Dagur - 22.11.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 22.11.1967, Blaðsíða 4
5 Í&íi •. ¦* Sí:^:^-:^:-:-:-:^-:-:-:: "~~N Daguk Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgSarmaður: EBJLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Skipatilboðin SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS bauð út smíði tveggja 1000 smálesta flutn- ingastálskipa. 23 tilboð bárust, þar af 3 innlend. Þetta er sögulegur at- burður og hefðu fáir trúað því fyrir einum eða tveimur áratugum, að innlendar skipasmíðastöðvar yrðu þess megnugar, að taka slík verkefni að sér og keppa á þeim vettvangi við erlenda aðila í opinberu útboði. Með því að taka þá staðreynd til greina, að innlend tilboð mega vera mun hærri, eða sem svarar a. m. k. 20%, til þess það sé þó þjóðhagsleg- ur ávinningur að láta slíka nvsmíði fara fram innanlands — ættu erlend- ar skipasmíðastöðvar ekki að koma hér meira við sögu. Innlendu tilboðin voru frá þrem skipasmíðastöðvum og það lægsta 47,9 millj. í annað skipið og tilsvar- andi en nokkru lægra í hvort, ef bæði væru smíðuð, var frá Slippstöð- inni á Akureyri, en það hæsta var 55 millj. kr. Með þessu tilboði Slippstöðvar- innar hefur hún skipað sér á bekk með þeim skipasmíðastöðvum, sem þykja samkeppnisfærar á heims- markaðinum. Smíði Sigurbjargar og Eldborgar vitna ljóslegast um hæfni stöðvarinnar í smíði stál-fiskiskipa, sem miklar kröfur eru gerðar til. Þau skip sýna, að stjórn, verkfærði- kunnátta og þjálfun og hæfni iðn- aðarmannanna í þessari skipasmíða- stöð er lengra á veg komið en annars staðar á landinu. Hin ytri aðstaða, svo sem stórhýsi það, sem skipin nú eru smíðuð í, er líka fullkomnari en á öðrum stöð- um hér á landi. Með þetta í huga væri það furðulegt, ef Akureyringar fengju ekki þau skip bæði, sem hér um ræðir. Akureyringum er það lífsnauðsyn nú, að fá þessi verkefni, til mótyæg- is við stóriðjuframkvæmdir syðra — enda verður naumast öðru trúað, en að svo verði. Lægð þá, sem nú er í smíði fiski- skipa, verður að brúa að svo miklu leyti sem hægt er, með því að beina slíkum verkefnum, sem hér um ræð- ir, til þeirrar skipasmíðastpðvar, sem bezt er til þess fallin, en smíði fiski- skipa til þeirra stöðva innlendra, sem skemmra eru á veg komnar, eða einkum hafa búið sig undir þau verkefni. Segja má, að hvar sem tveir menn eða fleiri taka tal saman á Akureyri, beri skipasmíðina á góma. Öllum finnst það réttlætismál, að Slippstöð- in hljóti verkefni þau, sem út voru boðin og hér hefur verið gert að um- talsefni. Q SÍÐASTILANDBÚNAÐARRÁÐ HERRA Á ÍSLANDI? HÉR fer á eftir niðurlag af jóm frúræðu Stefáns Valgeirssonar alþingismanns, sem hann flutti í neðri deild Alþingis 15. nóv. sl. í umræðu um efnahagsmála- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Þegar hæstvirtur landbúnað- arráðherra lagði hér fram á hinu háa Alþingi frumvarp sitt um breytingu á f ramleiðsluráðs lögunum, þá kom það þannig út í ræðu hans, að þaS væri nú fyrst á þessu ári, sem starfrækt væri hér búreikningaskrifstofa, og því væri á svo litlu að byggja um rekstrarkosnað og vinnu- magn búanna. En það er búið að reka slíka búreikningaskrif- stofu í mörg ár, og því fyrir- í sláttur einn að bera slíku við. Hitt-er svo annað mál, að hún var endurskipulögð samkvæmt nýjum lögum um síðustu ára- mót'. Ef 100 úrtök nægja til að hyggja á vísitölugrundvöll, þá ætti svipuð