Dagur - 10.11.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 10.11.1967, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVLÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hi. Kjördæmisþsng í GÆR var háð á Akureyri sambands þing ungra Framsóknannanna í Norðurlandskjördæmi eystra. Og í dag, laugardag, kl. 2 e. h. verður Kjördæmisþing Framsóknarfélag- anna sett, einnig hér á Akureyri. Formaður kjördæmissambandsins, Eggert Ólafsson bóndi í Laxárdal í Þistilfirði, setur þingið. Eftir það fer fram athugun kjörbréfa og sam- bandsstjórnin flytur skýrslu sína, en síðan munu alþingismennimir Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson flytja framsögu- ræður uin þjóðmál. Að þessu loknu munu fara fram almennar umræður um starfsemi kjördæmissambands- ins, landsmál og kjördæmismál. I kvöld starfa nefndir þingsins og skila álitum á morgun. Verkefni þessa kjördæmisþings em mörg og mikilvæg. Þess er m. a. að geta, í því sambandi, að einmitt uin þessar mundir, hafa verið að berast hingað tvenn tíðindi að sunnan, sem verða munu mörgum umtalsefni. Hin fyrri tíðindi eru þau, sem kunn urðu í fyrrakvöld og í gær, að hálfs mánaðar viðræðum ríkisstjórnarinn- ar við tólf manna nefndina frá ASÍ og BSRB sé „lokið“ án árangurs og að meðferð stjómarírunivarpsins um „efnahagsaðgerðir“ sé að hefjast á Alþingi, en málið hefur samkvæmt samkomulagi legið í nefnd á meðan viðræðurnar milli ríkisstjómarinnar og launþegasamtakanna stóðu yfir. Má nú búast við, að opinberar um- ræður um þetta mál, færist í aukana í næstu viku, og að stjórnin ætli sér að knýja það fram, hvernig svo sem það kann að reynast í framkvæmd ef til kemur. Hin tíðindin, sem bárust hingað í gær, eru þau, að yfimefnd sú eða gerðardómur, er ákveða skyldi verð- lagsgrundvöll landbúnaðarins á yfir- standandi verðlagsári, liafi lokið störfum, að því er meginatriði varð- ar. En í þessum gerðardómi valt nið- urstaða á oddamanninum, Hákoni Guðmundssyni yfirborgardómara í Reykjavík, og verður það áreiðan- lega umhugsunarefni margra í dag, hversu til hafi tekizt um réttdæmið í þessu mikilsverða og viðkvæma máli. Án efa munu þessi tvenn tíðindi, sem nú hafa verið nefnd, setja nokk- um svip á umræður á kjördæmis- þinginu hér, svo og það ískvggilega ástand yfirleitt, sem nú er í atvinnu- lífi og fjármálum þjóðarinnar. En aðdragandi þessa ástands er nokkuð langur orðinn og hefur áður verið að því vikið hér í blaðinu. □ Tryggvi Halldórsson Þorsteinsstöðum MINNING TRYGGVI HALLDÓR SSON bóndi á Þorsteinsstöðum og nokkrir sifjungar hans og frænd ur. Hann lézt á heimili sínu Þor- steinsstöðum í Svarfaðardal 6. okt. sl. og þá rúmlega' 82 ára að aldri. Tryggvi Halldórsson var fæddur á Melum í Svarfaðar- dal 22. sept. 1885. Foreldrar hans voru Halldór Hallgríms- son hreppstjóri og bóndi á Mel- um og Guðrún Stefánsdóttir frá Þorsteinsstöðum. Með þeim var frændsemi nokkur. Áttu hæði séra Magnús Einarsson prest síðast að Tjörn í Svarfaðardal að langafa. Fyrri kona séra Magnúsar var Soffía Björns- dóttir Schevings