Dagur - 15.11.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 15.11.1967, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Vistheimilið Sólborg í smíðum. (Ljósm.: E. D.) UNNIÐ er af kappi á Akureyri við byggingu heimhis fyrir vangefna. Ef sæmilega viðrar standa vonir til, að það komist undir þak í vetur. Hér er um nær eitt þúsund fermetra bygg- ingu að ræða, þrjár byggingar- samstæður. Byggð verða vænt- anlega íbúðarhús starfsfólks næsta sumar. Ef allt gengur eftir áætilun má gera ráð fyrir, að hælið geti tekið til starf-a seint á árinu 1969 og mun það taka 36—38 vistmenn. Það er átta ára gamall fé- lagsskapur, Styrktarfélag van- gefinna á Akureyri, sem liratt þessu af stað, en fé til fram- kvæmda kemur að mestu úr svonefndum „Tappasjóði", sem m. a. er ætlað slíkt hlutverk. En rekstur heimilisins verður í Þrjú lömb illa farin á Glerárdal FREGNIR HERMA, að grunur hafi í haust leikið á því, að eftirleit hafi ekki verið vel skipulögð á Glerárdal í haust og fé orðið eftir. Fjallskilastjóri Ak. fékk flugvél til að fljúga yfir dalinn og sáust þá þrjár kindur þar, mjög framarlega. í fyrradag lögðu svo tveir vaskir menn snemma af stað til að sækja kindur þessar, þeir Jóhannes Pálsson og Guðjón Elíasson. Fundu þeir þrjú lömfo í Grenishólum. Komu þeir tveimur til byggða en urðu að lóga einu. Lömbin voru orð- in mjög illa farin, höfðu staðið í sveltu nokkurn tíma því að haglaust var á þeim slcðum með öllu. Munu tvö lömbin vera frá Akureyri en eitt frá Hvammi í Hrafnagilshreppi. — Frú Helga Weisshappel Foster sýnir um þessar mundir 10 ný málverk í hinum nýja veitinga- sal Hótel Varðborgar og geta menn notið þess að skoða þau og kynnast þeim meðan þeir fá sér hressandi kaffisopa eða gæða sér á góðum mat, því kaffi stofan er opin öllum aðkomu- gestum og bæjarbúum allan daginn alla daga. Málverkin eru til sölu við hóflegu verði. Q Lömbin réðust að fötum mann- anna og vildu eta þau. Hross eru á beit í framan- verðum Glerárdal. Q höndum félagsins hér og undir stjórn fimm manna. Tilnefnir félagið 3, en ríkið og bær einn mann hvert. Þarna verðuií enn- fremur dagheimili fyrir 10—12 börn. Starfslið þarf að vera 15—20 manns. Nauðsyn slíkrar stofnunar er mjög mikil. Leitað var til sveit- ar- og bæjarfélaga á Norður- landi um aðstoð. Svör hafa bor- izt frá einu af hverjum þremur og eru þau jákvæð. Virðast ekki allir hafa áttað sig á því, hvað hér er um að ræða og hve þörfin er brýn. Hælisbyggingin er í landi Akureyrarbæjar — Skarðs- landi. Ingólfur Jónsson er fram (Framhald á blaðsíðu 6). 'W r í" > > ■* cp < VEIÐIÞJOFAR Eftirfarandi barst biaðinu frá Sigurjóni Sigurðssyni á Syðra- ITvarfi: Ég er að koma inn frá því að horfa á þrjá veiðiþjófa í fjallinu hér fyrir ofan og vil ég áminna þá og aðra, sem svip- aðan verknað vinna, að hug- leiða hvað þeir eru að gera. Já, þetta segir bóndinn og er viðvörum hans réttmæt og í tíma töluð. Hann mun hér eiga við rjúpnaskyttur, sem því mið ur virða síundum ekki ský- lausan rétt landeigenda. LEÍTAÐ AÐ FÉ Bárðdælir og Fnjóskdælingar leigðu á föstudaginn flugvél Norðurflugs h.f. á Akureyri til þess að leita að fé á fjöllum ippi. Fnjóskdælingar fundu dilká nálægt Sörlastöðum og sóttu liana daginn eftir á snjó- bíL Hún var frá Eyjadalsá í Bárðardal. Bárðdælingar sáu hins vegar enga kind í leit sinni. KOMU ÚR FÖNN Sama dag bar það við á Hrapps stöðum í Bárðardal, að heim að fjárhúsi komu þrjár kindur, sem vantað hafði í hálfan mán- uð. Voru þær æði mjóslegnar en vel frískar. Bóndi fann stað- inn, þar sem þær höfðu fennt, og gátu þær sjálfar skriðið úr fönninni. Stjórn Styrktarfélags vangefinna. Frá vinstri: Jón Ingimarsson, Jóhann Þorkelsson, Albert Sölva- son, Jóhannes ÓIi Sæmundsson og Níels Hansson. (Ljósm.: E. D.) ra§S¥ Egilsstöðum 13. nóv. Um helg- ina var haldin mjög fjöknenn héraðsvaka í Valaskjálf og stóð FÉLAG, SEM FÓLK Á AÐ STYÐJA STÚKAN Brynja nr. 99 og ísa- fold-Fjalikonan halda sameigin lega skemmtisamkomu, spila- kvöld og e. t. v. fleiri skemmti- atriði í Alþýðuhúsinu 17. nóv. n. k., og dansað verður á eftir. Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. Hinn 1. des. halda sömu aðilar skemmtun öðru sinni, sem nán- ar .verður auglýst síðar. Hér er um að ræða skemmtun fyrir alla þá, er vilja skemmta sér án áfengis og styðja gott málefni um leið, þar sem er starfsemi bindindismanna. Slíkar skemmt anir eru sannarlega ekki of margar í Akureyrarkaupstað á síðustu tímuan. Q hún í þrjá daga. Menningarsam tök Héraðsbúa stóðu að vök- unni undir stjórn Sigurðar Blöndals á Hallormsstað for- manns Menningarsamtakanna. Á föstudaginn var aðalum- raeðuefnið, verzlunarmál dreif- býlisins og var Erlendur Einars son frummælandinn. Á laugar- daginn var almenn og ákaflega vel sótt skemmtisamkoma með söng, ræðuhöldum, skemmti- þáttum og dansi í lokin. Á sunnudaginn var skemmti- og fræðsludagskrá, þar sem helztu atriðin voru: Erindi Óskars Halldórssonar magisters um Pál Ólafsson og samtalsþáttur Ármanns Halldórssonar kenn- ara og Sigurbjarnar Snjólfsson- ar í Gilsárteigi. Þá var kvæða- lestur og síðast fótamennt. Enginn drykkj uskapur var né önnur óreiða og fór allt vel fram. í gær var Fagridalur opinn og umferð sæmilega greið en er nú lokaður vegna snjóa og sama er að segja um Fjarðarheiði. Bleytusnjór er nokkur, illt á jörð og á sumum stöðum jarð- laust. V. S. ALLIR FLUTTIR í LAND Síðustu Flateyingarnir fluttu í land á sunnudaginn, tíu að tölu en hinir vom áður burtu flutt- ir, flestir til Húsavíkur. Er Flat ey á Skjálfanda þá komin í eyði. Sama dag héldu Flateyingar þeim mönnum hóf í Sjálfstæðis húsinu á Akureyri, sem unnið háfa að hafnarframkvæmdum við eyna. Sú raunasaga er stað- reynd, að liafnarframkvæmdirn ar komu of seint og gátu ekki stöðvað flóttann frá þessari gömlu og að ýmsu leyti ágætu byggð. SAGAN ENDURTEKUR SIG Um leið og minnst er á brottför Flateyinga frá heimabyggð sinni, sem án efa hefur valdið mörgum sársauka, hefur það verið rifiað upp, að síðasta liús freyjan á Flateyjardal fluttist * alfarin úr sinni sveit — með mönnuni þeim, sem voru að mæla fyrir lagningu þess vegar, sem átti að auðvelda Flateyjar- dalsbúum samgöngur. í bæði skiptin kom aðstoð samfélagsins of seint. En húsfreyjan, sem hér var nefnd, var Emelía Sigurðar dóttir og flutti hún árið 1953. SKRÍTINN PÉSI í bókabúðum fæst 8 blaðsíðu ritlingur, dökkur álituni og ber nafnið „Hinn svarti galdur“. Höfundur er Jón Thorarensen. Ritlingurinn kostar 50 krónur og hefur að geyma dulræna frá sögn. En formalsorð ritar Jó- hannes Óli Sæmundsson. Dýr- ar bókmenntir það, varð mér á að liugsa. Við athugvn kom í Ijós, að höfundur kostar útgáf- una, bóksalar taka ekki sölu- laun og ágóðinn rennur óskert- ur til Styrktarfélags vangefiima á Akureyri. Þessi minnsta bók ársins, með sinni dularfullu frá sögn, er e. t. v. ekki 50 króna virði. En Styrktarfélag vangef- inna er þess vifði, og þess vegna hvetur blaðið fólk til áð kaupa „Hinn svarta galdur“. SAMVINNUHUGSJÓNIN Nauniast verður það lirakið með rökum, að samvinnuhreyf- ingin hefur verið ein liin happa drýgsta félagsmálastefna, sem til landsins liefur borizt. En hitt er jafn víst, að svo lítið er hún kynnt almenningi, að margt uppkomið fólk, bæði karlar og konur, þekkja ekki ýmsar veiga miklar grundvallarreglur henn ar. Slíkt ætti að kenna í skólum en er ekki gert. Hins vegar gætu samvinniunenn e. t. v. bætt nokkuð úr með því að flytja fræðsluerindi um þessi mál í skólum, eða efnt til verð- launaritgerða am samvinniimáL BL AÐ AM ANN AFUNDIR Blaðið vill vekja athygli á því, hversu þýðingarnúkið það er að kalla blaðamenn saman þegar kynna þarf menningarmál eða önnur, sem almenning varðar. Skilningur á þessu er þó vax- andi. Á meðan Magnús E. Guð- jónsson var hér bæjarstjóri (Framhald á blaðsíðu 5).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.