tala búreikninga einnig að vera grundvöllur til að byggja á vinnulið verðlags- grundvallarins. Mér er það Ijóst nú, eftir að þetta frumvarp um breytingu á framleiðsluráðs lögunum var lagt fram hér á hinu háa Alþingi, og eftir að hafa hlýtt á röksemdir hæst- virts landbúnaðarráðherra fyrir því, að í þetta sinn eigi ekki að fara eftir lögunum um mat á vinnumagni grundvallarbúsins, og verðleggja landbúnaðarvör- urnar samkvæmt því, að nú á að slá því föstu, að málið sé ekki nógu vel rannsakað, ekki nógu vel undirbyggt. En er ekki alltaf hægt að segja það? Og er ekki full ástæða til þess að álykta af því, hvernig hæstvirt ríkisstjórn undirbyggjir hinn nýja vísitölugrundvöll, sem að hennar sögn er hárréttur, og þegar hins vegar það er athug- að, á hvaða grunni vinnuliður verðlagsgrundvallarins er byggður, að það sé mikil hætta á því, að á valdatíma hæstvirt ríkisstjórnar verði ekki verðlag samkvæmt gildandi lögum. Er ekki endalaust hægt að segja að rétt sé rangt, eða þetta og hitt sé ekki nógu vel undir- byggt þegar stjórnað er út frá þeirri reglu, að sá, sem ræður hafi alltaf rétt fyrir sér. Lögin um framleiðsluráð land búnaðarins o. fl. bera það með sér, að tilgangur þessara laga- setningar hafi verið sá, að tryggja bændastéttinni svipuð laun, og launastéttirnar hafa á hverjum tíma. Öll blaðaskrif um þessa lagasefningu, og ræð- ur þeirra sem að lagasetning- unni stóðu sanna þetta líka. Hyer hefur svo reynslan verið? Meðaltekjur bændastéttarinnar hafa aldrei náð meðaltekjum launastéttanna, og þó hefur þetta bil aldrei verið meira en einmitt nú. Ef verðstöðvunar- kaflinn í þessu frv. nær til þess að hindra, að bændur fái verð- hækkun vegna aukningar á til- kostnaði og ekki á að taka neitt tillit til vinnumagnsins í vinnu- hð' . grundvallarins, eins og hæstvirtur landbúnaðarráðhr. gaf til kynna hér á dögunum, þá mun þetta bil enn aukast og setjá ýms byggðarlög í mikla hættu, og að þau verði yfirgefin og fari í auðn. Hvers virði er þá þessi lagasetning bænda- stéttinni í heild, ef á að brjóta allt þannig niður, eða sniðganga hana með málaflækjum? Hvort' er þetta landbúnaðar-v stefna hæstvirts landbúnaðar- ráðherra eða hæstvirts við- skiptamálaráSherra? — Ýmsum þykir nú þróunin hafa orðið sú í þessum málum, að það bendi frekar til þess, að hæstvirtur viðskiptamálaráSherra ráði orð ið mestu hvaS snertir landbún- aSarmálin í ríkisstjórninni. Sennilega vantar hann enn vinnuafl til aS láta byggja banka og bankaútibú yfir pen- ingaleysiS, og ef til vill ætlar hann aS auka hagræSinguna í þessum peningastofnunum þjóð arinnar meS því aS fjölga þar enn um nokkra tugi. Því aS í Stefán Valgeirsson alþm. bönkum og sparisjóSum vinna ekki nema rúmlega 2000 manns. Það er nú allt og sumt. Það hlýtur því að vera auðvelt að koma 'fleirum á jötu. Þjóðin lifir frekar á því, heldur en á landlbúnaði. Fjórði kafli er um farmiða- gjald. Gert er ráð fyrir, að það skili ríkissjóðnum 60 milljónum eða 8% af því, sem taliS er að vanti til að ná saman hallalaus- um fjárlögum. Segja má, að þessi skattur sé annars efnis en flest þaS, sem hér er gert ráS fyrir að gera ríkissjóðnum til bjargar. Þarna er að minnsta kosti ekki seilst upp á matborð landsmanna. En á hitt ber að líta, að þessi skattur hittir fyrst og fremst eitt fyrirtæki í land- inu, sem til þessa hefur haldið uppi mjög gagnlegri þjónustu fyrir landsbyggðina, en þar á ég við Flugfélag íslands. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Flugfélag íslands hefur haldið uppi föstum áætlunar- ferðum á alla helztu staði víðs vegar um land. Þessi þjónusta hefur ekki staðið undir sér fjárhagslega, enda mun það fá- títt erlendis, jafnvel hjá stór- þjóðum, að innanlandsflug. sé ekki styrkt af almanriafé. En utanlandsflugið hefur skilað talsverðum hagnaði, og má segja, að það hafi gert Flugfé- laginu mögulega þá þjónustu, sem það hefur látið í té hér innanlands. En kunnugir telja, að með þessum farmiðaskatti sé kippt rekstrargrundvellinum undan Flugfélagi íslands, og hlýtur slíkt að leiða af sér annaðhvort stórhækkuð flug- gjöld hér innanlands, eða mik- ið verri þjónustu, sérstaklega á hinum fámennari stöðum, nema hvort tveggja komi til. Er þá orðinn hæpinn ávinningurinn af þessum skatti. Hvað segir stjórnarformaður Flugfélags íslands um þennan skatt, hátt- virtur þingmaður Reykvíkinga, Birgir Kjaran? Er hann tilbú- inn að samþykkja hann, og verði hann lögfestur eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, mundi það ekki hafa áhrif á þjónustu Flugfélagsins við landsbyggðina annaðhvort með stórhækkuðum fargjöldum, eða færri ferðum og lélegri þjón- ustu? Fimmti kaflinn er um breyt- ingu á ýmissi skattheimtu. Þar er m. a. ákvæði um aS sexfalda fasteignamat á bújörðum. sem undirstöðu til álagningar eigna- skatts. Síst mundi ég verða til þess að átelja skattheimtu eft- ir efnum og ástæðum, en hér er því miður ekki stuðst við nein- ar raunverulegar eignir. Sam- félagið hefur leikið bændur landsins þannig undanfarin ár, að jarðir þeirra eru nær óselj- anlegar, sem er afleiðing af því að bændur hafa um árabil ver- ið lang tekjulægsta stétt lands- ins. Engin samræming hefur verið gerð á skráðu fasteigna- mati jarða, ef til vill nánast til- viljun ein um mat hverrar ein- stakrar jarðar, og ósamræmi ótrúlegt. Ef þessi skattur verð- ur lögfestur er því hrein tíl— viljun hvernig hann leggst á. Verður því í mörgum tilfellum tilbúin eign notuð sem undir- staða um ákvörðun skattsins. í greinargerð við frumvarpið segh- m. a. (með leyfi forseta): „Margvíslegar ráðstafanir geta hér komiS til greina. Það skiptir hins vegar miklu aS þær aSgerðir sem valdar eru, séu í sem mestu samræmi við hina almennu stefnu, sem fylgt hefur verið, og ætlunin er að fylgja." Hér er ekki farið dult með það, hvers er að vænta af hæst- virtri ríkisstjórn og hafi ein- hver verið í vafa um hina al- mennu stefnu, þá ætti sá vafi að vera horfinn við tilkomu þessa frumvarps og öll vinnu- brögð í sambandi við það, og aðrar stjórnarathafnir þessa haustdaga, þegar aðstæðurnar gerðu ekki lengur mögulegt að halda feluleiknum áfram, sem hófst fyrir rúmlega ári síðan, enda er nú langt til næstu kosninga og öllu óhætt. Nú er það fjármagnið, sem á að deila og drottna. Það er stefna sem á að ráða. En er ekki verið að sigla hraðbyri inn í Efnahags- bandalag Evrópu leynt og Ijóst? Er ekki forsendan fyrir því, að sú sigling takist og raunar sé möguleg, sú að lama landbúnaðinn og mikinn hluta iðnaðarins? Hvert er stefnt í þessum málum? Hvað segja iðnaðarmenn? Hvað segja bændur landsins. Og nú er verið aS skattleggja fátæktina, samariber eignaskatt inn á verSlausar jarðir. Ég verð að óska hæstvirtum landbún- aðarráðherra til hamingju með þá framkvæmd. Hún mun verða geymd ásamt fleiri