prests að Eyja dalsá. Séra Magnús var gáfu- maður mikill, andríkur kenni- maður og gott skáld. Mildur í skapi og góðmenni eitt hið mesta. Vínhneigður nokkuð framan af ævi og alltaf fremur fátækur. Margar sagnir eru til um séra Magnús Einarsson á Tjörn, bæði skráðar og óskráð- ar. Sumar þeirra að vísu með nokkrum þjóðsagnablæ. Séra Magnús lézt að Tjörn 29. nóv. 1794 og þá um sextugur að aldri. Þegar séra Jóni Þorláks- syni á Bægisá barst andláts- fregn séra Magnúsar, varð hon- um þetta ljóð af munni: Nú gnetuí’ mikinn mög. Mínerva táragjörn. Nú kætist Máría mjög. Mörg sem á dára-böm. Nú er skarð fyrir skildi. Nú er Svanurinn nár á Tjörn. Tryggvi Halldórsson átti tvö hálfsystkini (samfeðra). Hall- grím bónda og hreppstjóra á Melum og Guðleifu er fyrst átti Jóhannes Sigurðsson á Skriðu- landi í Kolbeinsdal og síðar Ást vald Jóhannesson á Reykjum í Hjaltadal. Hvortveggja var að Guðleif frá Melum var fríð kona, vel gefin og um allt hin vænsta, enda voru báðir menn hennar, henni samboðnir um dugnað og allann gervileik. I Svarfdælsku bændatali er Hall- dórs hreppstjóra á Melum getið á þessa leið: „Halldór hreppstjóri á Mel- um var góður járnsmiður. Á yngri árum mikill afkastamað- ur við hvert verk er hann lagði ‘hendur að. Mikill vexti og fallega vaxinn. Friðsamur og. skapmildur, hjúasæll og löngum hvers manns hugljúfi. Hélt sig vel að klæðum og öðrum bún- aði. Átti reiðhesta góða og hið bezta týgjaða. Af þessu var Hall dór á Melum auðkenndur, hvar sem hann fór. Maður þolinn í mótlæti og jafngeðja í gleði og sorg. Búhöldur góður.“ í sama bændatali er Hall- gríms hreppstjóra Halldórsson- ar á Melum getið á þessa leið: „Hallgrímur á Melum tæp- lega meðalmaður á vöxt. Þétt- vaxinn og vöðvamikill allur líkaminn. Var og að ásýnd hinn fríðasti sýnum. Hvatlegur og vaskur í hreyfingum, snarráður og handviss. Fór á skautum og skíðum með flughraða og aldrei slysa- eða byltugjarnt. Kastaði af hendi manna lengst og svo hæfinn að sjaldan skeikaði frá marki. Hagur á smíði ágætlega og við störf öll hinn röskasti. Rithönd Hallgríms var forkunn arfögur svo að til listfengis kom. Lék á orgel, fiðlu og harmoniku, jöfnum höndum og manna sjálfsagðastur í bruð- kaupsveizlum og öðrum gleði- boðum. Maður hinn glaðasti og alúðarmaður við alla jafnt, en þó kurteis í fjöri og gáska. Með aumkunarsamur við þá sem bágt áttu og lét um hjálpsemi eigi sitt eftir liggja. Líklega ekki hneigður til fjárafla, var þó enginn eyðslumaður fyrir sjálfan sig.“ Kona Hallgríms var Soffía Baldvinsdóttir frá Böggvisstöð- um. (Sjá um Hallgrím Halldórs son: Kennaratal íslands bls. 255). Oldum saman hafa Melar í Svarfaðardal verið eitt með helztu menningarheimilum sveitarinnar og er svo raunar enn. Árið 1808 kom að Melum md. Halldóra Jónsdóttir lög- réttumanns og bónda á Rúgs- stöðum í Eyjafirði og þá þegar hér var komið ævi hennar, ekkja eftir Gísla prest á Tjörn Magnússon Einarssonar. Séra Gísli varð maður eigi allgamall (d. 1807). Síðan hefir sama ætt- in búið á Melum mann eftir mann, að undanteknum