Dagur - 22.11.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 22.11.1967, Blaðsíða 8
||;:gg:;;-;¦¦?'¦ -¦:;•;¦ . ¦"¦::"¦• "•¦":' SMÁTT OG STÓRT Á fundi me'ð bindindismönnum. (Ljósm.: E. D.) enffisvarnarma FÉLAG áfengisvarnarnefnda við Eyjafjörð og Umdæmis- stúka Norðurlands héldu fund með templurum, fr.éttamönn- um, skólastjórum á Akureyri og ýmsum forráðamönnum æskulýðssamtaka og félaga í Hótel VarSborg á sunnudaginn. Ármann Dalmannsson formað- ur Áfengisvamarnefnda bauð gesti velkomna og flutti ávarp um áfengismál og uppeldismál. Kjartan Jónsson, Þóroddur Jó- hannsson, Hermann Sigtryggs- son, Eiríkur Sigurðsson, Stefán Ágúst, Sverrir Pálsson, Sveinn Kristjánsson og Ófeigur Eiríks son, nýr bæjarfógeti kaupstað- arins, tóku til máls og var fund ur þessi bæði fróðlegur og ánægjulegur. Ræðu Ármanns verður við tækifæri gerð einhver skil, þeg ar rúm leyfir. Kjartan Jónsson ræddi um starf templaranna og lagði áherzlu á, að þar vantaði fleira fólk til starfa. Margir væru í þeim félagsskap, sem hefðu orðið að reyna áfengis- bölið á sjálfum sér og þekktu það því af sárri reynslu, en margir væru þar einnig og e. t. v. ekki færri, sem aldrei hefðu komizt í slíkan vanda en vildu heilshugar vinna málefninu gagn og gerðu það. Hvatti hann bæjanbúa til að skipa sér í raðir bindindismanna. Þóroddur Jóhannsson skýrði frá starfsemi ungmennafélag- anna og UMSE og gerði sérstak lega grein fyrir því, hvers v.egna ýms ungmennafélög hefðu slakað á kröfum sínum um bindindisheitið. En þótt þau hefðu orðið að gera það, miðaði starfsemi þeirra allra að því á einn og annan hátt, að ala upp bindindissama æsku. Sæist enda mikilsverður árangur af starfi. þeirra svo sem á dans- leikjtrm UMSE, bindindismót- um, bindindisfræðslu í skólum o. s. frv. Hermann Sigtryggsson lýsti nokkuð æskulýðsstárfinu á Ak ureyri. Taldi hann verkefni ráðsins fyrst og fremst í því (Framhald á blaðsíðu 5). í GÆR skýrði Þórður Gunn- arsson blaðinu frá því, að Sjálf- stæðishúsið hefði í undirbún- ingi að sýna söngleik innan skamms. Er hér um að ræða söngleikinn Allra meina bót, eftir Patrek og Pál, sem sýndur var á sínum tíma í Reykjavík og víðar við miklar vinsældir. Leikstjóri er Ágúst Kvaran, en aðalhlutverkin eru í höndum Helenu Eyjólfsdóttur, Þorvald- ar Halldórsonar, Jóhanns Kon- ráðssonar, Emils Andersen og Þráins Karlsonar, auk smærri hlutverka. — Frumsýning er á- formuð fimmtudaginn 30. nóv- ember. SESSELJUBUÐ Komið hefur í ljós, þótt ekki sé langt liðið á veturinn, að Sess- eljubúð á Öxnadalsheiði er hin þarfasta. Þar hafa nú þegar nokkuð margir notið skjóls og a. m. k. hópur manna gisti þar eina nótt í vondu veðri. Kola- birgðir þrutu þar efra 05 búið að flytja meira eldsneyti. Marg ir þeirra, sem notið hafa, hafa hringt til formanns Slysavarna- deildar kvenna á Akureyri og tjáð þakklæti sitt og blaðið hef- ur einnig verið beðið að koma þakklátum kveðjum á framfæri. SAUÐFJARSJÚKDÓMA- NEFND Fimm manna sauðfjársjúkdóma nefnd, kosin af landbúnaðar- nefndum