rós- um í hnappagati hans, ef land- búnaðarstefna sú sem felst í þessu frumvarpi og öðrum til- burðum núverandi valdhafa nær fram að ganga. En vissu- lega á hæstvirtur landbúnaðar- ráðherra annað og betra skilið en að á minnisvarða hans verði skráð þegar þar að kemur: Síð- asti landbúnaðarráðherrann á íslandi. — Ef við lendum inni í EBE. þá verður stutt í það, að mest allur landbúnaður leggist niður, og þá höfum við ekkert að gera lengur við landbúnað- arráðherra. Ég er þess fullviss, aS hæstvirtur landbúnaSarráð- herra ber hag og viðgang bændastéttarinnar fyrir brjósti, ekki síður en aðrir, en margt bendir til bess, að hann skorti þrek til að standa af sér þau öfl innan stjórnarflokkanna, sem stefna- vilja þjóðarskútunni inn í Efnahagsbandalagið, og kæra sig kollótta um afleiðingar þess fyrir íslenzka atvinnuvegi. Þeir (Framhald á blaðsíðu 2). ÆVINTYRI OTTANS eftir Hannes J. Magnús- son. —h Drengjasaga. — Útgefandi: Barnablaðið Æskan. MARGIR fullorðnir lesa sér. til mikillar ánægju þær bækur, sem ætlaSar eru bömum og unglingum. Þetta er eSlilegt. Ef vel tekst aS segja sögu, er hún ekki bundin við neitt visst ald- ursskeið. Þannig hygg ég að það verði meS þetta síSustu sögu Hannes- ar- J. Magnússonar. Bæði ung- lingar og fullorðnir munu lesa hana sér til ánægju. Höfundin- um tekst frásögn þessarar sögu þáð vel, að menn hætta ógjarn- an við hana fyrr en henni er lokið. Ekki þarf að kynna höfund- inn, svo er hann kunnur fyor unglingasögur sínar og önnur ritstörf. í sögu þessari er sagt frá námfúsum dreng frá fátæku sveitaheimili, sem fer í vist til stórbónda í sveitinni um ferm- ingu. Hann á þá einu heitu ósk að fá að komast í skóla. Sagan gerist fyrir 40—50 árum, og þá var ekki auðvelt fyrir félítinn dreng að fá þekkingarþrá sinni svalað. Lýs't er vist drengsins þarna á bærium og margvægislegum ævintýrum sem hann lendir í við véiðiskap, í fjallgöngum og hríSarbyljum vetrarins. Þá er þarna einnig vel lýst ýmsu heimiiisfólkinu og viðskiptum þess. Einkum verður minnisstæð vinátta Óttars og Þórðar gamla, sem gætir bókasafnsins. Gæti það minnt okkur á, að viriátta sprettur oft af sarneiginlegum áhugámálum, þó að aldurs- munu-r sé mikill. Þá eru þeir Óli og Muggur skemmtilegir fé- lagar, þó að ólíkir séu. í lök sögunnar fær Óttar heitustu ósk sína uppfyllta, en til þess að fá að vita hvemig það gerist, þarf að lésa söguna. Hættir allir og störf eru ólík nútímanum, og býr bókin.' því yf ir'• ¦ talsverðUm f róðleik urri liðna tíma, sém eldra fólk man. Æviritýri Ottars er góð og heilsteypt bók, sem drengir munu kunna vel að meta. KUBBUR OG STUBBUR eftir Þóri S. Guðbergsson. Útgefandi: Barnablaðið Æskan. f FYRRA VETUR sýndi Leik- félag. Reykjavíkur frumsamið barnaleikrit eftir Þóri S. Guð- bergsson, sem bar nafnið Kubbur og Stubbur. Aðsókn að því var mjög góð. Nú hefur höfuridurinn gert úr því sögu og Æskan gefið út. Það er spá mín, að engum leið- ist, sem lesa þessa bók. Efnið er fjölbreytt og skemmtilegt. En það sem gef ur þessari bók sérstakan svip er það, að hún er myndskreytt af börnum. Er gaman að sjá, hvernig þau hugsa sér þær persónur, sem þeir Kubbur og Stubbur hitta á hinu sögulega ferðalagi sínu. Ekki vil ég taka þá ánægju af væntanlegum lesendum bók- arinnar að endursegja efni hennar. .En hún er við hæfi yngri barná og prentuð með stóru og skýru letri. Eiríkur Sigurðsson. HARMSÖGUR