Dagur - 22.11.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 22.11.1967, Blaðsíða 2
2 5 | Þór sigraði Maiidsmeistaraiia Einar Bollason skoraði flest stig fyrir Þór SL. LAUGARDAG léku í íþróttaskemmunni á Akureýri, nýliðarnir í 1. deild, Þór, og KR, sem eru íslandsmeistarar.í körfuknattleik. — Áhorfendur voru irúmlega 200 og hvöttu þeir Þórsliðið vel. Margt fer ö'ðruvísi en ætlað er og svo fór nú, því öllum á óvænt sigraði Þór íslandsmeist arana með 6 stiga mun, 48:42. í hálfleik var staðan 26:20 fyrir Þór. Það kom í ljós strax í upp- hafi leiksins, að Þórsarar voru ákveðnir í að berjast vel, og má segja að þeir hafi aldrei gefið KR-ingum stundlegan frið allan leikinn, úthaldið greinilega í góðu lagi. Sérstaka athygli vakti hve öryggi leikmanna Þórs var mik il í vítaköstunum, þeir skoruðu svo til úr öllum sínum vítaköst Sveitakeppni BA hafin ÞRIÐJUDAGINN' 14. nóvember hófst sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar í Landsbankasaln- umum. í meistaraflokki spila 8 sveitir, en í 1. flokki spila 10 sveitir, svo þótttaka er mjög góð. Urslit í fyrstu umferð voru þannig: Meistaraflokkur. Halldór H. — Magni F. 8—0 Bjarni S. — Soffía G. 8—0 Baldvin — Knútur O. 6—2 Mikael J. — Guðmundur 5—3 Fyrsti flokkur. Stefán G. — Arnald R. 8—0 Jóhann J. — Páll P. 8—0 Pétur J. — Óli Þ. 8—0 Hörður S. — Viðar V. 8—0 Bjami J. — Valdimar H. 7—1 Önnur umferð var spiluð í gærkveldi. - Síðasti landbúnaðar- ráðherra á íslandi? (Framhald af blaðsíðu 4). mæna á erlent fjármagn og stóriðju, og engu líkara en þeir hafi misst alla trú á land og þjóð. En nú vill svo gæfusam- lega til, að nokkrir bændur eiga sæti héi' á hinu háa Al- þingi, sem fylgja Sjálfstæðis- flokknum að málum, og það eru einmitt þeir, sem ráða örlögum bændastéttarinnar í dag, og ef til vill einnig örlögum þjóðar- innar allrar. Ef þeir standa vörð um stétt sína, þá heldui' landbúnaðui-inn hlut sínum og hæstvirtur landbúnaðarráðhr. reisn sinni, annars ekki. En ef þeir 'bregðast stétt sinni, þá þurfa bændur landsins að fylkja liði með launþegasam- tökunum í landinu, og sýna þar í verki að íslenzkir bændur láta ekki bjóða sér allt. Það getur orðið eina leiðin til bjargar. □ um, og er það meira en hægt er að segja um KR. Ef þakka má einhverjum ein- um manni sigur Þórs, þá má þakka hann fyrst og fremst BRÝN og langvinn matvæla- vandamál ógna efnahagslegum og félagslegum framförum í mörgum vanþróuðum löndum, og nú er þörf á skjótum og einbeittum aðgerðum til að ráða fram úr vandræðum sem fljótlega geta orðið iliviðráðan- leg, — segir framkvæmdastjóri SÞ í nýbirtri skýrslu. Vandinn stafar af því, að matvælaframleiðslan — sem er nátengd þróuninni yfirleitt — bregzt einmitt á sama tíma og fólksfjölgunin verður öi'ari og sjálf þróunin eykur stöðugt eft- irspurnina eftir matvælum, — segir í skýrslunni, sem samin er af SÞ og Matvæla- og land- búnaðarstofnuninni í samráði við aðrar stofnanir SÞ. — Ekki einu sinni ýtrustu tilraunir til að mjókka bilið virðast geta komið í veg fyrir að vanþróuðu. löirdin verði sífellt háðari inn- fluttum matvælum, — segir framkvæmdastjórinn og leggur í því sambandi áherzlu á, að hægt sé að hefta hungrið með alþjóðlegum aðgerðum í stórum stíl. í skýrslunni segir m. a.: Alvai'legur