árun- um 1841—1843 er sr. Stefán Árnason prests á Tjörn Hall- dórssonar bjó á Melum og þá aðstoðarprestur sr. Árna föður sins á Tjörn. Alllöngu fyrr hafði Oddur „sterki“ Bjamason lög- réttumanns búið á Melum og afkomendur hans hver eftir annan. Eru til sagnir af Oddi og sumum sifjungum hans. svo og Bjarna lögréttumanni og Sturlu (Smíða-Sturlu) föður Bjarna og afa Odds á Melum. Var og Halldór Hallgrímsson hrepp- stjóri á Melum í föðurætt, einn af niðjum Odds á Melum. Af- komendur Odds á Melum hafa verið kallaðir „Melaætt eða Melamenn“. Tryggvi Halldórsson ólst upp á Melum með foreldrum sínum framyfir fermingaraldur. Gerð- ist síðan vinnumaður Hallgríms Halldórssonar hálfbróður síns á Melum. Fór ekki í skóla. Varð þrekmikill og afkastamaður við flest landbúnaðarstörf og ágæt- ur trésmiður. Kvæntist 5. maí 1921 á Melum. Flutti frá Melum sama vor ásamt konu sinni og þá að Auðnum, líklega í hús- mennsku fremur en ábúð væri. Frá Auðnum fluttu þau að Koti vorið 1924 og þaðan að Þoiv steinsstöðum 1926. Hafði Tryggvi þá eða þau hjónin náð eignarhaldi á jörðinni Þorsteins stöðum og þar bjó hann og dvaldi til aeviloka. Kona Tryggva Halldórssonar var.Ingi björg Jóhanna Magnúsdóttir bónda lengi í Koti Guðmunds- sonar Gíslasonar Olafssonar lengi bónda í Sauðárkoti á Ufsa strönd. Kona Magnúsar í Koti og móðir Ingibjargar Jóhönnu var Ingibjörg Jónsdóttir læknis (ólærður að vísu) siðast í Klaufabrekknakoti Halldórsson ar. Jón Halldórsson var fæddur á Bakka í Svarfaðardal 1820 dáinn í Klaufabrekknakoti 1906. Var satt að segja yfirburða- maður um andlegt og líkamlegt atgervi. Þeirra Magnúsar i Koti og Ingibjargar konu hans er að nokkru getið í bókinni Sterkir stofnar eftir Bjöm R. Árnason. Börn þeirra Tryggva og Ingi- bjargar voru þessi: Hálldór, lézt ungur og ókvæntur. Sagður af þeim er bezt mega vita smiðsefni mikið og listhneigður mjög að því er séð varð. Gunnlaugur bóndi á Þor- steinsstöðum. Kvæntur Erlu Guðmundsdóttur. Guðrún gift Hartmanni Ey- mundssyni, fjölhæfum smið og dugnaðarmanni. Búsett á Akur eyri. Tryggvi Halldórsson var einn þeirra manna er oft hafa verið nefndir Aldamótamenn. Flestir þeirra hurfu úr heimagarði með léttann mal og lítt að efnum búnir. Ómenntaðii' og lítið upp- lýstir lögðu þeir á lífsbrattann. Mannlegt meðskapað eðli, hvatti til hjúskapar og fjöl- skyldulífs. Farteski slíkra manna og kvenna voru ígangs- klæði ein og eigi betri en það að nú mundu ekki þykja not- 'hæf til skarnverka hvað þá til kirkjugöngu, veizlufagnaðar og annarra gleðiboða, já og segjum til ferðalaga um lönd og höf. Slík og þvílík aðstaða var upp- lögð til þess að drepa í dróma, fegurðarsmekk og skyldar lífs- hræringar, sem hverjum manni er að meira eða minna leyti í bljóst lagin. Það er gjöf frá liönd lífsins og hverjum mennsk um manni nauðsynleg. Þegar útí svo krappann sjó var komið og hvergi sá til landa, varð það eitt efst í huga að hrifsa það sem hendi var næst, þó að hins vegar vita mætti að um leið kom meiri eða minni brotlöm á siðf erðisþrekið, sj álfsvirðingu og