beggja þingdeilda verður senn kjörin. Vegna bú- fjársjúkdóma í Eyjafirði, sem ölhim eni kunnir, ætti að kjósa a. m. k. einn mann í þessa nefnd úr því héraði. GJALDÞROTA STJÖRN Með vetrarkomunni 1967, eftir 8 ára samfellt góðæri í afla- brögðum og sölu afurða, stend- ur gjaldþrota ríkisstjórn frammi fyrir landslýð og biður um Framsögumaður var Ólafur E. Stefánsson ráðunautur Búnaðarfélags íslands A MÁNUDAGSKVÖLDIÐ var fyrsti eyfirzki bændaklúbbs- fundur vetrarins að Hótel KEA. Mættu þar 70—80 bændur hér- Ólafur E. Stefánsson. Mikil ös í verzlunum á Akureyri Sumir heildsalar stöðvuðu viðskipti í fyrradag! í GÆR var mikil ös í sumum \ 1 • J verzlunum á Akureyri og líf- leg verzlun. Augljós er sá ótti - Sjónvarpsgeislinn TÆKNIMENN frá sjónvarpinu hafa undanfarið haft aðsetur á Akureyri og unnið að rann- sóknum á ýmsum þáttum sjón- varps og hafa þeir m. a. kom- izt að þeirri niðurstöðu, að sjónvarpsgeisli frá Skálafells- stöð sé mjög greinilegur á Vaðlaheiði, þar sem fyrirhuguð er móttöku og sendistöð fólks, að gengi íslenzkrar krónu verði breytt og að vörur muni þá hækka í verði í hlutfalli við það. Naumast er þó hægt að segja,' að um hamstur væri að ræða, nema í færri tilvikiíín.. Frá Reykjavík berast fregnir um hreint innkaupaæði fólks, ennfremur að af þeim sökum og einnig öðrum hafi vörur mjög horfið úr verzlunum. Þá er það staðreynd, að sum- ir heildsalar í Reykjavik höfðu þegar í fyrradag lokað og hætt viðskiptum í bráð! '? aðsins og bændasynir. En frum- mælandi var Ólafur E. Stefáns- son ráðunautur, og var um- ræðuefnið fóður og fóðrun naut gripa. En áður en erlndi hans hófst sýndi hann skuggamyndir af verðlaunakúm úr öllum landsfjórðungum, og síðar um kvöldið sýndi hann myndir af kynbótanautum. — Ræðumaður minnti á, að næsta sumar yrðu haldnar nautgripasýningar hér á Norðurlandi. Ræðumaður sagði m. a., að á fyrstu árum nautgriparæktarfé- laganna hefði það verið atriði á stefnuskrá að rækta kýr, sem gætu nýtt heyfóði-ið sem bezt. Nú eru heyfóðurdálkar skýrsln- anna auðir og það viðhorf skapað, að sú kýrin, sem. minnst etur, er ékki sú bezta, heldur sú, sem getur breytt mestu fóðri í mjólkurafurðir. — Hey- spamaðarstefnan í mjólkurfram leiðslunni er úr sögunni og keppt að því að fá sem mestar afurðir eftir hvern grip. Ræðumaður las kafla úr bréfi frá starfsmanni í landbúnaðar- ráðuneytinu í Wasihington. Það hljóðaði svo, en þar er skýrt frá því viðhorfi, sem þar ríkir: Eins og yður er eflaust kunn- ugt, þá ríkir hörð samkeppni í mjólkurframleiðslu í landi okk- ar, og við höfum orðið að velja kýrnar með tilliti til hárra af- urða og mikillar framleiðslu- r vetranns getu, jafnframt því, að kýrnar nái háum aldri sem mjólkur- kýr. Án þessara eiginleika kúnna og með tilliti til þess hve land og vinna er dýr, myndu kúabændur ekki komast af. Ár- angur kynbótastarfsins og það, að lélegum kúm hefur verið útrýmt, hefur greinilega komið fram í auknum tekjum nvjólk- urframleiðenda. Sem dæmi um það má nefna, að