matvælaskortur ríkir í nokkrum stærstu van- þróuðu löndunum, sem samtals hafa yfir einn milljarð íbúa. Rúmlega fimmtungur þeirra 2,2 milljarða manna,.sem að nú búa í vanþróuðu löndunum, er talinn svelta. Rúmur helmingui' þeirra er vannærðurj og leiðir það af sér minnkandi vinnuþrek og aukið næmi 'fyrir sjúkdóm- um, einkanlega meðal barna og vanfærra kvenna. Hinar miklu umframbirgðir stóru útflutningslandanna af korni hafa gengið til þurrðar með voveiflegum hætti á síð- ustu fimm árum og eru nú ekki meiri en svo, að þær rétt nægja til að tryggja þau gegn öldu- gangi uppskerunnar írá ári til árs. Haldi svo.iram. sem nú horfir, er hugsanlegt að þau 13 van- - Keríi lieilbiigðis- málanna 200 ára (Framhald af blaðsíðu 1). Talið var að ekki væri skort- Ur á íslenzkum læknum. þó að talað væri um læknaskort. Með endurskip.ulagningu og bættri aðstöðu myndú margir af þeim 130 læknum, sem nú störfuðu erlendis, koma heim og taka til starfa og \ræri skipulagsbreyt- ing, sem til þessa þyrfti, til- tölulega auðveld. Á •ráðstefnunni komu fram margar tillögur um nýskipan heilbrigðismála, og verða þær væntanlega teknar til athug- unar síðar. Q Einari Bollasyni, en hann skor- aði 17 stig og var auk þess mjög harður í vörn undir körfunni, þá hefir Einari tekizt að bæta mjög leik Þórsliðsins og sér- staklega öryggi í skotum. Guðni Jónsson var næst stigahæstur hjá Þór með 15 stig, þá Jón Friðriksson og Pétur Sigurðs- son með 6 og Ævar Jónsson 4. þróuðu lönd, sem nú þola mik- inn kornskort, muni skorta allt að 30 milljón smálesta af korni árlega kringum 1975. Vanþró- uðu löndin, sem nú þegar stríða við þrálát vandamál vegna greiðslujafnaðar, geta átt á hættu að þurfa að greiða 7,2 milljarða dollara (310 milljarða ísl. króna) árlega í erlendum gjaldeyri til matvælainnflutn- ings. □ Aðalfundur Framsókn- arfélags Eyjaf jarðar FRAMSÓKNARFÉLAG Eyja- fjarðar hélt aðalfund fyrra laugardag með kjörnum full- trúum. Stjórnin var endurkjör- in, en hana skipa: Stefán Val- geirsson, alþingismaður, for- maður; Guðlaugur Halldórsson, Merkigili, varaformaður; og meðstjórnendur Angantýr Jó- hannsson, Hauganesi; Ketill Guðjónsson, Finnastöðum. — Varastjórn: Jón Hjálmarsson, Villingadal, og Kristinn Sig- mundsson, Arnarhóli. Q - Bændaklíibbsfuiidur (Framhald af blaðsíðu 8). er auðvitað ekki hve margar kýr hver bóndi getur haft, held- ur hve góðar þær kýr eru, sem hann á. Frummælandi benti á, að þessi orð væru algerlega samhljóða stefnu Búnaðarfé- lags íslands í þessum málum. Kynbætur og fóðrun til fulíra afurða eiga að sitja í fyrirrúmi en ekki höfðatalan í fjósunum. Þá gerði ræðumaður bústæi'ð ina að umræðuefni, ennfremur þá staðreynd, að hámarksafurð- um góðra gripa, eins og hér eru við Eyjafjörð, verður ekki náð nema með kjarnfóðurgjöf. Á þessu, sagði Ólafur, væri fullur skilningur, en hitt væri vafa- samara, hvort bændur hefðu til- einkað sér fulla „tækni“ í notk- un kjarnfóðurs. Margt fleira ræddi frummælandi og var máli hans vel tekið. í umræðum þeim, sem á eftir fóru, tóku þessir til máls: Sig- urjón Steinsson ráðunautur, — Ólafur Jónsson fyrrverandi ráðunautur, Aðalsteinn Guð- mundsson bóndi í Flögu, — Helgi Símonarson bóndi Þverá og Guðmundur Benediktsson frá Breiðabóli. Fjölmörgum fyr