegamót- um og vógu þeir til jafnaðar 16.2 kg., en þjmgsta dilk étti Snorri Kristjánsson Krossum, 26.5 kg. Hér um slóðir má kallast jarð laust og er þetta ill vetrarbyrj- im. Færi er gott um sveitir, nema fyrir Múlann, en þar eru snjóýtur að verki í dag. Gæftir eru litlar og afli mjög lítill. Hér voru saltaðar rúmlega 7 þús. tunnur síldar og tók Mæli- fell 2 þús. tunnur nú nýlega og Tungufoss eitthvað í nótt. J. H. (Framhald af blaðsíðu 8). Blaðið spurði Sigurð Magnússon fulltrúa hjá Loft leiðum, hvað félag hans teldi sig spara með tilkomu slíks flugvallar. Hann sagði að flugvélar félagsins spöruöu 8000 pund eldsneytis í hverri ferð til landsins — þ. e. elds- neyti er nú þyrfti til að kom ast á varaflugvöll erlendis. Spamaðuriim skipti milljóna UNGTEMPLARAR á Akureyri eða IUT buðu fréttamönnum til kaffidrykkju á Hótel Varðborg á sunnudagskvöldið og kynntu þar starfsemi sína. Pálmi Matthíasson bauð gesti velkomna en Sveinn Skúlason lýsti starfseminni hér í bæ og samtokum IUT hér á landi, Gunnar Lórenzsson sýndi skugga- og kvikmyndir og Her mann Sigtryggsson æskulýðs- fulltrúi árnaði samtökunum allra heilla. í stuttu máli má segja, að áhugamálin og starfsemi þessa S T J Ó R N Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga átelur óhaefi legan drátt á ákvörðun um verð lagsgrundvöll landbúnaðarins. Telur þjóðstjórn líklegustu leið ina til lausnar aðsteðjandi fjár- hagsvanda. 1. Stjórn Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga átelur það sleifaralag, sem orðið hefur á þessu hausti um ákvörðun nýs verðlagsgrundvallar landbúnað arins, er lögum samkvæmt átti að taka gildi 15. sept. sl. og enn hefur ekki séð dagsins ljós. Stórutungu 7. nóv. í Bárðardal er kominn mikill snjór, einkum framantil í dalnum, haglaust að kalla og vegir þungfærir. í gær morgun var hér 20 stiga frost. Þykir okkur veturinn setjast of snemma að og óvægileg vetrar- byrjun. Tryggvi í Svartárkoti keypti sér snjósleða í haust og þeysir á honum um heiðar. Hann hefur elt uppi tvær tófur á sleða sín- um og skotið þær. Erfitt var að ná fé í hús er stórhríðina gerði um daginn, en fram að þeim tíma hafði fé víð- ast legið úti og sumt upp til heiða. Fórust 15 kindur í því tugum á ári, ef niiðað væri við, að unnt væri að nýta fragtþol vélanna á annan hátt. Væri flugvallarbygging í Aðaldal því mjög hagkvæm fjárfesting og kæmu auðvit- að öðrum flugfélögum mjög til góða. Hér er um stórmál að ræða, en þó aðeins einn þátt flugsamgangna, sem nú er á athugunarstigi. □ félagsskapar séu mjög áþekk ungmennafélaganna — að bindindisheitinu viðbættu —. Félagsskapur IUT á Akureyri nefnist Fönn og var stofnaður 12. febrúar sl. Stjórnina skipa: Halldór Jónsson formaður, Pálmi Matthíasson varaformað ur, Halldór Matthíasson gjald- keri, Ingibjörg Sigtryggsdóttir ritari og Gunnar Lórenzsson fræðslustjóri. Formaður fram- kvæmdanefndar er Hörður Haf steinsson. Fömi hefur á að skipa mörg- um góðum íþróttamönnum og Vegna þessa hefur hið aukna bil milli tekna bænda og við- miðunarstéttanna ekki enn feng ist umreiknað í það búvöruvérð, sem nú-'er látið gilda. Er þetta því alvarlegra sem nú eru fleiri óveðursblikur á lofti í íslenzk- um efnahagsmálum. 2. Stjóm Búnaðarsambands S.-Þing. mótmælir fyrirhuguð- um efnahagsaðgerðum ríkis- stjórnarinnar í því foimi, sem þær eru fram settar og koma munu harðast niður á stórum barnafjölskyldum láglauna- veðri og eitthvað af fé er enn ófundið. Hér snýst allt um sauð féð um þessar mundir og hafa menn hug á því, að há því fé heim, sem enn vantar og kann að vera lifandi. Þ. J. - IJM ATVINNUMÁL (Framhald af blaðsíðu 1). fiskvinnslustöðvanna og á fisk upp úr sjó. Það ætti ekki að vera frágangssök. Stjórnvöld landsins ættu að taka vel í slíkt, ef fram á það er farið. Segja má, að hin nýbyrjaða stálskipasmíðastöð á Akur- eyi-i hafi farið vel af stað og sé vaxtarbroddur atvinnulífs- ins í bænum, eins og sakir standa. Við hana hafa verið tengdar miklar vonir og ekki að ástæðulausu, því innflutn- ingur skipa hefur verið