sómakennd. Það er hægt að þröngva svo kosti mannlegrar eigindar að ofboðið sé. Með þeim hjónunum Tryggva Halldórssyni og Ingibjargar Magnúsdóttur var engin frænd semi. En ýmislegt áttu þau þó sameiginlegt, góðra kosta sem betra er að hafa en án að vera. Voru bæði gædd miklum að- lögunarhæfileika. Gátu bæði sætt sig við þó að margs væri vant, með von um að ' betur gengi seinna. „Þar er snæsamt og vetrarnauð mikil“, sagði stór bóndinn á Möðruvöllum endur fyrir löngu, þá er hann leitaði frétta úr Svarfaðardal. Sönn og sístæð sveitarlýsing það sem hún nær. Á efstu bæjum í Svarf aðardal er snæsamast og vetrar nauðin mest og verst. Veit ég og man dæmi þess að ekki skaut upp jörð til hagbeitar á þeim slóðum, fyrr en einhvem- tíma á milli sex vikna fardaga og Jónsmessu. Á þeim tímum lifðu hvorki yngri eða eldri á sælgæti sjónleika og kvik- mynda eða öðrum slíkum and- legum fjörefnum. Þá voru heimilisguðsþj ónustur um hönd hafðar svo að segja sýknt og heillagt. Þá var grallarasöngur- inn hans Guðbrandar horfinn úr notkun og Leirgerður líka. Meistari Jón var víðlesinn og marglesinn og flaumi stóryrða helt yfir svo að segja hvert mannsbarn á landinu á hverj- um helgum degi allan ársins hring. Fylgdi og fróðleg lýsing á öllu hið efra og neðra. Eftir aðeins stutta áheyrn hlaut hver (Framhald á blaðsíðu 6). 5 KRISTBJÖRG JÓNATANSDÓTTIR Er falla blóm og fölva á hauður slær og fjallabrúnir hylur kaldur snær, þá ertu kvödd til hærri sviða heim og helgir vorsins töfrar fylgja þeim. Og þeitn sem ætíð kveiktu Ijós við ljós í lífsins önn og hlúðu að hverri rós mun sælt að mega sæti taka þar, er sífellt nýtur yndis dögunar. Þú vannst af dyggð og vaktir mild og trú og voru nokkrir grandvarari en þú? 1 vitund þinna vina það er skráð, sem þögult vitni ber um fagra dáð. Þín dáð er það að fórna sjálfum sér til sigurs fyrir þá, sem sinna ber og lækna mein og löngum þerra tár þótt leynast kunni í eigin barmi sár. Um afrek þín mun engin saga birt því ætíð var í návist þinni kyrrt. Þér glaumur fjöldans glapti aldrei sýn, en gleði hljóðláts starfs var auðna þín. Þín áhrif eru mörgum kær og kunn, þá kaleikurinn tæmdur er í grunn, því ástúð þín var sönn og engu lík — frá auðlegð þeirri streymdi blessun rík. Á kveðjustundu verður HEIMA hljótt því lijarta þitt var bundið dag og nótt við staðinn, þar sem gáfust vögguvé _og vaka starfsins látin svo í té. Og þáðan berst nú þakkarkveðja mild, og þar er minning geymd, sem vori er skyld. Hún vefur geislum vina þinna braut og verður hugarbót í gleði og þrqpt. Og heiðríkjunnar dýrð mun hefjast skjótt, þá horfin er að baki tímans nótt. — I morgunsól, er mild og fögur skín víst munu englar drottins vitja þín. 5. október 1967. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. Reykjum Námskeið um æskulvðs- og barnaverndarmál J o ÍSLENZIR AÐILAR — 18 alls — hafa nú síðan ,1962 tekið þátt í Cleveland áætluninni fyr h- starfsmenn á sviði æskulýðs- og bamaverndarmála (á ensku The Council of Intemational Programs for Youth Leaders and Social Workers), en þátt- takendum frá ýmsum þjóðum er árlega gefinn kostur á að kynna sér slíka starfsemi vest- an hafs. Var kynningarstarf þetta í upphafi einungis bundið við borgina Cleveland í Ohio, en síðan hafa fleiri stórborgir gerzt aðilar að þessu merka starfi. Árið 1968 gefst tveimur fs- lendingum kostur á að taka þátt í námskeiðinu, sem mun startda frá 21. apríl til 24. ágúst, 1968. Koma þeir einir til greina sem eru á aldrinum 23—40 ára. Um sækjendur skulu hafa gott vald á enskri tungu g hafa starfað að æskulýðsmálum, leiðsögrí og leiðbeiningum fyrir unglinga eða barnavemdarmálum. Einn- ig koma til greina kennarar vangefinna eða fatlaðra barna. Þeir, sem stunda skrifstofustörf í sambandi við þessi mál, koma ekki til greina, heldur aðeins þeir, sem eru í beinni snertingu við börn og unglinga í dagleg- um störfum sínum. Námskeiðinu verður hagað þannig, að þátttakendur koma allir saman í New York og verðá þar fyrst 2 daga til að fræðast um einstök atriði nám- skeiðsins og skoða borgina, en síðan verður mönnum skipt milli fimm borga Cleveland, Chicago, Minneapolis, St. Paul, Philadelphia og San Francisco. Þar munu þeir sækja háskóla- námskeið, sem standa í sex vik ur. Að því búnu mun hver þátt takandi verða um 10 vikna skeið starfsmaður amerískra stofnunar, sem hefur æskulýðs- eða barnaverndarstörf á dag- skrá sinni, og munu menn þá kynnast öllum hliðum þessara starfa vestan hafs. Um 100 amerískar stofnanir eru aðilar að þessum þætti námsdvalar- innar. Að endingu halda þátttakend ur svo til Washington, þar sem þeim gefst kostur á að heim- sækja' sendiráð landa sinna, ræða við starfsmenn utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna og aðra opinbera starfsmenn og skoða borgina, áður en heim er haldið. Þeir, sem hafa hug á að sækja um styrki þessa, eru beðnir að hafa samband við Fulbright skrifstofuna, Kirkju- torgi 6, opin frá 1—6 e. h. alla daga nema laugardaga, og biðja um sérstök umsóknareyðublöð. Umsóknirnar skulu hafa borizt stofnuninni eigi síðar en 10. nóvember, 1967. Nýjar bækur frá AB GOÐSAGA ÞEGAR GRÍSKA ljóðskáldið Gíorgos Sefiris hreppti bók- menntaverðlaun Nóbels haust- ið 1963, var það víst einróma álit allra dómbærra manna, að í það sinn að minnsta kosti hefði Sænska akademían verið heppin í valinu. Nú hefur Almenna bókafé- lagið sent frá sér eitt af merk- ustu verkum hans, Ijóðaflokk- inn Goðsögu, og hefur Sigurð- ur A. Magnússon þýtt bókina úr frummálinu. Skrifar hann jafnframt ýtarleg inngangsorð um höfundinn, ævi hans og skáldlist, og ennfremur nokkr- ar skýringar við einstök atriði í kvæðunum. Gíorgos Seferis er fæddur ár- ið 1900 í Smyrnu (Izmír) á strönd Litlu-Asíu, þar sem forngrísk menning stóð á sín- um tíma í miklum blóma. Lifði Seferis þar bemskuár sín í ná- munda við hið fornfræga sögu- svið Illíonskviðu, en hún er sjaldan langt undan í ljóðum hans. Fjórtán ára gamall flutt- sig út úr skarkala veraldar og setzt að á eynni Krít ásamt verk stjóra sínum, Sorbasi, sem ann- ast jöfnum höndum um- ekkj- una Bíbúlinu og