árin 1945 voru 27,7 millj. mjólkurkúa í land- inu. Árið 1965 var sú tala 15,5 millj. Á sama tíma jókst mjólk- urframleiðslan um 2580 millj. kg. Hugsunin á bak við þetta (Framhald á blaðsíðu 2). Á MORGUN, fimmtudag, syng ur hinn vinsæli óperusöngvari, Magnús Jónsson í Borgarbíói á Akureyri á vegum Tónlistar- félagsins og eru það aðrir tón- leikar félagsins á þessu starfs- Magnús Jónsson. SYNGOR ári. Undirleikari er Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari, góður tónlistarmaður. Á söngskránni eru verk fjög- urra innlenda höfunda og svo hinna erlendu meistara. ? hjálp. Landinu hefur verið stjórnað á þann veg, að við blas ir alger stöðvun hraðfrystihús- anna ism áramót, kaupskipaflot inn er þegar stöðvaður, nær öll verkalýðsfélög landsins búa sig undir allsherjar verkfall. At- vinnurekendur, jafnt sem laun- þegasamtökin hafa vítt ríkis- stjórnina opinberlega og telja, að ekki verði lengur unað við stjórnarstefnuna. „ALÞINGI GÖTUNNAR" Sjálf hefur stjórnin engin úr- ræði, heldur auglýsir hún eftir leiðbeiningum innan þings og utan. Ennfremur óskar hún sam starfs við samtök allra stétta, en fyrr á árum taldi hún sam- vinnu ríkisstjórnar og launþega samtaka hinu kunna nafni, „Al- þingi götunnar", Til handa ör- þreyttum atvinnuvegum á stjórnin engin úrræði og hefur ekki slík mál á dagskrá. VARGÖLD Ríkisstjórnin lagði á Alþingi fram frumvarp um efnahags- mál, en í því, fólst 750 millj. kr. kjaraskerðing, sem harðast kem ur niður á þejm, sem fátækastir eru. f frumvarpinu felast einnig vanefndir júnísamkomulagsins. Verkalýðsfélögin svöruðu með verkfallsboðun, eftir árangurs- lausar viðræðtir yið stjórnar- völdin. Vargöld.þófst í landinu með hótunum á.báða bóga. RÖNG STEFNA Ríkisstjórnin kennir verðfalli sjávarafurða um allan þann vanda, sem efnahagsmálin nú eru komin í. Þetta er ekki nema að nokkru leyti rétt, því sannan legt er, að verð sjávarafurðanna er hærra en, meðaltal síðustu fimm ára. Hins vegar eru erfið- leikarnir staðreynd og eru að- verulegu leyti, til komnir vegna rangrar stjórnarstefnu, eða getu leysi stjórnvalda í baráttunni við verðbólguna. VERÐSTÖÐVUNIN ER HÁÐUNG Flest loforð stjórnarflokkanna frá kosningunum í vor, hafa sér til skammar orðið. 1 stað þess að guma af ijflugum gjaldeyris- varasjóði, svo seni gert var fyr- ir kosningarnar í vor, berast fréttir um hallærislántökur. f staðinn fyrir „traustan grund- völl atvinnuyeganna", blasir við gjaldþrot, í staS verðstöðvunar- innar er sú óðaverðbólga enn skollin á, sem hver einasta hús- móðir landsins rekur sig á dag- lega. Þær hafa fengið að reyna, að verðstöðvunin, eins og hún var framkvæmd, er háðung. LJÓT MYND Mynd sú, sem blasir við þessa fyrstu vetrardaga,. er hvorki fögur eða heillandi. Allir sjá, að stjórninni hefur mistekizt hrapa lega í óllum meginatriðum stefnu sinnar og loforðin í engu haldin. Stjórnin hefur misst að verulegu leyti það traust, sem (Framhald á blaðsíðu 6).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.