OG HETJU- DADIR. Ný bók eftir Þorstein Jóseps- son. BÓKAÚTGÁFAN Öra og Ör- lygur h.f. hefur sent á markað nýja bók eftir Þorstein Jóseps- son, blaðamann, en sama út- gáfufyrirtæki annaðist einnig útgáfu bókarinnar Landið þitt eftir Þorstein, en hún kom á markað fyrir síðustu jól. í hinni nýju bók, sem ber undirtitilinn f stórhríðum á fjöllum uppi, birtast 11 mynd- skreyttir þættir og kemst Þor- steinn m. a. þannig ^ð orði í formála: „Þessir frásöguþættir eiga það sarnmerkt, að þeir draga í höf- uðatriðum upp myndir úr lífi fólks, sem lent hefur í harð- viðrum, villum og hrakningum aS vetri til, eSa vori og hausti, meðan hríðar geisuðu. Segja má, að þetta sé einskonar slys- farasaga í vetrarveðrum." í hinni nýju bók sinni grefur Þorsteinn ýmist upp þætti úr sögu löngu genginna kynslóða eSa hann segir frá atburðum úr lífi samferðafólks. Má. þar til nefna þáttinn Leit að rjúpna- skyttu, sem Þorsteinn skráði í ársbyrjun 1965 eftir söguhetj- unni sjálfri, Jóhanni Löve, sem • þá lá í kalsárum í sjúkrahúsi í Reykjavík. Suma þættina skrá- ir hann vegna einhverra tengsla við sögufólkið, í öðrum er hann einn af þátttakendum. Þættirnir eru skrifaðir á 30 ára blaSamennskuferli Þor- steins og var viSfangsefnið hon- um einkar hugleikið. Hann var frækinn ferðamaður ag fjalla- garpur, sem gjörþekkti íslenzk- ar byggðir og ó'byggðir. Hann gerði sér því glögga grein fyr- ir hrikaleik þeirra atburða, sem hann valdi í bók þessá, en hún er raunar sú síðasta, sem hann bjó sjálfur tilprentunar og gef- ur tvímælalaust nokkra hug- mynd um svipmikinn blaða- mennskuferil hans. Hringur Jóhanriesson, list- málari, skreytti bókina með blýantsteikningum, serii á skýr- an og skemmtilegan hátt varpa ljósi á þá atburði sem bókin geymir. Hringur.hefur vakið á sem mikla athygli sem mynd- listarmaður. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einnig efnt til eirikasýninga á verkum sínum. Þetta er í fyrsta skipti sem hann myndskreytir heila bók og mimu þeir án efa margir sem fagna, að mega einnig njóta snilldar hans á þessU sviði. Harmsögur og hetjudáðir er prentuð á góðan pappír í Prent- smiðjunni Eddu. Myndamót eru gerð hjá Litróf h.f. Umbrot og útlit bókarinnar annaðist Gísli B. Björnsson. Verð bókarinnar með söluskatti er kr. 398,00. (Fr éttatilkynning). DAGFINNUR DÝRALÆKNIR í APALANDI. Ný barnabók eftir Hugh Lofting í þýðingu Andrésar Kristjáns- sonar, ritstjóra. BÓKAÚTGÁFAN Örn og Ör- lygur h.f. hefur sent á markað- inn nýja barnabók, hina fyrstu úr 12 bóka flokki, eftir hinn heimsfræga barnasagnahöfund Hugh Lofting. Hið íslenzka heiti bókarinnar er Dagfinnur dýralæknir í Apalandi, en á frummálinu nefnist hún The Story of Doctar Doolittle. Sög- urnar af Doctor Dolittle og dýrum hans eru hiklaust komn- ar í hóp sígildra bamabóka. Höfundur sagnanna af Dag- finni dýralækni var liðsforingi í fyrstu heimsstyrjöldinni og greip til þess. ráðs áS skrifa börnum sínum sögubréf. Þetta fanst honum milda mjög grimmdaráhrif stríðsins. á huga sinn. í þessum bréfum sagði hann börnum sínum frá Dag- finni, lækninum, sem af til- viljun lærði dýramál af páfa- gauknum sínum og eftir það lagði mannalækningar á hill- una en sneri sér að dýralækn- ingum. Hin óvenjulega tungu- málakunnátta hans verður að sjálfsögðu til þess að hann lendir í ótal ævintýrum. — Lofting myndskreytti sögu- bréfin, sem voru geymd þar til hann