brúnkolanámu. Þessir tveir menn eru á sinn hátt eins og ósættanlegar and- stæður í mannssálinni. í sam- skiptum þeirra og eðlisfari eig- ast við tveir öndverðir heimar, andinn og holdið, aginn og taumleysið, en baksvið atburð- anna er ástríðumettað smábæj- arsamfélag í viðjum fátæktar og munkdóms. En Sorbas, þessi óborganlega persóna, er ekki aðeins tákn hins frumstæða Grikkja, heldur sver hann sig engu síður í ætt við grískar goð sagnahetjur, Seif og Ódysseif, en manninn á götunni. LJÓS OG SJÓN NÝLEGA er út komin 15. bókin í Alfræðasafni AB og nefnist hún Ljós og sjón. Aðalhöfundur hennar eru þau Conrad G. Mueller, prófessor í taugafræði við Indianaháskólann og vísinda ráðunautur Bandaríska sjón- rannsóknarráðsins, og Mae Rudolph, sem skrifað hefur margt um læknisfræðileg efni, m. a. á vegum Alberts Einsteins læknaskólans. Auk þeirra hef- ur fjöldi annarra sérfræðinga haft hönd í bagga um saman- tekt og myndaval bókarinnar, en íslenzka þýðingu gerðu þeir Jón Eyþórsson veðurfræðingur, sem jafnframt er ritstjóri Al— fræðasafnsins, og Örnólfur Thorlacius, menntaskólakenn- ari, sem einnig skrifar formála fyrir íslenzku útgáfunni. Um efni þessarar bókar þarf ekki að fara mörgum orðum fram yfir það, sem nafnið gefur berlega í skyn. Það er alkunna, að ljós, litir og sjón hafa verið mönnum hugleikið efni athug- unar og rannsókna allt frá-því, er mannkynið komst á Jegg og hóf að leita lausnar á huldum dómum tilveru sinnar og um- hverfis. Og þessi þrotlausa for- vítni og 'þekkingarleit á sér að sjálfsögðu mjög nærfækar orsakir. Eins og komizt er að orði í upphafi Ljóss og sjónar hefur flestum einhvern tíma „orðið á að loka augunum og reyna að þreifa sig áfram þvert yfir herbergi til að skapa sér hugmynd um, hvernig það er að vera blindur. En fáir hafa sálarþrek til að halda þessari tilraun lengi áfram, þeim verð- ur fljótt ómótt og fá ekki bælt niður þörf sina til að sjá. Er maðurinn opnar augun, léttir honum mjög, enda hefur hann endurheimt meira en sjónina: Hann er á ný í tengslum við umheiminn.“ bækur frá í gáfu Æskunnar í hausf ist hann með fjölskyldu sinni til Aþenu, þar sem faðir hans varð seinna prófessor í lögum og háskólarektor, en hann lagði einnig stund á ljóðagerð og var félagi í grísku akademíunni. Goðsaga var önnur í röðinni af Ijóðabókum skáldsins og kom út árið 1935. Hún er samfelld- ur bálkur í tuttugu og fjórum þáttum, sem svara til stunda sólarhringsins. Við afhendingu Nóbels-verðlaunanna ’63 fylgdi þeim sú umsögn af hálfu sænsku akademíunnar, að Sef- eris hefði hlotið þau fyrir „mik- ilsverðan skáldskap, sem er innblásinn af hellenskum menn ingararfi." Mun þetta vissulega rétt eins og berlega verður ráð- ið af Goðsögu, þó að hún sé jöfnum höndum sprottin úr jarðvegi þessarar aldar og fjalli á meðvitaðan hátt um Ódysseif nútímans, hrakfalla manninn, sem týnt hefur flestum miðum, en leitar sér þó enn heimkynn- is á jörðinni og neitar að gef- ast upp. q Sagan um SORBAS NÝLEGA er út komin á ís- lenzku hin heimskunna skáld- saga Alexis Sorbas eftir