Dagur - 10.11.1967, Blaðsíða 6

Dagur - 10.11.1967, Blaðsíða 6
6 Orðsending ti DR. FINNUR GUÐMUNDS- SON náttúrufræðingur, sem mjög hefur unnið að rannsókn á rjúpnastofninum undanfarin ár, m. a. í Hrísey, hringdi til blaðsins í fyrradag og bað fyrir þessa orðsendingu til þeirra, sem við rjúpnpveiði fást: Rjúpnaskyttur eru vinsam- lega beðnar að varðveita vel merki þau, er þeir finna á skotn um rjúpum og senda mér þau 'hið fyrsta. Merkin eru þessi: Hringur um fót og einnig næla framan á vængbarði. Ef það hentar skyttum betur geta þeir sent mér merktu rjúpurnar og ég mun senda þeim 100 krónur um hæl, fyrir hverja. Upplýs- Nótmælð f< SKÁLKLÚBBUR Reykjavíkur, félagsskapur fólks er vinnur að ferðamálum og sem er aðili að Association Intemationale Des Skál Clubs, hélt fund að Hótel Loftleiðum, fimmtudaginn 2. nóv. sl. Á fundinum var sam- þykkt: Fundur haldinn í Skálklúbbi Reykjavíkur 2. nóv. 1967, telur fyrirhugaðan farmiðaskatt órétt látan og lýsir sig því eindregið mótfallinn honum. Auk þess að vera í beinni mótsögn við sam- þykkt Sameinuðu þjóðanna, þess efnis að auðvelda beri - Hvað líður Norður- landsáætlmiiiini? (Framhald af blaðsíðu 8). í>að er út af fyrir sig mikils- vert, ef ekki er með annarleg sjónarmið til stofnað, að komið verði upp landsbyggoaráætlun- ardeild á Akureyri. En eigi sú deild að vinna sérstaklega að Norðurlandsáætluninni, væri eðlilegast, að sú stofnun væri á vegum Sambands sveitarfélaga á Norðurlandi og starfsmaður eða starfsmenn ráðnir af því. Dagur frétti raunar á sínum tíma, að komið hefði til orða, að Áskell Einarsson fyrrv. bæjar- stjóri á Húsavík, sem vaí’ einn aðal forgöngumaður sveitarfé- lagaráðstefnunnar hér, tæki að sér slíkt starf. Vera má, að það hafi ekki verið að skapi ráða- manna syðra. Menn gerast nú langeygðir eftir Norðurlands- áætluninni, sem heitið var í vor. Menn vona, að ekki fari um hana eins og Vestfjarða- áætlunina, sem talað var um eins og hún væri til en fannst ekki þegar spurt var um hana á Alþingi. □ TIL SÖLU: RÚSSAJEPPI, árg. 1965, með 66 hestafla Perkins dieselvél. Farþegarými fyrir 8. Sérstaklega hent- ngur til ferðalaga urn óbyggðir og torfæra vegi. Guðmundur Halldórsson, Kvíslarlióli, Húsavík. rjúpnaskylta ingar um veiðistað og veiðitíma þurfa nauðsynlega að fylgja. Það er nauðsynlegt fyrir rann- sóknarstarfið að fá sem mesta vitneskju um rjúpuna og þar geta veiðimenn lagt fram góðan hlut. Trúnaðarmenn mínir við þetta starf eru: Þorsteirin Bald- vinsson, Hafnarstræti 96, Akur- eyri, Árni Björn Ámason, Þór- unnarstræti 124, Akureyri og Steingrímur Þorsteinsson kenn ari, Dalvík. Til þeirra geta menn snúið sér og munu þeir veita fyrirgreiðslu í þessu efni. Þetta var efnisleg orðsending dr. Finns Guðmundssonar og væntanlega taka rjúpnaskytt- urnar hana til greina. □ rmiðaskeffi ferðalög milli landa til aukins fundurinn á að fulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum studdi þá ákvörðun að gera árið 1967 að sérstöku ferðamanna- ári undir kjörorðinu: „Travel, Passport to peace.“ Þá er á það að líta að verði farmiðaskattur samþykktur mun hann mjög skerða rekstrarafkomu þeirra aðila sem annazt ferðaþjónustu, svo sem flutningafyrirtækja og ferðaskrifstofa. Beinir fundur- inn þeim eindregnu tilmælum sínum til hæstvirts Alþingis og ríkisstjórnarinnar að hugmynd in um 3.000.00 kr. farmiðaskatt komi eigi til framkvæmda. Q - MINNING (Framhald af blaðsíðu 4). vitiborinn maður að skynja og skilja að þarna var um að ræða tvo ólíka staði. Skaphiti og mælska meistarans var óviðjafn anleg. En hvað sem lesið var og sungið, raulað og tautað, lét Noðri ekki undan síga þegar sá gállinn var á honum. Alltaf kemur vorið á endanum, þó oft reyni allmjög á forsjá húsráð- enda, og langsöm þyki biðin eftir Suðra og Sól. Ópersónu- legt afl ræður veðrum og tíðar- fari. En hvorki vit eða vitleysa persónulegra athafna. Árið 1806 flutti Arngrímur silfursmiður Arngrímsson sig búferlum frá Ytra-Garðshorni að Þorsteins- stöðum og hafði þá keypt Þor- steinsstaði. Síðan 'hefir jörðin verið í eign ættarinnar til þessa dags og lengst þess tíma í ábúð þeirra ættmanna. Tryggva Hall dórssyni mun hafa þótt vænt um óðalið sitt og aldrei látið sér til hugar koma þaðan að víkja og svo mikill gæfumaður varð hann að mega við leiðarlok sjá stórbættann bólstað sinn að ræktun og byggingum. Hann • var iðjumaður mikill frá upp- hafi og framyfir áttræðisaldur. Alla stund á meðan honum entist máttur og nena. Kona hans Ingibjörg Jóhanna Magnús dóttir var manni sínum mikils- verður förunautur. Starfssöm, hagvirk og hreinlát, glaðlynd í lengstu lög, gestrisin og 'hratt frá sér harmi hverjum. Eru það kynfylgjur hennar í allar ættir. Ingibjörg var manni sínum all- miklu yngri og enn við sæmileg heilsukjör. Dvelur nú heima á Þorsteinsstöðum með allstórum hópi ástvina og afkomenda. Rimólfur í Dal. Bezta viðspyrnan. - Bezta stöðvunin. Sími 1-29-97 og 2-14-00 Ivven kjóla r Telpu- kjólar Vefnaðarvöru- deild SOKKAR - „ROMANTICA“ 30 den. ' JHUDSÓN" 30 og 60 den. VEFNAÐAR V Ö R U D EIL D

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.