kom heim úr stríSinu, en þá voru þau gefin út. Sagan náði þegar miklum vinsældum og þegar Lofting sendi aðra bók sína á markað, árið 1923. fékk hann Newbury verðlaunin, sem er ein mesta viðurkenning sem veitt er í Bandaríkjunum fyrir barnabækur. Kaflar úr sögun- um af Dagfinni díralækni eru nú í mörgum lestrarbókum, sem gerðar eru til þess að kynna úrval bókmennta í skól- um. Kunnur bókmenntamaður í Bandaríkjunum, Hugh Walpole, hefur sagt: „Sannleikurinn er sá, að þessar sögur eru verk snillings, og í snilldarverkum er örðugt aS greina og rekja sundur þá þætti sem lyfta þeim í þann sess. Þarna er mikill skáld- skapur, hugmyndaflug, gaman- semi, viSkvæmni og jafnvel angurværS, en umfram allt er þaS hin djúpa sköpunarlist, sem hrífur meS sér jafnt fjögurra ára börn, níræSa öldunga og virðulega bankamenn á fimm- tugsaldri. Ég veit ekki hvernig Hugh Lofting hefur farið að þessu, og ég held að hann hafi ekki einu sinni vitað það sjálf- ur." ' ; Bókin er prentuð í Prent- smiðjunni Eddu, myndamót eru gerð hjá Litróf h.f. en kápu- teikningu annaðist Gísli B. Bjömsson. Verð bókarinnar með sölu- skatti er kr. 198,00. (Fréttatilkynning). Æskulýðsblaðið ÆSKULÝDSBLADIÐ, sem hér var stofnað fyrir 20 árum, flutt- ist suður og var að lognast þar útaf. Útgáfan er nú flutt norð- ur á ný og er Æskulýðsblaðinu ritstýrt af séra Bolla Gústavs- syni í Laufási. Útgefandi ÆSK í Hólastifti og er nýkomið hefti lífvænlegt. Auk formálsorSa rit stjóra ritar séra Pétur Sigur- geirsson hvatningarorð, séra SigurSur GuSmundsson grein- ina Sólskinsdagur við Vest- mannsvatn, iCristján Sigur- bjarnarson skrifar um súrdeig- ið, séra Ingþór Indriðason grein ina Biblían og þú og séra Heim ir Steinsson um guðfræðina, sem fyrsta þátt starfsfræðslu, sem eftirleiSis verður í blaðinu. Minnst er 20 ára starfs ÆFAK, rætt við Gunnlaug P. Kristins- son, Jón Þorsteinsson á þarna greinina, Skemmtanir og kristin trú (áður flutt hjá samtökun- um) og margt fleira er í þessu riti, bæði til fróðleiks og skemmtunar, sem vert er að líta í. Rétt er að vekja athygli á samþykkt 8. aðalfundar ÆSK, haldinn á Hvammstanga 9.—10. sept. 1967, þar sem nauðsyn er talin að íslenzka þjóðkirkjan tæki ákveSnari afstöSu til áfengisvandamálsins, en gert hefur veriS til þessa, og að hún leggi áherzlu á raunhæfa bind- indisfræðslu í æskulýðsstarfi sínu. Sé hér um stefnubreyt- ingu innan klerkastéttarinnar að ræða, ber að fagna því. Q Frá þingi ungra Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra. (Ljósm.: G. P. K.) U N G I R Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra héldu ársþing sitt á Akureyri 10. nóvember sl., og var það vel sótt. Fráfarandi formaður, Ingólfur Sverrisson, setti þingiS og bauS gesti velkomna, en Svavar Ottesen, Akureyri var kjörinn forseti og varaforseti Jón Baldvinsson, Rangá. Jónas Jónsson ráSunautur ávarpaSi þingið. Ingólfur Sverrisson flutti skýrslu stjórnar, en gjaldker- inn, Aðalsteinn Karlsson las og Rafn Sveinsson. rmanna i Noro- skýrði reikninga, sem síðan voru samþykktir. Baldur Ósk- arsson flutti ávarp. Björn Teita son hafði framsögu um skipu~ lagsmál en Indriði Ketilsson uril stjórnmál. Umræður voru. miklar. Rafn Sveinsson, Akureyri, kjörinn formaður. - Stjórn sambandsins skipa nú: Rafn Sveinsson form., Jóhann Halldórsson ritari og Jón Bald-. vinsson gjaldkeri. Varastjórn; Guðmundur Hallgrímsson, Grímáhúsum, Guðmundur