Nikos Kazantzakis. Það er Almenna bókafélagið, sem gefur hana út, en þýðinguna gerði Þorgeir Þor geirsson. Gríska skáldið Nikos Kazant- zakis (1883—1957) er tvímæla- laust meðal stærstu nafnanna í heimsbókmenntum síðari tíma. Hann var víðmenntaður maður. Eftir Kazantzakis hefur áður komið út á íslenzku skáldverk- ið Frelsið eða dauðinn, en af öðrum verkum hans hefur Alexis Sorbas náð mestri frægð og orðið vinsælust, enda er hún af flestum talin skemmtilegust alh'a skáldsagna hans. Sögu- maðurinn er bókmenntaður heimsmaður, sem hefur dregið BÓKAÚTGÁFA ÆSKUNNAR sendir í haust frá sér 9 bækur, þar af sjö bækur fyrir böm og unglinga. Bækurnar, sem út eru komnar eru: Ævintýri Æskunnar. í þessari nýju ævintýrabók eru 30 heimsfræg ævintýri frá 17 löndum. Bókin er 140 blað- síður að stærð í stóru broti og með yfir 150 litmyndum, sem gerðar eru af hinum frægasta listamanni heims, V. Kubasta, en allar myndir eru prentaðar í einni fullkomnustu mynda- prentsmiðju Evrópu. Ævintýrin eru: — Frá Þýzka landi: Mjallbvít, Lærvirkinn syngjandi, Gjafimar þrjár, Kóngsdæturnar tólf og Hnetu- Jón og gullgæsin. Frá Englandi: Sefsláin og Heimskingjamir. Frá Danmörku: Sonur haf- meyjunnar og Töfrabókin. Frá Skotlandi: Jakob kóngsson og Brúna nautið frá Morrova. Frá Spáni: Kjúklingurinn klofni og Lífsvatnið. Frá Frakklandi: Þyrnirós og Stígvéla-kötturinn'. Frá Wales: Álfakonan í tjörn- inni. Frá Ungverjalandi: Dvrin þakklátu. Frá írlandi: Svarti þjófurinn og írski dvergurinn. Frá ítalíu: Froskakóngsdóttirin. Frá Noregi: Kvörnin á hafs- botni og Höllin Soría Moría. Frá Póllandi: Kóngsdóttirin á glerfjallinu. Frá Portúgal: * Kóngssonurinn og dúfan. Frá Sikiley: Lævísi skósmiðurinn. Frá Svíþjóð: Kóngssonurinn og refurinn. Frá Sviss: Ævintýra- fuglinn. Frá Tékkóslóvakíu: Langfeti, Jötunn og Arnarauga. Þýðinguna hefur gert Rúna Gísladóttir. Ævintýri Óttars. Þetta er drengjasaga, sem ger ist fyrir nokkrum áratugum í sveit á Norðurlandi. Höfundur hennar, Hannes J. Magnússon, rithöfundur, hefur áður sent frá sér margar barnabækur, sem allar hafa komið út hjá Æsk- unni. En auk þess hefur hann þýtt margar barnabækur. Síð- asta bók, Hannesar var drengja- sagan Gaukur verður hetja, sem kom út á síðastliðnu ári og seldist þá upp. Aðalsöguhetjan í þessari bók er Ottar Grímsson, sem er drengur um feiTningaraldur, þegar sagan hefst. Hann er son- ur fátækra hjóna, sem verða að ráða Ottar í vist að lokinni ferm ingu. Hann er_ svo heppinn að komast á gott heimili, þar sem hann kemur sér vel. Þar eignast hann góðan félaga, Mugg, sem er drengur úr Reykjavík. Eiga þeir eftir að lifa saman mörg ævintýri. Þarna gerast margir sögulegir atburðir. Óttar kemst oftar en einu sinni í lífshættu. Hann villist í stórhríð og kemst með naumindum lífs af. Öðru sinni lendir hann í eldsvoða og bjargar þá gömlum manni, og hann launar honum vel lífs- gjöfina. Það var draumur Óttars að komast í skóla og fá að læra. Hann ver til þess öllum stund- um að lesa bækur. Þessi draum ur virðist ætla að rætast í sögu- lokin, en