mikill. fslendingar geta sjálfir smíð- að fiskiskip sín og minni flutn ingaskip og gætu jafnvel orð- ið útflytjendur skipa. Ef úr þvd gæti orðið, að strandferða- skipin, sem ákveðið er að láta smíða, yrðu smíðuð hér á Ak- ureyri, þótt ekki væri nema annað þeirra, væri mikilvæg- um áfanga náð. □ eru íþróttirnar meðal verkefna félagsins. Þá hefur það haldið unglingadansleiki, sem taldir eru til fyriimyndar, skemmti- fundi af öðru tagi o. fl. Einkunnarorð IUT eru: Bind indi, bræðralag og þjóðarheill. Undir þeim einkunnarorðum er gott að starfa og vonandi verða þau sem lengst leiðarljós þeirra ungmenna, sem á félagslegan og opinberan hátt vilja vinna að heilbrigðu lífi æskunnar í starfi og leik og vera þar sjálfir til fyrirmyndar. Heill fylgi því starfi. □ fólks, ekki sízt bændum, sem orðið hafa fyrir mikilli tekju- rýrnun vegna undangengins harðæris. Vill stjórnin vara við þeim stórfelldu verðsveiflum á land- búnaðarvörum, sem orðið hafa vegna niðurgreiðslna á þeim. Einkum hafa vinnsluvörur úr mjólk verið hækkaðar stórlega í verði til neytenda, sökum opin berra aðgerða. Er það varhugarvert að leggja svo þungar birðar á herð ar almenningi sem í tillögum ríkisstjórnarinnar felast, án þess að jafnhliða séu gerðar við taikar ráðstafanir um traust verðlagseftirlit, til stuðnings at vinnuvegunum og verndar al- mennum lífskjörum. 3. Stjóm Búnaðarsambands S.-Þing. telur, að ráðstafanir þær, er kunna að reynast óhjá- kvæmilegar nú, í fjárhags- og efnahagsmálum þjóðarinnar, leysi því aðeins aðsteðjandi erfiðleika til frambúðar, að víð- tæk samvinna náist um lausn þeirra, milli allra stétta og stjórnmálasamtaka í landinu, undir forustu sterkrar þjóð- stjórnar, er hafi það að mark- miði, að tryggja íslenzkri fram- leiðslu stai-fsgrundvöll og þjóð- arheildinni öfluga fjárhags- stjóm, er byggist á heildar yfir sýn á grundvallarþörfum at- vinnulífsins á hvei'jum tíma. Með þessu móti einu mætti vænta lífsnauðsynlegrar stefnu breytinga, sem leitt gæti til var anlegs jafnvægis í þjóðarbú- skapnum og raunverulegrar verðstöðvunai', er telja verður nauðsynlega forsendu fyrir því, að þjóðinni takist að vemda sjálfstajði sitt á grundvelli batn andi lífskjara. Ámesi 29. okt. 1967. í stjóm Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga: Baldur Baldvinsson. Teitur Björnsson. Hermóður 'Guðmundsson. - VARAFLUGVÖLLUR í AÐALDAL? Ályktanir BúnaSarsambands S.-Þing. Fimmtán kindur fórust í Bárðardal r Vetraráætlun F.I. MEÐ tilkomu vetraráætlunar- innar breytast brottfarar og komutímar nokkuð og í fyrsta sinn í sögu Flugfélags íslands verður nú millilandaflug félags ins nær eingöngu flogið með þotu, það er að segja til Glas- gow, Lundúna, Osló óg Kaup- mannahafnar. Að sjálfsögðu munu þó flugferðir um Fær- eyjar til Bergen og Kaupmanna 'hafnar áfram flognar með Fokker Friendship skrúfuþotu. í innanlandsflugi verður sú ný- breytni tekin upp að flugvél verður staðsett á Akureyri og heldur uppi flugferðum til staða á Norð-austurlandi og til Egils- staða í sam'bandi við flugferðir til Akureyrar. Millilandaflug. Millilandaáætlun félagsins á vetri komandi er í höfuðatrið- um þannig: Til Kaupmanna- hafnar verður þotuflug á mánu dögum, miðvikudögum, fimmtu dögum, laugardögum og sunnu- dögum og ennfremur verða ferð ir með Forrek Friendship skrúfuþotum á þriðjudögum og laugardögum. Til Glasgow verða ferðir fjóra daga í viku, á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum og sunnudögum. Til London verður flogið á þriðjudögum og föstudögum og til Osló á laugardögum. Til Fær eyja verða ferðir á þriðjudög- um og laugardögum og til Berg en á þriðjudögum. í þotuflugi til Kaupmannahafnar og Glas- gow verður brottfarartíminn 9:30, til Lundúna og Osló kl. 10:00 og flug til Færeyja, Berg- en og Kaupmannahafnar leggja af stað M. 11:30. Svo sem fram hefur komið í fréttum er nú þotan Gullfaxi nýtt til vöruflutninga að hluta, og þar sem nýjustu tækni við hleðslu og afhleðslu er beitt, hafa vöruflutningamir gengið mjög vel þótt um allmikið