Þór- arinsson, Vogum og Karl Stein- grímssop, Akureyri. Q - Fundur um áfeuffisvarnarmál (Framhald af blaðsíðu 8). fólgið að hlynna að allri hollri starfsemi ungra manna og kvenna í hinum ýmsu félögum, fremur en að stofna ný. Hann benti á, hvað hægt væri að gera þegar margir leggðust á eitt og nefndi í því sambandi bindindis mótin í Vaglaskógi o. fl. Enri- fremur gerði hann aðstöðuna til æskulýðsstarfseminnar í bæn- um að umtalsefni, en lagði höfuðáherzluna á nauðsyn þess, að breyta almenningsálitinu í betra horf. Eiríkur Sigurðsson, sem ver- ið hefur erindreki Stórstúkunn ar undanfarnar vikur og ferð- ast mikið, sagði, að heimabrugg myndi nú fátítt en þess meira af smygluðu áfengi, einkum á útkjálkum, svo full þörf væri betri tollgæzlu. Hann benti á, að íslendingar drykkju nú sem svaraði verði góðrar íbúðar á dag og því miður færðist aldurs MÁTT OG STÓRT þeir munu, eins og aðrir ábyrg- ir þegnar, vinna eftir getu að því, að hún takist sem bezt. — Jafnhliða breytingimni 'í hægri umferð fer í vetur fram stór- lega aukin, almenn umferSar- fræðsla, sem öllum er nauðsyri- leg. Hana ber hverjum að til- einka sér eftir getu. KANÍNURNAR Tveim kanínum var stolið í síðustu viku, 'fyrst annarri en hinni tveim nóttum síðar — úr læstu búri. Sorgmæddur eig- andi, ung stúika, sem dýrin átti pg lét sér mjög annt um þau, grét sáran. Omiur kanínan var grá en hin svört. Þjófnaður af því tagi, sem hér er um aS ræSa, er skammarlegur og get- ur einnig varSað' við lög um illa meSferð á dýrum. (Framhald af blaðsíðu 8). til hennar var borið og fengið var í kosningunum í vor á íölsk um forsendum, efnislega og meS blygSunarlausu skrumi. Verst af öllu er þó, aS í okkar þjóðfélagi eru allir á móti öll- um. FólkiS treystir ekki stjórn sinni, hvorki í efnahagsmálum eSa öðrum málum og í efna- hagsmálum yfirleitt hefur sið- ferðinu farið ört hrakandi, svo til vandræða horfir. H-UMFERÐIN An árangurs hefur verið reynt að fá H-umfer3armálið tekið fyrir á ný á Alþingi. — Hinir möngu andstæðingar breyting- arinnar — þeirra á meðal sá sem þetta ritar — verða nú að taka henni sem staðreynd, sem tekur gildi 26. maí í vor. Og takmarkið niður, meðal þeirra er áfengis neyttu. í Noregi, þar sem við sama vandamál væri aS glíma, væri vandanum mætt með aukinni fræðslu. Stefán Ágúst ræddi um starf- semina á Varðborg og þá fyrir- ætlun bindindismanna aS byggja söngleikahús við Varð- borg, ásamt nýjum og stærri kvikmyndasal. Þá leiðrétti hann algengan misskilning um mikið opinbert fjármagn til starfsemi templara, sem margir álíta að þeir fái. Sverrir' Pálsson taldi áfengis vandamálið ekki vaxandi meðal ungmenna á gagnfræðaskóla- stiginu, samkvæmt sinni reynslu. Árángursrík taldi hann störf hinna ýmsu félaga, sem fylltu þann tómleika ungmenna, sem væri hættulegastur, ásamt slæpingjahættinum. Hann taldi, að þyngja þyrfti til rnuna refs- ingu þeirra, sem brotlegir gerð- ust um, að útvega unglingum áfengi. Sveinn Kjristjánsson sagSi frá því, hve erfitt væri í vínveit- ingahúsum, að varna því að ung menni drykkju áfengi og spunn ust út af því meiri umræður. Hann óskaði góðrar samvinnu við hinn nýja bæjaríógeta, svo sem aðrir ræðumenn höfðu einnig gert. Ófeigur Eiríksson ávarpaði fundinn og tjáði sig fúsann til samstai-fs við áfengisvamarráS og önnur bindindissamtök. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.