irspurnum var varpað fram, svo og vísum. En frummælandi svar aði. Lauk fundi ekki fýrr en klukkan að ganga tvö um nótt- ina. □ HUNGURSNEYÐ VOFIR YFIR 26-51968 - H-DAGURiNN (Framhald af blaðsíðu 1). framkvæmdanefnd H-umferðar hafa komið sér saman um stofn un Umferðaröryggisnefnda út um land allt og verður verkefni nefnda þessara einkum það, að annast hverskonar upplýsinga- þjónustu. Hingað til Akureyrar komu fyrir helgina Pétur Sveinbjarn- arson, Kári Jónasson og Hannes Hafstein fulltrúi Slysavarna- félags íslands og héldu marga funai með hinum ýmsu aðilum bæjar og nærliggjandi sveita. Þeir héldu sérstakan fund með ritstjórum Akureyrarblaðanna og annan með umferðarnefnd- Akureyrarkaupstaðar, en for- maður hennar er Ófeigur Eiríks son bæjarfógeti og sat bæjar- stjórinn, Bjarni Einarsson, einnig þann fund. Þá var stofn- uð á Akureyri umferðarörvggis nefnd. Hana skipa: Stefán Stef- ánsson, Gísli Ólafsson, skipaðir af umferðarnefnd, Elín Valgerð ur Valdimarsdóttir frá Slysa- varnafélagi íslands, Jónas Jóns son, frá Bindindisfélagi öku- manna, Sigurður Sigurðsson, frá FÍB, Finnbogi Jónasson, frá klúbbnum Öruggur akstur og Bjarni Jónsson, frá Bílstjóra- félaginu. Landinu verður skipt í 18 um dæmi og innan þeirra eru minni starfssvæði. Umferðaröryggis- nefnd Akureyrar er ætlað að vinna á svæðinu, sem nær yfir Akureyri, Grímsey, Arnarnes- hrepp, Skriðuhrepp, Öxnadals- hrepp, Glæsibæjarhrepp, Hrafnagilshrepp, Saurbæjar- hrepp og Öngulsstaðahrepp. Hér á Akureyri er undirbún- ingur H-nefndar þegar hafinn. Færsla umferðarmerkjanna stendur fyrir dyrum og stað- setning umferðarmerkjanna verðui' jafnframt endurskoðuð. Umferðarkerfi bæjarins verður að sjálfsögðu endurskoðað og endurskipulagt. Þaraðlútandi uppdrættir og myndir verða birtar á sínum tíma. Þá munu margir starfsmenn, sem aðstoða 26. maí, þjálfaðir, m. a. skátar. Strætisvagnar Akureyrar hafa fengið 2 nýja vagna fyrir hægri umferð og fá SA 560 þús. kr. í bætur vegna breytinga á öðr- um vögnum. TILKYNNING TIL BÆJARBÚA EINS og bæjarbúum mun vera kunnugt hafa samkomur á Sjón arhæð legið niðri nokkurra mán aða skeið. Ástæða þess er sú, að samkomusalurinn þarfnaðist mikillar viðgerðar, en henni er nú lokið. Samkomurnar eru nú hafnar að nýju. Gömlum og nýjum vin um starfsins og öllum fpeim, sem lítið þekkja til þess nema af afspurn, er boðið að líta inn til okkar næsta sunnudag kl. 5.15 síðdegis og að sjálfsögðu framvegis. Bæjarbúum skal bent á, að sámkomutímanum hefir verið breytt til að samræma hann ferðum strætisvagnanna. Sam- komur eiga nú að hefjast kl. 5.15 s.d. Strætisvagninn stanzar hjá Sjónarhæð. Bæjai'búar, verið hjartanlega velkomnir næsta sunnudag og framvegis. Sjónarhæðarstarfið. VISTHEIMILINU SÓLBORG hafa borizt þessar gjafir: kr. 900 (áheit) frá N. N. og kr. 250 frá N. N. — Kærar þakkir. J. Ó. Sæm. ATLABÚÐIN Akureyri Sími 1-25-50 NÝKOMIÐ: Nagla- byssur Skotnaglar Skot Willy’s station ’46. 20 þús. Land-Rover ’54 VW 1961, viðgerður fyrir 35 þús., verð 60 þús. Taunus 12 M 1958 Fiat station 124 1967 F.kinn 6 þús. km. Skipti á ódýrari. Land Rover, bénzín, 1965 Ekinn 25 þús. km. BÍLASALA HÖSKULDAR Biðiið um WINNER vörur Merkið trvgfffir g;æðiii J Uö O

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.