magn hafi oft verið að ræða. Innanlandsflug. í fyrsta sinn í sögu innan- landsflugs Flugfélags íslands er nú innanlandsáætlunin að lang mestu leyti flogin með skrúfu- þotum. Af 50 ferðum í viku frá Reykjavík eru 47 flognar með Fokker Friendship og aðeins þrjár með Dc-3. Til Akureyrar verður flog- ið alla daga, tvær ferðir á virkum dögum og ein ferð á sunnudögum. Til Vestmanna- eyja verða sömuleiðis tvær ferð ir virka daga og ein ferð á sunnudögum. Til ísafjarðar og Egilsstaða verða ferðir alla virka daga. Til Hornafjarðar verður flogið á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Fagurhólsmýrar á miðviku- dögum. Til Húsavikur verður flogið á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum. Til Pat- reksfjarðar verður flogið á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum. Og til Sauðár- króks á þriðjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir 50 ferðum á viku frá Reykjavík, sem að langmestu 'leyti eru flognar með Fokker Friendship skrúfuþotu. Með til- komu vetraráætlunarinnar verð ur tekin upp sú nýbreytni að DC-3 flugvél verður staðsett á Akureyri og heldur uppi ferð- um þaðan til Norðausturlands í sambandi og í framhaldi af Akureyrarfluginu. Á mánudög- um verður flogið frá Akureyri til Kópaskers, Raufarhafnar og Þórshafnar og aftur til Akur- eyrar. Á miðvikudögum verður flogið frá Akureyri til Kópa- skers, Raufarhafnar og aftur til Akureyrar, ennfremur Akur- eyri — Egilsstaðir — Akureyri. Á föstudögum verður flogið frá Akureyri til Raufarhafnar, Þórs hafnar og aftur til Akureyrar og ennfremur frá Akureyri til Egilsstaða fram og aftur. í sambandi við áætlunarflug- ferðir Flugfélags íslands innan- lands eru á Vestur- og Austur- landi, svo og að nokkru á Norð- urlandi, áætlunarbílferðir til kaupstaða í nágrenni viðkom- andi flugvalla. Hefir þessi starf semi, sem fram fer í samvinnu Flugfélags fslands og flutninga fyrirtækja á hinum ýmsu stöð- um gefið góða raun og bætt sam göngur innan héraðs og milli fjarlægari staða. Allar upplýs- ingar um ferðir gefa skrifstofur og umboðsmenn Flugfélags ís- lands. □ - FÓÐURÞÖRFIN (Framhald af blaðsíðu 1). miðist við þau sveitarfélög, sem verulega og tilfinnanlega þurfa aðstoð, en ekki þar sem t. d. engan bónda vantar meira fóð- ur en sem svarar 20—23%. Nú hefur fé víðast hvar ver- ið tekið á hús að einhverju leyti hér á Norðurlandi, einkum í lágsveitum. Lögð er rík áherzla á, að spara heyin strax með heppilegri kjarnfóðurgjöf. En lítill skammtur síldarmjöls næg ir mjög víða til uppbóttar handa sauðfé, meðan enn næst sæmi- lega til jarðar. Q -------------------------------------------> Myndir af notkun skíðalyftunnar í Hlíðarf jalli INNAN SKAMMS mun skíðalyftan í Hlíðarfjalli verða tekin í notkun og eru hér birtar myndir af tveim ungum mönnum (ívar Sigmundsson og Svanberg Þórðarson), sem sýna okkur hvemig skíðamenn haga sér þegar farið er í lyftuna og úr henni. Síðar verða birtar myndir sem sýna hvemig skíðalaust fólk notar lyft- una. Það skal tekið fram að lyftan gengur viðstöðulaust og fara menn í hana og úr á ferð. Hraðinn er miðaður við að það sé mjög auðvelt. Leiðbeiningar um notkun lyftunnar verða í blöðum bæj- arins þessa og næstu viku. Mynd 1: (Talið ofanfrá) Farþegar standa samhliða, horfa á stól- ana þegar þeim koma, taka báðir lun uppistöðu sem er milli 6tól- anna og setjast. Mynd 2: (t. v.) Öryggissláin og fótstigið sett niður með einu handtaki. Mynd 3: Öryggissláin og fótstigið komið niður. Skíðin sett á fót- stigið. Þannig er farið upp. Mynd 4: Um 15 metra frá cndastöð er öryggisslánni lyft upp. Skíðabeygjunum vísað upp á við. Mjmd 5: Þannig komið inn á cndastöðina. Farþegar tilbúnir að standa upp. Mynd 6: Staðið upp þar sem halli frá endastöð byrjar. Mynd 7: Farþegar renna sér áfram ofurlítið til hægri og stóllinn svífur framhjá. --------------------------------------------------------------->. iilillpl® 1;'- ......................• •• ::x-x:x:x-:-:::Íý-xíýá:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.