áður en það verður lendir hann þó í ýmsum marin- raunum. Saga þessi sýnir, hve einbeitt ur vilji og óslökkvandi mennta- þrá, getur brotið alla erfiðleika á bak aftur. Þessi bláfátæki sveitapiltur er því þrátt fyrir allt á leið í skóla í sögulok. Bókin er 159 blaðsíður að stærð. Prentun annaðist Oddi h.f. Kubbur og Stubbur. Barnasagan Kubbur og Stubb ur eftir Þórh' S. Guðbergsson er byggð á samnefndu leikriti, sem sýnt var hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó veturinn 1966—1967. Var leikritið sýnt alls 27 sinnum við ágæta aðsókn og undirtektir áhorfenda. Bók þessi er öll myndskreytt af börn um, og er bæði skemmtilegt og nýstárlegt að sjá, hvernig þeim tekst á frumlegan hátt að setja fram og sýna allar þær persón- ur, sem Kubbur og Stubbur hitta á hinu gögulega ferðalagi sínu. , Kibba kiðlingur. Þetta er falleg og skemmti- leg saga fyrir yngstu börnin. f hvert sinn, sem ný útgáfa hefur komið af þessari vinsælu bók, hefur upplagið selzt upp á skömmum tíma. Bókin er prýdd yfir 30 fallegum myndum og er í þýðingu Harðar Gunnarsson- ar kennara. Þetta er fimmta út- gáfan. Prentun annaðist Oddi h.f. Gusi grísakóngur. Þetta heimsfræga ævintýri meistarans Walt Disneys, hefur verið ófáanlegt í mörg ár. Nú er bókin komin út í annari út- gáfu í þýðingu Guðjónfe Guð- jónssonar, skólastjóra. f bók- inni er fjöldi mynda eftir sjálf- an Walt Disney. Orkin lians Nóa. Nú er þessi heimsfræga saga Walt Disneys komin út í sjöttu útgáfu. Það þarf ekki mikið að kynna þessa frægu bók fyrir þeim yngstu, því þau lesa hana upp aftur og aftur og hafa svo gaman af myndunum, sem höf- undurinn hefur gert sjálfur. Bókin er 96 blaðsíður að stærð, prýdd 56 myndum. Prentun annaðist Oddi h.f. Föndurbók Æskunnar. Þriðja bókin í þessum föndur flokki er nú komin, en hún er Laufsögun I., tekin saman af Gauti Hannessyni kennara. Bók in hefst á lýsingu á þeim tækj- um, sem þarf til laufsögunar, þá kemur sérstakur þáttur um efni og svo sjálf kennslan í hvernig hægt er að ganga frá smíðis- gripunum. Alls eru í bókinni 24 verkefni og myndir eru yfir 30. Á síðasta ári komu út fyrstu bækurnar í þessum bókaflokki og voru þær: Pappamunir I. — Pappír I. Um útgáfu þeirra bóka sá Sigurður H. Þorsteins- son. , Ðæmisögur Esóps. Þriðja bókin í „Afmælisbóka- flokki Æskunnar“ er Dæmisög- ur Esóps í Ijóðum eftir séra Guð mund Erlendsson á Felli í Sléttuhlíð. Grímur M. Helgason magister sá um útgáfuna. Prent un annaðist Oddi h.f. Skaðaveður 1891—1896. Þriðja bókin á þessum bóka- flokki kemur út í nóvember. f þeirri bók er meðal annars sér- stök frásögn um októberbylinn mikla í Skriðdal. Halldór Páls- son safnaði efninu, en Grímitr M. Helgason magister sá um út gáfuna. Prentun annaðist Oddi h.f. Q RICHARD BECK: ÞÓ AÐ HAUSTI - Þó að hausti og himins brá hjúpi skýjatjöldin grá, fölni lauf og blikni blóm, bitrum luti skapadóm, blunda dreymin fræ í fold, ; frjómagn geyma djúpt í mold, yljuð lífsins innri glóð, inn þau streymir vorsins blóðþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.